Tíminn - 05.09.1982, Síða 22
22
nútrminn
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982
PONKIÐ
LIFIR!
■ Animal söngvarí ANWL
Anti-Nowhere-League
We Are... The League
WXYZ Records/Grammið
■ Það er langt síðan maður hcfur
komið krumlunum yfir jafnfrábæra
pönk-plötu og „We Are... The League“
en þessi plata sannar það svo ekki verður
um villst að pönkið lifir.
Hljómsveitin Anti-Nowhere League
er um þessar mundir skærasta stjarna
pönksins í Bretlandi og auðvelt er að sjá
af hverju með því að hlusta á þessa
plötu. Strákarnir í ANWL eru kunnir
fyrir yfirgripsmikla þekkingu sína á
fjagrastafa orðum, fuck...suck...o.sv.fr.
og eru þau mikið notuö í textum laganna
sem öll eru hráasta, grófasta og besta
pönk sem nokkur maður getur fengið.
Tónlist þeirra félaga í ANWL sver sig
öðru fremur í ætt við Sex Pistols sálugu
er þeir voru upp á sitt besta. Nafn
söngvarans Animal er vel til fallið því
söngur hans er dýrslegur og minnir á
stundum á eitthvað sem slapp úr
'dýragarðinum. Allur leikur þeirra félaga
er góður, á pönkvísu, en sumir
gítarfrasar Magoo minna mann stundum
á það grófasta hjá Keith Richards í
Rolling Stones.
Besta lag þessarar plötu er „Streets of
London“ en það tók Breta með áhlaupi
á sínum tíma og trónaði lengi á toppi
„Sjálfstæða" listans þar. Onnur góð lög
eru Nowhere Man, I Hate People og
Can’t Stand Rock’N ’Roll.
-FRI
Saxon:
The Eagle Has Landed.
Carrere/Steinar hf.
■ Vitiði að ég veit bara alvcg sáralítið
um hljómsveitina Saxon. Þó held ég að
ég geti fullyrt eftirfarandi: Saxon er
bresk bárujárnsrokkhljómsveit: (einsog
Siggi Sverris segir). Hún hefur gefið út
þrjár breiðskífur, þessi þar ótalin. Þær
eru: Saxon (1979)7, Wheels Of Stcel
(1980) og Strong Arm Of The Law
(1980). Örninn er sestur er hljómleika-
plata, sem tekin var upp á samnefndu
tónleikaferðalagi um Bretland og
Evrópu 1981. Á þessu feröalagi drukku
meðlimir hljómsvcitarinnar um 500 lítra
af áfengi og eyddu yfir 19.0ÍK) tepokum
en komust þó yfir 56.000 mílur og héldu
Síðasta
tónleika-
förWHO?
■ Hljómsveitin The Who hefur
hafið æfingar fyrir næstu tónleikaför
sína sem hefjast á í Bandaríkjunum
á komandi hausti, en fregnir hafa
borist um að þetta verði síðasta
tónleikaför hljómsveitarinnar.
Who hafa bætt við sig öðrum
hljómborðsleikara, eru með full-
búna plötu í fórum stnum, ekkert
ákveðið um hvenær hún kemur út og
munu sennilega leika einn konsert í
Bretlandi áður en þeir halda vestur.
fjölda tónleika. Eins og vcnja er með
hljómleikaplötur saknar maður alltaf
einhverra laga sem.manni finnst endi-
lega hafa átt að vera með. Hér sakna ég
þó aðeins lagsins To Hell And Back
Again af Strong Arm... Platan er í
hcildina þrusu góð járnplata og óhætt að
mæla með henni sem klæðningu á eyru
hvers bárujárnsaðdáanda.
Bestu lög: Strong Arm Of The Law,
Heavy Metal Thunder og Motorcycle
Man. vika.
h mentál
R Hs finyl hing
1
* * *
Mental As Anything:
Cats and Dogs.
Steinar hf.
■ Mental As Anything eða The
Mentals eins og þeir eru kallaðir í
Ástralíu, var stofnuö í Sydney 1977 og
varð brátt afar vinsæl og er nú ein
vinsælasta hljómsveit þar í landi. Fyrsta
breiðskífa þeirra Gct Wet skaust beint
inn á top 20 listann og önnur plata þeirra
Expresso Bongo náði einnig miklum
vinsældum: Fyrsta breiðskífan var síðan
gefin út í Englandi 1980 og náði þareins
og víðar þó nokkrum vinsældum. Hér á
landi eru þeir sjálfsagt þekktastir fyrir
lagið If You Leave Me Can I Come Too?
sem er á safnplötunni Á Fullu sem út
kom nú í sumar. Tónlist Mcntals er
léttrokkað popp alveg ótrúlega gamal-
dags. Ég get ómögulega skilið hvernig
þeir fóru að því að ná slíkum vinsældum
hjá andfætlingum okkar. Út á hljóðfæra-
leik þeirra er ekkert hægt að setja. Mér
finnst þetta bara ekkert gaman.
Bestu lög: Ég man ekki eftir neinu
ofsagóðu en það leiðinlegasta er If You
Leave Me...
vika.
Melarokk:
Pinrknr Pillnikk
með fiuim ný lög
■ Fyrir viku síðan sagði undirrítaður
hér á síðunni að No time to think vxrí
síöasta plata hljómsveitarinnar Purrkur
Pillnikk. Það mun ekki vera sannleikan-
um samkvxmt því mikið er til af áður
óútgefnu efni eftir þá sveit og er jafnvel
xtlunin að gefa út enn eina plötu með
þeim.
Á Melarokki var Purrkurinn með
bestu hljómsveitum sem fram komu og
í prógrammi þeirra þá var að finna fimm
ný íslensk lög sem þeir fluttu þrátt fyrír
að þetta eru síðustu opinberu tónleikar
þeirra.
Melarokk var að mörgu leyti mjög
velheppnuð tónlistarhátíð. Þar komu
fram margar af þekktustu hljómsveitum
nýbylgjurokksins hérlendis auk nýrra
hljómsveita þó segjast verði eins og er
að sumar hinna nýju áttu ekkert erindi
á hátíðina.
Hjá nýju hljómsveitunum virtist fara
saman löng nöfn og lélegur leikur og
■ Grýlur
■ KOS