Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982
■ Busavígsla í Lögregluskólanum? Nei. Stúdentaóeirðir í Paris? Nei. Æfing hjá Lógreglukómum? Gettu betur. Heimsmeistarakeppnin
í reiptogi? Ekki aldeiiis....
■ Jón Bjarnason á Bakka ræðir við laxveiðimann.
Um 12-15 þúsund fjár réttað í Vatnsdalsrétt:
■ Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra ræðir málin við einn bóndann í Vatnsdalsrétt. - Tímamyndir: JS.
■ „Gangnamenn okkar fengu ágætis
veður í göngunum nú en þær stóðu yfir
í fimm daga. Ætli það hafi ekki verið á
milli 12 og 15 þúsund fjár sem komu í
Vatnsdalsrétt að þessu sinni“ sagði
Kristín Lárusdóttir frá Bakka, réttar-
stjóri í Vatnsdalsrétt í samtali við
Tímann, en það mun vera fremur
sjaldgæft hérlendis að kona sé réttar-
stjóri.
„Ég tók þetta starf að mér þar sem
það vantaði manneskju í þetta. Ég tel
að réttirnar hjá okkur hafi gengið mjög
vel, raunar var þeim að mestu lokið um
10 leytið á laugardagsmorguninn sem er
óvenjusnemma" sagði Kristín.
Veður var gott réttardagana, föstudag
og laugardag, en nokkuð svalt og sagði
Kristín það hafa komið vel út því fólk
hefði þá fremur dregið fé í dilka sér til
hita og allt gengið betur og fljótar fyrir
sig af þeim sökum.
Fjölmenni var að venju í Vatnsdals-
rétt og auk bænda sveitarinnar mátti þar
kenna mörg stórmenni. Pálmi Jónsson
landbúnaðarráðherra og bóndi á Akri
mætti til að vitja sauða sinna og dró hann
fé þeirra Þingbúa af krafti í dilka en gaf
sér þó tíma til að sinna öðrum
skyldustörfum og rabba við menn um
landsins gagn og nauðsynjar og vænleika
fjárins af fjalli. Þá var einnig mættur
alþingismaðurinn Ingólfur Guðnason en
hann hélt sig að mestu utan réttar og
virtist hafa í nógu að stússa þar.
í réttunum mátti einnig kenna Ásgrím
Kristinsson fyrrum bónda að Ásbrekku,
en hann var, og er raunar enn, ókrýnt
hirðskáld þeirra Vatnsdæla.
Við spurðum Kristínu um hvort henni
hafi fundist starf réttarstjóra erfitt en
hún sagði svo ekki hafa verið. „Þetta er
ábyrgðarstarf sérstaklega ef vond eru
veður og réttarstjóri þarf að vega það
og meta hvað skuli gera, en að þessu
sinni var veður ágætt og engir erfiðleikar
komu upp“, sagði hún. - J.S./- FRI.
■ Menn drógu sér til hita í réttunum.
■ Asgrimur Kristinsson ásamt syni sínum Ölafi.
„RÉTTUNUM LOKIÐ ÓVENJULEGA SNEMMA
kenndi hér.
..prúð og frjálsleg í fasi, fram og aftur í röð“ Það er svo sannarlega gaman að vera byrjaður í skólanum, en ekki vissi ég að Svarthöfði
„BLAUTUM BUSA
ER BEST AÐ UFA
Af busum, nidurdýfingum, toll-
eringum og staðreyndum lífsins
■ „Blautum busa er best að lifa" var sagt
hér áður fyrr er nýjum nemendum við
Menntaskólann við Tjömina var stungið á
hausinn á bólakaf ofan í fomga Tjöraina,
öndunum og homsílum til mikillar armæðu.
Niðurdýfingaskímir þessar vom til marks um
að græningjamir hefðu verið teknir í heldri
manna tölu og var það haft fyrir satt að fúlt
og fomgt Tjamarvatnið hefði haft ótrúlega
góð áhrif á busana. A.m.k. reyndu MR-ingar
hvað eftir annað að lauma sínum skrfl í hið
helga vatn, enda flestir þar á bæ orðnir
hundleiðir á tíræðum tolleringum.
Hvað um það. Menntaskólinn við Tjöm-
ina er allur, a.m.k. fluttur inn að Teitssjoppu
í Gnoðarvogi og endumar ere því einráðar á
Tjöminni og líklega allar komnar með
rassmótor í launaflokk B4 eins og Spilverkið
kvað um árið. Og enn ere busar bleyttir og
barðir til hlýðni. Busavígslum er lokið (
Menntaskólanum við Sund, Menntaskólan-
um við Hamrahlíð og Fjölbrautaskólunum
tveim, en Menntaskólinn í Kópavogi og
Fræðasetrið við Lækjargötu láta til skarar
skríða innan skamms. Og ef að líkum lætur
kjöldraga Flensborgarmenn sína nýnema í
Læknum góða innan skamms.
Ljósmyndari Tímans var viðstaddur vígslu
nýnema við Menntaskólann við hitaveitu-
stokkinn á dögunum og myndaði þar
hjörðina sem velflest mun enda á Melakleppi
eftir fjögur ár eða svo. Reyndar var ekki gott
að segja til um hvað var að ske þarna í
Hamrahlíðinni, en busar báre sig þó vel og
baunuðu skammaryrðum á böðla sína. En
að lokum urðu þeir þó að láta f minni pokann
og hneigja sig pent fyrr eldri og reyndari
konum og mönnum. Síðan var stiginn dans
um kvöldið (væntanlega) og strákar hittu
stelpur og svo framvegis. _ ESE.
■ „Ökum ömmu gömlu á öskuhauginn og niður með fasistana“. Heldra liðið gerir grin að
nýliðunum í skólanum við hitaveitustokkinn. - Timamyndir: Róbert.
■
í!Í
X ' , % %
■