Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 13. janúar, 13. dagur ársins. 10.59 13.36 16.15 11.06 13.21 15.37 Lof mér að segja þér hvers vegna okkur Ísraelsmönnum er í nöp við Móses. Það tók hann fjörutíu ár að leiða okkur í gegnum eyðimörk- ina að þessum eina bletti Mið-Aust- urlanda þar sem olíu er hvergi að finna.“ Þetta á Golda Meir, fyrrver- andi forsætisráðherra Ísraels, að hafa sagt í kvöldverðarboði með Willy Brandt, þáverandi utanríkis- ráðherra lands þar sem skömmu áður hafði verið unnið að útrým- ingu þjóðar hennar. Í orðum hennar má þó ekki greina annað en gaman- semi til leiðtoga Þjóðverja og ást til Ísraels, þar sem hún vonaði að þjóð hennar fyndi frið. ENN ríkir ófriður á þessum litla og olíulausa bletti. Átökin sem geisa um þessar mundir verða svo til þess að flestir eru sannfærðir um að aldrei muni ríkja friður á svæðinu. Sadat, fyrrverandi forseti Egypta- lands, minntist Goldu Meir hlýlega þegar hún lést 1978, sagði hana hafa verið heiðarlegan andstæðing. Ein- hvern veginn grunar mig að leið- togar þessara ríkja myndu ekki hafa slík ummæli um hvor annan nú. Friður virðist í órafjarlægð. EFTIR að hafa fylgst með stöðug- um fréttum af harmleiknum er skiljanlegt að miklar umræður fari fram í veröldinni. Einhvern veginn þykir mér þó útséð með að slíkar umræður skili nokkru á meðan stuðningsmenn Ísraels kjósa helst að hengja sig í hártoganir um hvaða hugtök eigi að nota um illskuna, hvort rangt sé að nota orðið helför um morðin á svæðinu, í raun sé bara um slátrun að ræða og eðlilegan fórnarkostnað. Slíkt þvaður hefur áður valdið vandræðum svo sem þegar Sameinuðu þjóðirnar brugð- ust ekki við ástandinu í Darfúr þar sem það vantaði á tölfræðina til að hægt væri að kalla ódæðisverkin þar þjóðarmorð. HIN hliðin á forheimskunni er svo sífelldar yfirlýsingar um að fólk sé hætt að hafa samúð með gyðingum, það ætli barasta að hlæja næst þegar það sér Lista Schindlers eða Píanistann. Það þarf ekki að leita langt aftur í sögubókum til að sjá að stjórnvöld, jafnvel friðsömu Norð- urlandaþjóðirnar, komu almennt viðurstyggilega fram við þessa þjóð. Atburðir nútímans gera hörm- ungar fortíðarinnar aldrei léttbær- ari. Í hugtakahártogunum og sagnfræð- iupprifjunum gleymist aðalatriði þó oft í kraðaki orðagjálfurs og áróð- ursbragða – það er verið að myrða fólk. Olíulausa landið Fyrir mistök voru Bakþankar Þór- hildar Elínar Elínardóttur í gær eignaðir Gerði Kristnýju Guðjóns- dóttur. Beðist er velvirðingar á þessu. Leiðrétting %40 Korputorgi. Opið: mán-fös kl. 11-19, lau kl. 10-18, sun kl. 12-18 af not uðum bílum ...og ja fnvel m eira! Kíktu til o kkar í dag ! 11-19 virka daga BÍLAOUTLET NOTAÐIR BÍLAR Á SPOTTPRÍS KORPUTORGI Ve l yfi r 300 bíla r Einstak t verð! GERÐU EIN STÖK KAU PÚTSALA Fólksbílar Jeppar Sendife rðabílar Litlir bíla r Stórir bílar Je pplingar Smábíla r

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.