Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 8
8 FðSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 WMnm Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjórl: Gfsll Slgurósson. Auglýslngastjórl: Stelngrfmur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjóri: Slgurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Ðjarghlldur Stefánsdóttlr, Elrfkur St. Elrfksson, FrlSrlk Indrlóason, Hel&ur Helgadóttir, Slgur&ur Helgason (fþróttir), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltsteiknun: Gunnar Traustl Gu&bjðmsson. LJósmyndir: Gu&jón Elnarsson, Gu&Jón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefónsdóttlr. Prófarklr: Flosl Kristjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttlr, Maria Anna Þorstelnsdóttlr. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sf&umúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýslngasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasðlu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánu&i: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Mesti aðstöðumunurirm ■ Forsætisráðherra sagði í útvarpsviðtali nýlega, að mesta kjarabót sem nokkur maður fengi á lífsleiðinni væri að fá úthlutað íbúð í verkamannabú- stöðum. Sjálfsagt er þetta rétt hjá þeim glögga manni, en gallinn er sá að það eru tiltölulega fáir sem fá þessa miklu kjarabót. Það er nánast eins og að fá happdrættisvinning að detta í þann lukkupott. Þeir sem ekki fá verða að basla eins og best gengur til að njóta þeirra lífsgæða að fá að búa innan veggja og hafa þak yfir höfuðið. Samdráttur í íbúðabyggingum í nokkur ár getur leitt til neyðarástands í húsnæðismálum, segir Guðmundur G. Fórarinsson, alþingismaður, í grein sem hann ritaði um þessi mál og birtist í Tímanum í gær. Þar fjallar hann um þá erfiðleika sem framundan eru í húsnæðismálum. Hér er ekki djúpt tekið í árinni því sannast sagna ríkir þegar neyðarástand. Um þá miklu mismunun sem á sér stað í þessum málum segir Guðmundur: „Að undanförnu hafa byggingar verkamannabústaða stóraukist. Útlán úr Byggingasjóði verkamanna hafa aukist mun meira en útlán Byggingasjóðs ríkisins. Þetta þýðir þó ekki samsvarandi aukningu í íbúðabyggingum vegna þess að lánshlutfall Byggingasjóðs verkamanna er miklu hærra en Byggingasjóðs ríkisins. Ung hjón sem fá íbúð í verkamannabústöðum fá 80-90% íbúðarinnar að láni til 42 ára. Ung hjón sem basla sjálf við að byggja, fá um 17% af byggingarkostnaði lánað til 26 ára. Hér er auðvitað um feiknarlegan mun að ræða.“ Síðar í greininni segir: „Auðvitað væri gaman að geta lánað öllum 90% af byggingarkostnaði til 42 ára, en til þess er einfaldlega ekki fé. Meðan svo er ekki hlýtur að vakna sú spurning hvort þessi mismunur sé einfaldlega ekki of mikill. Hér er sjálfsagt um að ræða mesta aðstöðumun, sem um getur í þjóðfélagi okkar í dag.“ Samdráttur í íbúðabyggingum er staðreynd á sama tíma og fjölmennir árgangar ungs fólks eru að setja saman bú. En vonarglæta er hjá því fólki sem svo er ástatt fyrir, því félagsmálaráðherra hefur sett starfshóp á laggirnar, sem vinnur við úttekt á stöðu húsnæðismála og mun gera tillögur til úrbóta. Vonandi endast hjónabönd og sambýli þar til úrbæturnar sjá dagsins ljós. Guðmundur veltir fyrir sér nokkrum leiðum til úrbóta, m.a. því hvort ekki sé hægt að stórhækka lán til þeirra sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Hvort ekki sé unnt að lækka byggingarkostnað með lækkun aðflutningsgjalda, launaskatts og aðstöðugjalds. Einnig hvort unnt sé að auka sparnað í landinu, t.d. með skattfríðindum. Aukinn sparnaður mundi koma til góða á mörgum öðrum sviðum. Pá veltir hann því fyrir sér hvort gefa ætti Byggingasjóði ríkisins heimild til að taka við sparifé og ávaxta það. Innlagt fé gæti veitt rétt til hærri lána, en jafnframt fylgdu sparnaðinum skattfríðindi. Vísir að þessu er með skyldusparnaðinum og kjörin varðandi hann þarf að kynna miklu betur en nú er gert. Ljóst er að húsnæðismálin eru í ólestri og úr þeirri flækju verður ekki greitt með því að auka á misrétti meðal þegnanna. Fað er þeirra sem eignuðust íbúð fyrir verðtryggingu lána og þeirra sem ekki hafa tök á að nýta sér verðbólgugróða. Misréttið verður heldur ekki lagfært með því að úthluta fáum íbúðum á góðum kjörum en vísa öðrum út á guð og gaddinn. OÓ á vettvangi dagsins „Afkoma bænda mjög misjöfn” — úr ræðu Inga Tryggvasonar, formanns Stéttarsambands bænda á adalfundi sambandsins í Borgarnesi ■ „Erfitt er að gera sér grein fyrir afkomu landbúnaðarins á árinu 1981. Engar tölfræðilegar skýrslur liggja fyrir um tekjur bænda, enda þess ekki von. Við það bætist að nýleg skattalög gera ráð fyrir að tekjur bænda og annarra einyrkja í atvinnurekstri séu að meira eða minna leyti reiknaðar tekjur" sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsam- bands bænda m.a. í ræðu sinni á aðalfundi Stéttarsambandsins sem hófst í Borgarnesi í gær. „En Ijóst er að afkoma bænda á s.l. ári var mjög misjöfn og upplýsingar úr búreikningum benda til lakara hlutfalls milli hækkunar rekstrarvara og fjöl - skyldulauna heldur en undanfarin ár. Erfitt árferði hefur valdið lakari afkomu strax á því ári og hefur veruleg áhrif á þetta ár sagði Ingi. Varðandi framleiðslu og sölu á búvörum sagði hann m.a.: 105 milljóna lítra mjólkur- framleidsla f ár „Mjólkurframleiðsla dróst saman um 3,8% milli áranna 1980 og 1981. Nokkur aukning hefur orðið á mjólkurframleiðslu á þessu ári og er áætlað að framleiðslan verði um 105 millj. lítra á móti 103 milljónum 1981. Enn lifir þriðjungur þessa árs og er margt óvisst um þróun mjólkurframleið- :’unnar“. Sölu á mjólk og mjólkurvörum kvað Ingi hafa verið góða á s.l. ári og einnig gengið vel það sem af er þessu. Taldi hann þvt' ástæðu til að þakka það að mjólkuriðnaðurinn hefði sýnt árvekni sem til fyrirmyndar er í því að fullnægja kröfum markaðarins um gæði og fjölbreytni, sem viðurkennt hafi verið í reynd með mikilli sölu. Þetta breyti því hins vegar ekki að vegna fólksfæðar sé innanlandsmarkaðurinn þröngur og megi því lítið út af bera til að það jafnvægi sem náðst hefur í framleiðslu og neyslu raskist ekki. Gamla kjötid fram undir jól „Á árinu 1981 var slátrað tæplega 1 millj. fjár, sem var um 100 þús. fleira en árið áður. Meðalþyngd dilka varð 13.65 kg. á móti 14.65 kg. árið áður. Heildarframleiðsla dilkakjöts var 14.224 tonn á móti 13.451 tonni 1980. Heildarsala kindakjöts innanlands ryndist 9.731 tonn eða 42,2 kíló á mann, en þar af var sala dilkakjöts 8.167 tonn, sem var aðeins minna en 1980. Birgðir kindakjöts 1. ágúst s.l. voru 3.122 tonn á móti 1.900 tonnum á sama tíma í fyrra. Meðalsala á mánuði fyrstu 11 mánuði þessa verðlagsárs var 890 tonn - en 830 tonn á sama tímabili í fyrra - fliætur því nærri að birgðir 1. ágúst nægi til rúml. 3ja mánaða sölu innanlands.“ Fullyrðingar um falsaðar skýrslur kannaðar Þá kom fram hjá Inga að Framleiðslu- ráðið hafi nú síðla í ágúst ráðið þekkta endurskoðunarskritstofu til að kanna birgðir hjá tveim sláturleyfishöfum í Reykjavík, vegna fullyrðinga þeirra er komið hafi fram að undanförnu um að skýrslur yfir birgðir af kindakjöti væru rangar. Ekkert hafi komið fram sem bendi til að þetta sé rétt, en könnuninni sé ekki að fullu lokið. Framleiðslu á nautgripakjöti kvað Ingi hafa verið meiri árið 1981 en árið á undan, en sala hafi verið svipuð. Upplýsingar um slátrun kálfa bendi til aukinnar framleiðslu nautakjöts, en spumingalisti er sendur var bændum gefi ekki mikla aukningu til kynna. „Ákveðið hefur verið að nautakjöt innan búmarks og nokkur framleiðsla umfram búmark hjá þeim, sem svöruðu spurningum Framleiðsluráðs verði án verðskerðingar á þessu nýbyrjaða verðlagsári. ■ Nokkrir fulltrúanna á aðalfundi Stéttarsambands bænda. ■ Viðháborðið sitja fundarstjóri, fundarritarar og ræðumenn. í ræðustól er Ingi Tryggvason. Tímamyndir G.E. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.