Tíminn - 05.09.1982, Side 2
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982
fólk í listum
Hörður og Haukur
í Gallerí
Lækjarforgi
■ Nú í dag opna þeir sýningu á
nokkrum listaverka sinna í Gailerí
Lækjartorgi, þeir Hörður og Haukur
Harðarsynir, - eða bara Hörður og
Haukur, eins og þeir kjósa að nefna sig.
Þetta eru skúlptúrverk sem þeir sýna og
eru þau orðin til í rannsóknastofu þeirra
félaga á undanförnum árum. Þeir hafa
verið að helga sig samspili mismunandi
efna og áferðar og eru verkin ýmist gerð
úr viðarspón og efninu HH-37, sem er
einkauppfinning þeirra og hefur eigin-
leika postulíns og steinsteypu og er að
sögn þeirra nýjung í skúlptúr. l>á kynna
þeir hér.aðra nýjung úr rannsóknastofu
sinni, - Micro-grafík-relif formið, sem
erfitt er að útlista he'r.
Þess skal getið að í 8 daga er sýningin
með þeim hætti að hstaverið sem er
burðarás sýningarinnar verður sýnt í
hlutum, en næsta laugardag verður ný
opnun og verður verkið þá sýnt samsett.
En sjón er auðvitað sögu ríkari.
Sex binda verk um íslenska
þjóðmenningu í vændum
20-30 fræðimenn hafa verið kvaddir til starfa
■ Hafsteinn Guðmundsson, forstjórí Þjóðsögu, ásamt þeim Þór Magnússyni þjóðminjaverði, Haraldi Ólafssyni, dósent
og dr. Jóni Hnefli Aðalsteinssyni. (Tímamynd Ella)
■ Á blaðamannafundi hjá bókaút-
gáfunni Þjóðsögu í gær kynnti Hafsteinn
Guðmundsson, forstjóri bókaútgáfunn-
ar, áformaða útgáfu á verki um íslenska
þjóðmenningu, og hcfur hann kvatt til
þrjá menn í ritstjórn verksins, þá Harald
Ólafsson, dósent, dr. Jón Hnefil
Aðalsteinsson og Þór Magnússon, þjóð-
minjavörð. Voru þeir þremenningarnir
staddir á fundinum og sátu fyrir svörum
um hið fyrirhugaða rit, en áhugi er á að
hefjast handa sem allra fyrst við söfnun
efnis. Hér verður um yfirlitsrit að ræða
sem væntanlega verður all mikið að
vöxtum, eða fimm til sex bindi. Til þessa
hefur einkum verið stuðst við hið merka
rit Jónasar frá Hrafnagili, „íslenskir
þjóðhættir", þegar kemur að þessum
vettvangi, en það er nú orðið gamalt,
þótt gildi þess sé enn ómetanlegt. Er því
augljóst hver ávinningur er að nýja
verkinu, sem ætlað er að taka yfir öll
svið þjóðmenningar og taka mið af
nýjustu rannsóknum á hverju sviði. Því
er ætlað að standast vísindalegar kröfur
sem alhliða heimildarit, en jafnframt
verður lögð áhersla á að það verði
læsilegt og aðgengilegt almenningi.
20-30 höfundar
Um einstaka þætti þjóðmenningar
verður fjallað frá upphafi byggðar í
landinu eftir því sem heimildir ná til. í
frumdrögum efnisyfirlits eru m.a. eftir-
talin kaflaheiti: Landið og lífsskilyrðin.
Mannfræði og upphaf menningar. Dag-
leg störf til sjávar og sveita. Skepnurnar.
Fatnaður. Útsaumur. Hagleiksverk.
Miðaldalist. Handritaskreytingar. Al-
þýðulist. Húsagerð. Samfélagsgerð.
Bændafjölskyldan. Æviskeiðin. Sam-
göngur og verslun. Mataræði. Heilsufar.
Fomsögur. Sagnadansar. Skemmtanir.
Tónmenntir. Alþýðuskáld. Leikir og
íþróttir. Þjóðsögur og sagnir. Hátíðir.
Trú og kirkja. Þjóðtrú. Alþýðleg
vísindi. Alþýðulækningar. Alþýðleg
veðurvísindi. Alþýðlegir tímatals-
útreikningar. Þéttbýlismyndun.
Kvennamenning.
Leitað hefur verið til milli tuttugu og
þrjátíu manna til að rita í verkið eða
vera til ráðuneytis um gerð einstakra
kafla. Eftirtaldir menn eru í hópi þeirra
sem þegar hefur náðst til: Ágúst
Georgsson fil. kand. Dr. Alda Möller,
Árni Björnsson safnvörður, Elsa E.
Guðjónsson safnvörður, Frosti F. Jó-
hannsson fil. kand. Dr. Gísli Pálsson,
Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræð-
ingur, Hallfreður Örn Eiríksson cand.
mag. Hallgerður Gísladóttir safn-
vörður, Jón Samsonarson handrita-
fræðingur, Jón Steffensen prófessor,
Jón Þórarinsson tónlistarmaður, Krist-
ján Eldjárn prófessor, Lúðvík Krist-
jánsson rithöfundur, óskar Halldórsson
dósent, Páll Jónsson bókavörður, Páll
Bergþórsson veðurfræðingur, Ragn-
heiður Helga Þórarinsdóttir forstöðu-
maður, Dr. Selma Jónsdóttir forstjóri,
Sigurður Þórarinsson prófessor, Dr.
Stefán Aðalsteinsson, Sveinbjörn Rafns-
son prófessor, Vésteinn Ólason dósent,
Þórður Tómasson safnvörður, Dr.
Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur.
Fyrirhugað er að hraða vinnu við
verkið eftir föngum og koma því út á
næstu fimm árnm ■ Eitt verka þeirra Harðar og Hauks, - gert úr undraefninu HH-37.
■ Laugardaginn 21. ágúst verður
opnuð sýning á teikningum í sýningar-
sölum Norræna hússins. Þetta er norræn
farandsýning sem kemur til íslands frá
Noregi.
Aðdragandi þessarar sýningar er sá,
að Norræna listamiðstöðin á Sveaborg í
Finnlandi, sem hóf starfsemi sína 1978,
bauð í árslok 1980 norrænum listamönn-
um að taka þátt í stórri sýningu á
teikningum, og 600 listamenn sendu
3000 teikningar þangað. Þriggja manna
dómnefnd, skipuð Per Bjurström frá
Nationalmuseet í Stokkhólmi, Sam
Vanni frá finnsku akademíunni og Tage
Martin Hörling frá Norrænu listamið-
stöðinni, valdi síðan úr 162 teikningar
eftir 52 listamenn. Jafnframt ákvað
dómnefndin að bjóða nafnkunnum
teiknara frá hverju Norðurlandanna að
sýna, og af íslands hálfu var Kristjáni
Davíðssyni boðið, frá Danmörku var
það Jörgen Römer, frá Finnlandi Ulla
Rantanen, frá Noregi Aase Gulbrand-
sen og frá Svíþjóð Lena Cronquist.
Aðrir fslendingar sem myndir eiga á
þessari sýningu eru Sigrún Guðjóns-
dóttir, Sigurður Þórir Sigurðsson og
Valgerður Bergsdóttir.
■ Ur myndinni „Clarence og Angel“. Þessi mynd Roberts Gardners lýsir heimi og
umhverfl barna í svertingjahverfí í New York.
AMERÍSKAR KVIKMYNDIR I
TJARNARRÍÓ UM HELGINA
„Kaflístofa kjamorkunnar“ kl. 9.
Á sunnudaginn eru „Tylftimar11 á
dagskrá kl. 3, „Kafflstofa kjamork-
unnar“ Id. 5, „Yfir-undir, skáhalt-
niður" ld. 7 „Hjartland" kl. 9 og
„Varanlegt frí“ kl. 11.
Kristján Davíðsson, listmálarí
■ Nokkrar myndanna á Amerísku
kvikmyndavikunni verða sýndar í
Tjamarbíói í dag, laugardag, og á
morgun, sunnudag.
Á laugardaginn verður „Clarens og
Angel“ og „Yfir-undir, skáhalt-niður“
sýndar kl. 5, „Varanlegt frí“ kl. 7 og
KRISTJAN DAVIÐSSON SÝNIR
ÁSAMT NORRÆNUM MÁLURUM