Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982 Nú vill svo til að í næsta nágrenni við þá sem búa í Reykjavík eru ágætir staðir þar sem unun er að dvelja. Hér skal nefna Hljómskála- garðinn og Laugardalinn, Óskjuhlíðina og Heiðmörk- ina. oft hsegt að veita sér á frídögum án þess að kosta miklu til. Hér höfum við nefnt bóklestur, náttúruskoðun í næsta umhverfi og félagsskap við fjölskyldu og góðvini. Þetta á að vera og er verulegur þáttur í lífsnautn heilbrigðra manna. Og trúlega er óhætt að segja að eitt af því sem miður fer í mannlífinu hér er einmitt það að menn gefa sér ekki nógan tíma til að rækja hin góðu kynni og hafa félagsskap við vini sína. Sagt er að skemmtistaðir Reykjavíkur bjóði fram 2500 stóla á hverju kvöldi, a.m.k. hálfa vikuna og þeir hafi yfirleitt verið fullsetnir. Það er eitt með öðru sem nefnt er til dæmis um að ýmsir virðast geta kostað nokkru til að njóta tómstunda sinna. Hvað sem um það er og hvort sem á því verður breyting eða ekki mættu menn vel hugleiða hvort þeir geti ekki öðru hvoru haft gagn og gleði af tómstundum og frídögum án mikillar eyðslu. Tómstundir ogfrídagar geta gert sitt gagn á margan hátt án mikilla fégjalda. Og allt er þetta verðugt umhugsunarefni. Það er staðreynd að samdráttur er orðinn í tekjuöflun íslendinga. Mörgum finnst ástæða til gætni og aðgæslu. Og enginn veit nema erfiðasti kaflinn sé eftir. Vel má finna ýmislegt sem telja má til sjálfskaparvíta og á sinn þátt í því að staðan er ekki betri en raun er á. Ágætt er að geta lært af því, en sá lærdómur breytir ekki því sem orðið er. Við verðum að taka því að svo er komið sem komið er. En hvort sem framundan eru raun- verulegar þrengingar eða ekki er ástæða til að hugleiða spumingu Ellerts og svara sjálfum sér: Til hvers eru tómstundir og frídagarn- ir ef ekkert er hægt að veita sér? Við skulum ekki gleyma eða vanmeta þá lífsnautn sem fæst án fjárútláta. SiSKO RIIHIAHO GRAFIK I NORRÆNA HÚSINU 28.8,—9.9.1982. Skjólshús fyrir minnihlutahópa Látum þetta nú duga um hina ágætu listakonu, og víkjum að öðru. Norræna-Húsið hefur ekki aðeins þjónað sem menningarstöð landanna, er að því standa og hefa það í brauðhúsi menningarinnar. Húsið hefur einnig gjört sérstök skil minnihlutahópum á Norðurlöndum, og ein slík Formósa er nefnist Rit- höfundaráð Norðurlanda, verður þar um helgina. Gott er að vita til þess að einhver er með slíku ráði, enda mun ekki af veita nú um stundir, þegar flestir gjaldgengir höfundar hafa yfirgefið mötuneyti Rithöfundasambands ís- lands, til að losa það við sveitarþyngsli á örðugum tímum. Þetta er gott hjá Norræna húsinu, að amast ekki við fólki með sérþarfir, heldur styðja það með þesum hætti. Jónas Guðmundsson 9 Auðbjörg Jónsdóttir frá Skeidi Fædd 9. nóvember 1897 Dáin 7. september 1982 Auðbjörg Jónsdóttir var fædd að Kaldabakka á Bíldudal 9. .nóvember 1897. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Benjamínsdóttur og Jóns Guðmunds- sonar. Bjuggu þau hjón allan sinn búskap á Bíldudal og var Auðbjörg elst sex bama þeirra. Eftirlifandi systkini Auðbjargar eru Bergþóra og Benjamín bæði búsett í Reykjavík. Auðbjörg gekk í barnaskólann á Bíldudal og var snemma mjög námfús og verklagin en á þessum árum var ekki um frekari skólagöngu að ræða. Auðbjörg talaði oft um það hvað hún hefði þráð að læra meira enda er óhætt að segja, að hún hafði vissulega hæfileika til þess. Haustið 1918 fór Auðbjörg til Selárdals að Neðra-Bæ til að hjálpa húsmóðurinni þar, sem var veik. Var ætlunin að hún yrði þar um mánaðartíma en raunin var sú að hún dvaldist tæpa hálfa öld í dalnum. Felldu þau hugi saman hún og Árni Magnússon sonur hjónanna að Neðra- Bæ. Árni er fæddur að Króki í Selárdal en skömmu seinna taka foreldrar hans við Neðra-Bæ og bjuggu þar allan sinn búskap. Hófu þau Auðbjörg og Árni líka sinn búskap þar. Síðar fluttust þau að Uppsölum í Selárdal en lengstan tíma bjuggu þau að Skeiði í sömu sveit. Auðbjörg og Árni eignuðust sjö börn, en dóttur sína Ástu Brynhildi misstu þau þegar hún var á fyrsta ári. Börn þeirra eru: Gunnar kvæntur Lilju Guðmundsdóttur. Sigríður gift Stefáni Ólafssyni og eiga þau fjögur börn. Jón kvæntur Ester Finnsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sveinn kvæntur Sigrúnu Aradóttur og eiga þau tvær dætur. Bergsveinn kvæntur Gróu Friðriks- dóttur og eiga þau fjögur börn. Agnar kvæntur Magnhildi Friðriks- dóttur og eiga þau þrjú börn. Á fyrstu búskaparárum Árna og Auðbjargar í Selárdal var þar margt um manninn og tók Auðbjörg virkan þátt í öllu félagslífi sveitarinnar. Hún var um skeið formaður slysavarnarfélagsins á staðnum og ævifélagi upp frá því. Lagði hún oft mikið á sig vegna félagslífsins. Mér hefur verið sagt, að hún hafi gengið inn á Bíldudal eitt sinn til að sækja þar mannfögnuð en þetta eru um 25 km. En þegar tók að fækka fólki í dalnum hlýtur svo félagslynd kona sem Auðbjörg var að hafa borið söknuð í brjósti. Árið 1962 er sú mikla ákvörðun tekin að bregða búi og flytja til Bíldudals enda börnin þeirra öll flutt suður nema Agnar. Þegar þau fara úr dalnum eru þar innan við tíu manns. Síðar þegar Agnar sonur þeirra ákveður að kaupa verslunina Rangá með undirritaðri er síðasta skrefið stigið og flutt til Reykjavíkur sumarið 1972. Keyptu þau lítið hús að Skipasundi 33, sem þau gerðu að unaðsreit. Bæði hús og garður voru í niðurníðslu þegar eignin var keypt, en börnin þeirra tóku húsið í gegn en gömlu hjónin ræktuðu garðinn sinn enda má segja að þau hafi gert það líka í víðara skilningi þeirra orða. Ein síðasta minning mín um Auðbjörgu var núna síðsumars þegar hún var að sýna mér rósabeðið sitt og Árni var að snúa heyinu á grasflötinni t garðinum þeirra. Það hefur oft verið tekið til þess hér í götunni hvað fjölskyldan er samhent. Aðbjörg sagði það líka oft að bömin sín væru góð en tengdabörnin væru engu síðri. Það eru ekki allar tengdamömmur sem tala svona. Það er dásamlegt þegar efri árin geta liðið við „leik“ og störf. Bæði Auðbjörg og Árni fundu lífi sínu tilgang í ellinni með sköpunargleði sinni og vinnusemi. Hún sat og saumaði út margvíslega muni og tók einnig mikinn þátt í félagsstarfi aldraðra að Norðurbrún 2, en Ámi smíðar forláta kistla og kistur og áhuginn er svo mikill að ekki var alltaf hægt að mæta í mat á réttum tíma. Þegar fólk hefur búið saman yfir 60 ár eins og þau Ámi og Auðbjörg er erfitt að skilja þau að í huga sínum, þau verða ósjálfrátt sem ein heild. Eins og margt félagslynt fólk var Auðbjörg sérstaklega gestrisin kona og hún hafði unun af að búa til mat og baka og var með afbrigðum rösk við þessi verk. Eða eins og hún sagði eitt sinn við mig: „Það er nú ekki lengi gert að „sletta í nokkrar vöfflur“ ef óvæntan gest ber að garði." Þessir kostir hafa eflaust komið henni vel á mannmörgu og gestkvæmu sveitaheimili. Á Bíldudal hafði hún oft kostgangara til lengri eða skemmri tíma og hafði hún orð á sér fyrir að búa til mjög góðan mat. A'nn segja manni oft svo lítið, í huga manns var Auðbjörg svo miklu yngri^vo kvik og létt í hreyfingum, glaðsinna og góðleg. Einnig hélt hún sínu stálminni og fróðleiksfýsn alveg óskertu til hins síðasta. Hún las öll dagblöðin á hverjum degi og fylgdist með öllu, enda var sérstaklega ánægjulegt að ræða við hana. Auðbjörg hafði mikla ánægju af að ferðast og var vinsæll ferðafélagi enda miðlaði hún öðrum óspart af fróðleik sínum á ferðalögum. Núna í lok ágúst fór hún út í Viðey, en þar hafði hún verið sumarlangt sem ung stúlka í fiski, voru því rúm sextíu ár á milli heimsókna. Einnig fór hún núna skömmu fyrir andlátið í þriggja daga hópferð um Snæfellsnesið ásamt tveim sonum sínum og fjölskyldum þeirra og var til þess tekið hvað hún var létt og kát. Þó að það sé dásamlegt að geta kvatt þessa veröld bráðum 85 ára en samt í „blóma" lífsins“, er þungur harmur kveðinn af eiginmanni hennar. Megi algóður guð styrkja hann í sorg sinni. Við sem kynntumst þessari góðu konu þökkum henni hjartanlega samfylgdina. Sigrún Magnúsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.