Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 10
10____________ heimilistíminn FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 Umsjón: B.St. og K.L. Vanlíðan í fótum má sjá á göngulagi og svip fólks: „EN HVERS VEGNA AÐVERAAÐ ÞJÁST?” — spyr Kristín Gunnarsdóttir, fótasérfræðingur ■ Kristín Gunnarsdóttir, fótasérfræð- ingur, rekur fótaaðgerðastofu, að Álfta- mýri 3 og fór blaðamaður Heimilistím- ans fram á það við hana að hún kynnti lesendum svolítið þá starfsemi. Hún var beðin að segja frá „degi í lífi sínu“, en slíkar frásagnir eru oft í Heimilistím- anum á föstudögum. Kristín brást vel við því, en sagðist þó aðllega segja frá hvernig starfi sínu væri háttað frekar en að taka fyrir einn dag. Henni segist svo frá: „Þar sem dálítið erfitt er að taka einn ákveðinn dag og segja frá honum, hef ég kosið að segja svona vítt og breitt frá starfi mínu og starfssviði, sem er frekar lítið þekkt hér á landi. Ég stundaði nám í „Skolen for Fodtefapeuter" í Kaupmannahöfn, og er það eini viðurkenndi skólinn á þessu sviði þar í landi. Náminu lauk ég árið 1977, og eftir það starfaði ég í eitt ár á heimili fyrir aldraða þar í borg, sem heitir Peder Lykke Centret. í mars 1981 opnaði ég svo fótaað- gerðastofu í Álftamýri 1-5 og er því búin að starfa hér í 1 1/2 ár, og hef alveg feikinóg að gera. ■ 13 mánuðum seinna sjáum við að spenna eða spöng hefur rétt úr nöglinni, og hún er farin að vaxa beint. Starf mitt felst í því, að láta fólki líða vel í fótum sínum. Hingað kemur fók á öllum aldri og alls staðar að af landinu. Minn yngsti sjúklingur hefur verið 8 mánaða gamalt barn og sá elsti á tíræðisaldri. Dagamir em misjafnlega spennandi. Já, ég segi spennandi, því eftir því sem vandamálin eru stærri og erfiðari, er skemmtilegra að fást við þau, og geta þá virkilega sýnt hvað fótasérfræðingar geta hjálpað og hvað þeir eru nauðsyn- lcg. starfsstétt. Táneglur skal alltaf kiippa þvert fyrir Rangar meðhöndlanir á fótum fólks er alltaf of algengsjón. Tökum til dæmis hve margir klippa neglur sínar rangt - klippa niður í hliðunum, en það má aldrei gera. Alltaf á að klippa táneglur þvert fyrir, hvort sem fólki finnst það fallegt eða ekki. Annars er hætta á að fólk fái niðurgrónar eða inngrónar neglur. Margir þekkja hvað þær geta haft mikil óþægindi og sársauka í för með sér. Lengi tíðkaðist að rífa þessar neglur af, kljúfa þær, eða sneiða af þeim og eru það mjög sársaukafullar aðgerð- ir, sem því miður bera yfirleitt lítinn eða engan árangur. Fótasérfræðingar bjóða upp á allt ■ Niðurgróin nögl á stóratá getur valdið miklum óþægindum og sársauka aðra meðferð. Felst hún í því, að láta spangir á neglurnar, (svipað og tann- spangir) og er það algerlcga sársauka- laust, en mjög árangursrík aðferð. (sjá myndir). ■ Kristin Gunnarsdóttir fótasérfræðingur við vinnu sína á fótaaðgerðastofunni. (Tímamynd Ari) Líkþorn - þykkar neglur og fleiri slík vandamál Líkþorn eru mjög algeng og á fólk yfirleitt í vandræðum með þau. Það fást að vísu margs konar líkþornakrem og dropar, en koma oftast að litlu gagni. Það eina sem eitthvað dugir er að fjarlægja líkþornin, og þá er rétt að leita til fótasérfræðings. Þykkar neglur eru vandamál hjá mörgum, þar sem þær valda oft óþægindum og erfitt er að klippa þær. Verður að slípa neglurnar niður í Sann- kölluð skraut- kerti ■ Verslunin Blóm og kerti, sem er sérverslun með útskorin kerti, og einnig svokölluð silkiblóm, hefur sýningarbás á sýningunni Heimilið ’82. Þar er jafnan fullt af áhorfendum, sem horfa undrandi á hvernig hin .fallegu útskornu skrautkerti verða til. Þegar kertið er skorið verður að Ijúka verkinu á 10 mínútum, áður en það harðnar, svo sjá má að þar verða að vera að verki hraðar hendúr og öruggar. Verslunin Blóm og kerti er að Eddufelli 2 og eru eigendur hennar Kolfinna Guðmundsdóttir og Hlöð- ver Sigurðsson. Þau hafa lært að skera skrautkerti í Bandaríkjunum, og tekur námið þrjú ár. Stærstu kertin eru yfir 30 sm á hæð og kosta 350 krónur, sagði Kolfinna okkur, er við hringdum í verslunina til að forvitnast um verðið á skrautkertunum, en þau minnstu kosta 130 krónur. Öll eru kertin þykk og mikið útskorin, þegar kveikt er á þeim lýsir í gegnum misþykka skreytinguna, og eru kertin þá enn fallegri en áður en Ijós hefur verið tendrað á þeim, þó segja megi eigi að síður að hið mesta skraut sé í þeim þar sem þau standa ljóslaus. Kolfinna sagði, að verslunin hefði verið stofnsett í apríl síðastl. og framleiðslan seldist jafnt og þétt, svo varla hefðist undan ■ Guðborg Kolbcins sker og skreytir eitt fallegt kerti og áhorfendur horfa hrifnir á öragg handtök hennar (Tímamynd Ella) eðlilega þykkt áður, og er það tiltölulega auðvelt með góðum og rétum tækja- búnaði. Oft vill húðin á fótum þykkna, og verður stundum svo hörð og þykk að sprungur vilja myndast, oftast á hælun- um. Geta sprungurnar orðið það djúpar, að þær ná alveg inn í hold. Til að sprungurnar nái að gróa er nauðsynlegt að fjarlægja hina hörðu húð, og kemur þá meðhöndlun hjá fótasérfræðingi í góðar þarfir. Fótavörtur eru heldur ekki óalgengt fyrirbæri og eru þær smitandi. Þær geta valdið miklum óþægindum, en er hægi að ná af í meðhöndlun hjá fótasérfræð- ingi. Sykursjúkir og þeir, sem eru með lélegt blóðstreymi í fótum, ættu að hafa alveg sérstakar gætur á fótum sínum, því þessi hópur fólks á oft við margvísleg vandamál að stríða, sem of langt yrði að útskýra nánar hér. Þeir ættu að láta fylgjast náið með fótunum reglulega, eða á 4-6 vikna fresti, hjá fótasérfræð- ingi, sem gefur þeim þá viðeigandi ráðleggingar. Innlegg smíðuð eftir máli Fótasérfræðingar eru lfka orthoped- iskir innleggjasmiðir, og geri ég tölvert að því að smíða hvers konar innlegg eftir máli, t.d. ef um ilsig er að ræða. Alltaf er skemmtilegt að vinna fyrir börnin, vegna þess að bestur árangur næst á börnum, þar sem þau eru enn í mótun, og eru yfirleitt mjög jákvæð og samvinnuþýð. Hægt er að kaupa innlegg eftir númerum, og eru þannig innlegg framleidd í milljónátali. Þau geta hins vegar aldrei komið að sama gagni og sérsmíðuð innlegg eftir máli, því að engir tveir fætur eru eins, - ekki einu sinni tveir fætur á sömu manneskjunni. Háir hælar og mjóar tær á skóm skapa vandamál Háir hælar og mjóar tær á skóm eru mjög ríkjandi í tískunni, þrátt fyrir að skótískan sé að mörgu leyti fjölbreytt. Hælaháu og támjóu skórnir skapa mörg vandamál. Sem dæmi má nefna: Niður- grónar neglur, líkþorn og tábergsig. Langalgengast er að fólk leitar ekki til fótasérfræðings fyrr en eitthvað amar að, eða jafnvel að í óefni er komið, - en það er ekki rétt. Enginn hefur of góða fætur til að leita til okkar, og því síður 'of slæma. Stundum heyrir maður, að þessum eða hinum finnist hann vera með svo ljóta fætur, að hann geti ekki hugsað sér að sýna þá, en það er að sjálfsögðu ekki rétt afstaða til málsins. Oft má sjá á göngulagi og svip fólks, ef því líður illa í fótum. Það verður súrt á svipinn og vanlíðanin veldur jafnvel geðvonsku. En hvers vegna að vera að þjást? Við fótasérfræðingar erum jú til að hjálpa og láta fólki líða betur. Hér á landi eru aðeins starfandi 3 fótasérfræðingar, og störfum við allar hér í Reykjavík, eða í Þingholtsstræti, á Klapparstígnum og ég hér í Álftamýri 1-5. Til athugunar á „Ári aldraðra í Danmörku starfaði ég, eins og fyrr segir, á heimili fyrir aldraða, Peder Lykke Centret, alveg fyrirmyndar stofn- un. Má í því sambandi nefna, að við allar sjúkrastofnanir í Danmörku starfar „fodterapeut", sem hefur klinik á staðnum, og fer einnig á deildimar ef þörf krefur. Hvað þetta snertir ætti það opinbera hér að taka Dani sér til fyrirmyndar. Einnig er verið að koma því á í Danmörku, að fótasérfræðingar séu viðstaddir og skoði fætur skólabama í læknisskoðun. Hér á landi er hins vegar eftirlit með fótum skólabarna langt frá því að vera nógu gott, og veit ég til dæmis ekki til þess, að litið hafi verið á fætur sonar míns í læknisskoðun þessa tvo fyrstu vetur sem h ann hefur verið í skóla hér. í Danmörku fá aldraðir, öryrkjar og sykursjúkir svo til fríar fótaaðgerðir einu sinni í mánuði, eða oftar ef þörf er á. Er það ekki vert umhugsunarefni á „Ári aldraðra”, hvort ekki væri mögu- leiki að stefna að því hér á landi í náinni framtíð." Kristín Gunnarsdóttir fótasérfræðingur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.