Tíminn - 05.09.1982, Qupperneq 20

Tíminn - 05.09.1982, Qupperneq 20
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 20___________ á bókamarkaði UIA/AHIH >1 s l ltl K M li' >ss nn.iiim >t i >i i iii WOKI IH' UIK.II \l>\ I N 11 Kl STOMvSOI SIIÆMi: JOl R.MASIN t III IIIM VI.AVA l.l IMH.I ILM II VI l.l II „Slones of Silence" Höfundur: George B. Schaller. Utgefandi: Bantam ■ 1 þessari bók segir einn fremsti dýralíffræðingur heims, Georgc Schaller frá. Hann er áður þekktur af bókum sínum „The Year of the Gorilla“ og „The Serengeti Lion“, en byggir í þessari bók á sex ára leiðangri sem hann tókst á hendur til dulmögnuðustu landsvæða heims - hinna snæviþöktu Himalaya- fjalla. Tilgangurinn var að rannsaka dýralíf, sem vænta mátti að senn dæi út. Schaller segir frá för um dali, sem engin nöfn hafa verið gefin til Kathmandu og Annapurna og leggur upp í ævintýralega för til Crystal fjalls með félaga sínum Peter Matthiesscn. Tilgangurinn er að hafa uppi á fágætu dýri, - snæhlébarða. Meðal þeirra sem styrktu Schaller til ferðarinnar voru N.Y. Zoological Soci- ety og National Geograpic Society. SOCIAL MOBILITY AnthonyHeath The Best of Ephraim Kishon AIN'T rm jrr »r nrrB jm. m mI m taigr. ccc gtg B ar» „The Best of Ephraim Kishon - New York ain’t America" Utgefandi: Bantam ■ „Ephraim Kishon er næst besti húmoristi í heimi, -það hlakkar í honum og ég hata hann,“ segir Art Buchwald um höfund þessarar bókar og hefur eflaust sína skoðun á hver sé bcsti húmoristinn. (sraelsmenn hafa ekki þótt míklir húmoristar að undanförnu og því er það góð tilbreyting að fá þessa spánnýju bók í hendur sem sönnun þess að þeir eiga þó talsverðan húmor til. „Hér kemur Ephraim Kishon, besta leynivopn ísracls- manna“, segir í kynningu á bókarkápu og fleiri upplýsingar. Kishon hefur ritað bækur sem selst hafa í 20 milljóna upplagi og vinsældir sínar á hann að þakka því hve gamansömum augum hann getur litið á háttu og siðgæði mannanna, stjórnmál, hunda, reikni- vélar, leigubíla og sjónvarp. Menn ættu að gcta skemmt sér vel yfir þessari bók, en höfundi hcfur verið líkt við þá alla, - James Thurber, Harry Golden og Mark Twain. DIAN DiNClN BUCHMAN „Social Mobility“ Höfundur: Anthony Heath. Útgefandi: Fontana ■ Nýjar rannsóknir hafa sýnt að menn hafa færst mjög uppávið í þjóðfélagsstig- anum í Bretlandi, þ.e. lágstéttirnar, á árunum eftir stríðið. Fólk sem komið er frá verkamannaheimilum hcfur orðið framkvæmdastjórar, forstjórar og hásér- þjálfað fólk. En hve hátt er þessu fólki fært að komast? Eru efstu þjóðfélags hóparnir, hin ríkjandi „elíta“ lokuð fyrir utanaðkomandi? Hve miklir eru mögu- leikar kvenna í samanburði við karla?: Hve mikið hefur menntun að segja, uppruni og hörundslitur? Hver er staða þess sem kemur frá fjölskyldu sem er fjölmenn og býr í leiguhúsnæði? Eru einhverjir alveg útundan? Eru einhverjir sem hafa sérstök forréttindi? Hvaða þjóðfélög heimsins eru félags- lega „opnari" en önnur og hvar er erfiðast að afla fjár og frama? Þetta eru spumingar sem gaman er að fá svarað á grundvelli athugana. 500 ways to use our oldest natural medicine „Water Thenipy“ Höfundur: Dian Dincin Bucham. Útgef.: E.P.Dutton, New York ■ Já, þetta er eftirtektarverð bók, án þess að við viljum neinu lofa um hver árangurinn kann að verða af læknismeð- ferðinni. En vatnslækningar voru afar vinsælar á öldinni sem leið og fram á þessa öld og miklir læknar og heimsfrægir gcrðust sérfræðingar í vatnslækningum. Hinn gamli landlæknir okkar (slendinga, Jón Hjaltalín, rak vatnslækningastöð i Danmörku á sinni tíð. Hér eru samankomnar í einni bók 5(X) aðferðir til þess að lækna sjúkdóma með þcssari aðferð sem er orðin ævagömul. Sumir virtir sérfræðingar ráðleggja vatns- lækningar enn þann dag í dag við ýmsum sjúkdómum. Okkur er sagt á bókarkápu að m.a. megi hér finna leiðir til þcss að lækna svefnleysi, taugabilun þreytu, sár og skurfur. Uppskriftirnar eru af mjög fjölbreytilegu tagi og bæði er notað heitt vatn og kalt og stundum gufa, og stundum er jurtum bætt í heilsuböðin. Hver veit nema þama sé lausn á cinhverjum meinscmdum okkar, sem við höfum litið fram hjá á öld lyfjanna. ■ Ofannefndar bækur fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið skal fram að hér er aðeins um kynningu að ræða, en enga ritdóma. Birgir og Asdís Höfundur „Gegnum bernskumúrinn” sendir frá sér nýja sögu hjá Æskunni ■ Æskan svipast um á heimaslóðum og gefur út tvær nýjar íslenskar sögur í ár. Fyrri bókin heitir Birgir og Ásdís. Höfundur er Eðvarð Ingólfsson, sem kunnur er fyrir unglingaþætti sína í útvarpinu. Þetta er þriðja bók Eðvarðs. 1980 sendi hann frá sér fyrstu bók sína Gegnum bernskumúrinn, scm vakti mikla athygli, m.a. fyrir það að höfundurinn var ekki nema 19 ára og skrifaði skáldsögu um hið svonefnda unglingavandamál. Birgir og Ásdís er sjálfstætt framhald þeirrar bókar. Hún fjallar í stuttu máli um 18 ára kærustupar, sem er að hefja sambúð og ýmsa þá byrjunarörðugleika, sem henni geta fylgt. Á hispurslausan og hrein- skilinn hátt er fjallað um ýmis þau mál er snerta líf unglinga í heild sinni. Þarna tekur Eðvarð fyrir söguefni, sem lítið sem ekkert er skrifað um hér á landi. Útkoma þessarar bókar hlýtur því að vekja allnokkra forvitni. Hin bókin er Neyðarópið hjá stál- smiðunni og er eftir Ragnar Þorsteins- son, sem áður hefur ritað nokkrar vinsælar barna- og unglingabækur. Þessi nýja saga Ragnars fjallar um sjó- mennsku öðrum þræði eins og margar fyrri sögur hans, en þar koma ýmis önnur hugðarefni unglinga líka til sögunnar. ■ Eðvarð Ingólfsson, - tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Sendum um land allt Vörumarkaðurinn bf. JSími 86112 Kynntu þér Vörumarkaðsverð Á FURU-MATBORÐUM OG STÓLUM Furu-matborðMassíft Lakkað Stærð 83x135cm - 74x74+40 cm stækkuð - 74x115 cm _ 74x115+47 cm stækkuð - 74x74 +47cmstækkuð - 110cm - 80x160 cm - 90x190 cm Stólar 3 gerðir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.