Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 1
Réttað í Vatnsdalsrétt — bls. 10-11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 16. september 1982 210. tbl. - 66. árgangur. Vefnaðar- sýning — bls. 12 Hráefnisskortur yfirvofandi á Vestfjörðum: MISSI STARFSFOUdÐ EF FLOTINN STÖDVAST — Ýmis útgerðarfyrirtæki hugleiða að láta skip sín halda áfram veiðum, þrátt fyrir bann LÍÚ ■ Alvaricga horfir í málum fisk- vinnslunnar á Vestfjörðum og reyndar víðar á landinu ef stöðvun fiskveiði- flotans verður framlengd. Er nú svo komið að ýmis útgerðarfélög hugleiða það að stöðva ekki skip sín þó að LÍÚ framlengi fyrirmæli sín þar að lútandi. - Málið verður sífellt alvarlegra og það er mikið í húfi, sagði Bjarni Thors, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri í samtali við Tímann. Bjami sagði að nú yrðu forráðamenn útgerðarinnar og stjórn- völd að komast að samkomulagi, því annars gæti farið illa. - Við erum hér með fjölda útlendinga í vinnu og ef frystihúsin stöðvast þá erum við búnir að missa þetta fólk úr landi og þá er hægara sagt en gert að fá nýtt starfsfólk í staðinn, sagði Bjami Thors. í samtölum við aðra útgerðarmenn á Vestfjörðum kemur fram að flestir hafa lítið hráefni í þessari viku.en togaraafli í byrjun næstu viku gæti bjargað málum í bili, ef ekki semst í deilu LÍÚ og stjómvalda. Sjá nánar bls. 3 - ESE ■ Þessi mynd var tekin rétt fýrir vestan Búrfell í gær og sýnir hvar Gnúpverjar eru að reka hluta þess fjár sem þeir hafa verið að safna saman undanfama níu daga, allt norður undir Hofsjökul. Alls var safnað saman nálægt átta þúsund fjár. Réttað verður í Skaftholtsrétt í dag, og verður það trúlega stærsta rétt landsins á þessu hausti. Túnamynd: SV Óvænt fráfall dr. Kristjáns Eldjárns hefur lítil áhrif á heimsókn Vigdísar til USA: MINNINGARATHÖFN HALD- IN A KENNEDYFLUGVEUJ á föstudag. Forsetinn er væntanlegur heim um midja næstu viku ■ Óvænt fráfall dr. Kristjáns Eld' jáms, fyrrum forseta íslands, mun ekki hafa mikil áhrif á heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Banda- ríkjanna. Akveðið er að haldin verði minningarathöfn um Kristján Eldjára í kapellu í námunda við Kennedy-flug- völl í New York á föstudag. Á laugardaginn heldur svo Vigdís ásamt föruneyti til Seattle, en hún er væntaleg heim n.k. miðvikudag. í gærmorgun heimsótti Vigdís Finn- bogadóttir Pierpont Morgan bókasafn- ið í New York. Þar tók hún á móti þjóðhöfðingjum annarra landa og leiddi þá um safnið og sýndi þeim íslensk handrit. Að því loknu hélt hún blaðamanna- fund. Á fundinum hélt forsetinn inngangserindi þar sem hún lýsti mikilvægi handritanna í mennmgu fslendinga. Skýrði hún frá því að íslendingar hefðuverið mestu^agnarit- arar miðalda og einnig að prentun hefði hafist mjög snemma á íslandi. Gerði hún blaðamönnum grein fyrir því að handritin hefðu verið skrifuð á býlum vítt og breitt um landið. Pá rakti hún sögu handritanna og þær raunir sem það kostaði að safna þeim saman á nýjan leik eftir þau höfðu dreifst víða um lönd. Hún sagði frá því að meðan fátæktin var mest meðal þjóðarinnar hefðu handritin jafnvel verið notuð í fata- snið. Klukkan 21 í gærkvöldi opnaði Vigdís Finnbogadóttir handritasýn- inguna í Pierpont Morgan bókasafn- inu formlega. GTK/-Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.