Tíminn - 05.09.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 05.09.1982, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR S. SEPTEMBER 1982 ■ Konumynd á veggjum la Madelaine hellisins í Suður-Frakklandi, þar sem fyrirmyndin er í svipaðri stellingu og gerist í „karlablöðum" okkar daga. ■ Smástytta frá Mauem í grennd við Heidelberg. Bjuggu stein- aldarmenn sér til klámmyndir? ■ Ja, hvernig skyldi nú familían Flint hafa eytt tómstundunum fyrir um það bil 30 þúsund árum? Svarið kann m.a. að vera fólgið í myndunum sem fjöl- skyldumeðlimirnir skreyttu með hella sína og hvað dettur mönnum í hug þegar þeir líta á Venus-myndir, þar sem bungandi fitulaupar eru látnir undirstrika hin kvenlegu einkenni? Var þarna nokkuð annað á ferð en bölv... klám? Það er sænski fornfræðingurinn Björn Kurtén sem sett hefur fram þess- ar nýstárlegu skoðanir í bók sinni „Hvernig á að frysta mammúta", en Hubert Pepper hefur gert teikningarn- ar sem bókina prýða. Til þessa hafa menn aðeins litið á hellaristur steinaldarmanna sem menningarsöguleg fyrirbæri með trú- arlegu innihaldi. En Kurtén er sann- færður um að oft og iðulega sé hér á ferð fyrsta flokks „erótísk" list, sem eigi sér samsvörun í ýmsu ámóta efni okkar daga og stundum er kallað „klám“. Kvenmannsmyndirnar á hellisveggj- unum eru oft í „ögrandi" stellingum og öllum lífræðilegum atriðum er til skila haldið á réttan hátt. Kurtén telur að beinn þráður liggi á milli þessarar ísaldarlistar um myndirnar hans Zorn af nöktu bóndadætrunum, til klám- blaða samtímans. En ef til vill er of mikið sagt að hér Sé um klám að ræða í „harðasta" skiln- ingi. Fremurmásegjaað hérséreynt að túlka holdlegar lystisemdir af skemmtilegu feimnisleysi og höfðað til ánægju og blíðu. Ástæða þess að hin digra Venus frá Villendorf hefur til þessa aðeins verið álitin listaverk, kann að vera sú að okkur hættir til að miða allt við eign smekk, en nú á dögum er það granna konan en ekki sú feita, sem eftirsóknarverð þykir. Sá var hins vegar ekki smekkur manna á ísöldinni og feitar þóttu þær bestar. Hinar furðu vel gerðu myndir á hell- isveggjum í Altamira, Lascaux og víðar í Evrópu segir Kurtén benda til bæði efnalegrar og andlegrar háþróun- ar á menningarlegum sviðum, sem byggðist á mikilli frjósemi og gnótt veiðidýra þeirra landsvæða þar sem mammútarnir reikuðu um á ísöldinni. Kissinger & Co. - nýtl fyrirtæki ■ Kissinger Henry A. hefur nú sett á stofn fyrirtæki ásamt ýmsum stór- stjörnum úr hópi gamalla diplómata og efnahagsráðgjafa og nefnist það Kissinger & Co. Meðal hluthafa eru þeir Lord Carrington, fyrrum utan- ríkisráðherra Breta. Er ætlunin að fyrirtækið sé fjársterktum stórfyrir- tækjum til ráðgjafar. Kissinger-fyrirtækið mun hafa með höndum efnahagsráðgjöf og um það bil 250 þúsund dollarar verða teknir fyrir hvert „ráð“. Þá kemur til greina að gera sigurstranglegar áætlanir fyrir viðskiptavinina, en varla verða þeir margir sem efni hafa á að kaupa slíkt. Kissinger er formaður fyrirtækisins, sem sett var á stofn í síðasta mánuði. Forseti þess er hins vegar hershöfðingi sem kominn er á eftirlaun, Brent Scow- croft, en hann tók við af Kissinger árið 1975, sem ráðgjafi Ford forseta. Scowcroft sagði sl. mánudagaðfyr- irtækið yrði þeim mönnum til halds og trausts sem gera vildu viðskiptasamn- inga eftir alþjóðlegum leiðum. Hyggst fyrirtækið starfa í nánara sambandi við viðskiptavinina en gerst hefur meðal annarra fyrirtækja sem hjálpa mönn- um að ákvarða sig, þegar kemur að fjárfestingum í öðrum löndum. Scowcroft segir að þegar hafi nokkr- ir viðskiptavinir gefið sig fram, en hann neitar að gefa upp hvcrjir það eru og einnig hverrar þóknunar fyrir- tækið krefst. Auk áðurnefndra stórmenna sem helga fyrirtækinu krafta sína má enn nefna Robert O. Anderson, formann Atlantic Richifeld Co. og Per Gyllen- hammer, forstjóra sænsku bílaverk- smiðjanna Volvo. Þá er að nefna William D. Rogers, sem varskrifstofu- stjóri hjá utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna á skrifstofum málefna S-Amertku Fyrirtækið mun hafa aðsetur í New York og Washington. Þarna munu starfa átta manns. Jeff nokkur Cunn- ingham, sem áður vann í fyrirtæki sem sérhæfði sig í gjaldeyrismörkuðum Evrópu og var nátengdur Chase Man- hattan Bank, mun stjórna hinum dag- lega rekstri. Eftir að Kissinger lét af embætti hefur hann unnið hjá Chase Manhatt- an bankanum í alþjóðlegri ráðgjafar- nefnd hans, hjá fjárfestingarfyrirtæk- inu Goldman Sachs og ýmsum fleiri. Þá hefur hann ritað minningar sínar um stjórnmálaferil sinn. Það var Kissinger sem George P. Schultz ráðfærði sig við fyrstan manna, eftir að hann varð utanríkisráðherra Reagans í lok júní. Schultz mun eink- um hafa viljað fræðast af Kissinger um málefni Mið-Austurlanda. Var Kiss- ■ Kissinger lumar á ýmsum „hygg- indum sem í hag koma.“ inger gestur ráðherrans á heimili hans, ásamt þeim Helmut Schmidt og for- sætisráðherra Singapore. Á blaðamannafundi fyrir hálfum mánuði kallaði Shultz Kissinger „dásamlegan mann og góðan vin, sem bæri ótrúlega glöggt skyn á það sem er að gerast á hverjum tírna." Sagðist hann vonast til að geta framvegis notið góðs af ágætum ráðum hans. ■ David Jacobs: „Upphaflega var Sue EUen aðalpersónan. Nú er hún aðeins aukapersóna. ■ Nú er farið að sýna nýja þætti úr „Dallas“ myndaflokknum í sjónvarpi víða um lönd. Serían var búin að gera það ansi gott og hafði verið sýnd í ekki færri en 58 löndum. Þar með hafði hún slegið öll fýrri met sem „Rætur“ áttu og í Bandaríkjunum einum er talið að 83 milljónir mann hafi setið fyrir framan skerminn þegar síðasti þáttur- inn var sýndur, til þess að fá úr því skorið hver skaut J.R. Bandarfska sjónvarpsstöðin CBS græddi um það bil tvær milljónir dollara á fyrirtækinu og auglýsendur urðu að punga út hálfri milljón dollara fyrir einnar mfnutu auglýsingar í þættinum og eru það dýrustu sjón- varpsauglýsingar sem sögur fara af til þessa. Kostnaðurinn við að senda þáttinn út var samt ekki nema sex dollarar á hverja þúsund notendur. Sjónvarpsútsendingar í Banda- ríkjunum hafa ekki annan tilgang en þann að draga fólk að skerminum til þess að sjá auglýsingarnar. Sérstök fyrirtæki fylgjast nákvæmlega með fjölda áhorfenda og komi í Ijós að einhver þáttaröð er ekki til þess fallin að selja þvottaefni, þá er þegar í stað hætt að sýna hana. Framhaldsþættirnir með margflókinni atburðarás sinni og sífelidum vandamálum sem greiða þarf úr hafa sannanlega mikil tök á áhorfendum. Þættimir hafa því fengið auknefnið „sápuóperur." Hugmyndin Handritahöfundurinn David Jocobs sem starfar hjá Hollywood fyrirtækinu Lorimar Productions starfaði að stjórn- un svona grunnfærinnar „sápuóperu,“ þegar honum datt í huga að senda CBS hugmyndina að „Dallas". Jacobs var nýr í faginu og þeir hjá CBS létu sér fátt um finnast, þegar þeir sáu handritið hans. Einkum settu þeir það fyrir sig í upphafi að kvikmyndin átti að fjalla um miðstéttarfjölskyldu. Það var of leiðin- legt. - Því byrjaði ég á nýju handriti, sem snerist um fátæka stúlku, Sue Ellen, sem hefur gifst inn í gamla og ríka fjölskylda í Texas, segir David Jacobs. - Ég vann mjög mikið að gerð persónunnar Sue Ellen, en árangurinn lét á sér standa, þar sem hugmyndin var í sjálfu sér gamalkunn. Því fór ég að beita athyglinni að J.R., hálfgerðum bófa, sem sér einn um olíuviðskipti fjölskyldunnar og litla bróður hans, sem er glaumgosi og kýs helst af öllu að hanga yfir spilaborðunum í Las Vegas.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.