Tíminn - 05.09.1982, Qupperneq 9

Tíminn - 05.09.1982, Qupperneq 9
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 9 menn og málefni Framfarir eða nvjungagirm J£’ SSiw>jfcaatxglglðCTOWIu. ■ Mikið er kvartað yfir of mikilli fjárfesíingu í fiskiskipum. Er ekki víðar Qárfest allfreklega án þess að því sé gaumur gefinn? ■ Þjóðarskútan hefur orðið fyrir talsverðri ágjöf á þessu ári og hefur verið beitt undan til að forða henni frá frekari áföllum. Það eru ekki allir á einu máli um hvort réttur kúrs hefur verið tekinn eða ekki. í kjölfar ráðabirgðalaganna, sem miða að því ð rétta af efnahaginn, hefur upp- hafist mikið svartagallsraus. Sumir halda því fram að allt sé að fara fjandans til og kollsigling sé fram- undan en aðrir líta framtíðina bjartari augum og telja að þótt byr sé óhagstæður núna bíði betri tíð með blóm í haga. Það er tímanna tákn að eftir að bfnahagsráðstafanirnar sáu dagsins Ijós hafa margir mótmælt þeim harðlega þar sem þeir telja að spónn sé tekinn úr þeirra aski, en aðrir segja að ráðstafanir gangi ekki nógu langt og komi því ekki að því gagni sem vænst er. Það er vandratað meðalhóf- ið. Það eru margar samverkandi ástæð- ur fyrir því að efnahagurinn fer versnandi. Þyngst vegur að öllum líkindum, að sú alþjóðlega efnahags- kreppa sem undanfarin ár hefur verið pð grafa um sig um allan heim er nú einnig komin til íslands. Fram undir þetta höfum við ekki orðið hennar svo mikið varir nema helst í mjög hækkuðu olíuverði og nokkrum þrengingum á erlendum mörkuðum. Nú kemur hún meðal annars fram í því að nær allar skreiðarbirgðir frá síðustu vertíð eru óseldar. Þar var treyst á Nígeríu- markað sem orðinn var góður og stöðugur. En vegna sölutregðu á olíu og lækkandi verðs neyddust Nígeríu- menn til að minnka allan innflutning sinn verulega að súpa íslendingar seyðið af því. Um hrun loðnustofnsins þarf vart að fjölyrða og hvaða áhrif það hefur á þjóðarbúskapinn. En hitt getur allt eins verið að ekki áraði betur þótt loðna hefði veiðst. Heimsmarkaðs- verð á mjöli hefur fallið mjög og er illmögulegt að seíja það. Þótt fram- leiðsla á mjöli og lýsi hafi verið tiltölulega lítil í ár miðað við þegar loðnan veiddist hvað best, eru miklir erfiðleikar á að losna við þá fram- leiðslu fyrir það verð sem stendur undir kostnaði við framleiðsluna. Sjávarafli Perúmanna og mjölfram- leiðsla hefur verið mikil í ár. Þar ofan á bætist áhrif efnahagskreppunnar í heiminum. Fiskimjöl er aðallega notað til skepnufóðurs en samdráttur í landbúnaði fylgir í kjölfar söluerfið- leika á búvöru og eftirspurn eftir mjöli minnkar. Lokun markaða erlendis fyrir dilkakjöt er af svipuðum toga. Enn er ótalinn sá mikli samdráttur sem orðið hefur á þorskafla. Hann er ódumdeilanlegur hvernig svo sem menn reyna að sýna og sanna að hann sé núverandi sjávarútvegsráðherra einum að kenna. En það hefur verið mikil íþrótt orðháka undanfama mánuði að endurtaka í síbylju að þorskgengd sé stjórnað úr sjávar- útvegsráðuneytinu. Það er látið eins og það séu óheyrð tíðindi í íslendinga- sögunni að fiskur hafi lagst frá. Hið rétta er að slíkt hefur oft gerst og þrátt fyrir alla fiskifræði síðari tíma eru vegir þorsksins lítt rannsakanlegir. Stjórnun þorsksins Of mörg skip og of lítill afli glymur einatt er fjallað er um efnahags- vandræðin. Rétt er það að æskilegt væri að aflinn væri meiri og tilkostnað- ur við útgerðina minni. En hverjir eru það sem flutt hafa öll þessi skip til landsins? Það skyldu þó ekki vera útgerðarmennimir, þeir hinir sömu sem nú hafa uppi sífelld klögumál vegna stærðar fiskiskipaflotans? Þegar loðnan lét ekki sjá sig lengur á síðasta vetri var gripið til þess ráðs að leyfa mörgum tugum nótaveiði- skipa að fara á þorskveiðar. Það kom varla annað til greina því annað verkefni var og er ekki til fyrir þessi skip. Þar með var sá floti sem veiðir botnfisk orðinn of stór og spámenn risu upp og kunnu nú ráð við öllum vanda, að minnka flotann. Það var neyðarráðstöfun að hleypa nótaveiðiskipunum á þorskveiðar. Það eru ærið margar útgerðir allt umhverfis landið sem ella hefðu orðið gjaldþrota. Forsvarsmenn samtaka útgerðarmanna sýnast láta sér það í léttu rúmi liggja þegar þeir kvarta yftr stærð þess skipastóls sem þeir hafa sjálfir keypt til landsins, og það virðast vera bæði jónar og séra jónar innan samtaka þeirra. Og hver er þess umkominn að staðhæfa að afli væri eins mikill þótt skipin væru færri? íslensku þjóðarbúi veitir ekki af að ná þeim ftski á land sem mögulegt er að veiða. Hitt er svo annað mál að það er illa farið, að verka fiskinn þannig að hann seijist ekki eða lækka þurfi verulega verð á heilum skipsförmum vegna óðagots og óvand- virkni við verkunina. Mínnkandi eftirspurn Ótalið er að samdráttur í efnahags- lífi heimsins hefur valdið iðnaðar- útflutningsfyritækjum miklum búsifj- um. Ullar - og skinnavörur eru illseljanlegar erlendis. Álverð er í lágmarki í kjölfar minnkandi eftir- spurnar og ríkissjóður hefur lagt fram væna fúlgu til að halda járnblendiverk- smiðjunni gangandi, en sú afurð sem þar er framleidd virðist ekki eftirsótt um þessar mundir. f nokkur undanfarin ár hafa borist fréttir um margháttaða efnahagsörðu- leika úr flestum heimshornum og eiga flest ríki mun erfiðara uppdráttar en ísland. Einn er sá vágestur sem fylgir efnahagslegum samdrætti, sem álitinn er hvað óvelkomnastur. Það er atvinnuleysi, sem orðið er eitt mesta þjóðarböl í flestum iðnríkjum, þar sem áður var skortur á vinnuafli. f miður þróuðum löndum hefur atvinnu- leysi ávallt verið mikið, þótt nú keyri um þverbak, hvað það snertir. Fram til þessa hefur tekist að haida uppi fullri atvinnu á fslandi allt síðan í byrjun síðasta áratugs. Þótt nú sverfi að með minnkandi þjóðartekjum og markaðsörðugleik- um erlendis er engin ástæða til að mála skrattann á vegginn eða örvænta. Þjóðartekjur eru enn mjög miklar og þótt þær minnki um allt að 6 af hundraði miðað við síðasta ár, verða þær jafnmiklar og árið 1979, er mark er takandi á spám Það fer enginn í launakofa með það að þær efnahagsráðstafanir sem á- kveðnar voru með bráðabirgðalögun- um rýra kjör mín og þín. En annars er ekki kostur þegar þjóðartekjur og hagvöxtur minnkar. (Hvað skyldi annars vera orðið af hagfætinum sem allt efnhagslíf miðaðist við hér um árið?) Viðskiptahalli og sparn- aður Þótt útflutningur haft minnkað verulega á þessu ári hefur síður en svo dregið úr innflutningi. Hann hefur aldrei verið jafnmikill, enda er viðskiptahallinn orðinn slíkur að ekki er lengur við unandi. Innflutninginn verður að minnka. Ef haldið er áfram á sömu braut hlaðast upp enn meiri skuldir erlendis og allt efnahagskerfið fer úr skorðum. Vítin til að varast blasa við víða um heim. Svokallaðar þróðaðar þjóðir hafa farið fram á ystu nöf í lántökum, sem ekki skila þeim arði sem vænst var. Margar vanþróað- ar þjóðir eru á mörkum þess að lifa af þar sem hungurvofan vakir yfir. Kommúnistar sem ráð þykjast hafa við hverjum vanda leika efnahag þeirra landa sem þeir ríkja yfir svo grátt að upplausnarástand ríkir og stjórnað cr með táragasi og skotvopn- um. Vísindalegur sósíalismi er farinn sömu leiðina og hagfóturinn. En hvar á að spara? Frjáls viðskipti og haftalaus utanríkisverslun er kjör- orð dagsins. Þeir sem hæst guma af frjálslyndi sínu í þessum efnum vilja þó höft á einu sviði. Hið eina sem ekki má flytja inn eru fiskiskip. Samkvæmt tcóríunni er fiskveiðiflotinn mesti efnahagslegi bölvaldur íslensku þjóð- arinnar. Skrýtið að tarna. Á öllum öðrum sviðum megum við vera flott. Að slepptri einkaneyslu sem í mörgum tilvikum er orðin hreint ofboðsleg, læðist sá grunur að sumum að það sé víðar offjárfest hjá atvinnuvegunum en hjá útgerðinni einni saman. Tæknivæðingu er sjálf- sagt ábótavant á mörgum sviðum, en er annars staðar er hún óþarflega mikil. Dýr tæknivæðing Fyrir nokkrum vikum skrifaði Har- aldur Ásgeirsson forstjóri Rann- sóknarstofunnar byggingariðnaðarins blaðagrein, þar sem hann sagði eitthvað á þá leið, að það sæti síst á sér að vera á móti tæknivæðingu þessarar atvinnugreinar. Hins vegar lét hann í Ijós nokkrar efasemdir um að öll þau dýru tæki sem byggingar- menn teldu sér nauðsyn að eignast nýttust sem skyldi. Nefndi hann sem dæmi óhóflegan innflutning á dýrum krönum sem notaðir eru við húsbygg- ingar. Það er hætt við að öll þessi tæki nýtist ekki nema takmarkaðan tíma ársins, fremur en fiskiskipastóllinn þegar ftskigengd minnkar. Ef grannt er skoðað er áreiðanlega hægt að finna mikið af tækjum, sem ætluð eru til margs konar brúks, sem ekki hafa nema mjög takmarkað notagildi og þá í stuttan tíma í cinu. En því skyldu atvinnufyrirtækin vera að skera tækjaeign við nögl? Sumir þeirra sem telja fiskiskipin of mörg og of stór búa t' smáhöllum með innangengt í tvöfaldan bílskúr, sem nýtist að fullu. Margt af því sem kallaðar eru framfarir er í raun ekki annað en nýjungagirni. Of mikil fjárfesting í einstökum greinum atvinnulífsins ger- ir framleiðsluvöru ekki ódýrari, og allur gangur er á hvort hún verður betri en sú sem framleidd var með gömlu aðferðinni. Stundum er framkvæmdahugur í mönnum svo mikill að þeir fara að hugsa eins og sósíalistar og láta alla glóru um arðsemi lönd og leið. Dugnaðarforkar norðan fjalla og sunnan eru staðráðnir að reisa stein- ullarverksmiðjur, þótt allir séu þeir sammála um að ekki sé markaður fyrir nema framleiðslu einnar. En bygging beggja verksmiðjanna flokkast undir framfarir. Víða er fjárfesting óhag- kvæm En það er hætt við að miklu víðar sé hlutunum hagrætt á svipaðan hátt, þótt lægra fari. fgreininni eftir Harald Ásgeirsson sem áður er vikið að bendir hann á að í landinu séu starfræktar 22 verksmiðjur sem framleiða tilbúin hús. 20 þeirra fást við tilbúning timburhúsa, 2 steypa. Auk þess dafna fjölmörg fyritæki sem fást við innflutning tilbúinna húsa. Vera má að þetta sé allt í lagi, en ósköp gengur illa að lækka byggingar- kostnað þrátt fyrir alla tæknivæðing- una. Minnkandi þjóðartekjur þýða að ekki verður úr eins miklu að spila hjá því opinbera, fyrirtækjum eða einstak- lingum. En það á samt ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að lifa góðu lífi á þessu landi. Framleiðslan er mikil til sjávar og sveita og markaður góður fyrir veigamestu útflutningsvöruna, frystan þorsk. Og þorskveiði er mikil þótt hún hafi verið enn betri í fyrra og árið þar á undan. Landbúnaðarframleiðslan er mikil, jafnvel um of í sumum greinum. Flest ríki heims eiga við það vandamál að stríða, að landbúnaðarframleiðslan er of lítil. Þar þætti það skrýtinn áróður að of mikill matur væri þjóðarböl, eins og staglast er á hérlendis. Á íslandi er framleiddur fjölbreyttur iðnvamingur og ef landsmenn bera gæfu til að sjá hve mikinn hag þeir hefðu af því að taka innlenda framleiðslu framyfir erlenda er auðvelt að auka þá framleiðslu og gera hana enn fjöl- breyttari en nú er. Það þarf enginn að herða sultarólina þótt eyðsla í þjóðfélaginu minnki. Margir eru til kallaðir að mótmæla og lýsa yfir hneykslan sinni vegna þeirra efnahagsráðstafana sem nú hafa verið gerðar. En þær eru nauðsyn- legar. Það vita þeir vel sem verst láta og því verður ekki trúað fyrr en á verður tekið að þeir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar, sem mynda stjórnarand- stöðu, komi í veg fyrir að þær nái fram að ganga þegar Alþingi kemur saman og „Póllandiseri" þar með efnhags- lífið. En því hóta þeir nú. Oddur Olafsson ritstjórnarfulltrúi skrifar ■Kyj

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.