Fréttablaðið - 13.01.2009, Síða 4

Fréttablaðið - 13.01.2009, Síða 4
4 13. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík sími 515 5000, www.oddi.is VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 14° 4° 3° 1° 6° 2° 2° 2° 7° 4° 19° 9° 5° 19° 3° 4° 12° 6° -1 -3 1 -4 Á MORGUN 3-10 m/s hvassast austan til á landinu. 4 -3 FIMMTUDAGUR 13-20 m/s víðast hvar -5 -6 -8 -4 -8 -10 5 5 2 5 52 1 3 3 -3 -7 -3 01 0 0 3 5 3 10 BYRJAR AÐ HLÝNA Á MORGUN Það má búast við töu- verðu frosti til landsins í dag, einkum þó norðan til og austan. Á morgun hlýnar nokkuð með ströndum og gæti orðið þriggja til fjögurra stiga hiti með ströndunum en þetta hlýja loft nær illa eða ekki inn á landið. Til þess þarf meiri vind. Á fi mmtudag hvessir tölu- vert og þá á ég von á að nokkuð hlýni á öllu landinu með rigningu og slyddu norðan til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GENGIÐ 12.01.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,3004 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,30 125,90 187,52 188,44 167,70 168,64 22,501 22,633 17,786 17,89 15,590 15,682 1,3913 1,3995 190,41 191,55 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Nafn þýðanda greinar Carstens Valgreen, fyrrverandi aðalhagfræðings Danske Bank, sem birtist á laugardag féll niður. Þýðandinn er Valur Þrá- insson hagfræðinemi og hafði hann jafnframt frumkvæði að því að greinin var skrifuð. Árétta skal að gagnrýni Aðalsteins Baldurssonar, formanns Framsýnar, í forsíðufrétt blaðsins í gær beindist eingöngu að lögbrotum fyrirtækja sem segja fólki upp en greiða því ekki uppsagnarfrest. ÁRÉTTING Í grein Kristrúnar Heimisdóttur um utanríkismál í blaðinu í gær féll út orð. Fyrsta málsgrein þriðju efnis- greinar á að vera svona: Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald og hver ráðherra hefur forræði í sínum málaflokki. LEIÐRÉTTING FANGELSISMÁL Tugir gramma af fíkniefnum, sem átti að smygla inn í fangelsið á Litla-Hrauni voru teknir fyrir helgina. Með þessum aðgerðum tókst að loka smyglleið, sem talið er að hafi verið notuð um skeið, að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnun- ar. Það var á miðvikudag og föstu- dag sem um það bil sextíu grömm af amfetamíni, auk fleiri efna, náðust. „Það voru fangaverðir á Litla- Hrauni sem lögðu hald á efnin,“ segir Páll. „Með þessum aðgerð- um hafa þeir komið í veg fyrir, að því er virðist, að ákveðin smygl- leið fíkniefna í fangelsið verði notuð frekar. Hún fólst í því að koma fíkniefnum fyrir í farar- tækjum þeirra sem eiga reglulega erindi í fangelsið. Efnin voru límd innan á bílbretti. Það sást til eins fanga sem kippti bögglinum undan brettinu.“ Páll segir að það sé vægast sagt mjög vel að verki staðið hjá fanga- vörðunum að uppgötva þessa smyglleið, enda sé álagið mjög mikið og mikið aðhald í gangi. „Ég er sérlega ánægður með þessa frammistöðu,“ segir hann enn fremur. „Það er hreint frá- bært að þarna skyldi nást þessi stóri áfangi í baráttunni gegn eitur lyfjasmygli inn í fangelsið. Þá er mikilvægt að taka það fram, að með samstilltu átaki hefur verið lagt hald á talsvert meira af fíkniefnum en áður og ráðist gegn þessu böli með tvennum hætti. Annars vegar er það að efla leit og eftirlit og hins vegar starfræksla meðferðar- og edrúgangs. Þarna er stór hópur fólks sem hefur það sameiginlega markmið að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu í fang- elsinu.“ Páll segir alls ekki ólíklegt að þessi aðferð, að smygla fíkniefn- um með farartækjum sem notuð eru til ýmissa flutninga í fangels- ið, hafi verið notuð í einhvern tíma. Spurður um framtíð meðferð- argangsins á Litla-Hrauni í þeirri öldu niðurskurðar sem opinberar stofnanir þurfa nú að kljást við þessa dagana segir Páll að hann verði starfræktur áfram. „Hann hefur sannað sig eins og best verður á kosið. Hann verður rekinn áfram í óbreyttu formi.“ jss@frettabladid.is Fíkniefni tekin og smyglleið var lokað Virkri smyglleið fíkniefna inn í fangelsið á Litla-Hrauni var lokað fyrir helgi þeg- ar um 60 grömm af amfetamíni og önnur efni voru tekin. Smyglið fór þannig fram að efnum var komið fyrir í bílum þeirra sem áttu erindi í fangelsið. LITLA-HRAUN Með samstilltu átaki hefur verið lagt hald á talsvert meira af fíkniefn- um á Litla-Hrauni nú en áður. Lokun á virkri smyglleið er stór áfangi í baráttunni gegn þessum vágesti í fangelsinu. PÁLL E. WINKEL Stór áfangi í baráttunni gegn eiturlyfjasmygli inn í fangelsið. SKIPULAGSMÁL Kröfu Náttúru- verndarsamtaka Íslands um að ógilda ákvarðanir sveitarstjórnar Garðs og bæjarráðs Reykjanes- bæjar um að veita leyfi til byggingar álvers í Helguvík er hafnað. Úrskurðarnefnd skipu- lags- og byggingarmála segir að ákvarðanir sveitarstjórnanna frá því í fyrrasumar hafi ekki haft nokkra annmarka sem leiða ættu til ógildingar ákvarðananna. Skipulagsstofnun telji að álverið sjálft valdi ekki verulegum neikvæðum og óafturkræfum áhrifum. Rétt hafi verið hjá Reykjanesbæ og Garði að líta fram hjá fyrirvara Skipulagsstofn- unar um hugsanleg áhrif tengdra framkvæmda. Engin lagaheimild væri fyrir slíkum fyrirvara. - gar Kæra kemur fyrir ekki: Byggingarleyfi í Helguvík stenst HELGUVÍK Framkvæmdir í Helguvík hófust í haust. SAMFÉLAGSMÁL Yngri systkini barna á leikskólum í Reykjavík hafa ekki lengur forgang inn í leikskólana. Þetta samþykkti leikskólaráð í haust. Forgangurinn var þannig að barn fætt seint á árinu komst jafnvel fyrr að en barn fætt snemma sama ár, ef það átti eldra systkini á leikskólanum. „Þetta var fyrst og fremst jafnræðismál og tengdist ekki fjárhagsáætlanagerð borgarinn- ar,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá leikskólasviði. „Þessu var breytt til að bregðast við óánægjurödd- um foreldra.“ - hhs Brugðist við óánægju: Felldu úr gildi systkinaforgang WASHINGTON, AP Barack Obama er enn að bræða með sér hvort hann hyggist hætta notkun Black- berry-farsíma þegar hann tekur við embætti Bandaríkjafor- seta. Embættis- menn í Hvíta húsinu hafa lýst áhyggjum yfir því að löggjafar- þingið gæti mögulega krafist þess að fá að sjá tölvupóst forseta, þar sem pósturinn gæti fallið undir reglur um opinber skjöl. Obama sagði í viðtali við Today- þáttinn á NBC að notkun Black- berry-farsíma væri áhyggjuefni fyrir leyniþjónustuna og lögfræð- inga, en þó nauðsynlegt tæki til þess að hann geti haldið sér í tengslum við hið daglega líf. Forsetarnir fyrrverandi George W. Bush og Bill Clinton notuðu ekki tölvupóst í starfi sínu. - kg Tölvupóstur Baracks Obama: Enn óákveðinn um Blackberry Rukka fyrir Landspítalann Til greina kemur að sýslumaðurinn á Blönduósi annist í framtíðinni alla innheimtu fyrir Landspítalann. Sýslumaðurinn á Blönduósi annast rekstur Innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar. BLÖNDÓS Samið um Blöndu og Svartá Stjórn Veiðifélags Blöndu og Svartár í Austur-Húnavatnssýslu hefur samið um áframhaldandi leigu ánna til næstu fimm ára við fyrirtækið Lax-á. Samningurinn verður borinn upp á félagsfundi á morgun. STANGVEIÐI BARACK OBAMA STJÓRNMÁL „Mér hefur ekki fundist annað en að Þorgerður [Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra} hafi verið að styðja mig í þessu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðar- son heilbrigðisráðherra um gagn- rýni Þorgerðar á skort á samráði við breytingar á St. Jósefsspítala. „Hún tók til máls á fundinum [í Hafnar- firði] og benti á það augljósa, að það þurfi að halda góðu samstarfi við aðra aðila og ég er hjartanlega sam- mála henni í því.“ Guðlaugur segist hafa látið Lúð- vík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnar- firði, vita um breytingarnar um leið og þær komu upp og þeir hafi fund- að sérstaklega um heilbrigðismálin í Hafnarfirði í byrjun desember. „Hins vegar liggur fyrir að við þurftum að vinna þetta mun hraðar en kjöraðstæður hefðu leyft. Við lögðum upp með vinnuhópa þar sem í eru fulltrúar St. Jósefsspítala, enda hugmyndin að þeir séu í forystu, bæði varðandi nýja deild á Land- spítalanum og á Reykjanesi.“ Hann segir að með því að fækka opinberum stofnunum úr 22 í sex sé miklum sparnaði náð fram í yfir- stjórn. Valkostirnir hafi verið skýr- ir. „Ég var algjörlega meðvitaður um að þetta er krefjandi verkefni og bjóst ekki við öðrum viðbrögðum en fram hefur komið. Hins vegar er hinn valkosturinn óásættanlegur. Með þessu erum við að reyna að halda hækkunum á þjónustugjöld- um í lágmarki og sömuleiðis að halda uppi eins háu þjónustustigi og við mögulega getum.“ - ss Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um breytingar á sjúkrastofnunum: Augljóst að gott samstarf er nauðsyn HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Guðlaugur Þór segir sameiningu heilbrigðisstofnana fela í sér mikinn sparnað í yfirstjórn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.