Tíminn - 05.09.1982, Page 5
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982
"’Íí
„Mein Leben.“ Þá sögu skráði Cosima,
seinni kona hans, eftir honum og þykir
bókin ekki ávallt sem áreiðanlegust
heimild.
Bágur hafði hagur þeirra verið í Riga,
en ekkert var það á við þá eymd sem nú
tó.k við. Wagner leitaði upp þann
vinsæla og virta óperuhöfund, Mayer-
beer, og sýndi honum hluta óperu sem
hann hafði í smíðum, „Riensi." Mayer-
beer gaf'honum bestu meðmæli, en
ekkert fram yfir það. Svo var um fleiri,
- margir lofuðu að „sjá til seinna" með
starf og stuðning handa tónskáldinu og
það eitt var létt í maga.
í París hitti hann hins vegar margt
mætra listamanna, þar á meðal þá
Heinrich Heine og Franz List, sem síðar
átti eftir að verða einn ákafasti aðdáandi
hans og vinur. Liszt stóð þá á hátindi
frægðar sinnar sem píanisti og tónskáld,
en reyndist Wagner litil hjálparhella
þrátt fyrir það í París. Wagner var
annars lítt um Frakkland og Frakka
gefið og vildi til dæmis helst ekki læra
frönsku. Honum þótti sem tónlist hans
gæti komið í stað allra útskýringa fyrir
Frökkum á list hans. Hann varð að draga
fram lífið á lánum frá fátækum vinum
sínum og þurfti að leggjast svo lágt að
setja út verk annarra tónskálda, sem
meira gengi áttu að fagna, svo sem
Donizettis. Má nærri geta hvemig manni
með annað eins lundarfar og Wagner
hafði hefur fallið það. Hann ritaði líka
nokkrar tímaritsgreinar sem hafa vem-
legt ævisögulegt gildi og kveður þar við
ömurlegan sjálfsvorkunnartón vegna
lífskjara hans, en Wagner var aldrei
orða vant þegar hann vildi lýsa
skilningsleysi og skepnuskap þeirra sem
stóðu í vegi fyrir honum og hann taldi
að bæm sök á erfiðum kringumstæðum
sínum. Hann var lfka hefnigjam með
fádæmum. Slæma hirtingu fékk einn
þekktasti tónlistargagnrýnandi Þýska-
lands, sem skrifað hafði illa um Wagner.
Sá síðamefndi gerði úr honum erki-
hálfvitann „Beckmesser" í „Meistara-
söngvurunum“ og allir gátu þekkt við
hvem var átt. Háðung þessa gagn-
rýnanda verður þannig uppi meðan
tónlist verður leikin í heimi hér.
Frökkum mundi hann líka meðferðina í
París og þegar prússneska herliðið tók
borgina herskildi 1871, sendi hann
dátunum herhvöt í opnu bréfi og bað þá
að taka eftirminnilega í tæfilinn á þessari
þjóð.
Líklega nær viðkvæmni Wagners
hámarki í lok fyrri hluta ævisögu hans,
þar sem hann lýsir kjömm sínum í París
og því er hundurinn hans, sem hafði
fylgt þeim alla leið frá Lettlandi, laumast
frá hungurmeistaranum húsbónda sín-
um út í myrkrið í einum lystigarði
borgarinnar. Svo aumt var ástandið.
Þrátt fyrir þessi aumlegu kjör í París
tókst honum samt að ljúka þar við
„Riensi" og hefja samningu „Hollend-
ingsins fljúgandi." Hér kom fram sú
orka og eldmóður sem þessi maður bjó
yfir og ekkert mótstreymi fékk bugað.
Án þeirra eiginleika væri æviverk hans
svo feiknalegt að vöxtum sem raun ber
vitni. Þegar hann loks hélt til Þýskalands
með nýju ópemna í farangrinum leit
hann samt um öxl til þess eina og hálfa
árs sem hann dvaldi þar með einkenni-
legum söknuði: „Æ, París, þú með
sorgir þínar og gleði! Ekki get ég annað
en blessað það mótlæti sem þú bauðst
mér, því upp af því hafa sprottið
ríkulegir ávextir."
Stórsigur
Wagner hafði fengið sig fullkeyptan
af því að reyna að koma „Riensi“ á svið
í París og árið 1840 sendi hann
partítúrinn til Dresden með heitum
bænum til konungsins í Saxen um að
sviðsetja verkið. Var það loks árið 1841,
eftir langvarandi stríð við hungur og
franska pantlánara að bréf kom frá
Dresden, þar sem lofað var að taka
ópemna til sýningar. Hélt Wagner þá
frá París.
Æfingar hófust sumarið 1842 og í
október það ár var „Riensi“ frnrn-
sýndur. Er þar skemmst frá að segja að
viðtökumar vom glæsilegar og gengu
sumir svo langt að fullyrða að fögnuður-
inn yfir „Húgenottum“ Mayerbeers
hefði ekki verið meiri. í aðalhlut-
verkunum vom eftirlætissöngvarar
Wagners, söngkonan sem hann hafði
dáð frá æskuámm, Wilhelmine Schröd-
er-Devrient og tenórinn Tichatschek.
Nú hefði mátt ætla að öllum sorgum
: fannst kominn tími til. Hún fylgdi manni
, sfnum hins vegar ekki eftir á fluginu og
1 lái henni enginn það, - það gerðu
fremstu tónlistarfrömuðir um daga
Wagners ekki heldur framan af, - amk .
flestir þeirra. Minna mun þó hafa
elskað þennan erfiða mann innilega og
kom það oft f Ijós er hann síðar tók að
manga til við „andríkari" konur. Þá stóð
ekki á afbrýðisemi hennar. Hún hlaut
þessi eftirmæli frá bónda sínum þegar
þau vom skilin að skiptum: „Hefði hún
| verið gift einhverjum minni manni en
mér, hefði henni eflaust tekist að gera
. hann hamingjusaman."
Wagner hafði nú sem áður segir
skapað fyrstu „ekta Wagnerópemna",
og umhverfið var dmngalegt eins og í
‘ ýmsum síðari verka hans: Skipstjórinn
afturgengni á draugaskipinu „Hollend-
' ingnum fljúgandi" kemur á land
sjöunda hvert ár að leita stúlkunnar sem
geti leyst hann úr álögum með ást sinni.
Það hlutverk fellur í skaut sjómanns-
dótturinni Sentu, sem í Ieikslok varpar
sér í sjóinn til þess að sanna ást sína, en
draugaskipið sekkur með ógnar fyrir-
gangi. Hér em komin til sögunnar
„sístefin“ (Leitmotiv") sem eftir því sem
söguþráðurinn spinnst áfram minna á
persónur sem ekki þurfa að vera á
sviðinu þá stundina eða atburði, liðna
i. að óorðna. Hér er sótt efni í þjóðvísur
og söngva, eins og hrynjandi í „Spuna-
kórnum" fræga og „Hásetakómum“
bera vott um, svo dæmi séu tekin. Hér
■ Leiftrandi augu snillingsins og aðsópsmikið fas hans hreif ýmsa óhrifamikla menn
og mörg konuhjðrtu bráðnuðu fyrir honum.
■ Mesta Wagner-primadonna okkar daga, Birgit Nilson í hlutverki BrynhUdar.
Wagners væri lokið. En svo reyndist þó
ekki. Hann fékk að vísu stöðu hljóm-
sveitarstjóra við ópemna í Dresden og
varð víðkunnur maður þar um slóðir.
En sú ópera sem hefði átt að lyfta honum
enn hærra á framabrautinni. „HoUend-
ingurinn fljúgandi" varð á sinn hátt að
Hann flýði á
smyglaraskútu
í ofviðri
undan
lánadrottnum
sínnm
nýjum þröskuldi á ferli hans. Þegar
„Riensi" var frá, hafði Wagner leyst,
festar frá bryggju hins hefðbundna og
valið sér að sigla inn um nýja og ókunna
stigu í heimi tónlistarinnar, og það átti
eftir að reynast ströng sigling, og á
margan hátt lík hrakningi aðalpersónu
nýju óperunnar, „Hollendingsins fljúg-
andi.“
Draugaskipið
Þegar um sumarið 1841 hafði Wagner
boðið ópemhúsunum í Leipsig og
Múnchen „Hollendinginn fljúgandi11, en
fékk þau svör að menn teldu verkið ekki
henta þýskum áheyrendum. Sem betur
fór vom þó ekki allir þessarar skoðunar
og óperan í Berlín vildi gjama sviðsetja
það. Forstjóri ópemnnar í Dresden var
einnig fús að taka það, eftir alla
velgengnina með „Riensi" og var það úr
að verkið var sett upp þar. Því var
ágætlega tekið, en þó hvergi svo vel sem
„Riensi". Sýningamar urðu aðeins
fjórar.
Wagner hafði nú tekið við hljóm-
sveitarstjórastöðunni og Minna kona
hans varpaði öndinni léttar, því hún
þóttist eiga í vændum náðuga daga sem
frú fastlaunaðs embættismanns, - og
gengur skáldið, sem semur ljóð sín í
vissu eigin aflsmuna til þess að túlka þau
í tónlist, fullskapaður fram á sjónar-
sviðið. Óperan var einnig sýnd í Berlín,
en þar eins og í Dresden, skildu menn
lítt hvað á ferðum var, - og gagnrýnin'.
var „ómstríð.“ Samt vom þegar komnir
Tvívegis lagði
hann hald á
eiginkonur
vina sinna
og sjötugur
hélt hann
við tvítugar
stúlkur
til sögunnar eldheitir aðdáendur tón-
skáldsins, sem vom jafn taumlausir í
aðdáun sinni og andstæðingamir f
gagnrýni sinni. Þessar deilur hafa varla
hjaðnað enn þann dag í dag.
Misskilinn snillingur
Wagner féll þungt er viðtökur margra
virtustu gagnrýnendanna við „Hollend-
ingnum fljúgandi vom svo slæmar.
Hann gerðist fullur beiskju og með
þungum hug tók hann til við að vinna
að nýrri ópera, „Tannhauser," sem gerð
er eftir gamalli þýskri þjóðsögu, sem
hann hafði heillast af ( Parfs. Þar mup
hann hafa rekist á sögumar um
„Lohengrin“ og „Meistarasöngvarana.“
„Tannhauser" var fullbúinn 1845 og
sýndur í Dresden í október það ár. Nú
kastaði tólfunum. Þrátt fyrir að kór
pílagrfmanna, kór gestanna í Wartburg
og fleiri ódauðleg listaverk hljómuðu
hér í fyrsta sinn, vom viðtökur
gagnrýnenda aldrei verri. Ekki réði þar
minnstu um að flytjendumir vom
hlutverkum sínum hvergi vaxnir, - nema
stjórnandinn, sem var Wagner sjálfur.
„Eftir fmmsýninguna helltist yfir mig
ólýsanlegur einmanaleiki," sagði Wagn-
er. „Ég gerði mér ljóst að verkið snart
ekki aðra en fáa minna nánustu vina, en
áheyrendur ekki, sem ég þó hafði reynt
að höfða sem mest til við uppfærsluna."
Salti í þessi sár stráðu gagnrýnendumir,
en einn þeirra sagði um verkið:
„Fullkomlega misheppnað, fáránlegt
samsull.. óskiljanlegt, langt og þreyt-
andi.“
Allt þetta mótlæti átti án efa þátt í því
að uppreisnarandi festi rætur í brjósti
Wagners. Hann kom m.a. fram í því að
á páskunum 1846 tók hann upp á þvf
sem hljómsveitarstjóri að velja níundu
sinfóníu Beethovens til flutnings, þvert
ofan í óskir og góð ráð allra sem einhvers
máttu sín í tónlistarlífi:. Þessi sinfónía
þótti þá enn öllum óskiljanleg og uppi í
skýjunum og var því sjaldheyrð. En
Wagner hélt sínu til streitu. Hann
grandskoðaði verkið og þaulæfði bæði
kórinn og hljómsveitina, svo flutningur-
inn varð mikill sigur fyrir hann, - en þó
mestur fyrir Beethoven. En Wagner var
kominn upp á kant við stjóm ópem-
hússins og gerðist æ þrárri og illvfgari.
Lohengrín
Hann hafði þó ekki setið auðum
höndum fremur en vant var. í ágúst-
mánuði 1846 hafði hann lokið við að
semja textann að nýrri ópem um
riddarinn sem sendur er frá hringborði1
Parsifals f nafni kaleiksins Graal til
jarðarinnar og frelsar hina fögra Elsu af
Brabant frá réttarmorði. Oft hefur
verið talið að í Grals-riddaranum
„Lohengrin" sé Wagner að semja verk
um eigið hlutskipti meðal mannanna,
því vegna smámennsku og svikráða
illþýðis, verður Lohengrin að hverfa á
braut. Mennimir vom hans ekki verðir.
Wagner bar kápu píslarvottarins með
glæsibrag, þegar hann á annað borð brá
henni yfir sig.
Nú rann upp árið 1848, þegar andi
febrúarbyltingarinnar fór um lönd og
álfur, og hljómsveitarstjórinn f Dresden
snerist' á sveif með þeim byltingar-
sinnuðu, en hann hafði þá lokið við að
raddsetja tónlistina við Lohengrín fyrir
skömmu. Hann gekk f róttækasta félags-
skap borgarinnar, „Föðurlandssam-
bandið" og ritaði eldlegar greinar f
flugrit þess. Þetta hafði þau áhrif að ýmis
óheillatákn tóku að birtast f kring um
hann, - t.d. var „Riensi“ tekinn aif
verkefnaskrá óperahússins og lögreglu-
stjórinn í borginni móðgaðist við hann;
og bauð honum til einvfgis. Verst af öllu
var þó að stjómandi ópemhússins lýsti
því yfir að hann hefði ekki í hyggju að
taka „Lohengrin" til sýninga.
Byltingarmaður og útlagi
En nú kom sjálfur erkidrfsill bylt-
ingarmanna til Dresden, Michael Bak-
unin, sem rétt áður hafði staðið í
misheppnaðri byltingartilraun í Prag.
Nú var röðin komin að Dresden og
Bakuin vann ötullega að undirbún-
ingnum. Það var hinn 3ja maí 1839 sem
uppreisnin hófst og Wagner lét ekki sitt
eftir liggja, - dreifði flugritum til
hermanna og stóð á verði í tumi