Tíminn - 05.09.1982, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982
á bókamarkadi
„A History of the Crusades."
Höfundur: Steven Rundman.
Útgefandi: Penguin
■ Hér er rakin saga krossferðanna í
þremur bindum. í því fyrsta er rakin
sagan frá því er byrjað var að prédika
fyrir fyrstu krossferðina og hrifningu
þeirra sem sá málflutningur mætti, til
þess er krossfararnir stofnuðu sigri
hrósandi konungsríkið Jerúsalem.
( öðru bindi er sagt frá velmektar-
dögum ríkis Franka og endalokum þcss,
frá stofnun konungsríkisins Jerusalem til
endurheimtar borgarinnar af Saladin.
í þriðja bindi er sagt frá þriðju
krossferðinni, frá ríki Franka í Jerúsalem
og hruni þess öld síðar, frá dvínandi
áhuga á boðskap krossferða og býzönsku
krossferðinni einkennilegu.
Penguin hefur einnig gefið út „Chron-
icles of the Crusades" sem hcfur að
geyma tvær franskar sögur sem tcngjast
krossferðum, „Villohardouin’s Conquest
of Constantinopel,” sem segir frá því
hvemig fjórða krossferðin snérist upp í
árás á kristna menn ortódox kirkjunnar
og „Joinville’s Life of Saint Louis,” sem
er all lífleg frásögn höfundat af þátttöku
hans í einni krossferðanna og af
kynlegum háttum fólks í Austurlöndum.
Fhílip K.I Iilii
Islam:
AWiyof Li'fe
„Islam - a Way of Life“
Höfundur: Philip K. Hitti.
Útgefandi: Regnery Gateway
■ Prófessor Hitti er mikill sérfræðingur
um menningu Austurlanda og í þessari
bók skoðar hann múhameðstrú ekki
aðeins sem trúarbrögð, heldur einnig
sem ríkisform og menningu, - sem
lífsform. Múhameðstrú byggðist upp á
kostnað Persaríkis og Aust-rómverska
ríkisins og náði hátindi veldis síns um 750
eftir Krist. Þessi menning átti eftir að
hafa bókmenntaleg, vísindaleg og heim-
spekileg áhrif meiri en nokkrar aðrar
andlegar hræringar á miðöldum. Álítur
prófessor Hitti að heimurinn megi vænta
margvíslegra menningarlegra verðmæta
á komandi tímum frá hendi araba.
Kannske rétt sé að vitna hér í orð
rabbínans Nahum Schulman um þessa
bók: „Löngu er kominn tími til að
kristnir menn hætti að líta á múslíma,
Araba og Tyrki, sem hirðingja og
heiðingja og vantrúarmenn. Þeir eiga sér
tni á einn guð og lífshætti sem eru af
hámenningarlegu tagi.“
„Sea Stories". AJuu
Richards valdi sögumar.
Útgefandi: Penguin
■ Margir mætir höfundar hafa ritað
eftirminnilegar sögur af sjónum, en
margir stflsnillingar hafa kynnst sjónum
ýmist sem sjómenn eða þá sem miklir
langferðamenn og nægir að minna á
Joseph Conrad sem dæmi um hið fyrra,
en Somerset Maugham sem dæmi um hið
síðara. Þeir eiga báðir sögur í þessu safni,
Conrad söguna „The Secret Sharer” og
Maugham „Honolulu.”
Af öðrum höfundum má nefna C.S.
Forester, sem ritaði söguna „The Cargo
of Rice”, Jack London með söguna „The
Seed of McCoy”.
Ritstjóri bókarinnar hefur tekið þann
kost að taka stundum frásagnir út úr
stærri verkum og enn segist hann hafa
sleppt ýmsum frægum meisturum sagna
af sjónum, til þess að gefa minna kunnum
mönnum með góða sögu pláss. Þá er loks
að geta þess að bókinni er skipt í tvo
hluta og er skáldskapur uppistaðan í fyrri
hlutanum en sannsögulegir viðburðir í
þeim seinni.
Þá má vera lítil ævintýralöngun eða
þörf fyrir læsilega bók ef menn finna
ekkert við sitt hæft innan spjalda
bókarinnar „The Penguin Book of Sea
Stories.”
„The Storm Force to Narvik"
Höfundur: Alexandcr Fullcrton.
Útgefandi: Pan Books
x Hér er spennandi stríðsskáldsaga
byggð á raunverulegum atburðum þ.e.
innrás Þjóðverja í Noreg og tilraun Breta
til þess að taka þar land árið 1940. Urðu
inni á fjörðum Norður-Noregs hinar
hörðustu sjóorrustur og Bretar komust á
land, en voru reknir til baka eftir nokkra
hríð.
Hér segir frá Nick Everard, sem fyrst
lenti í sjóorrustu í orrustunni við Jótland
1916, en endurnýjar nú kynnin við
sæguðinn og stríðsguðinn eftir aldar-
fjórðungs hvíld. Hann er nú skipstjóri á
tundurspillinum „lntent”. Við Noregs-
strönd er annar sægarpur sem tilheyrir
nýrri kynslóð í hópi byssuskytta á
tundurspillinum „Hoste”. Báðir komast
þeir félagar í harða raun í bardögum um
Narvik.
Höfundurinn, Alexander Fullerton er
enginn nýgræðingur í ritun ævintýra-
sagna úr sjóhernum og hefur hann t.d.
áður ritað þrjár skáldsögur um ævintýri
Nick Everard.
■ Ofannefndar bækur fást í bókaverslun Máls og menningar. Tekið skal
fram að hér er aðeins um kynningu að ræða, en enga ritdóma.
21
BORGARSPÍTALINN
Lausar stöður
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Á skurðlækninga- og lyflækningadeildum spítalans.
Á Grensásdeild er um að ræða 1/2 starf.
Vinnutími frá 7.30-12 virka daga.
Upplýsingar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í slma 81200.
Reykjavík, 3. sept. 1982
Borgarspítalinn
Snjóruðningstæki:
Framleiðum snjóruðnings-
tennur fyrir vörubíla og
dráttarvélar. Pantanir þurfa að
berast sem fyrst svo hægt
verði að afgreiða
þær fyrri part vetrar
StálIækni sf.
Síðumúla 27, sími 30662
Árgerð 1983
ER KOMIN
Á GREIÐSLUKJÖRUM
SEM EKKI HAFA ÞEKKST
HÉR Á LANDI
Verðið er lægra,
en á nokkrum öðrum bíl
ÞEIR SEM HUGSA
KAUPA TRABANT
TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ
Ingvar Helgason
Sýningarsalurinn v/Rauöageröi
Sími 33560