Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 20
► Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HCÞÞAi Skemmuvegi 20 - Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7 80-30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um allt land Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag HÖGGDEYFAR QJvarahlutir sYmTSs.2® Maríusystur staddar hérlendis: „NOKKRIR ISLENDINGAR HEIMSÓTT OKKUR YTRAI ■ „Nokkrir íslendingar hafa heimsótt okkur í höfuðstöðvar okkar í Darmstadt í Þýskalandi og það er að tilstuðlan tveggja þeirra, séra Magnúsar B. Björnssonar og konu hans að við komum hingað til íslands" sögðu þær Maríusystur Phanuela og Júlíana á blaðamannafundi sem haldinn varvegna komu þeirra hingað en hér ætla þær á næstu vikum að leiða helgarsamverur að Löngumýri og Skálholti og tala á samkomum ýmissa félaga. Systrasamfélag Maríusystra er á lútherskum grunni, stofnað í Pýskalandi í lok stríðsins árið 1944 en þá var mikil trúarvakning þar meðal ungs fólks. Leiðtogarnir voru tvær ungar stúlkur sem nú nefnast Móðir Basilia og Móðir Martyria. „Við höfum nú starfsemi í 18 löndum í öllum heimsálfum11 segir systir Phanu- ela. Sem fyrr segir hafa nokkrir íslending- ar heimsótt höfuðstöðvar þeirra í Darmstadt endurnært trúarlíf sitt og fengið innsýn í nýjan Iífsstíl, til helgunar og þjónustu. í máli þeirra systra kemur fram að allt starf þeirra er byggt upp á sjálfboða- vinnu og taka þær ekkert fyrir það sem þær gera. Þær hafa byggt upp 14 hús í stöðvum sínum án styrks eða hjálpar og byggðu þær fyrsta húsið sjálfar þannig að byggingarfyrirtæki í grenndinni lánaði þeim tækin til þess og veitti þeim ýmsa sérfræðiaðstoð. Andleg þjónusta Maríusysturnar vinna að andlegri þjónustu fyrst og fremst. Þær opna hús sitt fyrir fólki sem á í kreppu í flókinni tilveru, þær bjóða til kyrrðardaga, svo sem verða í Skálholti og Löngumýri þar sem áherslan hvílir á kyrrð, bæn og hugleiðingu en fram kom hjá þeim að þær leggja mikið upp úr bænum og mætti bænarinnar. „Hreyfingunni má líkja við eina stóra fjölskyldu þar sem allir þekkja alla og vinna að sameiginlegum stefnumiðum" segir systir Phanuela. Systurnar gefa út bækur og eiga eigin prentsmiðju. Nú er verið að þýða eina af bókum Móður Basililu á íslensku,, en hún hefur skrifað fjölda bóka sem þýddar hafa verið á 60 tungumál. Þá hafa þær einnig gert útvarpsdagskrár og kvikmyndir og eru byrjaðar að nota myndbönd. _ FRl dropar ■ Maríusystur á íslandi, þxr systir Phanuela og systir Júlíana. Tímamynd ELLA FÖSTUDAGUR 3.SEPTEMBER1982 fréttir »eyjur semja booaðri vinnustöðvun Flugfreyjufélags íslands hefur nú verið aflýst, þar sem samkomulag náðist í gær um kjarasamning Flugleiða h.f. og Flugfreyjufélags íslands. Gildir samningurinn til 1. sept. 1983 og er í öllum meginatrið- um sagður eins og rammasamningur ASÍ, með gildistöku frá 1. júlí s.l. Deila um ráðningu í flugfreyju- störf samkvæmt starfsaldri hefur verið leyst, þó engin ný ákvæði þar að lútandi hafi verið sett í kjara- samning, að því er segir í yfirlýsingu frá Flugfreyjufélaginu og Flugleið- um. Ekki fengust samningsaðilar í gær til að skýra þetta nánar fyrr en eftir félagsfund Flugfreyjufélagsins. Jafnframt segir að náðst hafi samkomulag um hvernig haga skuli ráðningu lausráðinna starfandi flug- freyja á samningstímanum. -HEI Villtist í Landmannalaugum ■ Talsverð leit var gerð að fullorðnum dönskum fcrðamanni nálægt Landmannalaugum í fyrri- nótt. Maðurinn lagði upp í gönguferð frá skálanum í Landmannalaugum. Einhverra hluta vegna villtist hann. Var hann þó inn á stikaðri gönguleið, milli Hrafntinnuskers og Landmannalauga, en váldi öfuga átt og hélt að Hrafntinnuskerum. Snemma í gærmorgun fannst hann þar í skála ferðafélagsins. -Sjó. Kafara fatast sundið ■ Ungur kafari lenti f vandræðum þar sem hann var við æfingar í fjöruborðinu yst á Álftanesi um kvöldmatarleytið í gær. Var hann við köfunaræfingar ásamt bróður sínu. Fataðist honum sundið og þegar bróðumum var Iitið til hans var hann hreyfingarlaus úti á sjónum, mjög nálægt landi. Bróðirinn synti út eftir honum og tókst að koma honum á þurrt. Lögreglunni í Hafnarfirði var gert viðvart. Þegar hún kom á staðinn var ungi maðurinn með meðvitund en átti í miklum öndunarerfið- leikum. Var hann fluttur á slysa- deild þótt ekki væri talin sérstök hætta á ferðum. —Sjó. Blaðburöarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar I eftirtalln hverfi: Reykjavík: Háaleitisbraut Selvogsgrunn Jórusel Laugarásvegur ®ínmra;simi: 86300 Græningjar Útvegs- bankans ■ „Hverjir eru þessir“ nesja- grænu firðir „(fyrðar = menn) eru það þcir græningjar sem leita hingað til ykkar“, spurði einn viðskiptavina Útvegs- bankans á Hlcmmi, hvar hann beið þolinmóður eftir af- greiðslu við hlið Dropa nú nýlega. Tilefni spurningar- innar er myndverk eitt mikið sem nýlega hcfur verið komið fyrír á innvegg téðs banka, en á það er rituð cftirfarandi vísa (að því er virðist): Falla hlés í faðminn út firðir nesja grænir náttklxdd Esjan ofanlút er að lesa bænir. Þvi má bæta við að enga sáu Dropar Esjuna í myndverkinu en hitt getur passað að það prýði hópur annarra misjafn- lega náttklæddra fyrirbæra auk lóu og sels, sem ekki hafa fækkað fötum. Nú þarf Bjössi ekki ad opna hliðin ■ Mjólkurbílstjórar eru alveg sérstök stétt manna sem róm- uð var hér á árum áður, en með bættum samgöngum og aukinni vélvæðingu hefur ævintýraljóminn sem þeim fylgdi smá saman verið að dofna. Hætt er við því að hann hverfi nú fyrir fullt og allt ef marka má ævintýralegar sögur af þeim fyrír austan fjall. Málið er nefnilega það að samkvæmt heimildum Dropa þá mun því ákvæði hafa veríð laumað inn samninga þeirra að framvegis þurfi þeir ekki að ómaka sig og opna hlið, á leið sinni til bænda viö söfnun á mjólkinni. Það kemur því í hlut bænda, auðvitað hvemig sem viðrar, að skipa sérstaka móttökunefnd, sem fylkir sér niður að hliði þegar von fer að r« verða á mjólkurpóstinum. Þegar mjólkurbifreiðin nálg- ast verður að opna hliðið svo ekki þurfi að slá af ferðinni þegar ekið er í hlað. Krummi ... ....sér að Albert fær að gefa út kreditkort í fríði þar til Ijóst cr hvernig hann greiðir bráða- birgðalögunum atkvæði sitt, hvað svo sem Seðlabankastjór- ar raula eða tauta. «

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.