Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 ■ Nígería hefur fengið Ieyfi annarra meðlimaríkja OPEC til að vinna og selja meiri olíu en samtökin höfðu áður úthlutað, vegna mikilla efnahagsvandræða þar í landi. Olíukaupendur ná undirtökum í viðskiptunum Olíugródinn getur leitt til efnahagshruns ■ Gífurlegar verðhækkanir á olíu hafa skekið efnahagskerfi heimsins í áratug. Olíuframleiðsluríkin hafa hirt til sín óhemjumikið fé frá kaupend- um. Margt hefur orðið til að æsa leikinn, en líklega ekkert meira en hræðslan. Því var haldið fram að olíubirgðir heimsins væru á þrotum og verðið mundi fara síhækkandi þar til síðasti dropinn væri brenndur upp. Það var einnig almcnn trú að þaö sem eftir væri af olíu væri að mestu cign Arabaríkja og gerðu þau sitt til að telja öðrum ríkjum trú um að þau hefðu kverkatak á iðnríkjunum sem háð eru mikilli olíubrennslu. Ekkert af þessu á við rök að styðjast. Ónotaðar olíubirgðir eru miklu meiri en látið var í veðri vaka. Svarta gullið finnst víðar um heim en álitið var. Eru jafnvel nokkrar vonir bundnar við að olía sé undir Skjálfandaflóa og á að fara að hefja rannsóknarboranir í Flatey. Að vísu var vitaö um olíulindir á allmörgum stöðum sem ekki voru aðgcngilegir til vinnslu en málið var ekki rannsakað að neinu gagni fyrr en eftir að OPEC-ríkin skelltu á fyrstu vcrðhækkunarholskcflunni 1973. Pá varð olían svo dýr að það fór að borga sig fyrir iðnríkin að vinna hana á heimaslóöum. Þetta virtust olíufurst- arnir í Arabaríkjunum ckki hafa séð fyrir. Nægir að minna á olíuvinnsl- una í Norðursjó og lagningu leiðsl- unnar miklu frá norðurhluta Alaska um Kanada allt til Bandaríkjanna. Enn er þess að geta að olíunotkun hefur minnkað allverulega. bæöi vegna ýmissa sparnaðarráðstafana og lögð hefur verið mikil áhersla á að nýta aðra orkugjafa. Þaö var iðnríkj- unum fjárhagsleg og pólitísk nauðsyn að losna úr þeirri úlfakreppu sem OPEC-ríkin héldu þeim í. Nú er dæmið að snúast við. Framboð á olíu er orðið miklu mcira en eftirspurnin og verðið lækkar. Olíuframleiðsluríki sem áöur soguðu til sín ómælt fjármagn eru nú mörg hvert komin í skuldasúpu sem erfilt getur vcrið að losna úr. Þau ríki scm þannig er ástatt fyrir settu markið hátt og gerðu miklar o'g kostnaðarsamar áætlanir um framtíðina í trausti þess að þau gætu haldið áfram að blóðmjólka olíukaupendur. En þær skýjaborgir eru óðum að hrynja. í ársskýrslu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins kcmur í ljós aö á árunum 1980-82, sem er timabil mikilla olíuverðhækkana féll tekjuafgangur OPEC-ríkjanna úr 116 milljörðum dollara í 25 milljarða. Dæmi um þær breytingar scm orðiö hafa er, að á fyrstu þrem mánuðum þess árs nam olíuinnflutningur Banda- ríkjanna frá Austurlöndum nær l.l milljón tunnum á dag, sem er 6.9 af hundraöi olíunotkunar þar í landi. Árið 1977 voru samsvarandi hlutföll. að Bandaríkin keyptu 3.7 millj. tunnur á dag, sem var 20.2 af hundraði olíunotkunarinnar. En það skrýtna er að ennþá halda ábyrgir aðilar þar vestra því fram að olíukaup frá Austurlöndum nær muni aukast árlcga allt til aldamóta. Þcir halda sig við nokkurra ára gamlar spár þcgar óttinn við olíukreppu var sem mestur. Það. að Arabaríkin gripu ekki í taumana allan þann tíma sem Israelar voru að þvinga Palestínumenn úr landi í Líbanon, og reyndu ekki einu sinni að hóta olíusölubanni á meðan á þeim ósköpuin stóö, sýnir að Arabar vita sem cr, að olíusalan er ekki eins biturt pólitískt vopn og menn hafa talið sér trú um að það væri. Fram til þessa hcfur furðulítið verið hlustað á þá menn sem sáu íyrir þær brcytingar sem nú eru að koma frain. Sem sé aö offramleiðsla yrði á olíu og eftirspurnin mundi minnka á sama tíma. Þetta lækkar verðið og skckur efnahagslegar undirstöður olíuframleið- sluríkjanna. íslendingar þekkja af eigin raun hvaða áhrif offramleiðslan og verðlækkunin heíur á efnahag Nígeríu. Bandaríkjamenn geröu nýlega samning viö Mexikó um aö greiða fyrirfram kaup á mikilli olíu sem enn cr óunnin í jiiröu eða undir botni Mexikóflóa. Bandaríkin voru ekki séstaklega að tryggja sér olíu til langs tíma, heldur að retta olíuframleiðsluríkinu hjálparhönd, því segja má að efnahagshrun hafi fylgt í kjölfar mikilla olíufunda og mikillar fjárfestingar til að vinna olíuna. Væntanlcgur olíugróði óx Mexíkönum svo í augum að þeir hófu margs konar iðnaðaruppbyggingu og lögöu mikið fé til félagslcgra umbóta. Allt er þctta að stranda cn skuldir hlaðast upp. Spádómar um olíunotkun hafa ckki rcynst á rökum reistir. Hún mun aukast mun hægar cn gert hefur verið ráð fyrir og þar að auki eykst olíuvinnsla utan OPEC-ríkja hröðum skrefum. 1976 var sú framleiðsla um 5 milljón tunnur á dag en 1981 var hún komin upp í 21 millj. tunnur á dag. Þessi aukning er til komin vegna hækkunarholskeflunnar 1973. Hækkunarflóðbylgjan 1979 á enn eftir að skila árangri. Heimurinn hefur losnað úr kverkataki OPEC-ríkjanna, en verður aftur á móti að fara að hyggja að eigin efnahag. Eigendur olíulindanna fá ekki lengur að ráða sölu og veröi eftir geðþótta. Þetta getur haft miklar pólitískar atleiðingar, ekki aðeins í samskiptum OPEC-ríkja viö aðrar þjóðir heldur einnig innbyrðis. Þótt OPEC-ríkin hafi dregið mikiö úr framleiðslunni keppa þau samt innbyrðis um markaðinn. Tvö.þcssara ríkja, íran og írak, eiga í stríði og hafa lagt allt kapp á að eyðileggja olíuflutningakcrfin hvort hjá öðru. Framleiösla og sala olíu er í lágmarki í báðum ríkjunum. Þegar bræðraþjóðirnar hætta aö berja hvor á annarri og fara að sleikja sár sín og rétta viö efnahaginn eftir átökin, munu önnur OPEC-ríki þurfa að Ieyfa þeim að fá ríflegan skammt at' olíusölunni til aö borga stríðsskuldir sínar og rétta cfnahaginn við. En markaðurinn cr takmarkaöur og men það enn hafa áhrif á olíuverð og gróða annarra OPEC- n'kia. í áratug hafa olíukauparíkin veriö óþyrmilega háö olíuframlciðsluríkjun- um, en nú bendir flest til þess að dæmið sé aö snúast við. Oddur Ólafsson skrifar M SKEMMTISTAÐIR * VEITINGAHÚS M KVIKMYNDAHÚS KVIKMYNDA DÓMAR * ALLTUM USTVIÐBURÐI * LEIKLIST OFL. OFL. Smásýnishom úr efnispunktum helgarpakkans er fylgir Tímanum á föstudögum. -K VEITINGASTJÓRAR - -k HUÓMSVEITARSTJÓRAR - * FÉLAGSHEIMILASTJÓRAR - * SKEMMTINEFNDIR. Hafið samband og pantið auglýsingar- eða sendið línu. Síminn er 86300 - 86396. Helgarpakkinn Éliimtiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.