Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982
■ Nú er að vora og snjó að leysa á Falklandseyjum. En bömin í Port Stanley verða að vara sig á að fara út í guðsgræna
náttúruna. Þar er hætta á að stíga á jarðsprengju við hvert fótmál.
Falklandseyjar:
Stríðinu lokið en
hætturnar leynast
við hvert fótmál
■ Það virðist vera algild regla að
styrjaldir skapa fleiri vandamál en þær
leysa. Iðulega leysa vopnuð átök milli
þjóða engin mál, síst þau sem vopnin
áttu að skera úr um, en valda aðeins
dauða og hörmungum og gífurlegu
fjárhagstjóni.
Innrás argentínska hersins á Falk-
landseyjar varð hvorki hemum né
þjóðinni til gagns eða sóma. Efnahags-
öngþveiti Argentínu er meira en nokkru
snni fyrr og rambar ríkið á barmi
gjaldþrots. Metnaður Breta og fram-
ganga við að hrekja innrásarliðið á brott
kostaði mörg mannslíf og mikið eigna-
tjón.
Þeir einu sem græða em vopnafram-
leiðendur og vopnasalar. Stríðið var góð
auglýsing fyrir þá. Á hinni árlegu
flugsýningu í Famborough á Englandi
sem vopnasalar nota til að koma
varningi sínum í verð, hrósa kaupmenn
dauðans vopnunum sem þeir hafa á
boðstólum og leggja fram sönnunargögn
um hvemig þau reyndust í átökunum á
og við Falklandseyjar. Þeir bjóða
afbragðsgóð flugskeyti sem svo og svo
margar flugvélar vora skotnar niður
með og önnur sem gögnuðu Argentínu-
mönnum vel við að granda breskum
skipum. Um mannslífin ræða þeir ekki.
Þessi auglýsingastarfsemi gekk svo
langt að þess var farið á leit við
vopnasalana, að þeir hættu að auglýsa
vöru sína með því að telja upp hve
mörgum breskum hermönnum vopn
þeirra hafi grandað fyrir aðeins örfáum
mánuðum.
Bretar hröktu Argentínumenn á brott
til að 1800 íbúar Falklandseyja fengju
að búa áfram í friði sem breskir þegnar.
En hvernig er lífið á eyjunum eftir
átökin? Þær era vel varðar af breska
hemum eins og er. En hvað verður hægt
lengi að halda þar fjölmennu herliði og
hvað tekur við þegar það fer?
En það er fleira en hersetan sem hefur
breytt lífinu á Falklandseyjum. íbúamir
þar era nánast fangar heima hjá sér. Það
er lífshættulegt að fara út fyrir hús í
sveitum og bæjum. Jarðsprengjur era á
ótrúlegustu stöðum og erfitt að finna
þær. Argentínski herinn gróf einhver
ósköp af sprengjum til að hefta innrás
Breta. Þær hafa orðið mörgum að
fjörtjóni og það er erfitt að finna þær.
Sprengjurnar era úr plasti, en ekki
málmi, svo að hefðbundin leitartæki
verða þeirra ekki vör.
Nú er að vora á Falklandseyjum og
íbúarnir eiga ýmis erindi út í náttúrana.
íbúar Port Stanley, stærsta bæjarins á
eyjunum, era um eitt þúsund talsins.
Þeir era nánast innilokaðir í bænum, því
allt umhverfis er jarðvegurinn morandi
af sprengjum, sem enginn veit hvar
liggja. Þær era til þess gerðar að drepa
hvem þann sem stígur á þær. Mörg
þeirra svæða sem argentínski herinn
lagði jarðsprengjur í era ekki kortlögð
og reynslan hefur sýnt að kort þau sem
bresku hermennimir náðu af innrásar-
hemum eftir uppgjöfina era ónákvæm
og í engu treystandi.
Bresku hermennimir hafa lagt mikla
vinnu í að finna og hreinsa jarðsprengju-
svæðin. Þegar þau finnast era jarð-
sprengjusvæðin girt af og reynt er að
eyða sprengjunum. En þess era engin
tök að gera það svo öraggt þyki. Ekið
er fram og til baka á brynvörðum
jarðýtum, sem draga þungar keðjur.
Það hefur sýnt sig að með þessari aðferð
springa aðeins fjórar af hverjum tíu
sprengjum. Hinar era eftir í jarðvegin-
um og jafnhættulegar og áður.
Þykkt lag af leðju hefur verið sett fyrir
helstu vegi sem liggja frá Port Stanley
og er fólk varað við að fara út fyrir
vegina.
Fólki er bannað að fara um stór afgirt
landsvæði sem granur leikur á að
jarðsprengjur séu í. Við Port Stanley era
hvítar sandfjörar. Það mun líða langur
timi þar til nokkram manni verður
hleypt á þær. Það era sprengjur í
sandinum og hætta er á að enn fleiri skoli
á land.
Búpeningur hefur orðið illa úti vegna
sprengjanna. Einn bóndi hefur misst á
annað þúsund sauðfjár af þessum
sökum. Stundum drepast skepnumar
ekki þótt þær stígi á sprengju og hefur
orðið að skjóta særðar kýr og hesta.
Menn þekkja engin tæknibrögð til að
komast að því hvar plastsprengjumar
eru grafnar. Eina öragga aðferðin sem
notuð er við starfið er að láta hermenn
ganga fram í röð með granna stafi og
stinga þeim í jörðina í sprengjuleit.
Þetta er engan veginn hættulaust og
aðferðin er svo seinvirk að það mun taka
eilífðartíma að fara yfir þau svæði sem
þarf að hreinsa af sprengjum.
Aðalatvinnuvegur eyjaskeggja er
sauðfjárbúskapur. Það gefur auga leið
að erfítt mun að reka þann búskap við
þær aðstæður sem hér er lýst. Féð er
ávallt í hættu og smalamir geta sprangið
í loft upp við hvert fótmál.
Framtíð Falklandseyja er óljós. Lífið
þar verður aldrei aftur eins og það var
fyrir innrásina og átökin er breski herinn
hrakti hernámsliðið á brott. Fjölmennt
setulið verður á eyjunum um ófyrirsjáan-
lega framtíð, því það er aldrei að vita
hvenær Argentínumönnum dettur í hug
að leggja Falklandseyjar undir sig á
nýjan leik. Þeir hafa ekki fallið frá kröfu
sinni um að eyjamar verð innlimaðar í
Argentínu, og hafa reyndar ekki
viðurkennt yfirráð Breta þar.
Alla vega verður ástand þar ótryggt
og vafasamt að íbúarnir uni þar til
langframa. Vítisvélarnar sem innrásar-
liðið skildi eftir í jarðveginum á
Falklandseyjum minna á að hættan sem
stafar af Argentínumönnum er ekki
liðin hjá.
Hætturnar sem stafa af plastsprengj-
unum á Falklandseyjum ættu að vera
góð auglýsing fyrir þá sem framleiða og
selja þessi vopn.
Oddur Ólafsson
skrifar 'V* .. " *
erlendar fréttlr
ísralesmenn
rádast med
offorsi
inn í Beirút
— í kjölfar morðsins á forseta
Líbanon, Bashir Gemayel
■ ísraelskar hersveitir raddust í
gær inn í Vestur-Beirút, í kjölfar
morðsins á nýkjörnum forseta
Líbanon, Bashir Gemayel, en hann
lét lt'fið er gífurlega öflug sprengja
sprakk í höfuðstöðvum falangista í
Beirút í fyrradag, og auk hans létust
á milli 50 og 60 manns. Fyrstu fregnir
eftir sprengjuna hermdu að Gemayel
hefði komist lífs af, en svo reyndist
ekki vera. Stjórnvöld í Líbanon
staðfestu það í fyrrinótt að hann
hefði látist í sprengitilræðinu.
Fregnir frá Beirút herma að
ísraelsku hersveitirnar hafi farið allt
að því sjö kílómetra inn í borgina.
{sraelsku hersveitirnar hafa mætt
harðri mótstöðu múhameðstrúar-
manna. Mikill reykur lagðist yfír
suður- og vestur hluta borgarinnar
þegar hersveitir ísraelsmanna, með
skriðdreka í fararbroddi raddust inn
í borgina með öflugri skothríð.
Margar byggingar stóðu í björtu báli
og múhameðstrúarmennimir reyndu
að svara árásum ísraelsmanna með
því að varpa handsprengjum að
ísraelsmönnum og skjóta af rifflum
sínum.
Talsmaður stjómar ísraels sagði í
gær að innrás þessi af hálfu
Israelshers væri til þess gerð að
tryggja röð og reglu í Beirút, og
koma í veg fyrir óæskilega eða
hættulega þróun mála, í kjölfar
morðsins á Gemayel. Foringi
stjórnarandstöðunnar í ísrael sagði
á hinn bógin að ísraelskar hersveitir
ættu þegar í stað að yfirgefa Beirút
og að fjölþjóða gæslusveitir ættu að
vera kvaddir til Beirút til þess að
halda uppi öryggis- og friðargæslu.
Bandaríkjastjórn hefur skorað á
ísraelsmenn að gera ekkert það í
Líbanon sem gæti aukið á spennu þá
sem fyrir er í landinu.
Þjóðarsorg
í Mónakó eftir
dauða Grace
Útfför
gerð nk.
■ Útför Grace furstafrúar af
Monakó verður gerð frá dóm-
kirkju Monakó næstkomandi
laugardag, en Grace lést á sjúkra-
húsi í Mónakó í fyrradag, eftir að
hafa, ásamt Stefánfu dóttur sinni
lent í bílslysi.
Þjóðarsorg ríkir nú í Monakó,
og í gær vottuðu íbúar ríkisins
furstaynjunni virðingu sína í
hinsta sinn, þar sem lík hennar lá
á viðhafnarböram í konunglegu
kapellunni í Mónakó. Vegna
dauða Grace furstafrúar var hinu
fræga spilavíti J Monte Carlo
lokað og allt athafnalíf í landinu
lá svo að segja niðri í gær.
Fregnir frá Monte Carlo herma
að vaxandi óvissa ríki nú um það
hvor mæðgnanna hafi verið undir
stýri, þegar slysið átti sér stað, en
bifreiðin, af gerðinni Rover,
hentist yfir öryggisgrind á fjallvegi
íbúar Mónaitó, sem og aðrir
aðdáendur Grace furstafrúar
syrgja hana nú ákaft.
í Monakó og fór nokkrar veltur,
að því er virðist vegna þess að
hemlar hennar biluðu. Fyrstu
fregnir hermdu að Grace hefði
ekið bifreiðinni, en nú heldur vitni
eitt því fram, sem varð vitni af
slysinu, að það hafi séð Stefaníu
prinsessu undir stýri, en hún
dvelst enn á sjúkrahúsi. Vitni
þetta var vörabílstjóri sem var á
ferð á þessum sama fjallvegi.
Arafat og páfinn
ræðast við í Röm
■ Yasser Arafat, leiðtogi
Frelsissamtaka Palestínumanna
og páfinn hafa ræðst við á
lokuðum fundi í Róm. Arafat
klæddur herklæðum sínum var
fylgt á fund páfa af hermönnum
PLO, sem allir bára vélbyssur.
Ekkert hefur verið gefið upp um
viðræður Arafats og páfa. Iraels-
menn hafa þunglega gagnrýnt
rómversk-kaþólsku kirkjuna fyrir
að taka á móti Arafat.
Marcos forseti Filipseyja í|
opinbera heimsókn í USA
■ Marcos, forseti Filipseyja er nú
kominn til Bandaríkjanna í opinbera
heimsókn, sem er hans fyrsta þangað
í 16 ár. Hann mun eiga fund með
Reagan Bandaríkjaforseta í dag og
að sögn munu þeir ræða efnahagsleg
og varanleg tengsl ríkjanna. Heim-
sókn Marcos forseta vakti mikla reiði |
margra á Filipseyjum og þegar
hann fór frá Manila þá höfðu um
2000 manns safnast saman sem
mótmæltu fyrirhugaðri för hans
ákaft.