Fréttablaðið - 13.01.2009, Síða 31
ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 2009 19
Látinn er 86 að aldri, Alfred
Shaheen, en hann er almennt tal-
inn sá sem kom Hawaii-skyrtun-
um á kortið og gerði þær vinsælar
meðal almennings.
Eins og Homer Simpson segir
ganga nú bara tvær tegundir af
mönnum í Hawaii-skyrtum, homm-
ar og feitir partíkarlar. Skyrturn-
ar, sem oft eru einnig kallaðar
aloha-skyrtur, voru þó geysivin-
sæl tískuvara einu sinni. Þær bár-
ust til meginlands Bandaríkjanna
með hermönnum sem dvöldu á
Hawaii í seinna stríðinu. Þegar
Hawaii-eyjar urðu 50. ríki Banda-
ríkjanna árið 1959 og túrismi hófst
þar fyrir alvöru komust litríkar og
munstraðar skyrturnar í tísku.
Vinsældir þeirra urðu svo enn
meiri eftir að Elvis Presley sást í
þeim í myndinni Blue Hawaii, sem
kom úr 1961. Skyrturnar sem Elvis
klæddist í myndinni voru einmitt
hannaðar af Alfred Shaheen.
Faðir Hawaii-
skyrtnanna látinn
KÓNGURINN Í HAWAII-SKYRTU Hönnuð-
ur skyrtunnar er nýlátinn.
Gítarleikari Red Hot Chili Pepp-
ers, John Frusciante, gefur út sína
tíundu sólóplötu 26. janúar. Platan
nefnist The Empyrean og koma
þar við sögu Flea, bassaleikari
Red Hot, og Johnny Marr, fyrrver-
andi gítarleikari The Smiths.
„Sköpun sannrar tónlistar er
ávallt í forgangi hjá mér,“ sagði
Frusciante. „Stundum verð ég
mjög tæknilegur í nálgun minni
en síðan reyni ég líka að fylgja í
fótspor guða tónlistarinnar. Lista-
maður verður alltaf að svara því
hvaða andar fylgja honum í sköp-
un sinni. Það er allt í lagi ef þeir
eiga í átökum innbyrðis.“
Bætti hann því við að engin
áform væru uppi hjá Red Hot
Chili Peppers um að taka upp nýja
plötu á næstunni. Síðasta plata
sveitarinnar, hin tvöfalda Stadium
Arcadium, kom út árið 2006.
Tíunda sólóplatan
JOHN FRUSCIANTE Gítarleikari Red Hot
Chili Peppers gefur út sína tíundu sóló-
plötu á næstunni.
Greiðslujöfnun er úrræði fyrir lántakendur til að létta greiðslubyrði verðtryggðra lána þar til kaupmáttur eykst að
nýju. Vakin er sérstök athygli á því að greiðslujöfnun lána mun leiða til aukins vaxta- og verðbótakostnaðar á
lánstíma þar sem í henni felst frestun afborgana að hluta. Hægt er að óska eftir afnámi greiðslujöfnunar á lánum
hvenær sem er og mun þá sú upphæð sem safnast hefur á jöfnunarreikning leggjast við höfuðstól lánsins og
greiðast á eftirstöðvum lánstíma.
Umsóknir um greiðslujöfnun eru á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is.
Starfsfólk Íbúðalánasjóðs er einnig reiðubúið til að veita viðskiptavinum aðstoð við umsóknir.
Skilyrði fyrir greiðslujöfnun er að lán sé í skilum, ekki í frystingu og ekki með greiðslujöfnun frá fyrri tíð.
Allir sem eru með verðtryggð fasteignaveðlán hjá opinberum lánastofnunum,
lífeyrissjóðum eða öðrum fjármálafyrirtækjum með starfsleyfi hér á landi eiga rétt
á greiðslujöfnun, uppfylli þeir skilyrði laganna. Lántakandi skal koma umsókn
sinni á framfæri við viðkomandi lánastofnun og skal hún vera umsækjanda að
kostnaðarlausu.
www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík
Sími: 569 6900, 800 6969, fax: 569 6800