Tíminn - 05.09.1982, Side 14
14
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982
SUNNUDAGUR S. SEPTEMBER 1982
■ Ætli þeir
halit rakara í
deildinni, eða
skærin látin
ráða ferðinni.
hafi
her-
eru
sjálf
Kartöfluskræling við frumstæðar aðstæður.
■ Ungir Holtarar fyrir norðan Fálkagötu 36. Vilhelmína Þórar-
insdóttir að Fálkugötu 23, Svavar bróðursonur Eyjólfs, Gunnar Stein-
þórsson í Jónshúsi og Kristján Reinharðsson að Fálkagötu 32. ■ Vetrarvarðstaða niðri við sjó í Grímsstaðalandi.
Vilhelmína býr nú í Garðabæ, Svavar í Svíþjóð, Gunnar í
Mosfellssveit og Kristján í Kópavogi.
■ Þeir verjasts vel, bresku hermennirnir, enda ekki komnir á hita-
beltisslóðir.
■ Kokkamir eru hér komnir með matflutningavagninn. Braggaröð
í baksýn til vinstri.
„Verid er að grafa
Brot úr dagbókum 14 ára unglings frá árinu 1
ásamt ljósmyndum hans frá þessu örlagaríka ári
■ „Ég er búinn að vera sendisveinn í eitt ár hjá Halldóri í dag. Á
laugardaginn fóru pabbi og Tobbi á sjó og fengu 51 rauðmaga og 43
grásleppur. Þeir fóru aftur út í dag og fengu 30 rauðmaga og 80
grásleppur. Klukkan 3 til 51 dag var heræfíng: Var flugvélin látin fljúga
yfir bæinn og skotið úr strandvarnabyssum... Verið er að grafa skotgrafír
á Arnarhólstúninu.“
Línurnar hér að ofan eru úr dagbók sem fjórtán ára drengur hélt vestur
á Grímsstaðaholti í Reykjavík áríð 1940, en meðal annars segir hann í
dagbókinni frá hinum örlagaríku maídögum þegar friðsældin á Holtinu
var skyndilega rofln og breskur her gekk á land í höfuðborginni. Þessi
drengur er nú þjóðkunnur maður fyrír iöngu, en hann er Eyjólfur
lónsson, lögreglubiónn, betur þekktur sem Eviólfur sundkappi. Við
fengum veður af því að Eyjólfur ætti þetta óvenjulega efni í fórum sínum
og báðum hann að lofa okkur að skyggnast í það. Hér má lesa í
vandvirknislega skrifuðum línum hins unga sendisveins hjá Halldóri
físksala, hvernig þessi umturnun mannlífsins kom honum fyrír sjónir og
hve válegir tilburðir hinna erlendu gesta sem reisa sandpokavígi, grafa
skotgraflr og skjóta af fallbyssum stinga í stúf við það mannlíf sem fyrir
var lifað við rauðmagaveiðar og heldur frumstæða búskaparháttu.
Auðvitað er forvitni unglingsins vakandi og hann skráir nákvæmlega hjá
sér það sem hann sér til Bretanna, þegar hann teymir klárinn Molda
gamla með fískkerruna inn í Sogamýri og vestur á Seltjarnarnes.
Stríðsfréftir utan úr heimi skráir hann sérstaklega. Hann eignast góða
kunningja meðal hermannanna, sem sumir eru varla af unglingsaldri og
Íieir sitja stundum fyrir og lofa Eyjólfi að skjóta af sér mynd með
assavélinni, en myndirnar sem hér fylgja eru allar teknar af Eyjólfi og
eru frá árinu 1940.
FÓSTUDAGURINN
10. MAÍ 1940
„Klukkan 7 fór ég að sendast. En
þegar ég var að hjóla fram hjá
Loftskeytastöðinni, var nýtt að sjá. Á
veginum hjá Loftskcytastöðinni og á
Melunum var allt fullt af hermönnum.
Sýndu þeir mér skjal sem á stóð að þetta
væru breskir hermenn, sem komnir væru
til að verja ísland, meðan á styrjöldinni
stendur. Inni í bæ var allt fullt af
hermönnum. Svifu tvær stórar, breskar
flugvélar yfir bænum öðru hvoru. Á
höfninni lágu 7 bresk herskip: Tvö
beitiskip, Berwick og Sheffield og fimm
tundurspillar. Tóku bresku herménn-
irnir þýska sendiherrann fastan og alla
þá Þjóðverja sem þeir náðu í. Settu þeir
síðan hervörð um allar helstu byggingar.
Allir Reykvíkingar máttu fara til vinnu.
Um hádegið náði ég í 20 kg. af ýsu og
3 saltfiska niðrí Fiskhöll. Á hafnar-
bakkanum er alltaf verið að skipa upp
hermönnum og hergögnum. Klukkan 5
í morgun settu Bretar fyrsta herflokkinn
á land í Reykjavík. Ekkert útvarp.
Enginn landsími. Enginn má fara út úr
borginni meðan verið er að taka alla
Þjóðverja fasta hér í Reykjavík. ísland
er komið í hernaðarástand allt í einu.
Ég náði í 50 poka af hrognum niðrí
Sænska frystihús. En bögglaberinn
brotnaði á 3 stöðum. Varð að fara með
hjólið upp í Baldur og taka varahjólið í
staðinn. Þegar ég var kominn inn í
Sogamýri sprakk hjólið á framan. Varð
ég að labba það sem eftir var.
Á Suðurlandsbraut eru alltaf bílar að
koma með hermenn og hergögn. Eru
hermennirnir að fara út á land. Klukkan
hálf 4 komum við Halldór á Sjónarhól.
Þar þvoði ég vagninn. Ég fór með
varahjólið upp í Baldur og lét gera við
það. Kostaði það 75 aura.
Stríðsfréttir: Klukkan 5 í morgun
réðist þýskur her inn í Holland, Belgíu
og Luxemburg. Hertóku Þjóðverjar
Luxemburg, en Hollendingar og Belgíu-
menn verjast hraustlega. Éru Bretar og
Frakkar komnir yfir til Hollands og
Belgíu til að hjálpa þeim. Skutu Bretar
hátt í tvö hundruð flugvélar niður fyrir
Þjóðverjum og segja Hollendingar að
þeir hafi skotið hundrað flugvélar niður
fyrir Þjóðverjum. Þýskar flugvélar hafa
gert loftárásir á svissnesk þorp við
landamæri Þýskalands.
Klukkan 8 um kvöldið náði ég í hjólið
upp í Baldur. Var bögglaberinn lóðaður
saman þar sem hann var brotinn. Fór ég
svo að síðustu niðrá höfn og var verið
að skipa loftvarnabyssum upp úr
skipunum.
LAUGARDAGURINN
11. MAÍ
Klukkan 7 fór ég að sendast.
Sogamýrardagur. Ég er farinn að
venjast því að sjá hermenn úti á götu.
Hermennirnir hafa sumarbústaðina í
■ Eyjólfur er
hér á leið í
fisksöluferð
með rauð-
magavagninn.
skotgrafir á Arnarhólstúninu”
Sogamýri til umráða en herverðir eru við
vegina hjá Elliðaám. Eru alltaf her-
flutningar út á land. Eru stórar
loftvarnabyssur og ýmis önnur hergögn
með. Er búið að koma 4 loftvarnabyss-
um fyrir í Reykjavík. Ein er á Skóla-
vörðuhæð, önnur í Öskjuhlíð, þriðja
hjá Vatnsgeyminum og fjórða hjá
Landakoti. Er einnig búið að víggirða
Skólavörðuhæð.
Stríðsfréttir: Hollendingar og Belgíu-
menn verjast alls staðar. Hafa þeir
eyðilagt margar þýskar skriðdreka-
hersveitir. Ógurlegar orrustur eru í
Suður-Luxemburg milli frakkneskra og
breskra hersveita og þýskra hersveita.
SUNNUDAGUR
12. MAÍ
Veðrið: Hægviðri, rigning. í dag er
Hvítasunnudagur. Allt er með kyrrum
kjörum í Reykjavík. Sjötíu kjallarar
hafa verið gerðir að loftvarnaskýlum...
MÁNUDAGUR
13. MAÍ
í dag er annar í Hvítasunnu. Klukkan
7 fór ég að sendast. Nesdagur. Enskir
tundurspillar eru að koma inn á höfnina.
Er sagt að þeir séu með 6 þúsund manns,
sem eiga að fara á land hér í Reykjavík.
Ég fór með 3 rauðmaga til Ottós og
Guðnýjar, Shellveg 2. Er Sigga þar. Er
hún mjög lasin...
ÞRIÐJUDAGUR
15. MAÍ
Klukkan 7 fór ég að sendast.
Nesdagur. Klukkan 8 fór ég með fisk til
Fínu. Veðrið: All hvass af norðvestri,
þurrviðri. Klukkan hálf 4 komum við
Halldór á Sjónarhól. Búið er að koma
loftvamabyssum fyrir á Arnarhóls-
túninu.
Stríðsfréttir: iHollendingar gáfust upp
í gær eftir hreystilega vörn. Belgíumenn
hörfa undan. Þjóðverjar hafa ráðist á 5
stöðum inn í Maginotlínuna. Hafa þeir
tekið borgina Sedan í Norður-Frakk-
landi. Eru Þjóðverjar komnir lengst 8
km. inn í Maginotlínuna.
Ég keypti kort af vígstöðvunum í
Belgíu, Luxemburg, Frakklandi og
Þýskalandi á 1 krónu. Keypti ég
líka kort af Reykjavík og nágrenninu
á 25 aura. í dag átti Sigga, konan hans
Magga, dóttur. Er Sigga hjá Guðnýju,
Shellveg 2. Maggi og marnnta eru hjá
Siggu. Pabbi er að vinna í norska
olíuskipinu hjá Shell.
FIMMTUDAGUR
16. MAI
Klukkan 7 fór ég að sendast.
Sogamýrardagur. Klukkan 2 komum við
Halldór á Sjónarhól. Þvoði vagninn.
Það er talið víst að leynileg útvarpsstöð
sé hér á landi. Segir stöðin Þýskalandi
allt það sem er að gerast hér. Eru ensku
hermennirnir að leita að henni.
Herverðir eru látnir vera upp á hæstu
húsum Reykjavíkur. Ensk flugvél hefur
verið yfir borginni í allan dag. Pabbi og
Tobbi fóru út á sjó. Fengu þeir 28
rauðmaga og 84 grásleppur.. Belgíu-
menn verjast alls staðar. Frakkar hafa
tekið aftur borgina Sedan.
FOSTUDAGURINN
17. MAÍ
Veðrið: Dálítið hvass, sólskin.
Klukkan 7 fór ég að sendast. Nesdagur.
Um hálf 11 leytið sigldu 2 stór
herflutningaskip inn á Reykjavíkurhöfn.
Voru tveir tundurspillar með þeim.
Klukkan 12 var byrjað að skipa upp úr
herflutningaskipunum hergögnum, mat-
vælum og hermönnum. Koniu skipin
með skriðdreka, brynbifreiðar og
sjúkrabifreiðar. Heita skipin Franconia
og Lancastria.
Klukkan hálf 4 komum við Halldór á
Sjónarhól.
Klukkan 5 til 6 kom hingað þýskur
kafbátur inn að Engey. En ensku
tundurspillarnir urðu varir við hann og
sendu honum djúpsprengju. Er talið víst
að þýski kafbáturinn hafi sokkið með
öllu saman.
í dag eiga pabbi og mamma 27 ára
hjúskaparafmæli.
MÁNUDAGURINN
20. MAÍ
Klukkan 7 fór ég að sendast. Veðrið:
Hægviðri, skúrír. klukkan hálf 8 fór ég
með fisk til Fínu. Nesdagur. Þrír
herflokkar eru komnir á Seltjarnarnes.
Er einn hjá Hrólfsskála, annar í Suður
Nesi og þriðji á Mýrarhúsatúni. Eru
strandvarnarbyssur á þessum stöðum.
Á melunum hjá Loftskeytatöðinni er allt
fullt af hermönnum. Er búið að reisa
mörg hermannatjöld þar og er alltaf
verið að bæta nýjum við. Við Varmahlíð
í Kringlumýri eru líka mörg tjöld, og
það er búið að reisa á annað hundrað
hermannatjöld á Grímsstaðaholti.
Klukkan hálf 9 fórégá íþróttavöllinn.
Er það annar kappleikur Reykjavíkur-
imótsins. Kepptu Valur og Fram og vanri
Valur 4-0.
ÞRIÐJUDAGURINN
21. MAí
Klukkan 7 fór ég að sendast.
Sogamýrardagur. Fjórir herflokkar cru
nú á 4 stöðum í Sogamýri. Er einn hjá
Brekku, annar hjá Bústöðum og 2 við
Elliðaárnar. Eru allir þessir herflokkar
að grafa skotgrafir við Elliðaárnar.
Klukkan 2 komum við Halldór á
Sjónarhól. Ég fór í Varmá, Hverfisgötu
84 og fékk æfingatöflu Vals 1940.
Herflutningaskipin Franconia og
Lancastria fóru í kvöld. Eru 3
tundurspillar með þeim. Bretar eru bún-
ir að leggja tundurdufl í Hvalfjörðinn.
í kvöld kepptu Englendingar við
Holtarana í knattspyrnu. Unnu Holtar-
MIÐVIKUDAGUR
22. MAÍ
Klukkan 7 fór ég að sendast.
Nesdagur.
Bretarnir eru búnir að umkringja
holtið með hermannatjöldum. Er Gríms
staðaholtið aðalbækistöð enska hersins
á íslandi. Búið er að finna leyniútvarps-
stöðina hér á íslandi. Hét hann
Guðmundur Einarsson frá Miðdal, sem
hafði hana. Það er verið að reisa
grjótgarða í Kringlumýrinni, hjá Vatns-
geyminum og hjá Mulningsvélinni fyrir
Breta. Klukkan hálf 4 komum við
Halldór á Sjónarhól. Þvoði ég vagninn.
Kom heim klukkan hálf 6. Um kvöldið
las ég í bókinni „Kátir voru karlar."
FQSTUDAGURINN
24. MAÍ.
... Um kvöldið fór fram kappleikur á
íþróttavellinum. Erþað 1. flokks mótið.
Fóru leikar svo að KR vann Val 1-0 og
Fram vann Víking 3-1.
Verið er að grafa skotgrafir í kring um
Grímsstaðaholt.
Stríðsfréiir: í dag eru liðin 25 ár síðan
ítalir fóru í stríðið á móti Þjóðverjum.
Þjóðverjar hafa sótt fram og brotið
skarð í Maginotlínuna á nokkrum
stöðum. Hafa þeir fundið upp nýja gerð
af skriðdrekum sem spúa eldi. Hafa
Frakkar eyðilagt 1400 skriðdreka af
þeirri gerð.
LAUGARDAGURINN
25. MAÍ
Klukkan 7 fór ég að sendast.
Sogamýrardagur. Endalausar her-
mannaraðir streyma austur. Eru alltaf
að koma brynvarðar bifreiðar og
vörubifreiðar...
MÁNUDAGUR
27. MAÍ
Klukkan 7 fór ég að sendast.
Nesdagur. Klukkan hálf 8 fór ég með
fisk til Fínu. 13 hermannatjöld er búið
að setja upp hjá Hringbraut. Hermenn-
irnir eru búnir að taka Mýrarhúsaskól-
ann á Seltjamarnesi á sitt vald. Hjá
Varmahlíð eru 20-30 hermannatjöld.
„Finnst að það hafi alltaf
verið sólskin á Holtinu”
■ Grimsstaðaholtið, sem á stríðsárunum var ein
aðalbækistöð breska hernámsliðsins, hafði áður verið
heimur út af fyrir sig í höfuðborginni og kannske má
segja að „HoItararnir“ hafi veri alveg sérstakur
þjóðflokkur eða samfélag. Eyjólfur Jónsson, sem var 14
ára gamall, þegar Bretarnir komu og „Holtið“ skipti
skyndilega um svip, er einn þeirra innvígðu af
Grímsstaðaholtinu, en þótt „Holtararnir“ hafí síðar
dreifst um alla Reykjavík og sumir flust út á land, þekkja
þeir skjótt hver annan þegar þeir hittast og fínnst þeir
hitta einn úr fjölskyldunni. Við spurðum Eyjólf um
Grímsstaðholtið í gamla daga og hvernig það var fyrir
breytingarnar sem fylgdu hernum.
„Já, þegar ég hugsa til baka, þá finnst
mér að það hafi alltaf verið sólskin á
Grímsstaðaholtinu," segir Eyjólfur," en
það er víst saga margra að þeim finnst
alltaf að það hafi verið sólskin, þegar
þeir minnast bernskunnar. Þarna bjó
ákaflega gott fólk með einfalt og hreint
hjartalag og menn lifðu á útræði og
nokkrum búskap, sem sjaldnast var stór
í sniðum, kannske var það helst
Sigurður í Görðunum, Olsen gamli í
Túnsbergi, Guðjón á Bjamastöðum og
Árni á Grímsstöðum sem eitthvað kvað
að sem bændum. Við sem ólumst upp á
Holtinu munum eftir víðáttumiklum
melum og túnum og flóum, þar sem
enginn endi var á athafnasvæði til leikja
fyrir okkur krakkana. Auðvitað þekkti
maður hvern bæ og hvern mann og ég
held að ég geti enn í dag sagt með all
nokkru öryggi hvar hver bær stóð og
hver bjó hvar. Sumar göturnar eru
horfnar, eins og Súlugatan, sem þó sér
í endann á neðan við Ægissíðuna og
menn halda nú að sé bara hver annar
troðningur. Önnur hús standa nú við
götur með nýjum nöfnum.
Flest heimili höfðu hænsni og endur
og einhverjir voru með kindur kýr og
hesta, sem léku lausum hala þama í
kring. Garðrækt var og mikil því þarna
var kálmaðkurinn ekki kominn til
sögunnar og ræktun því öll auðveldari.
Auðu svæðin í kring um Holtið voru
Melarnir, sem voru norðan við húsið
heima og náðu alveg að íþróttavellinum
og gamla kirkjugarðinum, en fyrir
austan Holtið var Vatnsmýrin með sínu
mikla fuglalífi og gróðri á sumrum. Þar
fyrir austan tóku við melar inn að
Óskjuhlíð, en þangað var farið til berja.
Já, það varð mikil breyting á
þessu með hernáminu. Bretar reistu
tjaldbúðir á Melunum við Loftskeyta-
stöðina og síðar bragga og þar myndað-
ist mikil byggð. Fyrir norðan heimili mitt
voru líka nokkrir braggar byggðir fyrsta
hernámsárið og við Haga myndaðist
mikil braggabyggð sem náði alveg vestur
að sjó. f Vatnsmýrinni, þar sem nú eru
prófessorabústaðirnir reis mikil bragga-
byggð og við Þormóðsstaði. Segja mátti
að Holtið væri umlukt bröggum á alla
vegu. Við urðum að fara Melaveginn
niður í bæ og á þeirri leið fórum við í
gegn um tvo kampa. Þá reis sand-
pokavígi við dyrnar heima, því það var
vestasta húsið á Fálkagötu og þar vou
hermenn að staðaldri fyrst. Annað vígi
með vörðum var svo reist við sjóinn í
Grímsstaðatúninu, þar sem nú er
Ægissíða 60.
Til að byrja með höfðu Bretar ekki
girðingar í kring um braggana og allir
gátu gengið þarna um og spruttu góð
kynni á milli okkar strákanna og
hermannanna, því þetta voru flest mjög
ungir menn, nema yfirmenn. Til dæmis
fórum við brátt að spila fótbolta við þá
og hafa við þá dálitla vöruskiptaverslun.
( Ég held að ég minnist á það í
dagbókinni hve hissa ég varð, þegar ég
fékk hálfan kjötskrokk fyrir tvo þorska
og smjördós að auki. Seinna skildi ég
að þarna var annað verðmætaskyn á
ferð, - Bretunum þótti fiskur verð-
mætari en kjöt svo kannske högnuðust
báðir.
Við unglingarnir sættum okkur fljótt
við hernámið, fannst þetta nokkuð
spennandi og það var þó lán í óláni að
það voru Bretar sem komu hingað en
ekki Þjóðverjar. Ég man eftir því að ég
fór út á Seltjarnarnes með fisk á
hernámsdaginn, en þar bjó þá í
sumarbústað Eyjólfs Jóhannssonar
þýskur læknir með konu sinni og barni.
Það er þar sem nú er Lindarbraut.
Læknirinn hét Karl Kroner, en konan
Ingrid. Ég hitti þau við Mýrarhúsa-
skólann. Hún var hágrátandi þegar ég
kom, því hún hélt að þetta væru
Þjóðverjar. Þau hjónin voru nefnilega
Gyðingar og höfðu sloppið naumlega
frá Þýskalandi. Þegar ég sagði henni að
þetta væru Bretarnir, faðmaði hún mig
að sér. Seinna fluttu þau til Kanada.
Ég hafði byrjað að halda dagbókina
um þetta leyti og einnig keypt mér
kassamyndavél fyrir kaupið frá Halldóri
fisksala og segja má að myndefnið hafi
'• --------- — -—B--------■, rv6“‘ v6 “uu,l H" ncn au pcna
væru Þjoðverjar.“ (Tímamynd EUa).
segir Eyjólfur Jónsson, sem hér spjallar um gamla
Grímsstadaholtið við Helgar-Tímann