Tíminn - 05.09.1982, Side 26
26
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982
■ „Spellbound" var fyrsta Hitchcotk-myndin, sem Ingrid Bergman lék í. Hér sést hún í atríði í
þeirri mynd ásamt John Emery og Stephen Geray.
/
Stúlkan
frá
' r
Casablanca
■ llsa (Ingrid Bergman) og Rick (Humphrey Bogart) kynnast í Casablanca.
■ „Áður fyrr hefði ég svarað þvi til,
að ég vildi helst að mín yrði minnst fyrir
leik minn í kvikmyndunum „Jóhanna af
Örk“ eða „Casablanca“, en nú, eftir að
hafa leikið í myndinni um Goldu Meir,
tel ég, að það sé besta hlutverkið sem
ég hef nokkru sinni fengið. Þetta hefur
veríð dásamleg upplifun".
Þetta sagði sænska leikkonan Ingrid
Bergman um síðasta kvikmyndahlut-
verkið sitt í irandarísku sjónvarpskvik-
myndinni „A Woman Called Golda“,
sem fjallar um stórmerkilegan æviferil
Goldu' Meir, fyrrum forsætisráðherra
ísraels. Mynd þessi var frumsýnd í
Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og hlaut
mjög góðar viðtökur. Sérstaklega þótti
Ingrid Bcrgman frábær í aðalhlutverk-
inu, þótt margir hefðu spáð því fyrirfram
að útkoman yrði eitthvað skrftin.
Reyndar var Ingrid sjálf þar á meðal.
„Ég hélt satt að segja að framleiðendurn-
ir hefðu gengið af göflunum“, sagði hún
í blaðaviðtali meðan á upptökunum stóð
í ísrael á síðastliðnum vetri. „Ég hélt að
ég yrði að líta út eins og Golda Meir,
vera af Gyðingaættum og frá nánast
hvaða landi sem er öðru en Svíþjóð. Þar
að auki er ég alltof há“. En
framleiðendurnir sögðu henni að hafa
ekki áhyggjur af því: „í augum
ísraelsmanna var Golda Meir stærsta
kona á jarðríki", sögðu þeir. Ingrid var
samt enn í vafa og heimtaði að fyrst yrði
tekin reynslumynd af henni í hlutverkinu
svo hún gæti sjálf séð, hvemig hún tæki
sig út sem Golda. „Ég varð að vera viss
um að ég væri sannfærandi í
hlutverkinu", sagði hún. Og það
reyndist hún.
Kvikmyndin um Goldu var myndar-
legur endir á lögum og umbrotasömum
ferli Ingrid Bergman, sem andaðist á
sunnudaginn var á 67. afmælisdegi
sínum.
Munaðarlaus
Ingrid var fædd 29. ágúst 1915 í
Stokkhólmi. Hún ólst upp hjá ættingjum
sínum þar sem hún missti foreldra sína
á fyrstu árum æfinnar. Hugurinn stóð
strax á unglingsárunum til leikslistar, og
að loknum mcnntaskóla hóf hún nám
við leiklistarskóla Dramaten í Stokk-
hólmi-Það var árið 1933. Innan eins árs
frá því að hún hóf leiklistarnám var
henni boðið aðalhlutverk í sænskri
kvikmynd, og fljótlega varð hún eftirsótt
leikkona í sænskum myndum. Gustaf
Molander var einn helsti kvikmynda-
leikstjóri Svía á þeim árum og hann gerði
einmitt þá mynd, sem varð til þess að
Ingrid Bcrgman vakti athygli stórlax-
anna í kvikmyndaheiminum í Holly-
wood. Myndin hét „Intermezzo“ og var
gerð árið 1936. Þar lék Ingrid unga
stúlku, sem er að læra tónlist, ímynd
fegurðar og sakleysis, sem lendir í
ástarævintýri með kennara sínum.
Gosta Ekman fór með hlutverk hans.
Til HoIIywood
David O. Selznick, einn sérkennileg-
asti kvikmyndajöfurinn í Hollywood á
þeim tíma, sá þessa mynd Molanders og
varð hrifinn af þessari ungu sænsku
leikkonu. Hann gerði samning við hana
um að leika sama hlutverkið í endurgerð
myndarinnar, sem tekin yrði í
Hollywood. Myndin bar nafnið „Inter-
mezzo: A Love Story“ og sagði frá
ástarsambandi kvænts fiðlusnillings,
sem leikinn var af Leslie Howard, og
ungrar stúlku sem var undir verndar-
væng hans. Gregory Ratoff leikstýrði
myndinni, sem gerði Ingrid Bergman
fræga í Vesturheimi. Árið eftir lék hún
fyrsta sinni á Broadway í leikritinu
„Liliom".
Hver myndin
af annarri
Næstu árin lék hún í hverri
kvikmyndinni á fætur annarri, en þær
voru að sjálfsögðu misjafnar að gæðum.
Næst á eftir bandarísku útgáfunni af
Intermezzo kom önnur kvikmynd, sem
Ratoff stjórnaði: „Adam Had Four
Sons“ (1941), með Warner Baxter og
Susan Hayward. Þar sagði frá barn-
fóstru, sem annaðist fjögur börn fyrir
föður þeirra þegar móðirin fellur frá.
Sama ár var „Rage in Heaven“
frumsýnd, en þar voru meðleikarar
Ingrid Bergman meðal annarra George
Sanders og Robert Montgomery. Þessi
mynd var byggð á handriti eftir þekktan
rithöfund , Christopher Isherwood, en
W.S. Van Dyke leikstýrði. Segir þar frá
manni, sem missir smám saman vitið, og
áhrifum þess á fjölskyldu hans, setn
grunaði ekki hvernig hann var á sig
kominn. Og þriðja myndin, sem hún lék
í og frumsýnd var árið 1941, var enn ein
útgafan af „Dr. Jekyll and Mr. Hyde“.
Sú var leikstýrð af Victor Flemming, en
Spencer Tracy fór með hlutverk
aðalpersónunnar. f myndinni eru tvær
veigamiklar kvenpcrsónur, önnur sið-
prúð og góð en hin hóra, og í samræmi
við þá ímynd, sem byggð hafði verið upp
í Hollywood af Ingrid Bcrgman var það
æflunin að hún léki þá siðprúðu en Lana
Turner hóruna. Ingrid vildi hins vegar
breyta til og fékk sitt fram, í þessari
mynd lék hún í fyrsta skipti hóru.
Casablanca
Ingrid hafði hlotið góðar viðtökur
fyrir frammistöðu sína í þessum kvik-
myndum, en á næstu árunum -
1943-1949 - lék hún í hverri myndinni á
fætur annarri sem slógu í gegn. Ber þar
fyrst að nefna þá mynd, sem er enn í
dag vinsælasta kvikmyndin sem hún lék
í, hina sígildu Casablanca. Þetta er ein
af þeim myndum, sem miklar sögur hafa
spunnist um og sem margir telja með
eftirminnilegustu kvikmyndum sögunn-
ar. Þar kemur vafalaust margt til,
söguþráður, sviðsmynd, myndataka, en
þó ekki síst mannlegar persónur, sem
leikurunum - Humphrey Bogart, Ingrid
Bergman, Sidney Greenstreet, Paul
Henreid, Peter Lorre og Claude Rains
- tókst að gera eftirminnilegar.
Kvikmyndin gerist í borginni Casa-
blanca á stríðsárunum. Hún er undir
stjórn frönsku Vichystjórnarinnar og
þar er að finna allar hugsanlegar
manngerðir; hetjur og hugleysingja,
flóttamenn og Gestapoforingja, skúrka
og sæmilega heiðarlegt fólk. Rick Blaine
er einn þeirra; bandarískur ríkisborgari
sem hraktist frá Frakklandi þegar
nasistar hertóku það og fór að reka bar
í Casablanca, Cafe Americain. Þangað
kemur einn daginn Ilsa (Ingrid Berg-
man) ásamt eiginmanni sínum, foringja
í andspyrnuhreyfingunni, og biður
svarta píanóleikarann Sam að leika „As
Time Goes By“. Þá veit hún ekki að
eigandi veitingahússins er Rick, gamall
ástvinur, sem hún hitti skamma stund í
París áður en borgin féll, en yfirgaf síðan
skýringalaust.
En Casablanca er miklu meira en
ástarsaga. Hún fjallar öðru fremur um
þá staðreynd, að sá tími kemur í lífi
flestra, að þeir verða að taka afstöðu,
berjast fyrir því sem er meira virði en
tilfinningar og jafnvel líf þeirra sjálfra.
Fyrstí Óskarínn
Sama ár - 1943 - og Casablanca var
sýnd fyrsta sinni var önnur mynd, sem
Ingrid Bergman lék í, frumsýnd. Það var
kvikmyndin „For Whom the Bell
Tolls“, eða „Hverjum klukkan glyrnur",
byggð á samnefndri skáldsögu Emest
Hemmingways um borgarastyrjöldina á
Spáni. Gary Cooper lék á móti Ingrid
Bergman, en Sam Wood leikstýrði.
Næsta ár, 1944, var aðeins ein
kvikmynd með Ingrid Bergman frum-
svnd, en sú færði henni hinn eftirsótta
Oskar fyrsta sinni. Myndin, sem George
Cukor leikstýrði, heitir „Gaslight“ og
fjallar um mann sem reynir allt til þess
að gera eiginkonu sína geðbilaða.
Charles Boyer leikur þann mann;
morðingja, sem kvænist frænku auðugs
manns, sem hann hefur myrt, og gerir
síðan allt sem hann getur til þess að láta
hana missa vitið svo að hann geti komist
yfir peningana hennar. Myndin gerist
aðallega innandyra í gömlu húsi, og
tókst sviðsmyndin svo vel, að „Gaslight"
fékk einnig Óskar fyrir hana.
í þremur myndum
Hitchcocks
Um þetta leyti hófst samstarf Ingrid
Bergman og meistara Hitchcock, en hún
lék í þremur mynda hans; fyrst í
„SpeUbound“, sem frumsýnd var árið
1945, þá í „Notorious“ árið 1946 og loks
í „Undcr Capricom“ árið 1949.
Hitchcock kvaðst hafa gert Ingrid
Bergman að kyntákni með „Notor-
ious“, en fram að þeim tíma hafi hún
verið álitin tignarleg en fremur köld
sænsk gyðja. Þessu hafi hann breytt
meðal annars með frægu atriði í
„Notorious", þar sem Ingrid sýnir
mótleikara sínum áköf atlot á meðan
hann er að reyna að ljúka mikilvægu
símtali.
„Þau sögðu mér, að þeim fyndist
vandræðalegt að leika þetta atriði“,
sagði Hitchcock síðar, „en ég sagði þeim
að hafa engar áhyggjur af því; það
myndi líta mjög vel út á filmunni. Og
þetta er eitt af frægu atriðunum í
kvikmyndum mínum“.
En „Spellbound“ var fyrsta Hitch-
cock-myndin sem Ingrid Bergman lék í.
Hún var frumsýnd árið 1945, byggð á
skáldsögu eftir Francis Beeding sem
nefnist „The House of Dr. Edwardes".
Mótleikari Ingrid Bergman var Gregory