Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 1«. SEPTEMBER 1982
aniiuiií
fréttirl
Breytingar gerðar á rekstri ISAL í Straumsvík:
A MILLI 40-60 STARFS
MENN MISSA VINNU SINA
■ „Þessir menn voru aðeins ráðnir til
ÍSAL tímabundið, meðan á breytingun-
um á vaktafyrirkomulaginu stóð, og
þeim var sagt það í vor þegar var verið
að semja við félögin að þeir myndu þurfa
að hætta þegar breytingamar væro
afstaðnar,“ sagði Ragnar Halldórsson,
forstjóri ÍSAL, í viðtali við Tímann,
þegar hann var að því spurður hvort
ISAL hefði sagt upp mörgum af
starfsmönnum sínum.
„Þessir menn eru einhvers staðar á
milli 10 og 20, og er starfsaldur þeirra
allt að tvö ár. Það var um það samið við
þá að þeir yrðu þar til sumarleyfum lyki,
þannig að einhverjir þeirra eru nú að
hætta en aðrir verða nokkra mánuði í
viðbót sagði Ragnar.
Aðspurður um það hvort fleiri
uppsagnir væru á döfinni hjá ÍSAL sagði
Ragnar: „Það stendur til að framlengja
ekki tímabundnar ráðningar, sem
gerðar voru á meðan á breytingum stóð,
þannig að á næstu mánuðum munu
svona 30 til 40 hætta störfum þess
vegna."
Ragnar sagði jafnframt að þessi
fækkun starfsmanna hjá fyrirtækinu væri
ekki tilkomin vegna þess að fyrirtækið
væri að draga saman seglin, heldur
vegna þess að nú væri búið að breyta
vaktafyrirkomulaginu úr þrískiptum
vöktum yfir í tvískiptar vaktir, og það
þyrfti færri menn til þess að manna
tvískiptar vaktir en þrískiptar vaktir.
Hagræðingin hefði það í för með sér að
hægt væri að fækka starfsmönnum.
Á bilinu 130 til 140 starfsmenn ÍSAL
hafa hætt störfum nú undanfamar tvær
vikur, en það eru allt starfsmenn sem
ráðnir vom til sumarafleysinga.
- AB
Útgerdarfyrirtæki á Vestfjördum:
HUGLHM AÐ LATA SKIP
SÍN HALDA ÁFRAM VEKNIM
■ Hráefnisskortur er nú víða yfirvof-
andi hjá frystihúsum á Vestfjörðum og
er nú svo komið að nokkur útgerðarfyrir-
tæki hugleiða að láta skip sín halda
áfram veiðum, jafnvel þó að trúnaðar-
ráð LIU hafni tillögum Sjávarútvegs-
ráðherra og ákveði að stöðva flotann.
Samkvæmt upplýsingum þeim sem
Tíminn hefur aflað sér hafa nokkur
frystihús nú lokið að vinna þann afla sem
þau hafa haft til ráðstöfunar og önnur
eru í þann veginn að verða hráefnislaus.
Það kann þó að bjarga miklu að margir
Vestfjarðatogaranna koma úr veiði-
Sundafrek tveggja kinda
úr Holtunum:
Syntu beint
sláturhúsid
á Self ossi
— yfir Þjórsá þar sem hún er
rúmur kílómetri á breidd
I
■ Leitarmenn sem voro að koma af
Gnúpverjaafrétti urðu í gær vitni að
mjög svo óvenjulegum atburði við
Þjórsá. Þá syntu tvær kindur vestur
yfir jökulfljótið þar sem það er
breiðast, eða rúmur einn kilómetri á
breidd.
Að sögn Halldórs Eyjólfssonar,
starfsmanns við Sigöldu voru leitar-
mennimir að koma niður með Þjórsá
vestanverðri er þeir urðu varir við sex
kindur á austurbakka árinnar. Skipti
engum togum að kindumar hlupu
beint í jökulána og virtist sem að þær
væru gripnar einhverju æði. Kindun-'
um tókst að synda að skeri í miðri ánni
og staðnæmdust þær þar í vatni upp í
kvið. Leitarmennimir gerðu þá starfs-
mönnum í Sigöldu viðvart og bmgðu
þeir skjótt við og komu á bát með
utanborðsmótor upp ána, en staðurinn
þar sem kindumar lögðust til sunds er
við uppustöðulónið um þrjá til fjóra
kílómetra fyrir ofan Sultartanga. Er
mennimir komu á vettvang þá voru
tvær kindanna komnar alla leið yfir
ána, en hinum fjómm tókst að snúa til
sama lands. Var svo mjög af einni
kindanna dregið að taka varð hana um
borð í bátinn.
Þjórsá er sem kunnugt er sauðfjár-
veikivarnariína allt frá upptökum til
ósa og hefur ekki borið á öðm en að
áin hafi reynst vel í því sambandi.
A.m.k. hefur engum hingað til dottið
í hug að sauðkindin gæti þreytt slíkt
sund í beljandi jökulvatninu og raunin
varð á í gær. Það má þó búast við þvf
að það verði kindunum sem sigmðust
á Þjórsá og sauðfjárveikivömunum
skammgóður vermir því að þær munu
nú væntanlega hafa þreytt sitt síðasta
sund, alla leið inn f Sláturhúsið á
Selfossi. Ekki kemur nefnilega til
greina að flytja þær aftur yfir ána
vegna reglna sauðfjárveikivama. ESE
ferðum í byrjun næstu viku og ætti sá
afli að duga viðkomandi frystihúsum í
fjóra til fimm daga. Ekki geta öll
frystihús þó treyst á togaraaflann.
- Við erum núna að klára að vinna
aflann úr togaranum Sigurey og ég býst
við því að við verðum stopp á morgun
eða í síðasta lagi á mánudag., ef við þá
stoppum sagði Jón Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Patreks-
fjarðar. Jón er einn þeirra sem eru mjög
óhressir með þá ákvörðun að stöðva
flotann og sérstaklega þó með þann
skamma frest sem trúnaðarráð LÍÚ
veitti stjórnvöldum til að finna lausn á
vanda útgerðarinnar. Jón sagðist sem
aðrir bíða viðbragða LÍÚ við tillögum
ráðherra, en ef þeim yrði hafnað gæti
allt gerst.
- Við merjum þetta út þessa viku og
síðan eigum við von á togaranum Elínu
Þorbjarnardóttur inn á mánudag með
afla, sagði Bjarni Thors, framkvæmda-
stjóri hjá Fiskiðjunni Freyju á Suður-
eyri. Bjarni sagði ástandið mjög alvar-
legt og hann forðaðist að hugsa um hvað
gerðist ef flotinn stöðvaðist lengi.
- Þessir menn verða bara að gjöra
svo vel að bjarga þessu strax annars er
illt í efni. Við erum með fjölda
útlendinga í vinnu og ef húsin stöðvast
þá missum við þá alla í burtu. Ef stöðva
á flotann lengur þá veit ég ekki hvað
gert verður, en það má vel vera að það
borgi sig að reyna að bjarga því sem
bjargað verður, sagði Bjarni.
Einar Oddur Kristjánsson, fram-
kvæmdarstjóri Hjálms hf. á Flateyri
sagði að þeir ættu hráefni fram að helgi
en síðan kæmi togarinn Gyllir væntan-
lega inn á mánudag. Þeir ættu svo
pantaðan tíma í slipp, þannig að ef
stöðvun flotans yrði lengri þá kæmi
það sér ekki svo illa fyrir þá fyrsta kastið.
- Við höfum leitað til LÍÚ og beðið
þá um að útvega okkur hráefni, en við
urðum hráefnislausir í dag, sagði
Sigurður Kristjánsson, framkvænda-
stjóri Hraðfrystihúss Dýrfirðinga.
Sigurður sagði að LÍÚ hefði engin ráð
haft um hráefni, en togarinn Framnes 1.
kæmi úr veiðiferð nk. mánudag og
myndi sá afli væntanlega duga eitthvað
fram í vikuna.
- ESE
Dr. Gunnar
Thoroddseripfor-
sætisrádherra:
Ávarp
— vegna fráfalls
dr. Kristjáns
Eldjárnsr fyrrum
forseta íslands
■ Góðir íslendingar!
Fyrir tveimur vikum áttum við
Kristján Eldjárn viðræður þar sem
margt bar á góma. Ekki hvarflaði það
að mér þá, að þetta væru okkar síðustu
samfundir. En viku síðar fór hann vestur
um haf til læknisaðgerðar. Með svipleg-
um hætti er lífsskeiði hans nú lokið,
stundaglasið runnið út.
Á lýðveldisárinu 1944 lauk hann prófi
við Háskóla íslands sem magister í
íslenskum fræðum. Hann varð ótvíræð-
ur meistari í íslenskri tungu. í sögu og
fornfræðum varð hann afkastamikill
fræðimaður og rithöfundur. Leikni
hans og list í meðferð móðurmálsins
kom honum að góðu gagni í forsetastarf-
inu. Þá naut hann sín vel þegar hann
skyldi semja og flytja ræður sem forseti
íslands og sæmilegt tóm var til að vanda
það sem best að efni og orðfæri. Enda
voru ræður hans rómaðar.
Á ferðum sínum um ísland og til
annarra landa, kynntist hann landinu og
fólkinu og kynnti lsland út á við.
Hvarvetna gat hann se’r gott orð.
Kristján Eldjárn var farsæll forseti og
bjó við vaxandi vinsældir og traust þá
tylft ára sem hann gegndi því starfi.
Þjóðin harmar fráfaíl Kristjáns Eld-
járns og þakkar störf hans öll. Við
vottum Halldóru, fjölskyldu þeirra og
ástvinum innilega samúð.
í Sturlungu er borin fram þessi bæn
til handa öðrum merkum manni og læt
ég hana vera mín lokaorð: „Lætur Guð
honum nú raun lofi betri.“
GMC SUBURBAN
Árgerð 1976. Ekinn 37.000 km.
Hjálparsveit skáta Garðabæ
Þessi bíll er til sölu.
Bíllinn er eins og nýr.
Breiðdekkog felgur. Útvarp.
Sæti fyrir 11 manns.
Bíll á góðu verði.
Upplýsingar í síma 82281 og 54888
VIDEOSPORTs/f
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið mikið
af myndefni í V.H.S. með og án íslensks texta.
Opið alla
daga
kl. 13.00-23.00
w