Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 20
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
C^abriel
HÖGGDEYFAR Tf
(iJvarahlutir £1™ \y
KEM BQNTINN í SPENN-
ÁNDI KOSNINGABARÁTTU
Rætft við Benedikft Gröndal nýskipaðan
sendiherra íslands f Stokkhólmi
FIMMTUDAGUR 16. SEPT.1982
■ „Ég var svo heppinn að tveimur dögum eftir komu
mína hingaö fékk ég tækifæri til að skila embættisbréfi
mínu til Svíakonungs en hér í Svíþjóð er þetta gert með
ákaflega gamalli og hátíðlegri athöfn en að öðru leyti
hafa fyrstu dagar mínir hér farið í það að koma mér fyrir
og hafa samband við utanríkisráðuneytið hér og
utanríkisráðherra Svíþjóðar“ sagði Benedikt Gröndal í
samtali við Tímann en hann var skipaður sendiherra
íslands í Stokkhólmi og tók við þeirri stöðu um síðustu
mánaðamót.
„Hér kemur maður mitt inn í
spennandi kosningabaráttu og það er
ákaflega gaman fyrir mig að geta fylgst
með henni en hið fyrsta sem ég tók eftir
í sambandi við þessa kosningabaráttu
hér er að fjölmiðlar segja miklu
hlutlausar frá öllu sem gerist í henni en
dæmi eru um heima. Hér eru fimm
flokkar, auk nokkurra smáflokka, sem
berjast um þingsætin og sagt er frá því
í öllum blöðum hvað formaður hvers
flokks hefur sagt þann og þann daginn
til dæmis er ekkert íhaldsblað sem ekki
segir frá því hvað formaður sósíal-
demókrata hefur sagt og öfugt þannig
að almenningur fær býsna góða mynd af
kosningabaráttunni í heild“ segir Bene-
dikt.
ftJm 3700 íslendingar í
Svíþjóð
„Hér í Svíþjóð eru um 3700 íslend-
ingar búsettir, að ég held, og munu þeir
hvergi vera fjölménnari á Norðurlönd-
unum en í Svíþjóð“ segir Benedikt er
við spyrjum hann út í málefni íslendinga
í Svíþjóð.
„Þeir eru dreifðir um allt landið en
stærstu hóparnir eru á Stokkhólmssvæð-
inu, í Uppsölum og í Gautaborg. Á
síðustu 2-3 árum hefur tslendingum
fækkað hér ú;r um 4000 manns og það
er í auknum mæli sem í slendingar vilja
flytja heim héðan.
Hinsvegar komum við hér að vanda-
máli sem er að námsmenn kvarta mikið
uiidan því hve erfitt það er að koma
heim aftur. { fyrsta lagi eru það
húsnæðismálin. Hér er mikið af ódýru
leiguhúsnæði til staðar en heima er dýrt
og erfitt að komast í leiguhúsnæði. Þetta
er eitt af vandamálunum en tryggja
verður vandlega að þeim sem vilja verði
gert kleift að flytjast heim aftur“. segir
Benedikt.
„Ég tel að megnið að þeim íslend-
ingum sem nú eru búsettir erlendis ætli
sér heim aftur og líti á vistina erlendis
sem tímabundið ástand. Þetta á líka við
um íslendinga í Svíþjóð og ég tel að eitt
af stærstu verkefnunum sendiherra-
embættisins hér í náinni framtíð verði
að reyna að gera þeim það kleift.“
-FRI
fréttir
Sfldarverði
frestað
■ Síldarverð hefur enn
ekki verið ákveðið og róa
því síldveiðibátamir frá
Höfn í Hornafirði ekki að
sinni.
Að sögn Ágústs Einars-
sonar, annars fulltrúa
seljenda í Yfirnefnd náðist
ekki samkomulag um síld-
arverð á fundi Yfirnefndar
í gærkvöldi, en Ágúst kvað
málin hafa verið rædd á
breiðum grundvelli. Sagði
Ágúst að 16% hækkun
fiskverðs nýverið yrði ekki
lögð til grundvallar við
ákvörðun síldarverðs.
Nýr fundur í Yfimefnd
hefur verið boðaður í
kvöld.
- ESE
Strætisvagn í
árekstri
■ Strætisvagn og fólks-
bifreið lentu í allhörðum
árekstri f Kópavogi í gær-
kvöldi.
Áreksturinn varð um
kvöldmatarleytið við
brúna yfir Digranesveg og
skemmdist fólksbifreiðin
mikið. Lítil meiðsli urðu
þó á fólki.
Blaðburðarbórn
óskast
Tímann
vantar
fólk til
blaðburðar
í eftirtalin
hverfi:
Austurbrún
Hjallavegur
Ásgarður
Laugarásvegur
frá nr. 36.
Sími: 86300
dropar
Pólitísku
gleraugun
■ Það er lærdómsríkt að
lesa skríf Moggans og
Þjóðvíljans um viðtöl, sem
Tíminn birti við utanríkisráð-
herra og sjávarútvegsráð-
herra í vikunni um sölur
togara erlendis. Á þessum
blöðum er litið á þessa frétt
Tímans í gegnum þykk og
þröng pólitísk gleraugu;
Þjóðviljinn kemst að þeirrí
niðurstöðu, að birting frétt-
arinnar hafi falið í sér
gagnrýni á utanríkisráð-
herra, en Mogginn kemst að
andstæðri niðurstöðu; þetta
hafi verið gagnrýni á
sjávarútvegsráðherra!
Hvorugu blaðinu dettur hins
vegar í hug sú einfalda
staðreynd, að hér hafi
einungis verið um sjálfsagða
og eðlilega fréttamennsku að
ræða. Að shk skýríng kemur
blaðamönnum á hvorugu
þessara rammbundnu flokks-
málgagna til hugar sýnið
auðvitað greinilega, hversu
flokkspólitíkin hefur tekið
þar öll völd í fréttamennsku.
Það kemur auðvitað eng-
um á óvart hvað ÞjóðvUjann
varðar, en Mogginn hefúr
stundum þóst vera óhlut-
drægur í fréttaskrifum. En
nú skiptir Ijóslega meira máli
fyrir Moggamenn hvemig
Geir viU hafa hlutina heldur
en hvað er satt og rétt.
Lesendur ættu að hafa það
ríkt í huga þegar þeir lesa
frásagnir í Mogganum af
póUtískum atburðum.
Krummi ...
... heyrði að það sem væri ólíkt
með VUmundi og banana væri
að annar þeirra þroskaðist en
hinn ekki. Getið hvor?