Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 14
14 13. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Marsibil Sæmundardóttir skrifar um
forgangsröðun í borgarstjórn
Nú er kreppa í þjóðfélaginu. Ég þarf að forgangsraða launum fyrir nauðsynjum,
eins og mat, húsnæði, hita, rafmagni og lækn-
isþjónustu. Vasapeningar og frístundaþátt-
taka eru skorin niður, bíóferðir, fatakaup og
ferðalög eru slegin af. Fjölskyldan sammælist
um að þreyja þorrann og taka slátur og borða
hafragraut. Allir sameinast um að skera niður
eins og hægt er. Þrátt fyrir það er fyrirséð að
endar munu ekki ná saman.
Kannski Jói litli gæti farið að bera út blaðið, Anna
hætt í fótbolta og Einar í píanónáminu? Ég gæti aflað
aukatekna með því að spá í spil og heimilisfaðirinn
gæti selt jeppann sinn og fengið sér reiðhjól. Ég er
afskaplega ánægð með niðurstöðuna, við gerðum öll
okkar besta og ég trúi því að okkur muni takast að
ráða fram úr hallanum.
Á þessum tímapunkti er komið að því að ég láti
gera minnismerki um virtan forföður minn. Það kost-
ar mikla peninga en hann var bara svo frábær og
virðingarverður. Eru ekki allir í fjölskyld-
unni tilbúnir til að spara meira svo að ég
geti látið gera minnismerki um þennan
frábæra mann?
Þetta er nákvæmlega það sem meirihluti
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í
borgarstjórn gerði þegar hann samþykkti
fimm milljónir króna til myndastyttugerð-
ar á sama tíma og allt borgarkerfið hafði
þurft að skera niður í viðkvæmum mála-
flokkum. Pólitík á að snúast um forgangs-
röðun fjármagns í mikilvæg samfélagsleg
verkefni. Þetta dæmi snýst reyndar ekki
um pólitíska stefnu. Þegar harðnar á daln-
um þá hættir allt venjulegt fólk einfaldlega að eyða
peningum í það sem er hvorki mikilvægt, nauðsyn-
legt né áríðandi.
Í kreppu forgangsraðar fólk peningunum í nauð-
synjar. Það er heilbrigð skynsemi. Það er ekki hægt
að finna meðvitund né skilning á aðstæðum fólks hjá
meirihluta borgarstjórnar. Borgarfulltrúar meiri-
hlutans eru fastir uppi í skýjunum og gera þar jafn
mikið gagn og myndastyttur í kreppu.
Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi.
Myndastyttur í kreppu
MARSIBIL
SÆMUNDARDÓTTIR
Árið 1948 var ákveðið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
að stofna tvö ríki í Palestínu,
annað fyrir innflytjendur gyðinga
en hitt fyrir arabana sem höfðu
búið þar um aldir. Í átökum sem
fylgdu í kjölfarið lagði hið nýja
ríki gyðinga, Ísrael, undir sig mun
meira land en Sameinuðu þjóðirn-
ar höfðu úthlutað því. Tæp milljón
Palestínumanna hraktist í útlegð á
Gazasvæðið og á vesturbakka
Jórdanár. Árið 1967 hernam Ísrael
enn meira land, þ.á m. bæði
Vesturbakkann og Gaza. Er það
um helmingur þess lands sem
Palestínumönnum var ætlað
samkvæmt upphaflegum samning-
um Palestínumanna. Í raun hafa
deilur Ísraelsmanna og Palestínu-
manna staðið um þessar landspild-
ur undanfarin 40 ár, en ekki hefur
verið rætt af mikilli alvöru að
Ísrael skili hernumdu landi frá
1948.
Báðir aðilar hafa einu sinni
gefið rækilega eftir til að ná samn-
ingum, í Ósló árið 1993. Í kjölfarið
var stofnuð heimastjórn Palestínu-
manna en því miður varð mis-
brestur á því að hún fengi
sjálfstjórn í eigin málum. Ísraelski
herinn vakir yfir hernumdu
svæðunum og stjórnar mestum
meirihluta landsvæðisins. Nokkur
hundruð þúsund ísraelskir
landnemar búa á tvöfalt stærra
svæði en rúmar tvær milljónir
Palestínumanna. Árið 2002 hóf
Ísrael byggingu öryggisgirðingar,
„aðskilnaðarmúrsins“, inni á þessu
svæði og eiga um 40% Vestur-
bakkans að vera Ísraelsmegin
hennar. Erfitt er að sjá þetta sem
annað en tilraun til varanlegs
hernáms á enn meira landi
Palestínumanna.
Grafið undan samningum
Vonbrigði Palestínumanna með
vanefndir Ísraels á Óslóarsamn-
ingunum eru líklega meginástæða
þess að hin róttæku samtök
Hamas fengu meirihlutastuðning
Palestínumanna í frjálsum
kosningum 2006. Samningaleiðin
hefur einfaldlega ekki skilað
Palestínumönnum nógu miklu.
Ísraelsmenn hafa jafnvel enn þá
minni áhuga á henni, enda virðast
þeir geta farið sínu fram í krafti
hervalds. Ísraelsmenn drógu
sveitir sínar og landsetumenn frá
stærstum hluta Gazasvæðisins
árið 2005, en hafa síðan haldið því
og íbúum þess í herkví. Í fyrra
framkvæmdi forseti palestínsku
heimastjórnarinnar, Mahmud
Abbas, hins vegar valdarán á
Vesturbakkanum, með liðsinni
Bandaríkjanna og Ísraels. Ríki
Palestínumanna klofnaði í tvennt
og er Fatah-hreyfing Abbas við
stjórn á Vesturbakkanum en
Hamas á Gaza.
Stríðið sem nú stendur yfir í
Gaza er þegar komið í kunnan
farveg. Báðir aðilar hafa beitt
ofbeldi gegn óbreyttum borgurum,
en það er þó margfalt á annan
veginn. Ísraelsmenn hafa nú myrt
tæplega 900 manns, á meðan
mannfall í þeirra röðum er á
annan tug. Meirihluti Ísraels-
manna sem hafa fallið er hermenn
en meðal Palestínumanna
óbreyttir borgarar. Hernaður
Ísraelsstjórnar stangast á við
alþjóðalög af ýmsu tagi, en
augljósust eru þó brotin gegn
Genfarsáttmálanum um vernd
óbreyttra borgara. Forsenda
hernaðarins er að miklu leyti
ísraelsk innanlandspólitík;
ríkisstjórnin beitir sér fyrir
árásum á Palestínumenn vegna
þess að hún óttast fylgistap til
hægri öfgamanna. Á meðan situr
umheimurinn máttlaus á hliðarlín-
unni.
Hvað er hægt að gera?
Enginn vafi er á því að almenn
andúð og fordæming á aðgerðum
Ísraels er ríkjandi. Mótmæli hafa
verið haldin um allan heim,
hundruð þúsunda hafa skrifað sig á
mótmælalista á Facebook, fólk
hættir við að kaupa appelsínur frá
Ísrael og ríkisstjórnir víða um lönd
hafa sent frá sér harðorðar
ályktanir. Það er vissulega einhvers
virði að fordæma athæfi Ísraels en
hefur engin áhrif nema það dragi
dilk á eftir sér. Þessi almenna
vandlæting hefur ekki alið af sér
aðgerðir sem eru á nokkurn hátt
fallnar til þess að knýja ríkisstjórn
Ísraels að samningaborðinu. Og í
því felst tvískinnungur velmein-
andi ríkisstjórna í Evrópu. Þær
hafa í hendi sér að beita Ísrael
gríðarlegum þrýstingi, bæði í
gegnum viðskiptabann en líka með
því að hætta diplómatískum
samskiptum. Því valdi er ekki beitt
heldur má segja að hið gagnstæða
sé raunin. Til dæmis hefur NATO
aukið hernaðarsamstarf við Ísrael
undanfarin ár og vopnin sem beitt
er gegn óbreyttum borgurum á
Gazasvæðinu koma nánast
eingöngu frá NATO-ríkjum. Ljóst
er að á meðan ekki er aðgerða að
vænta frá þeim ríkjum mun Ísrael
fara sínu fram í Gaza í krafti
hnefaréttarins. Ef ríkisstjórn
Íslands vill standa undir fullyrðing-
um um að hún líti hernaðinn á Gaza
alvarlegum augum þá þarf hún að
beita sér fyrir beinum aðgerðum
gegn pólitískum og viðskiptalegum
hagsmunum Ísraels. Það eru einu
skilaboðin sem hrífa.
Hvað getum við gert?
SVERRIR JAKOBSSON
Í DAG | Ófriður á Gaza
Fimmtán hýrudregnir
Fimmtán fyrrverandi starfsmenn
Viðskiptablaðsins hafa hvorki fengið
greidd laun né uppsagnarfrest eftir
að útgáfufélagið Framtíðarsýn óskaði
eftir greiðslustöðvun í nóvember. Var
þá öllum starfsmönnum útgáfunnar,
alls fjörutíu, sagt upp. Hluti þeirra var
hins vegar endurráðinn á blaðið, sem
kemur nú út vikulega á vegum félags
sem ekki fæst gefið upp hverjir
eiga. Þeir sem ekki voru
endurráðnir hafa leitað til
Blaðamannafélags Íslands
sem mun gera kröfu í bú
Framtíðarsýnar fyrir hönd
fyrrverandi starfs-
manna, verði það
tekið til gjaldþrota-
skipta.
Örnu þáttur Schram
Í hópi þeirra starfsmanna sem voru
endurráðnir á „nýja“ Viðskiptablaðið
er Arna Schram, formaður Blaða-
mannafélags Íslands. Skýtur það ekki
skökku við að formaður stéttar-
félagsins hafi tekið þátt í þessum
gjörningi og hafið störf hjá fyrirtæki
þar sem eignarhaldið er á
huldu, en ætli á hinn
bóginn að sækja rétt
félagsmanna sem
voru skildir eftir og
hlunnfarnir?
Nýr gæðabloggari
Vefgáttin Eyjan kynnti í gær nýjan
bloggara til sögunnar, Sigmund
Davíð Gunnlaugsson, sem býður sig
fram til formanns Framsóknarflokks-
ins. Eyjan er eftirsóknarverðasti vett-
vangur svonefndra gæðabloggara og
viðtekin skoðun að miklu ofar verði
ekki komist í skipuriti bloggheima.
Sigmundur Davíð er ekki eini for-
mannsframbjóðandinn úr Framsókn
sem bloggar á Eyjunni, það gerir líka
Páll Magnússon enda altalað í heitu
pottunum að Eyjublogg geti skilið
milli feigs og ófeigs í formannskosn-
ingunum. Höskuldur Þórhallsson,
Lúðvík Gizurarson og Jón Vigfús
Guðjónsson hljóti því að róa öllum
árum að því að fá líka úthlutaðri
Eyjukví. bergsteinn@frettabladid.is
Uppsprettan, miðstöð og vettvangur
fyrir atvinnulaust fólk opnar föstu-
daginn 16. janúar í safnaðarheimili
Hjallakirkju í Kópavogi og verður
starfrækt virka daga frá kl. 9-12.
Allir velkomnir.
Þeir sem vilja aðstoða við verkefnið með
námskeiðum eða fyrirlestrum eru beðnir
að hafa samband við Guðrúnu Huldu í síma
893-3230 á milli kl. 9-13 eða Eddu í síma
896-1240 eftir kl. 17.
Uppsprettan – sjálfshjálparhópur
M
ikil tillitssemi Samfylkingarinnar og formanns
hennar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, við Sjálf-
stæðisflokkinn, þykir mörgum undarleg. Í síðustu
viku vakti til dæmis athygli hversu einarðlega Ingi-
björg varði samstarfsflokkinn og ráðherra hans í
viðtali í ríkissjónvarpinu.
Hvað gengur Ingibjörgu til, er spurt, þegar hún er jafnvel farin
að taka málstað Árna Mathiesen sem er nýkominn með falleinkunn
frá umboðsmanni Alþingis fyrir óvenju ósvífna skipun í embætti
héraðsdómara?
Það er örugglega ekki óskastaða formanns Samfylkingarinnar
að taka við höggum fyrir slíkar æfingar, eða yfirhöfuð að fá í fang-
ið skammir sem eru með réttu Sjálfstæðisflokksins, aðalhöfundar
kerfisins, sem sprakk upp í andlit þjóðarinnar í haust.
En hvað gengur þá Ingibjörgu og Samfylkingunni til? Af hverju
slítur hún ekki stjórnarsamstarfinu og lætur reyna á hvort það
dugi ekki til að knýja fram kosningar, eins og svo víða er krafist?
Slíkar vangaveltur hafa gerst háværari með hverri stefnulausu
og aðgerðalitlu vikunni sem hefur liðið, og fylgið um leið tínst af
Samfylkingunni í skoðanakönnunum.
Ein greindarlegasta tilgátan um þolinmæði Samfylkingarinnar
var lögð fram fyrir einum og hálfum mánuði, og það af góðum og
gegnum sjálfstæðismanni: Benedikt Jóhannessyni, framkvæmda-
stjóra útgáfufélagsins Heims. Hann skrifaði grein í Fréttablaðið
í nóvember þar sem sagði meðal annars: „Það virðist viss þver-
sögn, en ríkisstjórnin sem hefur að undanförnu sætt miklu aðkasti
almennings, gæti enn komist á spjöld sögunnar sem tímamóta-
stjórn. Líklega sér Ingibjörg Sólrún þetta og vill ekki spilla þessu
tækifæri með ótímabærum kosningum.“
Ástæðan, samkvæmt mati Benedikts, var sú að Ingibjörg metur
stöðuna á þá leið að nú er lag að fá Sjálfstæðisflokkinn til liðs við
þá stefnu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það myndi
aftur leiða til þess að „eftir nokkur ár væru Íslendingar betur sett-
ir en nú og sú staða væri mun styrkari en sú spilaborg sem nú er
hrunin“.
Frá því þetta var skrifað hefur ýmislegt gerst, sem rennir stoð-
um undir þessa kenningu Benedikts. Það þarf ekki djúpan lestur í
spilin til að átta sig á að dagar stjórnarsamstarfsins eru væntan-
lega taldir ef Landsfundur Sjálfstæðisflokksins kemst að annarri
ákvörðun en að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu. Ef sú
verður niðurstaðan er alveg víst að það mun aðeins verða til að
hella olíu á eld óvissunnar; í stjórnmála- og efnahagslífinu, þar
sem ákvörðun um skipan peningamálastefnunnar er mikilvægasta
verkefnið.
Það sem mest er kallað eftir er framtíðarsýn og vegvísir um
hvert við ætlum að stefna sem þjóð. Innganna í Evrópusambandið
og upptaka evru eru skýr markmið. Til þess að ná þeim verður
að uppfylla ströng efnahagsleg skilyrði. Það er skynsamlegt að
leggja sem fyrst í það ferðalag, jafnvel þó þjóðin sætti sig ekki
við aðildarsamninginn þegar til kastanna kemur, því ferðin sjálf
kallar á aga, festu og framtíðarsýn, sem okkur sárvantar núna.
Ríkisstjórnarflokkarnir og stjórnmálaástandið:
Tillitssemi
Samfylkingar
JÓN KALDAL SKRIFAR