Tíminn - 12.09.1982, Síða 23

Tíminn - 12.09.1982, Síða 23
SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982. ■ Albert Guðmundsson er líklegur til að koma á óvart í ævisögu sinni, eins og á sjálfum æviferlinum. „Hringurinn", en ( fyrra gáfum við út bók hans „Loforðið“, sem seldist mjög vel. Enn er að nefna ævisögu Kristján Sveinssonar augnlæknis, sem flestir kannast nú við, en hann er enn þá starfandi í miðbæ Reykjavíkur. Kristján segir hér frá ætt sinni og uppruna, skólaárum og starfsárum og kemur víða við. Það er Gylfi Gröndal, sem söguna skráir. Mörgum mun þykja forvitnilegt að lesa bók sem heita mun „Albert“ en það er sá eini sanni Albert, sem þar er átt við, - Albert Guðmundsson. Þetta er ævisaga hans, skráð af Gunnari Gunn- arssyni, rithöfundi. Hann segir hér frá ■ Dr. Haraldur Matthíasson. Bók hans er árangur áralangra athugana. hefur skráð. Sigfús hefur lent í fleiri stórsjóum á lífssiglingunni en yfir flesta hafa dunið, en óbugaður stendur hann þó. Eiturlyfjavandamál og pólitískar sviptingar Þá vendum við okkar kvæði í kross og lítum á það sem Örn og örlygur gefa út af skáldsögum þetta haustið: „Heitur snjór,“ eftir Viktor Ingólfs- son er skáldsaga um „heitt“ efni nú á dögum, eiturlyfjavandamálið. Þetta er örlagasaga reykvískra unglinga sem ánetjast hassi og síðan heróíni og öllum þeim skelfingum sem í kringum eitur- lyfjamarkaðinn þrífast. Höfundurinn er tæknifræðingur hjá Vegagerð ríkisins. „Leiksoppur fortíðarinnar“ er ný skáldsaga Snjólaugar Bragadóttur og í þetta sinn hefur hún fært sögusviðið á erlenda grund, því sagan gerist í Skotlandi. „Sylvía", er ný skáldsaga Áslaugar Ragnars og er forvitnilegt að vita hvaða efni Áslaug velur sér í annarri bók sinni. Efni nýrrar skáldsögu eftir ungan höfund, Roland Símonarson, mun vekja eftirtekt. Sagan heitir „Bræður munu berjast" og fjallar um hvernig stjómmál munu þróast á óvæntan hátt í nýju valdakerfi á íslandi innan ekki svo margra ára. Sagan er hörkuspennandi og mun margt koma á óvart, m.a. mun mega sjá hér í mannlýsingum ýmsa þjóðkunna menn. Guðmundur Sæmundsson mun eiga ■ Guðmundur Daníelsson riljar upp heimsóknir listamanna á Eyrarbakka 1947-1948. ætt sinni og uppruna hér í Reykjavík og síðan íþróttaámm sínum hérlendis og erlendis. Þá má ekki gleyma kaflanum um hans pólitíska feril í borgarstjóm og á Alþingi. Við gefum einnig út matreiðslubók, sem líklega mun heita „Smáréttir" og er hún eftir sænska matreiðslukonu. Við höfum áður gefið út í þessum flokki bækur sem konur þekkja mjög vel og heita „Nú bökum við“ og „Áttu von á gestum“. Hermann Gunnarsson er meðat þeirra sem gefa út bók hjá okkur í Setbergi í ár, en þetta er bók með leikjum, þrautum, glensi og gamni ■ Guðmundur Sæmundsson á tvær bækur á bókamarkaði haustsins.. tvær bækur hjá Erni og Örlygi í haust og er sú fyrri „Ó, það er dýrðlegt að drottna,“ sem all nokkra umræðu hefur hlotið í fjölmiðlum, en hin er um kvennaframboðin, sem sett hafa talsvert strik í hið pólitíska dæmi hérlendis. Haukur Halldórsson er teiknari sem athygli hefur vakið fyrir þann mergjaða heim sem hann hefur sýnt okkur úr þjóðsögum í myndum sínum af tröllum og annarri undirheimaþjóð. Haukur er drðinn vel heima hjá tröllaþjóðinni og nú kemur út bók með teikningum hans og ýmsum þjóðsögum um tröll, þar á meðal „þjóðsögum“ sem Haukur hefur sjálfur samið. Bókin mun fást bæði á ensku og íslensku. Síðar mun von á teikningabók eftir hann um álfa og kannske dverga. Ef við snúum okkur að bókum sem kalla mætti almenns eðlis, þá er að geta um bók um HM keppnina eftir Sigmund O. Steinarsson, íþróttafréttaritara, sem ritað hefur þekkta bók um Ásgeir Sigurvinsson. Tvær matreiðslubækur eru væntanleg- ar í flokknum „Litlu matreiðslubækum- ar,“ og fjalla þær um Nautakjör og Salöt. Þetta verða bækur no. 9 og 10 í flokknum. Ib Wessman þýðir og staðfærir. Þá koma út tyær bækur um spil og leiki: og er önnur um það að leggja kapal, en hin mun innihalda ýmis spila handa tveimur þátttakendum. Þá er að minna á „Pottaplöntur" eftir Fríðu Björnsdóttur, en sú bók þykir ein sú handhægasta og besta um blómarækt, ekki síst vegna hagnýtra upplýsinga um ■ Bára Magnúsdóttir þýðir og stað- færir „Léttir og ljúffengir réttir,“ en hún hefur nú rekið heilsurækt í Reykjavík í 15 ár. handa bömum og unglingum, en aðaltitilinn vantar enn. Við gefum nú út fjórðu bókina í flokknum „Húsið á sléttunni" eftir Laura Ingols Wilder, en þetta eru bækur sem hafa gengið mjög vel, vegna þess að þetta em bækur sem taldar eru til bókmennta, - í Ameríku amk. Það er Óskar Ingimarsson sem þýðir. Að lokum ætla ég að geta um það að við gefum nú út bækur númer þrjú og fjögur í bókaflokknum „Millý, Mollý, Mandý,“ en þetta em þekktar telpna- bækur sem kunnugt er og auk þess verðum við með ýmsar bamabækur, sem við teljum ekki upp að sinni. - AM ■ Walther von Knebel, sem fórst í Öskjuvatni árið 1907. meðferð blóma og algenga plöntusjúk- dóma. Mörgum mun þykja fengur að „Ensk-ísl. viðskiptaorðabók, sem nú kemur á markað með 9000 orðum sem varða viðskipti og gott er að hafa nærtæka við ritun og lestur viðskipta- bréfa. Þórir Einarsson, prófessor og Terry Lacy háskólakennari taka saman og annast útgáfuna. Ný jarðfræði kemur nú út eftir Ara Trausta Guðmundsson. Nefnist hún „Ágrip af jarðfræði handa skólum og almenningi." í „Bókaklúbbi Amar og Örlygs er góðra tíðinda að vænta. Má þar nefna „ísafold" eftir Inu von Gmmbkow í þýðingu Haraldar Sigurðssonar, en hér segir frá ferð þessarar konu til íslands 1908 er hún var að grennslast fyrir um afdrif unnusta síns Walthers von Knebels, sem fórst í öskjuvatni árið áður. Mannleg skírskotun, harmsaga með ugg ísl. öræfanáttúm í baksýn. Jólabók klúbbsins er ekki af verri endanum, en hún er „Könnunarsaga veraldar,“ sem Kjartan Jónasson hefur þýtt. Er bókin afburða glæsileg og vel til hennar vandað á allan hátt og mun hún eiga eftir að vekja mikla athygli á haustinu, en segja má að hún spanni allt það svið sem fyrir hefur verið tekið í bókum forlagsins um landkönnuði og menn þekkja. Ekki er enn allt upp talið, því enn höfum við ekki minnst á bamabækur forlagsins, en látum hér staðar numið að sinni. -AM UNITEDSTATES SINCEI865 NINETEENTH EOITION, 1977 A, KROUT/ARNOIO S, RlC£ R&iíaDeísöl My Own Stoiy. Höfúndur: Luciauo Pavarotti og William Wright. Útgef.: Wamer Communications Co. ■ Hér er komin ævisaga stórstjöm- unnar Pavarotti, sem heimsótti okkur Islendinga á Listahátíð hér um árið og keppti um athuyglina við forsetafram- bjóðendur í sjónvarpinu kvöldið fyrir kjördag. Stórsöngvarinn segir hér frá uppvaxt- arámm í Modena á Italíu og vinur hans dr. Umberto Boeri er 'leiddur fram á sjónarsviðið til þess að rekja minningar hans um hann. Pavarotti lýsir hvemig á því stóð að hann gerist söngvari, söngnámi og því er hann finnur kvonfang sitt, en Adua Pavarotti segir hér einnig frá tildrögum þess frá sínum sjónarhóli. Áfram heldur sagan, - leiðin á tindinn er rakin stig af stigi. Bókin er rituð af gleði og fjöri og hinn glaðlyndi ítali brosir alls staðar út á milli línanna, einnig þar sem hann tekur sér málhvíld og aðrir listamenn, þar á meðal Joan Sunderland, rabba um þetta goð óperunnenda eins og þeir kynntust honum. United States since 1865. Höf.: John A. Krout/Amold S. Rice ■ í bókinni er fjallað um Bandaríkin út frá efnahagslegum, pólitískum og þjóð- félagslegum sjónarhomum sfðustu hundrað árin og ríflega það. Þetta er bók sem reglulega hefur verið endurskoðuð í áranna rás, en fyrst kom hún út 1933. Það er 19. útgáfa sem við höfum hér í höndum, og er hún útgefin 1977. Má því senn eiga von á hinni næstu. En þessi ætti að gegna sínu hlutverki vel, enda er hér fjallað um eftirtíma Viet Nam stríðsins, slökunarstefnuna og mannréttinda- hreyfingamar, - atburði allt fram í tfð Carters. Sem handbók um eldri tímann er bókin enn mikilsverðari, eins og eftirfarandi kafiaheiti ættu að sýna: „Frá Grant til Cleveland. Innanríkismálefni, Búseta vesturfrá, Upphaf stóriönaðar, Staða iðnverkamanna, Heimsveldið, Frjálslyndisstefna Wilson o.s.frv. Þótt ekkert sé auðveldara en útvega sér sögu Bandaríkjanna í yfirgripsmeira og ítarlegra formi, þá má líta á að hér er um að ræða stutt og samt all hnitmiðað ágrip, sem hefur verið marg betmmbætt með sífelldri endurskoðun. ■ Ofannefndar bækur fást í bókaverslun Máls og menningar. Tekið skal fram að hér er aðeins um kynningu að ræða, en enga ritdóma. Victorian People. Höfundur: Asa Brigg. Útgef.: Penguin ■ Eftir lestur þessarar bókar eiga menn ekki lengur að Ifta svo á að það að vera „viktoríanskur" sé neitt skammaryrði. Svo vel þykir Briggs lávarður gera efni sínu skil á síðum hennar, en fjallað er um ýmsa mektarmenn Bretlands á ámnum milli heimssýningarinnar miklu 1851 og annarrar umbótalöggjafarinnar 1867. Vonandi segja eftirfarandi kaflaheiti nokkuð um þau svið sem höfundur ritar um: „John Arthur Roebuck og Krím- stríðið." „Samuel Smile og Guðspjall vikunnar.“ “Tomas Huges og skólamál- in,“ „Robert Applegrath og verkalýðs- félögin," „John Bright og umbóta- starfið," og „Benjamin Disraeli og stökkið út í myrkrið." Bókin er rituð af mikilli glöggskyggni og skopskyni og hlýtur að bæta nokkm við þekkingu meira að segja fróðustu manna um síðustu öld. Höfundurinn er fasddur árið 1921 og er meðal allra fremstu manna í heimalandi sínu á sviði sagnfræði og menntamála og ber hæstu nafnbætur fyrir lærdóm sinn. Chinese Horoscope. Höfúndur: Panta Delsol. Útgefandi Pan Books ■ í Kfna hafa þeir ekki minni trú á „stjömumerkjunum“ en fólk á Vestur- löndunum. Hins vegar era þeir ekkert upp á það komnir að fara f smiðju til annarra landa stjömuspámanna og hafa smíðað sér sitt eigið kerfi, - kannske eldra en það sem við þekkjum: Meyjan, ljónið, fiskamir, tvíburinn og það allt. í Kína er talað um rottuna, apann, köttinn, hanann, tígrisdýrið og þar fram eftir götunum. { Kína segja þeir enn fremur að ekki sé von á fólki í hverju þessara merkja nema á 12 ára fresti en það árið em líka allir í sama merki. T.d. em þeir „drekar" upp á kínversku sem fæddir em árin 1904, 1916, 1928, 1940, 1952, 1964 og 1976. Sterk sameiginleg einkenni tengja þá sem fæddir em sama ár, en þó er það mismunandi hvemig árið er reiknað, til dæmis nær „drekaárið“ 1904 frá 16. febrúar það ár til 4. febrúar 1905, en „drekaárið" 1976 frá 31. janúar það ár til 18. febrúar 1977. Óhætt mun að fullyrða að þeir sem á annað borð em hallir undir hið „dulræna“ muni ekki hafa minna gaman af útleggingu stjömuspekinnar upp á kínversku en gömlu útleggingunni. Höfundur mælir með því að fólk hafi þessa bók til hliðsjónar með þeirri aðferð sem við eigum að venjast og lofar góðum árangri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.