Tíminn - 05.09.1982, Page 16
■ Þeir voru þekktustu grásleppukarlamir á Grímsstaðaholti og
settu sinn svip á manniíiið þar: Jón Kyjólfsson, faðir Eyjólfs, Eyjólfur
Guðbrandsson á Smyrilsvegi 21 og Ámi Jónsson frá Grímsbæ.
■ Á hernámsdaginn, 10. maí 1940 við Reykjavíkurhðfn.
■ Þrír glaö-
beittir dátar
stilia sér upp til
myndatöku.
■ Sumir hermannanna vora ekki mikið eldri en Eyjólfur og í hópi þeirra eignuðust
strákar á Holtinu góða kunningja. Hér er Eyjólfur með einum úr liði Skota.
Ég fór upp í Baldur. Voru látnar nýjar
rúllur í hjólið. Kostaði að 2 krónur og
50 aura. Herflutningaskipin eru komin
hingað. Um kvöldið var ég með Oddi í
Jónshúsi.
MIÐVIKUDAGUR
29. MAÍ
Veðrið: All hvass á austan. Klukkan
7 fór ég að sendast. Ég hjólaði niðrá
höfn og skoðaði herflutningaskipin.
Klukkan hálf 8 fór ég með fisk til Fínu.
Stríðsfréttir: Bandamenn tóku Narvík
úr höndum Þjóðverja. Narvík er í
Noregi. Bandamenn berjast enn þá í
Belgíu móti Þjóðverjum, þótt belgíski
herinn hafi gefist upp.
Um kvöldið las ég bókina „Bjarnar-
greifarnir".
meistari. Að síðustu fórum við í fótbolta
með hermönnunum.
ÞRIÐJUDAGUR
11. JÚNÍ
Klukkan 7 fór ég að sendast.
Sogamýrardagur. Klukkan 2 komum við
Halldór á Sjónarhól.
Hermennirnir halda áfram að grafa
skotgrafir heima.
Stríðsfréttir: ítalir sögðu Bretum og
Frökkum stríð á hendur í gær. Breskar
flugvélar gerðu loftárásir á Libyu og
Abissiníu. Abbissiníumenn hafa gert
uppreisn móti ítölum. Bretar hafa tekið
31 ítölskskip. Loftárásvargerðáeyjuna
Möltu, en hún er bresk. Þjóðverjar eru
komnir í úthverfi Parísar, eiga aðeins
eftir 26 mílur heim að borginni.
Ogurlegir bardagar eru við Rheims.
FIMMTUDAGURINN
30. MAÍ
...Mamma er að þvo í dag. Klukkan
hálf níu fórum við Halldór á íþrótta-
völlinn. Kepptu meistaraflokkarnir Vík-
ingur og Fram 1-0. Settu Víkingar
markið í fyrri hálfleik. Eftir kappleikinn
var slagur á vellinum. Var dómarinn
sleginn niður. Handsamaði lögreglan 30
menn.
FIMMTUDAGUR
6, JÚNÍ
í nótt sást til þýskra herflutningaskipa
og flugvéla hér við land. Voru breskir
hcrmenn alls staðar í Reykjavík. Voru
14-16 hermenn heima.
Klukkan 7 fór ég að sendast.
Sogamýrardagur. Klukkan hálf 2
komum við Halldór á Sjónarhól. Þvoði
ég vagninn.
Um kvöldið fórum við Oddur í
Jónshúsi í Spaðaleik. Fóru leikar svo að
ég vann alla leikina.
LAUGARDAGUR
8. JÚNÍ
Klukkan 7 fór ég að sendast.
Sogamýrardagur. Klukkan 2 komum við
HalldóráSjónarhól. Þvoðiégvagninn.
Hermennirnir eru að grafa skotgrafir
rétt við dyrnar hcima.
Um kvöldið kepptum við Oddur, Óli
og Kristján í Spaðaleik. Varð ég
MÁNUDAGUR
17. JÚNÍ
Risaherflutningaskip eru komin hing-
að með smærri skipum. Eru þetta
Kanada-menn. Er búið að reisa mörg
hermannatjöld hér á Grímsstaðaholti
handa þeim.
Klukkan 7 fór ég að sendast. Nesdag-
ur. í dag er 17. júní. Hann er helgidagur
fyrir okkur íslendinga...
Um kvöldið var ég í einu tjaldinu hjá
Kanadamönnunum. Sýndu þeir mér
myndir frá Kanada. Enginn Vestur-ís-
lendingur hefur komið með þeim.
Spiluðu Kanadamennirnir á gítar og
munnhörpu að síðustu.
Stríðsfréttir: Rússar hafa hertekið öll
Eystrasaltsríkin í dag, Eistland, Lettland
og Litháen. ... Frakkar biðja um
vopnahlé, en þeir munu aldrei fallast á
skilyrðislausa uppgjöf...
FIMMTUDAGUR
20. JÚNÍ
Veðrið: All hvasssuðaustan. Rigning.
Klukkan 7 fór ég að sendast. Sogamýrar-
dagur. Ég var allur rennandi blautur af
rigningunni. Þegar ég var að hjóla hjá
Elliðaánum sprakk hjólið og ég varð að
labba með það heim að Sjónarhóli.
Halldór kláraði Kleppsholtið. Fór ég
síðan með hjólið upp í Baldur. En stýrið
brotnaði, ryðgaði það í gegn. Tobbi á
að fara á morgun í unglingavinnuna.
„....alltaf verið sólskin á Moltinu99
komið upp í hendurnar á mér skjótlega
með hernáminu.
Já, byggðin á Holtinu á þessum árum.
Það má segja að hún hafi afmarkast af
Fálkagötunni, sem var þéttasti byggða-
kjarninn, en út frá henni stóðu
bændabýli á strjálingi. í kring um þau
voru gömul og gróin tún eins og
Grímsstaðir og grjótgarðar í kring.
Þetta var eins og áður segir nokkuð út
af fyrir sig, Grímsstaðaholtið, og það
voru því talsvcrð ferðalög sem ég tókst á
hendur í fiksöluferðunum út á Nes og
inn í Sogamýri með vagninn og hann
Molda gamla, - það var hesturinn.
Ég gæti talið upp helstu hús og
heimamenn á Holtinu og ef við byrjum
á Hólabrekku, þá bjó þar m.a. Þorsteinn
Ö. Stephensen og Einar Ólafsson. Á
Litlu-Brekku bjó Ingibjörg Jónsdóttir
með börnum sínum, - þar á meðal
Eðvarð Sigurðssyni, alþingismanni. Á
Brú bjó enn Oddgeir Sveinsson, málara-
meistari. Aðalból var niðri hjá sjónum
og á Lambhóli bjó m.a. Magnús
Jónsson, sem var lengi formaður Hins
ísl. prentarafélags. Þá er að nefna
Suðurhlíð og Túnsberg, þar sem Olsen
gamli bjó og hans synir en margir
flugmenn eru í þessari ætt sem kunnugt
er. Þá er að nefna Þormóðsstaði,
Brúarland og Austurhlíð. Þetta voru
helstu húsin næst sjónum að austan-
verðu.
Lóugata og Þrastargata voru að
norðanverðu við Holtið. Þrastargata var
þar sem núna er Hjarðarhaginn, - við
Suðurgötuna, - sem þá var kölluð
Melavegur.
Á Bergsstöðum bjó Helga Jónsdóttir
með sínum börnum. Hún var kölluð
Helga þvottakona, og var annáluð fyrir
dugnað.
Garðavegurinn skar Holtið í sundur,
þ.e. Fálkagötuna. Þar var Engihlíð og
næst kom Garðavegur 4 þar sem Lárus
Sigurbjörnsson bjó, en hann var fyrsti
safnvörður Árbæjarsafns. í Görðum
bjó svo sjálf kempan Sigurður Jónsson
og kona hans Guðrún Pétursdóttir.
Að Fálkagötu 36 var æskuheimili
mitt, þar sem þau bjuggu faðir minn Jón
OO S
0^772 JLu/y ztí/
Vinnur hann við Þingvallavatn. Þrír
tundurspillar eru nú að lóna kring um
Reykjavíkurhöfn.
Klukkan 9 náði ég í hjólið upp í
Baldur. Kostaði 12 krónur að gera við
það.
SUNNÚDAGUR
23. JÚNÍ
Við Oddur og Halli fórum í
landaparís og kúluboltaleik. Ég hjólaði
með Svavari inn í Skerjafjörð til Magga
og Siggu. Klukkan 7 fór pabbi að vaka
í Shell.
Stríðsfrétir: Frakkar gáfust upp fyrir
Þjóðverjum í dag. Fá Þjóðverjar öll
vopn og allan flota franska hersins.
FÓSTUDAGUR
28. JÚNÍ
... Var í nótt mikið rok, svo að
flugvélamóðurskipið rak uppí Örfirisey
og strandaði þar... Klukkan hálf 6 fór
Magni til flugvélamóðurskipsins og
reyndi að draga það úr strandinu. Tókst
það.
LAUGARDAGUR
29. JÚNÍ
Stríðsfréttir: Balbó flugforingi ftala
og landstjóri Libýu beið bana í
flugorrustu yfir Libyu. Hefur Balbo
komið hingað til lands. Það var í hinum
fræga leiðangri hans, er hann flaug
vestur um haf.
SUNNUDAGIJR
7, JÚLÍ
Veðrið: Hægviðri og sólskin. í
morgun sigldi risaherflutningaskip inn á
höfnina. Eftir hádegi fórum við Tobbi
inn í bæ. Var verið að skipa á land
hermönnum úr herflutningaskipunum.
Fór allt liðið til Grímsstaðaholts og
Skerjafjarðar. Eru þetta franskir,
skoskir og kanadiskir hermenn. Klukkan
8 fór Tobbi til Þingvalla. Um kvöldið
kom einn Fransmaður heim með
Magga. Talaði hann svo vel að ptamma
skildi hann.
MIÐVIKUDAGUR
10. JÚLÍ
... Tvö herflutningaskip sigla inn á
höfnina í fylgd með tundurspillum.
Eyjólfsson og Þórunn Pálsdóttir og
bræður mínir Magnús, Þorbjörn og ég. •
Einnig Svavar bróðursonur minn. Þar á
móti var lítill stígur, sem lá niður að sjá.
Hann var mjög bugðóttur og hét því
fallega nafni Súlugata.
í Björnshúsi við Súlugötu bjó Kristján
Kristjánsson og í Jónshúsi Steinþór
Oddsson og þeirra fjölskyldur. Þá kom
næst Bjarg, en þar bjó Hannes
Hannesson, sonur Hannesar pósts. Á
Bjarnarstöðum bjó svo Guðjón Bjarna-
son, ásamt Guðrúnu Guðjónsdóttur, og
þar var stundaður búskapur og
grásleppuveiði. Björn Guðjónsson,
sonur þeirra, er mesti grásleppuveiði-
maðurinn á Holtinu enn í dag. Gömlu
Grímsstaðimir, sem stóðu við Ægissíðu
58 eru nú horfnir, en þar bjó Andrés
q 1 |
t 'ytCyiCut 2&>'l Jjjv ÁJu&U&m*.
M//ou.'LúmÁl ojjuA, ct$t A/a^cLcUJÁ/Clwttx
i XCJ acf *jt /. Am fisjcja/t.arj QtCvt
QKfJijÓlci j'Hxyn/fö Áx/o'ÁycJcoí ’»*. Ácvý
i mý/jua sofön CctfA>/ó. c 'J'lÆJtytv&u/rrt, cJaJ\ÁctÁa i
j- /\.Ác<í-ori‘h'* OCj cí O’ViotuJitMyri, 'i'Ctf Cc////ci/é/ Czjf
ÁMrhflOnvruo/n-. JÁrvc/uyJ.QzJ'yyrzi'y-aÁjci/, cuum
cx
cTVi£/H. . ...
AjCrrn/ylcrt'IrQAtJ ót/ Otí <Z>Crh>w/Oc GtóaU/ríc/.
mmöo/ý/ Cl
<OCa/
t u/x f CKc'JM-
?■ . * *
/>jC/Yí
/~) Q/yr> /wssfmxxtíu sc, c"//é/cc•
<Ác>iCfCvc '/rsd//cc /cvta <£/ axmvu*
/ruxtí* 'O Jc/ d/ tjty cx c>cj
nridótí.
ZMtítxtí aocx
JCtxyah TUirf >7 icyrVYXtC'rri o^éenu/óru
'iucm.
Hermennirnir eru farnir af Holtinu, en
tjöldin standa enn.
Ég fór inn í fornbókaverslun og keypti
tvær gamlar landafræðibækur og
mannkynssögu á 1.75.
FÖSTUDAGUR
12. JÚLÍ
Klukkan 7 fór ég að sendast.
Nesdagur. Hermenn eru komnir að
Hrófsskála og Bakka. Seldi einn
hermaðurinn mér hálfan kjötskrokk og
eina kílódós af smjöri fyrir tvo
gríðarstóra þorska. 3-4 þúsund hermenn
eru komnir á Holtið.
SUNNUDAGUR
14. JÚLÍ
Veðrið: All hvass austan. Um kvöldið
fór ég í fótbolta með tveimur
Englendingum. Voru þeir að safna
íslenskum frímerkjum. Gaf ég þeim öll
íslensku frímerkin mín og myndir af
íslandi. Gáfu þeir mér myndir frá Afríku
af Angóla nýlendunni, sjálfblekung og
þrjú R.E. (Royal Engineers) merki, en
það er herdeildarmerki þeirra. Bauð ég
þeim heim og fengu þeir kaffi. Auk þess
kort af íslandi og kort af vesturvígstöðv-
unum. Hétu þeir Albert frá Angóla í
Afríku og Martin frá Edinborg. Börðust
þeir í Norður Noregi í Harstad, rétt hjá
Narvik.
MIÐVIKUDAGUR
17. JÚLÍ
Klukkan 7 fór ég að sendast.
Nesdagur... Um kvöldið fórum við
Halldór í fótboltaleik við Englendingana
Kom Albert heim, en ég bauð honum
þangað á eftir. Er hann hermaðurinn
sem kom á laugardaginn.
LAUGARDAGURINN
20. JÚLÍ
... Klukkan 2 komum við Halldór á
Sjónarhól. Hermennirnir eru búnir að
taka miðhæðina á Sjónarhóli og melana
fyrir ofan. Eru þeir búnir að láta
fallbyssur þar.
Jónsson og hans kona, en á nýju
Grímsstöðum bjó bróðir hans, Árni
Jónsson og kona hans. Áfastur við
Bjamastaði var Staður og þar bjuggu
foreldrar Guðrúnar á Bjarnastöðum.
Norðaustan við Grímsstaðholtið var
Grund, og þar bjuggu Pétur Runólfsson
og Katrín Þórarinsdóttir. Það hús er þar
sem Hjarðarhagi 36-42 er nú. Þá komu
Signýjarstaðir og þar bjó Hermann
Björnsson og Una Jónsdóttir og þeirra
böm. Það er við Hjarðarhaga 33.
Einarsstaðir stóðu þar sem nú eru
gatnamót Fornhaga og Hjarðarhaga.
Þá er að nefna Haga, þar sem Kóka
kóla var með sína starfsemi, en þar var
fiskstæði og kallað Fisk-Hagi.
Þetta eru húsin sem lágu út frá
Fálkagötunni og ég held að égsé kominn
nokkurn veginn hringinn. Samt er
freistandi að taka með austasta húsið á
Seltjarnarnesi, Austurkot, sem nú er
Faxaskjól 17. Þar bjuggu hjón með 12
börn og var Gísli Halldórsson, fyrrum
formaður ÍSÍ, eitt þeirra.
Við Arnargötuna, sem enn er til, var
Litli Bær, en þar bjó Halldór Jónsson og
Guðbjörg Magnúsdóttir. Halldór var