Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 4
X ÍTMMTUDAGUR 16. SEFTEMBER 1982 Dagmæður í Reykjavík skila inn leyfum og... TAKA BORN I DAGVIST- UN BAK VIÐ TJÖLDIN — vegna bókhaldsskyldunnar ■ »Ég er ein þcssara dagmæðra sem viðtali við Tímann, en hún vill af mömmur sem hafa valið þessa sömu hef valið þá leið að taka börn í dagvistun skiijanlegum ástæðum halda nafni sinu leið, og ég held að bókhaldsskyldan eigi á bak við tjöldin, eftir að þessi leyndu. mikla sök á þeim skorti sem nú er bókhaldsskylda var sett á okkur af kominn upp,“ sagði þessi sama dagmóð- rikisskattstjóra“ sagði ein dagmóðir í „Ég veit að það eru margar dag- jr. Tíminn ræddi við nokkrar dagmæður, sem valið hafa þessa leið, og er þær voru spurðar hvers vegna þær tækju nú börn í dagvistun, án þess að tilkynna það til Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, þá tilgreindu þær bókhaldsskylduna sem helstu orsökina. - AB „Bókhaldsskyld- an adalorsökin” — segir Jóná Sigurjónsdóttir for maður Félags dagmæðra um innlagningu leyfa dagmæðra ■ „Ég hef heyrt af því að dagmæður hafa nú í æ ríkara mæli lagt inn leyfi sín hjá Félagsmálastofnun og tel ég höfuð- ástæðuna verabókhaldsskylduna,“sagði Jóna Sigurjónsdóttir, formaður Félags dagmæðra í viðtali við Tímann. Jóna sagði að ekki væri enn Ijóst hversu mikill fjöldi þetta væri. Hún sagði að í flestum tilvikum þá væri það pappírsvinnan í kring um bókhaldið sem yxi dagmæðrunum í augum. Þetta væri að vísu einfalt bókhald, en sér virtist sem orðið bókhald yrði til þess að hræða konumar. Þeim fyndist það heilmikið mál að þurfa að halda bókhald. „Það sem gerir vandann meiri nú, er það að eftirspurn eftir plássi hjá dagmæðrum hefur farið vaxandi," sagði Jóna. „Yfirleitt hætta margar konuryfir sumartímann. En nú hefur hins vegar komið upp sú staða að það eru fáar konur sem byrja núna í haust, en oftast hefur sá hópur verið stór.“ Jóna var að því spurð hvort það væri ekki skref aftur á bak að hennar mati, að þessi bókhaldsskylda hefði það í för með sér að dagmæður skiluðu inn leyfum sínum hjá Reykjavíkurborg, og færu síðan út í það að taka börn í dagvistun á bak við tjöldin, þannig að Félagsmála- stofnun Reykjavtkur hefði ekki lengur þá yfirumsjón með dagvistun í heima- húsum, sem hún hefði haft áður en bókhaldsskyldan var sett á: „Þessi þróun er svo sorgleg að það tekur ekki nokkru tali. Það er mjög af því illa, ef Félagsmálastofnun missir nú þá yfirsýn og yfirumsjón sem hún hefur með dagvistuninni. Það sem er enn verra í þessu sambandi er það, að þessi bókhaldsskylda er hreint ekki svo ógnvænleg eða flókin, þannig að afstaða dagmæðranna er oft á misskilningi byggð." Jóna sagði að til stæði að kynna dagmæðrum hvernig standa ætti að þessu bókhaldi, og sagðist hún vona að sú kynning hefði það í för með sér að dagmæðurnar sæju hversu einfalt þetta væri. - AB „Astandið með versta móti” — segir Margrét Sigurðardóttir um eftirspurn eftir plássi hjá dagmæðrum í Reykjavlk ■ „Þessi bokhaldsskylda hefur haft óheppileg áhrif,“ sagði Margrét Sigurð- ardóttir, dagvistunarfulltrúi hjá Félags- málastofnun, þegar Tíminn spurði hana hvort framboð á dagvistun hjá dagmæðr- um hefði minnkað eftir að dagmæðurnar voru gerðar bókhaldsskyldar. „Ég er ekki í vafa um það að mörg ágætiskonan sem starfað hefur sem dagmóðir, hefur lagt inn leyfi sitt og hætt af þessum sökum," sagði Margrét; „og þess vegna m.a. hefur eftirspurn eftir dagvistun aukist svo að ég minnist þess ekki að ástandið hafi áður verið jafn slæmt og nú. Þetta er þannig þjónusta sem þessar konur veita, að mér hefði ekki þótt neitt óeðlilegt að samið hefði verið sérstak- lega um það hvernig þessar konur telja fram. Þetta er heimilisþjónusta, sem er þjóðfélaginu mjög nauðsynleg, því hún gefur fólki möguleika á því að sinna atvinnulífinu og halda því uppi.“ - AB ..Ábvggilega af þvf góða að gera breytíngar á lögunum” — segir borgarendurskodandip Bergur Tómasson ■ „Dagmæður ættu í reynd að vera skattlagðar af tekjum þeim sem þær fá fyrir gæsluna, að frádregnum þeim kostnaði sem þær verða að leggja út vegna starfscmi sinnar, eins og húsnæð- is- fæðis-, hita-, og Ijósakostnaði, svo ég nefni einhver dæmi,“ sagði Bergur Tómasson, borgarendurskoðandi, þegar Tíminn spurði hann hvernig skattlagningu dagmæðra væri háttað, eftir að ríkisskattstjóri úrs'íurðaði um skattskyldu þeirra á síðastliðnum vetri. „Meiningin var nú reyndar sú, að reyna að haga málum þannig að þessar tekjur dagmæðranna yrðu ekki skatt- lagðar,“ sagði Bergur, „það er að segja að kostnaðurinn af þessari starfsemi vægi upp á móti tekjunum, en vegna lagabókstafsins um bókhaldsskylduna, þá náði það ekki fram að ganga. Niðurstaðan varð því sú, að þvt er mig minnir, að dagmæðurnar fengu viður- kenndan sem kostnað hluta af þessum tekjum, en afgangurinn er svo skattlagð- ur.“ Bergur var að því spurður, hvort ekki væri nauðsyn á því að þessum lagabók- staf yrði breytt, fyrst hann hefði leitt til þess að fjöldi dagmæðra hefði valið þá leið að skila inn leyfum sínum til Reykjavíkurborgar og síðan tekið börn í dagvistun án þess að gefa það upp, eða hafa til þess leyfi, sem hlyti að hafa orðið til þess að Félagsmálastofnun hefði misst þá yfirumsjón með dagvistun í Reykja- vík, sem hún hefði hingað til haft: „Það væri ábyggilega af því góða að gera einhverjar breytingar á þessum lögum, þannig að hægt væri að komast hjá að skattleggja þessar dagmæður." -AB ■ Eimskipafélag fslands hefur að undanförnu verið að þreifa fyrir sér með sölu á einu eða fleirum af systurskipunum þremur Fjallfossi, Lagarfossi og Laxfossi. Nýlega tókust samningar við skipafélag á Kýpur um sölu á Lagarfossi og verður hann afhentur nýjum eigendum í október. Ekkert hefur verið afráðið um sölu á hinum skipunum tveimur. Sem kunnugt er var Eimskipafé- lagið með tvö ný skip í smíðum á Spáni. Samningar um kaupin hafa nú gengið til baka. „Vandamálið sem kom upp varðandí þessar nýsmíðar var, að Spánverjamir sem voru okkar milligöngumenn, lentu í málaferl- um við skipasmíðastöðina. Þess vegna neitaði skipasmfðastöðin að afhenda þeim skipin og við treystum okkur ekki til að bíða málalykta,“ sagði Þorkell Sigurlaugsson, deildarstjóri hjá Eimskip, í samtali við Tfmann í gær. Nú stendur Eimskipaféiagið í samn- ingum við breskt skipafélag um leigu á tveimur gámaskipum. Að sögn Þorkels eru þau skip mjög sambærileg skipunum sem til stóð að fá frá Spáni. Ef samningar nást verða skipin tvö í gámaflutningum milli íslands og Bandaríkjanna. —Sjó. Þjófnadir við Síöumúlann ■ Mikið var um þjófnaði og grip- deildir við Síðumúlann í fyrrinótt. Brotist var inn í Vökul, bílaumboð sem nýlega hætti starfsemi. Þar var stolið bíl af Dodge Dart gerð, árgerð 1975. Bíllinn fannst í morgunsárið óskemmdur í Breiðholtinu. Ekki hefur tekist að upplýsa málið. Brotist var inn hjá SÁÁ við Síðumúla 32. Þar var stolið nokkur hundruð krónum. Loks var brotist inn í bíl við Síðumúlann og stolið úr honum talstöð. -Sjó Endurskod- un sveitar- stjórnar- iaga hraðað ■ 12. landsþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga lauk síðdegissl. föstudag á Hótel Sögu. Eins og greint var frá í Tímanum sl. taugardag, þá var Bjöm Friðfinnsson kjörinn formaður sambandsins til næstu fjögurra ára, í stað Jóns G. Tómassonar, borgarlögmanns, sem verið hefúr formaður sambandsins sl. fjögur ár. Aðrir í stjóm voru kjörnir Ingi- björg J. Rafnar, borgarfulltrúi í Reykjavtk, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, en hann var jafnframt kjörinn varaformaður sambandsins á fyrsta fundi stjómar- innar, Húnbogi Þorsteinsson, sveitar stjóri í Borgamesi, Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvamms- tanga, Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, Logi Kristjánsson, bæjar- stjóri í Neskaupstað og Ölvir Karlsson, oddviti Ásahrepps. Auk þessa var á þinginu kosið fulltrúaráð sambandsins, en það er skipað 3 fulltrúum úr hverju kjör- dæmi, nema 4 úr Reykjavík. Þingið ályktaði um fjölda mála og má þar fyrst nefna ályktun um endurskoðun sveitarstjórnarlaga, en í þeirri ályktun segir m.a. „Lands- þing Sambands íslenskra sveitar- félaga leggur áherslu á, að endur- skoðun sveitarstjómarlaga verði hraðað þannig að augljósir ann- markar á núgildandi löggjöf verði lagfærðir." Auk þess var m.a. ályktað um eignamat sveitarfélaga, samskiptamiðstöð sveitarfélaga, verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, staðgreiðslu opinberra gjalda, framhaldsskólamál, heilbrigðismál og húsnæðismálalöggjöf. -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.