Fréttablaðið - 13.01.2009, Page 36
13. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR24
ÞRIÐJUDAGUR SJÓNVARPIÐ SKJÁREINN
OMEGA
Dagskrá allan sólarhringinn.
SJÓNVARP NORÐURLANDS
STÖÐ 2
Það var áreiðanlega með vænum skammti af húmor
sem þær sætu sjónvarpsstöllur Ragnhildur Steinunn
og Eva María skörtuðu rauðum mynstruðum ull-
ar peysum og gallabuxum síðastliðið laugardagskvöld
þegar undankeppni Eurovision-hörmunganna hófst.
Ég komst því miður ekki hjá því að heyra þessi
dásemdarlög sem í boði voru þar sem smáfólkið
á heimilinu er sérstaklega áhugasamt um allt sem
tengist þessari blessuðu keppni. Kvöldið áður
höfðu reyndar farið fram samræður um hvaða
tónlist væri mikilvæg og hver ekki þannig að ég var
fegin að heyra börnin púa öll herlegheitin niður
eftir hvert lagið á fætur öðru. Dóttir mín tók meira
að segja svo sterkt til orða þegar eitt lagið var
spilað að hún stökk fram og sagðist þurfa að kasta
upp þar sem atriðið væri svo vandræðalegt. Móðir-
in sat hins vegar aðallega hvumsa yfir fatavali þeirra
Ragnhildar og Evu Maríu og spurði sig hver í ósköp-
unum ætti í alvörunni rauða mynstraða lopapeysu í
fataskápnum og af hverju? Hvað næst, flísgallar og
sokkaleistar? Við áhorfendur viljum smart sjónvarps-
fólk, og ég tala nú ekki um þegar áskriftin er pínd
upp á okkur. Eflaust er erfitt að vera fyrir gagnrýnum
augum allra daglega í sjónvarpi en er það ekki enn
meiri ástæða til þess að ráða sér góðan stílista og
vera bara helvíti smart. Flestar sjónvarpskonur, ungar
sem aldnar í íslensku sjónvarpi eru bara svo undar-
lega „BORING“ í klæðavali. Hvar er glamúrinn? Um
daginn var breska sjónvarpspían Alexa Chung valin
ein best klædda kona Bretlands og átti stúlkan það
líka skilið. Hennar persónulegi stíll er skemmtileg
blanda af nýju og notuðu ásamt vænum skammti af
„sixtís“ svalheitum. Skítt með kreppuna, við viljum
sjá sjónvarpsstjörnurnar okkar henda lopapeysunum
og kerlingarlegu fötunum og vera tískufyrirmyndir
fyrir okkur hinar.
VIÐ TÆKIÐ ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON VILL ENGAR LOPAPEYSUR Á SKJÁNUM
Sjónvarpsstjörnur, fáið ykkur stílista!
SVÖL
SJÓN-
VARPS-
STJARNA
Hin
breska
Alexa
Chung
kann
þetta.
16.05 Mótorsport 2008 (e)
16.35 Leiðarljós
17.20 Táknmálsfréttir
17.25 Bjargvætturin (12:26)
17.50 Latibær (e)
19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós
20.15 Mæðgurnar (Gilmore Girls VII)
(8:22) Bandarísk þáttaröð um einstæða
móður sem rekur gistihús í smábæ í Conn-
ecticut-fylki og dóttur hennar. Aðalhlutverk:
Lauren Graham, Alexis Bledel, Keiko Agena
og Yanic Truesdale.
20.55 Ellen 100 ára (Ellen 100 år)
Danskur þáttur um ævintýrakonuna Ellen
Bentzen sem fagnar aldarafmæli sínu og
þakkar háan aldur sinn ótæpilegri neyslu á
smjöri, sykri og áströlsku rauðvíni.
21.25 Viðtalið - Uffe Elleman-Jen-
sen Bogi Ágústsson ræðir við Uffe Elleman-
Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana
m.a. um þá atburði sem gerðust er hann
var utanríkisráðherra 1982-1993, er komm-
únisminn hrundi og kalda stríðinu lauk og
breytingar á dönsku samfélagi.
22.00 Tíufréttir
22.25 Dauðir rísa (Waking the Dead V)
(5:12) Breskur sakamálaflokkur um Peter
Boyd og félaga hans í þeirri deild lögregl-
unnar sem rannsakar eldri mál sem aldrei
hafa verið upplýst. Aðalhlutverk: Trevor Eve,
Sue Johnston, Félicité Du Jeu og Esther Hall.
23.15 Lögmál Murphys (Murphy’s Law
IV) (5:6) (e)
00.10 Kastljós (e)
00.45 Dagskrárlok
08.15 Pokemon
10.00 About Last Night
12.00 The Truth About Love
14.00 The Holiday
16.15 Pokemon
18.00 About Last Night
20.00 The Truth About Love Rómant-
ísk gamanmynd með Jennifer Love Hewitt í
aðalhlutverki.
22.00 All the King‘s Men
00.05 Blow Out
02.00 Bodywork
04.00 All the King‘s Men
06.00 Night at the Museum
07.00 Barnatími Stöðvar 2 Gulla og
grænjaxlarnir, Kalli litli kanína og vinir, Refur-
inn Pablo, Lalli og Ofurhundurinn Krypto.
08.15 Oprah
08.55 Í fínu formi
09.10 Bold and the Beautiful
09.30 La Fea Más Bella (229:300)
10.15 Beauty and The Geek (9:13)
11.15 The Celebrity Apprentice (11:13)
12.00 Project Runway (8:15)
12.45 Neighbours
13.10 Nobody‘s Baby
15.00 Sjáðu
15.35 Saddle Club
15.58 Tutenstein
16.18 Stuðboltastelpurnar
16.43 Ben 10
17.08 Bold and the Beautiful
17.33 Neighbours
17.58 Friends
18.23 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.47 Íþróttir
18.54 Ísland í dag
19.34 Veður
19.45 The Simpsons (8:23)
20.10 Worst Week (4:13) Gamanþættir
um seinheppinn náunga sem upplifir verstu
viku ævi sinnar þegar hann heimsækir tilvon-
andi tengdaforeldra sína til að tilkynna þeim
að dóttir þeirra eigi von á barni og að hann
ætli að giftast henni.
20.35 How I Met Your Mother (1:20)
21.00 Burn Notice (6:13) Njósnarinn
Michael Westen kemst að því að hann hefur
verið settur á brunalistann en það er listi yfir
njósnara sem ekki er lengur treystandi og
njóta ekki verndar yfirvalda.
21.45 Rescue Me (5:13) Fjórða serían
um Tommy Gavin og félaga hans á slökkvi-
stöð 62 í New York. Denis Leary fer með
aðalhlutverkið.
22.30 The Daily Show. Global Edition
22.55 Kompás
23.25 Paparazzi
00.45 Nobody‘s Baby
02.35 Silent Witness (2:10)
03.30 Rescue Me (5:13)
04.15 Burn Notice (6:13)
05.00 The Simpsons (8:23)
05.25 Fréttir og Ísland í dag
18.15 Fréttir og Að norðan Endurtekið á
klst. fresti til kl. 12.15 daginn eftir.
N4 Sjónvarp Norðurlands
Digital Ísland rás 15
17.40 Gillette World Sport 2009 Fjöl-
breyttur íþróttaþáttur þar sem farið er yfir
það helsta sem er að gerast í íþróttunum úti
í heimi.
18.10 NBA Action Í þessum mögnuðu
þáttum sem slógu í gegn á árum áður verða
sýnd öll bestu tilþrif vikunnar í NBA-körfu-
boltanum.
18.40 Spænsku mörkin Allir leikirnir og
öll mörkin úr spænska boltanum skoðuð.
Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport kryfja alla leiki
helgarinnar.
19.10 Ensku bikarmörkin 2009 Sýnt frá
öllum leikjum umferðinnar í enska bikarnum
og öll helstu tilþrifin skoðuð.
19.40 Enska bikarkeppnin Bein út-
sending frá leik Bristol City og Portsmouth.
21.45 PGA Tour 2009 Sýnt frá hápunkt-
um PGA-mótaraðarinnar í golfi.
22.40 World Supercross GP Sýnt frá
World Supercross GP en að þessu sinni fór
mótið fram á Angel Stadium í Kaliforníu.
23.35 Enska bikarkeppnin Útsending
frá leik Bristol City og Portsmouth.
14.40 Enska úrvalsdeildin Útsending frá
leik Everton og Hull.
16.20 Enska úrvalsdeildin Útsending frá
leik Aston Villa og WBA.
18.00 Premier League World Enska úr-
valsdeildin skoðuð frá ýmsum hliðum.
18.30 Coca Cola-mörkin Allir leikirnir,
öll mörkin og allt það umdeildasta skoðað í
þessum magnaða markaþætti.
19.00 Enska úrvalsdeildin Útsending frá
leik Wigan og Tottenham.
20.40 Enska úrvalsdeildin Útsending
frá leik Man. Utd og Chelsea.
22.20 Premier League Review Allir leik-
ir umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni skoð-
aðir. Öll mörkin og öll bestu tilþrifin á einum
stað.
23.15 Enska úrvalsdeildin Útsending frá
leik Arsenal og Bolton.
06.00 Óstöðvandi tónlist
08.00 Rachael Ray (e)
08.45 Vörutorg
09.45 Óstöðvandi tónlist
16.45 Vörutorg
17.45 Rachael Ray Spjallþáttur þar sem
Rachael Ray fær til sín góða gesti og eldar
gómsæta rétti.
18.30 The Bachelor (5:10) (e)
19.20 Survivor (14:16) Vinsælasta
raunveruleikasería allra tíma. Að þessu sinni
fer leikurinn fram innan um villt dýr í frum-
skógum Gabon í Afríku. Kynnir er sem fyrr
sjarm örinn Jeff Probst. Eftir standa nú fimm
keppendur og lokaslagurinn bíður.
20.10 Survivor (15:16)
21.00 Top Design (2:10) Ný, banda-
rísk raunveruleikasería þar sem efnilegir inn-
anhússhönnuðir keppa til sigurs. Í hverj-
um þætti þurfa þeir að sýna og sanna færni
sína og sköpunargáfu með hugmyndaríkri
hönnun og frumleika. Nú þurfa hönnuðirn-
ir að hanna svefnherbergi fyrir tíu viðskipta-
vini. Þegar þeir eru hálfnaðir með verkefnið
kemur ýmislegt óvænt upp á.
21.50 The Dead Zone (5:12) Bandarísk
þáttaröð sem byggð er á sögupersónum
eftir Stephen King. Johnny Smith sér framtíð
þeirra sem hann snertir og reynir að bjarga
þeim sem þurfa á hjálp að halda. Johnny
rannsakar hatursglæp sem sonur nýnasista
játar á sig en kemst fljótt að því að þar er
maðkur í mysunni og ekki allt sem sýnist.
22.40 Jay Leno Spjallþáttur á léttum
nótum þar sem háðfuglinn Jay Leno fær til
sín góða gesti og slær á létta strengi.
23.30 CSI: New York (21:21) (e)
00.20 Vörutorg
01.20 Óstöðvandi tónlist
19.20 Survivor SKJÁREINN
19.40 Bristol City -
Porthsmouth STÖÐ 2 SPORT
20.30 Ally McBeal
STÖÐ 2 EXTRA
21.00 Burn Notice STÖÐ 2
21.25 Viðtalið SJÓNVARPIÐ
> Alexis Bledel
„Mig langar til að leika flóknar
persónur en á meðan það er ekki
í boði þá held ég mig við það sem
ég geri best.“
Bledel fer með hlutverk Rory
Gilmore í þættinum Mæðgurnar
(Gilmore Girls VII) sem sýndur er
í sjónvarpinu í kvöld.
▼
▼
▼
▼