Tíminn - 05.09.1982, Page 27
SlMvUtíAGUR 5*. SEPTEMBER 1982
-w* 1 >■» 1 >
27
■ Ingrid Bergman og Alfred Hitchcock höfðu mikiö álit hvort á öðru. Hér sjást þau saman á góðri stund, ■ Golda Meir og Moshe Dayan í kvikmyndinni um Goldu - síðustu myndinni sem Ingrid Bergman léjk í.
en þau eru nú bæði horfin til feðra sinna. Hún fer að sjálfsögðu með hlutverk Goldu, en Yossi Graber nefnist Dayan myndarinnar.
■ Frá töku kvikmyndarinnar Casablanca. Ingrid og Humphrey sitja
við borð fyrir miðju.
Samantekt mn
k^kmyndaferil
leikkonunnar
Ingrid Bergman,
sem andaðist
síðastliðinn
sunnudag
■ í „Under Capricom“ fór Ingrid Bergman með, hlutverk
drykkfclldrar konu, sem verður fyrir áreitni
Peck. Hinn þekkti handritahöfundur
Ben Hecht gerði handritið fyrir Hitch-
cock. í myndinni segir frá nýjum
yfirmanni á geðveikrahæli. Sá þjáist af
minnisleysi og grunsemdum um að hann
hafi í raun og veru myrt mann.
Með aðstoð glæsilegs samverkamanns
síns á hælinu, en Ingrid fer með það
hlutverk, tekst að afhjúpa hinn raun-
verulega morðingja.
„Spellbound" þótti ekki ein af bestu
myndum Hitchcocks, en „Notorious“,
þar sem Ingrid Bergman var einnig í
aðalhlutverkunum, bætti þar um betur
og er ein allra bestu mynda hans. Sú
gerist í Rio de Janeiro og segir frá
baráttu bandarískra njósnara við nasista
þar á stríðsárunum. Cary Grant fór með
hlutverk bandaríska njósnarans, Devl-
in, sem er að reyna að afhjúpa njósnara
nasista í Rió. Hann fær sér til aðstoðar
unga stúlku, Aliciu, sem Ingrid Berg-
man lék. Alicia er dóttir manns, sem
dæmdur hafði verið fyrir landráð og
ráðið sér bana í fangelsi. Hún vill bæta
fyrir afbrot föður síns og fellst á að
giftast Sebastian, leiðtoga nasistahóps-
ins (Claude Rains fór með það hlutverk)
í því skyni að afhjúpa hann og félaga
hans. En Sebastian kemst brátt að því
hvað til stendur og reynir að drepa
eiginkonu sína á eitri.
Priðja Hitchcock-myndin, sem Ingrid
Bergman lék í, var gerð árið 1949 og
nefnist „Under Capricom". Þar segir
frá ungri, ískri hefðarfrú, sem fer ásamt
eiginmanni sínum (leikinn af Joseph
Cotten) til Ástralíu árið 1830. Eigin-
maðurinn var í reynd fyrrverandi fangi
sem hafði auðgast í Ástralíu, og þegar
hann kemur heim með eiginkonuna er
þar fyrir afbrýðisöm ráðskona sem
reynir hvað hún getur til þess að hrella
hana. Þetta var óvenjulegt viðfangsefni
fyrir Hitchcock og myndin hlaut dræmar
viðtökur almennings.
Heilög Jóhanna
Á þessum árum lék Ingrid Bergman
í mörgum öðrum myndum en þeim, sem
Hitchcock leikstýrði. Þar má nefna
„Saratoga Tronk“ (1945) með Gary
Cooper um milljónamæring frá Texas og
unga stúlku sem hyggst verða rík, „The
Bells of St. Mary‘s“ (líka 1945), þar sem
sagði á gamansaman hátt frá nunnu
(Bergman) og presti (Bing Crosby) sem
reyna að fá auðkýfing til að byggja nýtt
stórhýsi yfir starfsemi kirkjunnar;
„Arch of Triumph“ (1948), sem gerð var
eftir samnefndri sögu Remarques og
fjallar um lækni, sem er flóttamaður, og
unga stúlku „með fortíð“ eins og það
heitir, í París rétt áður en nasistar lögðu
borgina undir sig, (Lewis Milestone
leikstýrði myndinni, en hann gerði fræga
mynd eftir annarri skáldsögu Remar-
ques - Tíðindalaust á vesturvígstöðv-
unum); og svo „Joan of Arch“ (1948),
sem Ingrid Bergman var sjálf mjög
ánægð með að hafa fengið að leika
aðalhlutverkið í. Hún gerði heilagri
Jóhönnu góð skil í myndinni, sem Victor
Flemming leikstýrði, en þar var saga
Jóhönnu rakin allt frá því hún var 13 ára
að aldri og fékk fyrsta sinni sýnir, og þar
til æfi hennar lauk á báli breskra
stjórnvalda.
Stromboli og nýtt líf
Ingrid Bergman gerði „Under Capri-
corn“ strax á eftir myndinni um heilaga
Jóhönnu, en síðan fór hún að leika í
kvikmynd á Italíu. Sá atburður átti eftir
að gjörbreyta lífi hennar og hafði nær
stöðvað feril hennar sem kvikmynda-
stjörnu. Þetta var myndin „Stromboli“,
sem ítalski leikstjórinn Roberto Rossel-
lini gerði. Þau urðu yfir sig ástfangin og
Ingrid Bergman ákvað að yfirgefa
eiginmann sinn, Peter Lindström, og
dóttur sína, Piu Lindström, og giftast
Rossellini. Viðbrögð við þessum atburð-
um urðu mjög hörð í Bandaríkjunum,
þar sem hún hafði fengið ímynd sem
siðprúð og nánast heilög kona. Hún varð
fyrir heiftúðugum árásum frá trúar-
félögum, kvenfélögum af ýmsu tagi og
jafnvel stjórnmálamönnum. í ræðu í
öldungadeild bandaríska þingsins var
hún m.a. kölluð „postuli siðspillingar-
innar í Hollywood" og „boðberi frjálsra
ásta“, og henni var meinað að leika í
bandarískum kvikmyndum í sjö ár. Það
var þeim mun bagalegra þar sem myndir
þær, sem hún lék í á Ítalíu, náðu litlum
vinsældum. Það átti jafnvel við um
Stromboli, þar sem Ingrid Bergman lék
unga stúlku, sem lent hefur á flækingi í
stríðinu og giftist ungum fiskimanni til
þess eins að losna úr flóttamannabúð-
um. En hún fellur illa inn í þröngt
samfélag fiskimannanna og finnst hún
vera fangi þar.
Annar Óskarinn
Þótt Ingrid Bergman léki í nokkrum
öðrum ítölskum myndum næstu árin, þá
náðu þær lítilli útbreiðslu og almennt var
talið að kvikmyndaferli hennar væri í
reynd lokið. En árið 1956 fékk hún
hlutverk í kvikmynd Renoirs „Elena et
les Hommes", og skömmu síðar í
bandarískri kvikmynd, sem tekin var
upp í Englandi. Sú hét „Anastasía“ og
þar lék Ingrid Bergman svo frábærlega
flóttakonu, sem gæti hafa verið eftir-
lifandi dóttir rússnesku keisarahjón-
anna, að hún fékk á nýjan leik Óskar
fyrir besta leik í aðalhlutverki. Henni
var loks „fyrirgefið“ í Hollywood.
Um svipað leyti urðu á ný umskipti í
lífi hennar. Hjónaband hennar og
Rossellinis var fellt úr gildi árið 1958 og
hún giftist í þriðja sinn; að þessu sinni
sænskum manni, Lars Schmithe, sem
lifði konu sína. Hún hafði eignast þrjú
börn með Rossellini; fyrst son og síðan
tvíburadætur.
Fjöldi kvikmynda og
þriðji Óskarinn
Sama árið og hún skipti um ciginmann
lék Ingrid Bergman í tveimur kvikmynd-
um; „Indiscrcet" með Gary Grant og
„The Inn of the Sixth Happiness“ með
Curt Jurgens og Robert Donat. Sú
fyrrnefnda er gamanmynd um ástarsam-
band auðugs bandarísks diplómats og
evrópskrar leikkonu og fengu bæði
Ingrid og Cary lof fyrir frammistöðu
sína. Hin myndin gerist í Kína á tímum
stríðsátaka og segir frá konu, sem
starfað hefur við trúboð þar í landi og
reynir að koma hópi barna á öruggan
stað en þarf til þess að fara með þau um
stríðshrjáð landsvæði. Ingrid hlaut mjög
góða dóma fyrir þessa mynd og
sömuleiðis Robert Donat, sem lék
kínvcrskan mandarína, en þetta var
hans síðasta kvikmynd. Mark Robson
leikstýrði.
Af kvikmyndum, sem Ingrid Berg-
man lék í á sjöunda áratugnum, má m.a.
nefna „Goodbye Again“, sem gerð var
eftir skáldsögu Francois Sagan sem
nefnd hefur verið Dáið þér Brahms? á
íslensku, og „The Vistit“ sem byggir á
frægu leikriti eftir Friedrich Durren-
matt. Þær þóttu ekki takast vel, en „The
Yellow Rolls Royce“ hlaut nokkrar
vinsældir. Þetta er gamanmynd með
fjölda annarra þekktra kvikmynda-
stjama í aðalhlutverkum, svo sem Rex
Harrison, Shirley MacLaine, Omar
Sharif og George C. Scott, og fjallar um
ævintýri Rolls Royce-bifreiðar og ým-
issa eigenda hennar. „Cactus Flower“,
sem gerð var eftir gamanleikriti sem sló
í gegn á Broadway, þótti hins vegar
mislukkuð að öðru leyti en því að Goldie
Hawn fékk þar sitt fyrsta tækifæri í
aukahlutverki í kvikmynd og fékk Óskar
fyrir.
Á síðasta áratug lék lngrid Bergman
í allnokkrum myndum, en það eru
einkum tvær þeirra, sem ástæða er til að
minnast á. Ónnur er „Murder on the
Orient Express" frá 1974. Hún lék þar
aukahlutverk, eins og reyndar margar
aðrar þekktar kvikmyndastjörnur, og
gcrði það svo vel að hún fékk
Óskarsverðlaun fyrir vikið. Mynd þessi
cr sem kunnugt er byggð á einni af
sögum Agatha Christie. Hin myndin er
„Autumn Sonata“ eftir Ingmar Berg-
man. Mynd þessi fjallar um uppgjör á
milli rr.óður og dóttur, og lék Ingrid
móðurina en Liv Ullman dótturina.
Frammistaða Ingrid í þessu erfiða
hlutverki vakti mikla athygli.
Á síðustu árum átti Ingrid Bergman
við alvarleg veikindi að stríða. Þrátt fyrir
það féllst hún á að leika enn eitt
veigamikið hlutvcrk á liðnum vetri;
Goldu Meir eins og frá var sagt hér í
upphafi. Og þar hefur hún unnið
leiksigur sem jafnast á við það besta,
sem hún hefur áður gert í Casablanca,
Jóhönnu af Örk, Anastasíu og svo
mörgum fleiri góðum kvikmyndum.
Hún var heppnari en margir aðrir
kvikmyndaleikarar að því leytinu, að
hún fékk tækifæri til að leika í ýmsum
kvikmyndum, sem seint falla í glatkist-
una, sem í raun eldast ekki og verða því
sýndar aftur og aftur. Slíkir listamenn
lifa sinn eigin dauða.
Elias Snæland
Jónsson
skrifar