Tíminn - 05.09.1982, Síða 3
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982
jfólk T listum
■ Torsten Föllinger
„Eg reyni að
finna það sem
söngvarinn í
raun og veru
býr yfir,”
segir Torsten
Föllinger
■ Á morgun lýkur heimsókn sænska
listamannsins Torsten Föliinger hingað tU
lands, en hann hefur og leiðbeint íslenskum
nemum í Leiklistarskóla Islands að undan-
fömu og auk þess var hann karlakófnum
„Fósfbræðrum“ til ráðgjafar, en kórinn er á
næstunni að leggja upp í ferð til Banda-
ríkjanna, þar sem hann mun syngja við
opnun sýningarinnar „Scandinavia Today“.
En þótt Thorsten sé mjög fjölhæfur
leiðbeinandi söngvara, þá er hann listamaður
sjálfur sem fyrr segir og það kom í Ijós er
hann hélt tónleika í Norræna húsinu s.l.
fimmtudag og spreytti sig þar á þeim Mozart,
Schumann, Ture Rangstöm, Hanns Eisler,
Ruben Nilson, Charles Trenet, Tom Lehrer
og fleirum.
Við hittum Torsten Föllinger að máli í
byrjun fyrri viku og komumst að ýmsu um
hann sjálfan, svo sem því að hann leggur auk
sönglistarinnar stund á listmálun og hefur
getið sér verulegan orðstír sem slíkur.
Að fínna listamanninn í
hverjum einstaklingi
Eins og fram kemur af höfundum þeim
sem Föllinger flutti lög eftir í Norræna húsinu
eru það ekki einvörðungu klassískir höfund-
ar sem hann fæst við. Það á einnig við um
leiðbeinendastarf hans en hann segir jafnt til I
óperusöngvurum í Verdi og Wagner, sem
poppsöngvurum og vísnasöngvurum eða
jasssöngvurum.
„Ég geri miklar kröfur til nemendanna,
bæði um stundvísi, undirbúning og vinnu-
semi,“ segir Föllinger. „Hins vegar segi ég
ekki við neinn nemanda: „Þú átt að gera
svona og nákvæmlega þessi atriði". Ég reyni
að leita þess sem listamaðurinn raunverulega
hefur en ekki að búa eitthvað til sem hann
hefur ekki. Ég byrja á að spyrja nemandann
hvers vegna hann leiti til mín. Sumir segja
að ástæðan sé sú að þeir þyki hafa fallega
rödd, en þá bendi ég þeim á að falieg rödd
sé ágæt út af fyrir sig, en að því fari fjarri að
allir söngvarar hafi fallega rödd og að það sé
ekki neitt skilyrði. Ég reyni að fá menn til
þess að gefa sjálfa sig og koma til skila
einhverju frá eigin hjarta. Það er skilyrði til
þess að verða listamaður og það fæst ekki
með neinni tækni. Ég tek oft þann kost að
bíða eftir að þetta komi af sjálfu sér, fremur
en leggja fólki einhverjar lífsreglur. Þegar ég
sé að eitthvað er að fæðast og eitthvað er
gert vel, þá bendi ég nemandanum á það.
Það er mjög mikilvægt, því menn heyra ekki
sjálfa sig syngja og söngur og rödd manna
byggist aðeins á vöðvaminni. Raddböndin
eru aðeins vöðvar."
Torsten Föllinger þykir mikill snillingur í
því að losa söngvara við margskonar hömlur
sem há þeim á listabrautinni, bæði í sjálfum
söngnum og í sviðsframkomu og hann er
þekktur langt út fyrir eigið land, enda liggur
leið hans eftir að hann fer héðan um England
og Þýskaland, þar sem beðið er eftir tilsögn
hans í söngskólum. Hanr. hefur haft
nemendur svo sem Birgit Nilson, mestu
Wagner-primadonnu samtímans og leik-
arann Max von Sydow, en þetta fræga
listafólk á honum mikið að þakka og það
mun hafa verið Föllinger sem kenndi Nilson
sviðsframkomu á sínum tíma, sem í upphafi
var ábótavant.
Föllinger kallast „sangpádagog" og von-
andi hefur það upplýst að nokkru af
framansögðu hvað í orðinu felst. Hann þykir
sem söngvari frábær Brecht-túlkandi og
hefur starfað með heimsfrægu listafólki, svo
sem Gieselu May og Rudolf Penks.
Svissneskur ljósmyndari
í Listmunahúsinu
H Sýningin „Annað sjónarhorn“ verð-
ur opnuð í Listmunahúsinu, Lækjargötu
2, laugardaginn 4. september kl. 14.00.
Þetta er ljósmyndasýning svissneska
ljósmyndarans Max Schmid og er
myndefnið sótt í náttúruna.
Alls eru 74 myndir á sýningunni og
eru flestar frá íslandi. Sýningin er
sölusýning.
Max Schmid er 37 ára frá Winterthur
í Sviss. Hann er ekki skólagenginn
Ijósmyndari heldur hefur hann lært af
eigin reynslu. Hann ferðast mikið og
hefur m.a. verið í Alaska og Klettafjöll-
um N.-Ameríku. Einnig hefur hann
verið í S.-Ameríku, Ástralíu og Nýja-
Sjálandi. Til íslands kom Max fyrst árið
1968. Síðan hefur hann komið hingað
a.m.k. einu sinni á ári og þá dvalið í
óbyggðum landsins og tekið Ijósmyndir
þar.
í Iceland Review birtust myndir hans
einna fyrst á prenti og oft síðan. Ýmis
þekkt tímarit hafa síðar birt myndir hans
og fremsta ljósmyndatímaritið í Sviss
gaf á þessu ári út risastórt almanak með
myndum eingöngu eftir hann. Max
hefur haldið nokkrar sýningar síðustu
árin í Sviss og Þýskalandi.
Sýningin er opin virka daga frá kl.
10.00 til 18.00, laugardaga og sunnudaga
frá kl. 14.00 til 18.00. Lokað á
mánudögum. Sýningin stendur til 26.
september.
MEST SELDU HJÓLIN1981
Það er ekki að ástæðulausuaðKalkhoff hjólin eru lang mest seldu
ieiðhjólin á íslandi 1981. Hjá Kaikhoff faia saman þýsk ná-
kvæmni og vandviikni. Vegna mjög hagstæðia samninga við
Kalkhoff-Weike GmbH, stæistu og viitustu ieiðhjólaveiksmiðju
Vestur-Þýskalands, bjóðum við Kalkhoff hjólin á ótiúlega lágu
kyrmingarverði. Yfii 40 gerðir á boðstóium og héi eru nokkiai
þeina. /f\^
GerdNo. 6309 lOgíra Kr. 1.818,-
48 cm stell Dekk: 24 x 1%
Litur: Silfur
I\
GerdNo. 6339 lOgíra Kr. 1.720,-
50 cm stell Dekk: 26 x I3/e
Litur: InkaguII
*NS.
Gerd No. 6563 An gíra Kr. 1.280,-
GerdNo.6551 3\agira Kr. 1.583.-
Dekk: 24 x 1.75 Aldur írá 9 ára
Litir: Silíurog Rautt
Gerð No. 6513Án gíra Kr. 1.220,-
Gerð No. 6501 3ja gíra Kr. 1.495.-
Dekk: 24 x 1.75 Aldur 9 ára
Litir: Sillur og Blátt
GerðNo. 2622 lOgíra 53 cm stell Dekk: 27 x l'U
Litir: Burgundyrautt
Verð: Kr. 2.134,-
Gerö No. 4655 Stelpu Kr. 1.155,-
Gerð No. 4605 Stráka Kr. 1.140,-
Dekk: 20 X 1.75 Aldur írá 7 ára
Gerd No. 6408 10 gíra
58 cm stell, Dekk: 27 x l'U
Litur: Sillur
Verð: Kr. 1.675.-
Gerd No. 6411 á Kr. 2.4Uu.-
Lúxusgerð, með sveiíum og öðrum
fylgihlutum úr léttmálmi.
58 cm stell Dekk: 27 x l'U
Litir: Silfur og Blátt
w T&
GerðNo. 6031
Þrekþjálíunarhjól með stillanlegri þyngc
og hraðamæli. Stór og mjúkur hnakkur.
Litur: Silfur
Verð: Kr. 1.280.-
Til viðmiðunar um val á stærri reiðhjólum
Aukabúnaður: Hjálparhjól á Kr. 50.-
ATH. Fótbremsa á öllum barnahjólum
innanfótaimál 70-73, 74-78, 79 og hæni
stellhæð í cm 48 cm, 53 cm, 58cm
Allir tylgihlulir serr. sjást a myndunum
tylgja meðhjólunum, svo sem Ijósabúnaður,
pumpa, endurskinsmerki, standari og II.
ÖII verð eru miðuð við 17. ágúst 1981
Gerð No. 2167, án giraáKr. 1.290.-
GerðNo. 2171, 3ja gíra á Kr. 1.510,-
Gerd No. 5605, án gíra á Kr. 1.220.-
58 cm stell Dekk: 26 X 13/a, nema
5605 sem ermeðmjög breiðum
dekkjum: 26 x 1.75
Litir: Silfur og Blátt
Gerd No. 5655, án gíra á Kr. 1.280,-
Gerd No. 5652, 3ja gira á Kr. 1.580,-
53 cm stell Dekk: 26 x 1.75
Litir: Silfur og Rautt
Sendum í póstkiöfu um allt land
Þekking - Þjónusta - Reynsla
.. Reiöhjólaverslunin
ORNINN
Spítalastíg 8 og við Óóinstorg símar: 14661,26888
Sérverslun i meira en hálfa öld
- AM