Tíminn - 05.09.1982, Síða 19
SUNNUDAGUR S. SEPTEMBER 1982
erlend hringekja
„Dallas”
er ekki
handaþeim
sem hugsa
segir höfundur þessaraþátta,David Jacobs
- Meðan ég var að skrifa þetta var mér
ekki í huga Larry Hagman sem J.R. En
þegar við vorum að prófa okkur áfram
með fimm fyrstu þættina, kom í ljós að
hann var einmitt sá burðarás sem
myndirnar þörfnuðust, enda lét honum
vel að leika þennan ófyrirleitna rusta, -
J.R. Þar með varð Sue Ellen aðeins að
aukapersónu.
„Dallas" á velgengni sína þvi að
þakka að ekki cr auðvelt að geta sér
til um það sem mun gerast og atburðir
brjóta í bága við það sem menn f
Bandaríkjunum eiga að venjast. Það
er ekki mjög amerískt að hetja berst
áfram með svindli og svikum og er
kvænt konu sem sætir illri meðferð af
hans hálfu. Þegar J.R. yfirgaf Sue
Ellen í fyrsta þættinum eftir rifrildi,
kom til skjalanna kúrekatýpan Ray
Keebs og vildi leggja henni liðsinni
sitt. í vanalegri „sápuóperu" hefði
hann fengið svarið: „Nei, ég er gift.“
En þess í stað kemur Sue Ellen
áhorfendum að óvörum og býður
eljara sínum inn fyrir. Kynferðislegir
undirstraumar af þessu tagi höfðu ekki
tíðkast áður.
Þeir ríku
Aðstæðumar verða enn melódrama-
tískari, vegna óheyrilegra auðæva Ew-
inganna. Ekki einu sinni Rockefeller
hefði getað hagað sér eins og Bobby,
sem hringdi eftir 100 milljónum dollara í
banka sinn og fékk það svar að þetta
yrði í lagi eftir morgunmatinn. En ekki
mátti heldur gera fjölskylduna frá-
hrindandi vegna taumlauss óhófs, - hún
varð að vera rík og pen um leið. Þannig
gátu menn nú sest við sjónvarps-
skerminn og lifað sælir í þeirri vissu að
hinir ríku gætu haft það jafnt skítt og
þeir sjálfir, - amk. stundum.
- Þegar fólk sest við sjónvarpið vill
það getá umflúið um stund það líf sem
ekki býður upp á næga tilbreytingu og
tilfinningahræringar. Mannkynssagan
sýnir að meira að segja verstu harðstjór-
ar hafa getað brostið í grát. Því skyldi
sjónvarpið þá ekki rækja það
hlutverk auðveldlega að hreyfa við
venjulegu fólki.
- Það er í sjálfu sér óhugnanlegt, hve
mikið það hlutverk er sem sjónvarpið
gegnir í lífi sumra, segir David Jacobs.
- Fólk kveikir á tækinu um leið og heim
er komið og borðar matinn fyrir framan
skerminn. Það fær ekki einu sinni neitt
til þess að hugsa um. Gott sjónvarp ætti
ekki að gefa áhorfendum svör, heldur
spurningar. Flestar sápuóperanna eru
varla mikið meira en upphrópunarmerk-
in. í „Dallas" má þó segja að hér og hvar
sé mönnum gefið færi á að brjóta heilann
um J.R., - hvort hann geri rétt og hvort
menn sjálfir mundu hafa gert eins og
hann.
En vilji fólk fá eitthvað til aö hugsa
um ætti það heldur að fá sér góða bók.
Þá er hægt að staidra við og hugleiða
efnið, en í sjónvarpinu streymir sögu-
þráðurinn bara fram hjá.
19
Nú eru engin
vandræði . ..
. . . með bílastæði, því við
erum fluttir í nýtt húsnæði
að Smiðjuvegi 3, Kópavogi.
Sími: 45000 — Beinn sími
til verkstjóra: 45314
Skráningarstörf
Óskum eftir aö ráöa starfskrafta til skráningar-
starfa.
Starfsreynsla æskileg.
Skriflegar umsóknir meö upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist starfsmannastjóra,
er veitir nánari upplýsingar.
PRENTSMIÐJAN
la HF.
d^ddc
SAMBAND ÍSL.SAMV1NNUFÉIAGA
STARFSMANNAHAU)
VAKA Á VEGI Á NÓTTU SEM DEGI
AUKIN LANAKJOR A
Nú geta allir eignast WARTBURG -
Stóra bílinn á lága verðinu,
með sérstökum lánakjörum.
STÓR - HÁR - STERKUR
Þeir sem kaupa einu sinni
^■/kortirur^
kaupa hann aftur og aftur.
TRABAIMT/WARTBURG UMBOÐIÐ
hngvar Helgason
Sýningarsalurinn v/Rauðagerði,
sími 33560
♦ H