Tíminn - 12.09.1982, Page 21

Tíminn - 12.09.1982, Page 21
 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982. erlendir leigupennar ■ Sölumenn á „The New Covent Garden“ mnarkaðinum fá sér kafTisopa kl. 6 að morgni. 21 RAKA- TÆKIN komin aftur VERÐ KR. 968,- Póstsendum Ifemediahf. Borgartúni 20 Sími 27511. heitum sumardegi. En það sem vekur mesta athygli gesta eru burðarkarlar staðarins sem aka löngum hjólbörum fram og til baka af ótrúlegri lipurð um annasamt markaðssvæðið. Camden Passage Markaðurinn er staðsettur í fátækra- hverfi en ber þess ekki merki. Hann er ekki í Camden hverfi eins og nafnið gefur til kynna heldur í Islington, hvernig sem á því stendur. Þarna er urmull af rándýrum forngripaverslun- um. Á markaðsborðum utandyra eru hins vegar fáanlegir ódýrir smámunir. Það er e.t.v. dæmigert fyrir staðinn að um það leyti er ég var þarna á ferli rann gljáfægður Mercedes Benz (einn tvö- faldur) í hlað og út vippaði sér einkennisklæddur bílstjóri er opnaði fyrir óvenju velklæddum hjónum. Fólki er sem sagt eindregið ráðlagt að gleyma 'ekki seðalveskinu ef það ætlar að versla í Camden Passage. Berwick Street Það er hins vegar alveg nóg að hafa budduna með í ferð inn í hjarta Soho, konar rusli geta sjálfsagt gert góð kaup. Til sölu eru meðal annars snjáð föt, eldspýtustokkar, gömul ryðguð hnífa- pör og þar fram eftir götunum. Þrátt fyrir þessar hrakspár fnn ég Ijómandi góða blómapotta á markaðinum fyrir einu ári. Það eru hins vegar öllu meiri dýrgripir í verslunum rétt við markaðinn og augljóst að í þessu hverfi búa ekki einungis þeir sem eru á bænum. Það var farið að síga á seinni hluta þessa laugardags og enn var eftir að heimsækja einn skemmtilegasta markaðinn að mínum dómi. Portobello Road Portobello Road er gata í Notting Hill Gate hverfi sem hlykkjast í mörgum bogum norður eftir borginni. Gatan dregur nafn af Puerto Bello við Mexicoflóa þar sem Vernon sjóliðsfor- ingi sigraði Spánverja árið 1735. Hefur gatan verið þekkt fyrir góðar forngripaverslanir og markaðsborð allt frá árinu 1950. Aðalblómaskeið göt- unnar var seint á 6. og í byrjun 7. áratugsins þegar hippar höfuðborgar- innar hreiðruðu um sig á staðnum. ■ Benvick Street markaðurinn í hjarta Soho er þekktur fyrir góða ávexti og grxnmeti. nánar tiltekið á Berwick Street markað- inn. Þama ku vera besti ávaxta og grænmetismarkaður borgarinnar. Fatn- aður og ýmiss konar smámunir eru líka til sölu. Sölumennimir eru vinalegir en nokkuð ágengir og ráðlegast að trúa ekki öllu sem þeir segja. Gera má ráð fyrir að mæta söngkonum, dansmeyjum eða jafnvel fatafellum meðal vegfarenda enda er urmull af slíkum samkomustöð- um í hverfinu. Kl. 8 á morgnana byrja hróp og köll sölumanna þar sem þeir reyna að lokka viðskiptavininn og þeir endast til 6 eða 7 á kvöldin sem er ótrúlegt úthald. Gámngar segja að „Sardiníukonungur“ eða nærliggjandi pub „The King of Sardinia" hjálpi til að mýkja raddböndin þegar líða tekur á daginn. Camden Lock Með hendur fullar af grænmeti var arkað af stað norður borgina eða í Camden Lock markaðinn sem er í samnefndu hverfi. Það er gaman að ráfa þarna meðfram síkjum Lundúnaborgar, inn í gömul hesthús og önnur útihús er breytt hefur verið í markað. Hins vegar virtist lítið um dýrgripi þarna. Þeir sem áhuga hafa (hins vegar) fyrir ýmiss Tímarnir hafa breyst og mennirnir með. Nú er ekki óalgengt að mæta „punk- urum“ eða ræflarokkurum með rauðan hanakamb á höfði og einhvem veginn virðist vera tíska líka að vera heimsku- legur á svipinn. Sölumenn við götuna eru ekki síður sérkennilegir klæðum og í háttum. „Gipsy-Dan“ er einn þeirra með tattóveraðar hendur upp að öxlum og beyglaðan hattinn. Ekki má gleyma „Wally og Smartie" sem sett hafa svip á götuna í fjöldamörg ár. Ég hef aldrei verið viss hvor er hvað og áræddi því að spyrja gamla manninn að því þessu sinni. Hann svaraði að bragði með tannlausum gómi hvor finnst þér „smartari" kænskari, en það var augljós- lega fuglinn. Wally bætti því við um leið og hann sneri áfram spilatæki sínu að upphaflega vildi hann kalla páfagaukinn „Lovely". Eins og fram kom í upphafi þessarar greinar er fjöldinn allur af alls konar götumörkuðum um borgina og alls ekki meiningin að gera tilraun að segja frá þeim öllum en eitt er Ijóst af þessu rambi mínu að margt verra er hægt að gera við laugardag í höfuðborginni en að eyða honum á einum af slíkum mörkuðum. Það er a,m.k. ein af ódýrustu skemmtun- um í stórborginni. í London 25. ágúst 1982 afgreiðsiuhættir bætt þjónusta Viö bjóöum ykkur velkomin í nýtt útibú Landsbankans í Breiöholti. í Breiðholtsútibúi kynnum við ýmsar nýjungar, sem stuöla aö bœttri þjónustu. Viöskiptavinir geta tyllt sér niöur hjá starísmönnum okkar og rœtt viö þá um fjármál sín og viöskipti. Peir geta íengið aöstoð viö gerö íjárhagsáœtlana og upplýsingar um hugsanlegar lánveitingar, án þess aö bíöa eítir viötali viö útibússtjóra. Hraökassinn er nýjung, sem sparar viöskiptavinum okkar tíma og íyrirhöín. Par er veitt skjót aígreiösla t.d. þegar innleysa þarí ávísun eöa greiöa gíróseöil. í rúmgóöri öryggisgeymslu má koma verðmœtum munum í geymslu, t.d. meðan á feröalagi stendur. Fyrir yngstu borgarana höíum við TINNA sparibauka og sitthvaö fleira. Komið viö í Breiöholtsútibúi og kynnist breyttum afgreiösluháttum og betri þjónustu. LANDSBANKINN Breióholtsútibú, Álfabakka 10, Mjóddinni,Sími 79222

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.