Tíminn

Date
  • previous monthSeptember 1982next month
    MoTuWeThFrSaSu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Tíminn - 05.09.1982, Page 23

Tíminn - 05.09.1982, Page 23
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 23 nútíminn voru Konunglega flugeldarokksveitin og Stockfield Big Noze Band áberandi lélegustu sveitirnar. Melarokk hófst einum og hálfum tíma á eftir áætlun, með leik sveitarinnar Reflex. Þá sveit sá ég fyrst á Borginni fyrir nokkru en Reflex er í mikilli framför frá þeim tíma. Tónlist þeirra var hresst rokk og í einu laganna tók gítarleikarinn, Guðmundur illvígt gítar- sóló fyrir áheyrendur. Á eftir Reflex lék Tappi tíkarrass sem óðum er að skipa sér sess sem ein besta nýbylgjurokksveitin hérlendis og mun sveitin nú vera með plötu í smíðum. Söngkona Tappa Tíkarrass, Björk, hefur geysiskemmtilega rödd og kann að nota hana en telja verður sönginn meðal rósanna hjá sveitinni. KOS léku á eftir Tappanum en þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma fram hérlendis, ef undan er skilið eitthvert gig um Verslunarmannahelgina í Galtalæk. Þeir komu undirrituðum verulega á óvart með góðum leik en tónlistin var svona blanda af mörgu þar á meðal voru þeir með ein tvö reagge lög á prógrammi sínu. Grýlurnar, fyrsta kvennahljómsveit landsins, voru traustar að vanda. Hafa náð gífurlegum framförum að undan- förnu en gítarleikurinn er enn veikasta hliðin hjá þeim. Raunar átti Bára í nokkrum erfiðleikum því tvisvar slitnaði strengur hjá henni og var hún því ekki mikið með. Konunglega flugeldarokksveitin byrjaði leik sinn eins og mjög fátæk útgáfa af Purrk Pillnikk en síðan rugluðu þeir eitthvað áfram, ekki mjög áheyri- legir. Stockfield Big Nose Band barðist um í einhverju rokki með heldur litlum tilþrifum. Tónlistin hjá þeim í gamla stílnum, efni sem hundruðir annarra hafa gert mun betur. Q4U kom mjög vel út. Tónlist þeirra hefur verið kallað „tölvupönk" og er sú nafngift við hæfi. Þeir nota trommuheila og fellur hann vel að liðskipan sveitar- innar en leikurinn var allur þéttur hraður og góður og sviðsframkoma söngkonunnar mjög athyglisverð en hún lagði Andreu kynni tvisvar í sviðið. Það hefur komið áður fram hér í Nútímanum að Vonbrigði séu með efnilegust nýju nýbylgjurokksveitunum og er þetta alls ekki fjarri lagi ef mið er tekið af leik þeirra á Melarokki. Nokkur endurnýjun hefur orðið á prógrammi þeirra en aðallinn er sem fyrr hratt og gott nýbylgjurokk. Luigi og Benni Pís Þegar hér er komið .. sögu á Melarokki varð undirritaður að yfirgefa svæðið er við lýsingunni taka þeir Luigi og Benni Pís heimildarmenn blaðsins á svæðinu. Fræbbblarnir og Þrumuvagninn voru eins og við mátti búast en síðan kom hljómsveitin Púngó & Daisy sem gerðu garðinn frægan í Atlavík. Tónlist þeirra er af nýbylgjuslektinu en fremui léleg. LOLA var frábær, tjáir Luigi mér. Söngkonan gekk að vísu aðeins of langt í stælingum á Chrissie Hynde úr Pretenders en var að öðru leyti góð, raunar voru lög þeirra í miklum Pretendersstíl en upphafs lagið nokkur stef úr laginu Lola sem flestir ættu að kannast við og mun það vera venja sveitarinnar að hefja tónleika á þessu gamla Kinks-lagi. „Það voru bara ég og Bubbi Morthens sem höfðum gaman af Bandóðum" segir Luigi en sú sveit skartaði Ásgeiri úr Purrknum á trommur, Mike og Rúnari úr Bodies og Herbert nokkrum Guð- mundssyni fyrrum úr Eik og Pelican en hann hyggur á afturkomu í poppið. Tónlist þeirra var eldgamalt og raust rokk. Svanasöngur Purrks Pillnikks þótti mörgum vera hið besta sem boðið var uppá. Fimm ný lög og krafturinn og keyrslan sjaldan verið betri hjá þeim. Baraflokkurinn var síðasta númer kvöldsins þar sem ÞEYR gáfu sig. Akureyringarnir áttu í einhverjum tæknierfiðleikum sem fóru alveg með leik þeirra, en inn á milli áttu þeir nokkur góð lög. Skrifstofustjóri Ólafsvíkurhreppur óskar að ráða skrifstofustjóra. Nánari upplýsingar um starfið veitir undirritaður í síma 93-6153. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Ólafsvíkurhrepps, Ólafsbraut 34 Ólafsvík, fyrir 15. sept. n.k. Sveitarstjóri. Iðngarðar á Selfossi Stjórn Iðnþróunarsjóðs Selfoss auglýsir hér með aðstöðu í nýbyggðum iðngörðum á Selfossi, skv. samþykktum um iðngarða á Selfossi sem liggja frammi á tæknideild Selfossbæjar Eyrarvegi 8. Teikningar af iðngörðum liggja frammi á sama stað. Umsóknir þurfa að hafa borist formanni stjórnar Iðnþróunarsjóðs Selfoss, Guðfinnu Ólafsdóttur, Engjavegi 83, 800 Selfossi fyrir 10. sept. n.k. Stjórnin. Ráðskona óskast á rólegt sveitarheimili á Norðurlandi. Má hafa með sér börn. Tilboð sendist augl. blaðsins merkt „sveit". Verslunarstjóri Óskum eftir að ráða, nú þegar eða sem allra fyrst, verslunarstjóra í Vöruhús okkar á Selfossi. Starfssvið: Umsjón með daglegum rekstri allra deilda vöruhússins, sem m.a. felst í: Eftirliti með innkaupum, sölu, verðlagningu, birgðahaldi, mannaráðningum og starfs- mannahaldi. Viðskiptamenntun og starfsreynsla ásamt stað- góðri þekkingu á vöruvali nauðsynleg. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist kaupfélagsstjóranum Oddi Sigurbergssyni, ásamt meðmælum. Umsóknarfrestur er til 15. sept. nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. © Kaupfélag Árnesinga Selfossi 1. Þú hellir köldu vatni í flöskuna 2. færðgosúr 3. ogsetursvo SodaStream tækinu bragðefnið útí. Svona einfalt er það. Þú geturvalið um 5 bragðtegundir; Appelsín, Cola, GingerAle, Límonaði og Tonic. Úr hverri bragðflösku færðu 50 flöskur af gosdrykkjum. SodaStream gosdrykkjagerðin þín sparar þér ekki aðeins peninga, heldur líka pláss, svo ekki sé minnst á þægindin. SodaStream það besta er aldrei of gott. Sól hf. ÞVERHOLT119 SÍMI26300 REYKJAVÍK - FRI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue: 201. Tölublað - Blað 2 (05.09.1982)
https://timarit.is/issue/278740

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

201. Tölublað - Blað 2 (05.09.1982)

Actions: