Tíminn - 12.09.1982, Qupperneq 2

Tíminn - 12.09.1982, Qupperneq 2
2 fólk i listum SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982. Norræn tónlistarhátíð ungs fólks í Reykjavík: Jane Manning syngur í Austurbæjarbíói / ' / ■ Ingólfur Margeirsson. Ingólfur Margeirsson kynnir nýja skáldsögn sína ■ Á mándudagskvöld, 13. september, kl. 20.30 gangast Leikfélag Mosfells- sveitar og Héraðsbókasafn Kjósarsýslu fyrir kynningu á nýrri bók eftir Ingólf Margeirsson rithöfund í héraösbóka- safninu, sem er til húsa í Gagnfræða- skóla Mosfcllssveitar. Bók Ingólfs, sem kemur út á forlagi Iðunnar i næsta mánuði, nefnist Erlend andlit og greinir þar frá minnistæðum persónum sem orðið hafa á vegi höfundar. Ingólfur Margeirsson skráði í fyrra endurminningar Guðmundu Elíasdótt- ur söngkonu, sem út kom á bókinni Lífsjátning. Sú bók vakti mikla athygli og hefur nú verið tilnefnd af íslands háhu til árlegra bókinenntaverðlauna Noiiiurl.andaráðs. ■ Hin víðkunna enska sópransöng- kona Jane Mannings syngur á norrænni tónlistarhátíð ungs fólks sem hefst í Reykjavík 19. september og stendur til 26. þessa mánaðar. Tónleikar hennar verða í Ausubæjarbíói miðvikudaginn 22. september, en að auki flytur hún erindi um nútíma söngtækni í Tónlistar- skólanum og gengst fyrir sex söngnám- skeiðum. Jane Manning lærði söng í London og í Sviss. Hún kom fyrst fram opinberlega í London 1964 og söng þá lög eftir Webcrn, Dallapiccola og Messiaen og hefur æ síðan sungið mikið af 20. aldar tónlist. Hún hefur einnig sungið í óratoríum og klassískum óperum. Til þess er tekiö hve tær rödd Jane Manning er, og hvílíkt vald hún hefur á henni. Hún hefur verið fengin til að frumflytja fjölmörg tónverk og tónskáld víða um heima og samið verk handa henni. Árið 1973 veitti Breska tón- skáldafélagið henni sérstök verðlaun fyrir flutning á breskri tónlist. Jane Manning er gift tónskáldinu Anthony Payne. Tónlistarhátíðin hefsf, sunnudaginn 19. september með tónleikum strengja- sveitar sem Guðmundur Emilsson stjórnar. Þar verða flutt verk eftir hollenska tónskáldið Ton de Leeuw. Á mánudag og þriðjudag verða kammer- tónleikar á Kjarvalsstöðum, og aftur í Neskirkju á fimmtudagskvöld. Föstu- daginn 24. sept verða tónleikar með raftónlist í Norræna húsinu. Kammer- tónleikar verða síðan í Menntaskólan- um við Hamrahlíð þann 24. og Norræna húsinu 25. september. Hljóm- sveitartónleikar verða í Háskólabíói og Hamrahlíðarskóla25. sept. og26. sept. Tíminn mun síðar greina nánar frá dagskrá hátíðarinnar. Sópransöngkonan Jane Manning. ■ Það hefur stundum andað köldu á milli gagnrýnenda fjölmiðla og listafólks. Einkum hafa verið deildar meiningar með leikurum og gagnrýnendum, og væntanlega verða gömul ágreiningsefni frá sýningum i Þjóðleikhúsinu og Iðnó riijuð upp á málþinginu nú um helgina. MÁLÞING UM GAGNRTNI f FJÖLMIBLUM Veggblað norrænu tónlistarhátíðarinnar. ■ „Við ætlum að reyna að komast yfir þann vegg sem stundum virðist vera á milli listamanna annars vegar og okkar gagnrýnenda hins vegar", sagði Jón Viðar ‘Jónsson, formaður Samtaka gagnrýnenda, í samtali við Helgar- Tímann, en nú um helgina gangást gagnrýnendur og nokkur samtök lista- manna fyrir ráðstefnu um gagnrýni í fjölmiðlum. Samtök gagnrýnenda áttu frumkvæðið að ráðstefnunni, en hug- myndin að henni hefur hlotið góðar undirtektir meðal listamanna. Mark- miðið er að auka skilning á aðstöðu og sjónarmiðum gagnrýnenda annars vegar og listamanna hins vegar. Á ráðstefnunni verða haldin tíu stutt framsöguerindi. Þeir sem tala eru gagnrýnendurnir Árni Bergmann, Jón Þórarinsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Ólafur Jónsson og Bryndís Schram, og listamennirnir Guðbergur Bergsson, Gunnar Egilsson, Benedikt Gunnars- son, Helga Bachmann og Ólafía Bjarn- leifsdóttir. Á eftir fylgja umræður í hópum. Auk Samtaka gagnrýnenda standa að ráðstefnunni Rithöfundasamband ís- lands, Félag íslenskra leikara, Tón- skáldafélag íslands, Félag íslenskra listdansara og Félag íslenskra myndlist- armanna. Ráðstefnan er haldin í stofu 201 í Árnagarði við Suðurgötu. Hún hefst kl. 10 f.h. á laugardag með ávörpum forseta Bandalags íslenskra listamanna og formanns Samtaka gangrýnenda, og stendur síðan yfir fram á sunnudag með eðlilegum hléum. Guðmundur frá Miðdal hafður fyrir rangri sök í dagbókarköflum Eyjólfs Jóns- sonar, sem birtust í síðasta tölublaði Helgar-Tímans, var á einum stað minnst á Guðmund Einarsson frá Miðdal og sagt, að hann hefði haft undir höndum sendistöð, sem notuð var í þágu Þjóðverja. Athugasemd staðaholtið aðalbxkistöð enska hersins á íslandi. Búið er að finna leyniútvarps- stöðina hér á íslandi. Hét hann Guðmundur Einarsson frá Miðdal, sem hafði hana. Pað er verið að reisa | grjótgarða í Kringlumýrinni, hjá Vatns- geyminum og hjá Mulningsvélinni fyrir I Brcta. Klukkan hálf 4 komum við I hefur verið gerð við þennan stað í dagbókuni Eyjólfs og bent á, að þetta sé ekki rétt - hér sé aðeins um að ræða gamla slúðursögu, sem eigi sér enga stoð í veruleikanum. ■ Jospeh Bloch. Píanótónleik- ar Joseph Bloch n.k. mánudags- kvöld á Kjarvals- stöðum ■ Á vegum Félags tónlistarkennara er staddur hér á landi bandaríski píanó- leikarinn og fyrirlesarinn Joseph Bloch. Mun hann halda fyrirlestra og ieiðbeina í píanóleik dagana 11.-16. september. Meðan Joseph Bloch dvelst hér á landi, mun hann halda eina opinbera tónleika. Verða þeir á Kjarvalsstöðum mánudagskvöldið 13. september klukk- an 20:30. Fyrir hlé verða eingöngu flutt verk eftir Scriabin, þ.e. 5 preludíur op. 74, sónata nr. 9, þrír Morceaux op. 4 og sónata nr. 5. Eftir hlé mun hann leika 2. heftið af preludíum Debussys. Joseph Bloch kom fyrst fram sem einleikari í Town Hall í New York árið 1950. Síðan hefur hann ferðast víða um heim, haldið einkatónleika og komið fram sem einleikari með hljómsveitum. Hefur hann hlotið einróma lof gagnrýn- enda í öllum heimsálfum. Síðan 1948 hefur Bloch kennt píanó- tónbókmenntir við Juilliard tónlistar- skólann í New York. Vinsældir þessara kennslustunda hafa spurst víða og því hefur Joseph Bloch verið fenginn til þess að kenna sem gestur við ýmsar virtar tónlistarstofnanir og háskóla víða um heim auk þess sem hann hefur haldið fyrirlestra í útvarpi og sjónvarpi. Nýlistasafnið: Verk Dieter Roth á sýningu ■ Áhugamenn um nýlist geta nú klappað saman lófunum. í byrjun október efnir Nýlistasafnið til sýningar á listaverkum eftir Dieter Roth, sem Ragnar Kjartansson hefur gefið safninu. Meginuppistaðan í sýningunni verða u.þ.b. 20 grafíkmyndir, hreyfilistarverk, collage, blýafsteypa, kort og 20-30 bókverk. Dieter Roth hefur sem alkunna er, verið mikill framsóknarmaður í listum um langt skeið; hann var t.d. einn af upphafsmönnum svokallaðrar op-Iistar og concretpoetri, áhrifamaður í vestur- evrópsku Flux-hreyfingunni, og upp- hafsmaður í bókverkagerð. Hann bjó hér og starfaði um árabil og hafði mikil áhrif á hugmyndir og verk íslenskra myndlistarmanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.