Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 5 fréttlr „Verðum að mæta markaðsþrengingum” — segir Ingi Tryggvason, for- maður Stéttarsambands bænda ■ „Það verða fyrst og fremst skipulag framleiðslunnar og sölumál, bæði heima og erlendis, sem rætt verður um á þessu þingi,“ sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda, þegar Tíminn hitti hann við setningu aðalfundar Stéttarsambandsins. „Við stöndum frammi fyrir því, að þrengst hefur um þessa hefðbundnu erlendu markaði okkar. Noregsmarkað- urinn virðist t.d. að mestu lokaður sem stendur. Því verðum við að mæta. Verðlagsmálin verða sjálfsagt ofar- lega á baugi. Það er að vísu búið að ákveða nýtt verðlag á nautgripaafurðum og vonir standa til að verð sauðfjáraf- urða verði frágengið fyrir 15. septem- ber. í því sambandi vil ég leggja áherslu á það að Sexmannanefndin hefur ■ Ingi Tryggvason. ákveðið að framreikna þann grundvöll sem verðlagningin hefur byggst á. Þannig að hækkanir, sem nú hafa fengist, eru eingöngu vegna verðlags- breytinga og kaupgjaldsbreytinga. Það verður að viðurkennast, að það er ýmislegt i verðlagsgrundvellinum sem orkar tvímælis, sérstaklega hefur fjár- magnskostnaðarliðurinn verið gagn- rýndur. Hann er lægri hjá landbúnað- inum heldur en algengast er í atvinnu- lífinu.“ - Hvemig heldur þú að bændur bregðist við tillögunni um að fækka sauðfé um 50 þúsund? „Það verður náttúrlega rætt um svör ríkisstjórnarinnar við þessum tillögum framleiðsluráðs. En bréf ríkisstjórnar- innar er nýkomið svo það er ekkert fullmótað í þessu sambandi ennþá. En ég held að menn séu nokkuð sammála um að reyna að semja við þá sauðfjáreigendur sem ekki eiga afkomu sína undir sauðfjárræktinni og ekki búsetu heldur, um að þeir annaðhvort minnki sína fjáreign, eða skeri alveg niður. Það finnst okkur eðlilegasta leiðin eins og mál standa núna. Við höfum gert um það tillögur til ríkisstjórnarinnar, að fá nokkuð fé úr kjamfóðursjóði til að greiða aðeins hærra verð fyrir fullorðið fé, til bænda sem gera samning um fimm ára fjárleysi. Niðurstaða fæst líklega ekki, en við ætlumst til þess að þetta verði vandlega íhugað af öllum þeim sem þetta mál snertir. Ég held að allir geti sæst á það, að hagkvæmara sé fyrir stéttina, að heldur dragi úr sauðfjárfjölda en að ekki fáist fullt verð fyrir afurðimar,“ sagði Ingi. -Sjó. „Verðum að horfast í augu við niðurskurð” — segir Guðmundur Þorsteins- son, bóndi á Skálpastöðum í Lundareykjadal ■ „Spurning dagsins er hvemig á að koma fyrir þeirri vöm sem bændur landsins framleiða. En það sem senni- lega verður mest tímamótamarkandi er framtíð kvótakerfisins," sagði Guð- mundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpa- stöðum í Lundareykjadal, þegar við hittum hann á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda á Hótel Borgamesi. ■ Guðmundur Þorsteinsson. „Kvótakerfið er dálítið hrátt ennþá. Það miðaði að því að frysta ástandið eins og það var fyrir tveimur árum. Ef á að búa við það til frambúðar, þá verður að finna leiðir sem heimila einhverja þróun í þær áttir, sem menn geta komist að samkomulagi um að framleiðslan eigi að þróast. Þá náttúrlega þarf að taka tillit til byggðaþróunar á landinu og atvinnu- uppbyggingar almennt eins og hægt er. Hins vegar gera sér allir ljóst, að erfitt er að finna kerfi, þar sem ekki finnast dæmi um ranglæti og misheppnaðar aðgerðir. Það verður aldrei hægt að sneiða hjá öllum agnúum," sagði Guðmundur. - Hvemig lýst þér á tillögu framleiðsl- uráðs, sem ríkisstjórnin hefur fallist á, að skera niður 50 þúsund fjár? „Það er ekki hægt annað cn að horfast í augu við þá þörf, og ég held að allir bændur séu sammála um það. Hins vegar verður ábyggilega ágreiningur um leiðir. En það er ekki hugmyndin með þessu að banna neinum að framleiða, heldur á að semja við menn. Þess vegna held ég að menn hafi ekkert að óttast í sjálfu sér,“ sagði Guðmundur. -Sjó. í sérstakan sjóð. í stað þess að hafa það í verðlagsgrundvellinum. En ég held að það fáist ekki samþykkt. Það kemur mjög misjafnt niður á menn og þess vegna á ég von á aimennri andstöðu við þessa tillögu. Samþykkt hennar hefði í för með sér, að þeir sem ekki taka sér orlof fá ekkert orlofsfé." -Eru bændur almennt farnir að taka sér frí einhvern tíma úr árinu? „Þeir taka það náttúrlega margir, ef þeir eiga heimangengt. En víða er engin aðstaða til þess að taka sér frí. Starfið er þess eðlis, að við getum aldrei gert eins og launamenn, ákveðið að taka frí einhvern tiltekinn dag,“ sagði Ingimar. -Sjó. ■ Ingimar Sveinsson. HVAÐ ÞYÐA VEXTIRAF VERÐTRYGGÐUM LÁNUM? SVAR: Þegar verðlag er stöðugt eru vextir sú leiga, sem skuldari greiðir fyrir að hafa peninga að láni. Þessu er ekki til að dreifa í verðbólgu. Peningarnir aukast kannski að krónutölu, en verðgildi þeirra rýrnar, eða sú hefur verið reynslan hér á landi síðustu áratugina þrátt fyrir háa vexti. Allt öðru máli gegnir um verðtryggð lán. Þar sér verðtryggingin um að viðhalda verðgildi lánsins og vextirnir fara aftur að vera raunveruleg leiga og hvert þrósentubrot í vöxtum skiftir meginmáli, þegar um verðtryggð lán er að ræða. Dæmi: Ef maður fær lánað fyrir nýju húsi með 2% vöxtum og verðtryggt miðað við byggingar- vísitölu og þyrfti ekki að greiða af láninu á láns- tímanum, þá verður hann að borga andvirði tveggja nýrra húsa til baka eftir 35 ár. Ef vextirnir eru 2.5% verður hann að borga andvirði tveggja nýrra húsa eftir 28 ár, 3% vextir þýða 23.5 ár. 8% ávöxtun eins og auglýst er á frjálsum markaði, þýðir að maður sem fær lánað fyrir nýju húsi í dag, verður að borga andvirði tveggja nýrra húsa til baka eftir 9 ár! Nýlega hækkaði Seðlabankinn vexti af verð- tryggðum lánum lífeyrissjóðanna úr 2.5% í 3% eða um 20%! Fáir virðast gera sér grein fyrir þýðingu þessarar hækkunar og eftirspurn eftir þessum lánum hefur ekki minnkað. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA LANDSSAMBAND LÍFEYRISSJÓÐA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.