Fréttablaðið - 13.01.2009, Page 10

Fréttablaðið - 13.01.2009, Page 10
10 13. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Kjarnyrt lýsing á tapi „Þeir fóru að ýta okkur út úr okkar eigin leikkerfum. Við hættum þá að leita að þeim lausnum sem við áttum að leita að.“ SIGURÐUR ÞORSTEINSSON, KÖRFU- BOLTAMAÐUR Í KEFLAVÍK, EFTIR TAP GEGN KR. Morgunblaðið 12. janúar Hægt að stóla á Árna „Ég sé ekki eftir því að gott starfsfólk hafi góða stóla og ég vona að allir okkar starfs- menn hafi góða stóla.“ ÁRNI SIGFÚSSON, BÆJARSTJÓRI Í REYKJANESBÆ, UM STÓLA. DV 12. janúar FRÓÐLEIKUR MINNIHLUTAR Í EVRÓPU ■ Íbúar Evrópu eru nú nærri 800 milljónir, þar af nærri 500 milljónir í Evrópusambandsríkj- unum. Þessar 800 milljónir íbúa skiptast niður í 87 þjóðir, sem búa í 50 ríkjum, þar af 27 í Evr- ópusambandinu. Þrjátíu og þrjár þjóðanna hafa sitt eigið ríki að mestu út af fyrir sig, en hinar 54 þjóðirnar eru minnihlutahópar og oft fleiri en einn í hverju ríki. Rúmlega 100 milljónir af íbúum Evrópu tilheyra þjóðernisminni- hlutum, eða um fjórtán prósent allra Evrópubúa. Alls eru töluð um 90 tungumál í Evrópu. SJÓNARHÓLL ÁSTANDIÐ Á GAZA Eigum að sniðganga ísraelskar vörur „Mér finnst að íslensk stjórnvöld eigi strax að fordæma árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðið,“ segir Aðalbjörg Þóra Árnadóttir leikkona. „Svo eigum við strax að skera á öll viðskipti við Ísrael meðan á þessu ógeðslega fjöldamorði stendur. Ef við gerum það ekki erum við beinlínis að styðja stríðsglæpamenn.“ Aðalbjörgu þykir allt of algengt að fólk taki ekki afstöðu í málefnum Ísraels og Palestínu. „Ég heyri allt of marga segj- ast ekki nenna að setja sig inn í þessi mál, þeir séu löngu búnir að missa þráðinn í þessari deilu. Fólk verður að átta sig á að ástandið hefur aldrei verið svona slæmt.“ Þá telur Aðalbjörg að fólk ætti að sniðganga ísraelskar vörur. „Grænmeti, ávextir og ferskar kryddjurtir sem er selt í búðum hér á landi kemur oft frá Ísrael. Með því að sniðganga það getur fólk sýnt sína afstöðu í verki.“ AÐALBJÖRG ÞÓRA ÁRNA- DÓTTIR Leikkona Það besta frá convergence & tech·ed 2008 Yfi r 30 fyrirlestrar með hæfasta fólki Microsoft víðsvegar að úr heiminum Heimsfrumfl utningur: Miha Kralj fl ytur fyrirlestur sinn „What the *cloud* is my CIO thinking?“ sem sérsaminn er fyrir Tech· Ed USA (febrúar 2009) Tony Krijnen frumkynnir Windows 7 Dr. Neil Roodyn fjallar um þróun á Windows Live og Windows Azure Ráðstefnan er ekki síst áhugaverð fyrir forritara, tæknimenn og þá sem vilja kynna sér Dynamics viðskiptahugbúnaðar Ráðstefnan er öllum opin – aðgangur er ÓKEYPIS Allar nánari upplýsingar og skráning á microsoft.is Ráðstefna sem sameinar það besta frá Convergence & Tech · Ed 2008 Grand Hótel Reykjavík, 19.–20. janúar, 2009 Convergence & Tech · Ed eru stærstu erlendu ráðstefnur sem Microsoft heldur ár hvert og fjöldi Íslendinga sækir þær að jafnaði Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI Það er í nógu að snúast í ársbyrjun hjá Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur, kynningar- stjóra í Þjóðleikhúsinu, en þar er Karde- mommubærinn smám saman að taka á sig mynd. „Ég missti andlitið í gær þegar vörubíll kom frá Sviðsmyndum með turninn hans Tóbíasar – hann er sko enginn smásmíði. Leikmynd Brians Pilkington fyrir Kardemommubæ- inn sívinsæla var að koma í hús og var henni vippað af þræl- vönum höndum inn í leikhúsið á mettíma. Heimur Egners er óðum að fæðast á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu og æfingar ganga frábærlega.“ Kristrún lofar fjörugum ræn- ingjum og segir að ljónið – sem hún hefur ávallt haldið mest upp á – fái loksins að sýna sitt rétt eðli. „Reyndar er að verða næsta uppselt á fyrstu tuttugu sýningarnar – ég held að hálf ef ekki öll þjóðin ætli að koma á Kardemommubæinn, að minnsta kosti ef marka má gjafakortasöluna á sýninguna fyrir jólin, hún fór svo langt fram úr væntingum að við þurftum að prenta þrjár umferðir af kortunum.“ Kristrún telur annars að það veiti ekkert af því að Soffíur þessa lands láti til sín taka í víðar í þjóðlífinu. „Það þarf að sópa út hér og þar í pól- itíkinni og mörgum þarf að þvo rækilega um eyrun.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KRISTRÚN HEIÐA HAUKSDÓTTIR KYNNINGARFULLTRÚI Soffíu frænku við stjórnvölin Það er ekki heiglum hent að aka snjósleða rúmlega þrjú þúsund kílómetra leið í fimbulkulda í Alaska. Það ætla samt hjónin Þóra Hrönn Njálsdóttir og Sigur- jón Pétursson að gera nú í febrúar þegar þau taka þátt í Iron Dog-snjósleðakeppn- inni. „Ég er orðin mjög spennt, en það er auðvitað ákveðin pressa á mér að klára þetta,“ segir Þóra Hrönn Njálsdóttir, en hún og maðurinn hennar Sigurjón Pétursson leggja af stað í lok janúar til Alaska til að taka þátt í níu daga snjósleða- keppni. Snjósleðakeppnin kallast Iron Dog og munu þau hjónin ferðast 3.172 kílómetra frá Anchorage til Nome og síðan þaðan til Fairbanks. „Við erum svokallaðir undanfarar,“ segir Þóra Hrönn sem er ein af þremur konum sem taka þátt, auk 80 karla. „Svo eru aðrir í keppninni sjálfri.“ Meðal þeirra er Todd Palin, eiginmaður varaforsetaframbjóð- andans og ríkisstjóra Alaska, Söruh Palin. Hóparnir tveir munu svo safnast saman í Nome eftir sex daga ferðalag. „Flestir undanfarar fljúga þaðan heim, en við ætlum aftur til Fairbanks með keppendun- um,“ segir Þóra Hrönn. Það þarf mikla þjálfun fyrir ferð- ina, bæði andlega og líkamlega og gríðarmikinn undirbúning. Keppn- ishaldarar gera kröfu um að allir verði með til dæmis brynju, háls- kraga og spelkur í ferðinni. Auk þessa þurfa keppendur að vera vel klæddir, því hægt er að gera ráð fyrir 30-45 gráðu frosti, fyrir utan vindkælingu. „Maður þarf líka að vera sterkur í höndun- um þegar verið er að keyra lengi og ekki er alltaf jafnt undir. Það er kannski svolítið geggjað að láta sér detta þetta í hug.“ Þóra Hrönn segir að börnin þrjú séu spennt fyrir hönd foreldra sinna, en þau jafnt sem aðrir geta fylgst með ferðum þeirra hjóna í keppninni þar sem þau munu vera með „Spot“-tæki, sem sendir frá sér staðsetningarmerki og verður hægt að fylgjast með ferðinni á heimasíðu þeirra www.icelandal- aska.com. Þóra Hrönn segir börnin ekki láta það mikið í ljós að þau ótt- ist um foreldra sína í þessari ferð. „En við finnum að það er ákveðin tilkynningaskylda. Þeim finnst svo sem ágætt þegar við erum komin á áfangastað.“ Bæði Þóra Hrönn og Sigurjón hafa langa reynslu af snjósleða- ferðum, og fengu sér fyrst sleða árið 1981 og segir Þóra Hrönn að þetta hafi orðið mikið fjölskyldu- sport. „Það hefur verið svo snjólítið á Íslandi undanfarin ár, þannig að það hefur dregið úr snjósleðaferð- um hér heima en við höfum farið árvisst vestur til Klettafjallanna í Norður-Ameríku og til Alaska.“ Aðspurð hvað hafi komið til að þau hjónin, 57 ára, hafi ákveðið að taka þátt í þessari keppni segir hún að þau hafi farið til Alaska árið 2006. „Í þessum ferðum erum við alltaf að kynnast fólki. Við fórum aftur til Alaska í fyrra og hittum þá aftur mann sem við hittum í fyrstu ferðinni. Það var farið að tala um að taka þátt í Iron Dog. Í fyrstu hlustaði ég bara með öðru eyranu, þar sem ég hélt að þetta yrði ekki að veruleika. En síðan var þetta bara ákveðið.“ Sigurjón mun fjalla um komandi ferð á opnum fundi Reykjavíkur- deildar Landssambands íslenskra vélsleðamanna á miðvikudags- kvöld klukkan átta á Hótel Loft- leiðum og eru allir áhugasamir vel- komnir. svanborg@frettabladid.is Fimbulkuldinn aftrar ekki för TEKIÐ Á ÞVÍ Þóra Hrönn Njálsdóttir og Sigurjón Pétursson æfa upp þolið fyrir Iron Dog-snjósleðakeppnina í Alaska sem verður í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.