Tíminn - 03.10.1982, Side 2
fslenska
óperan:
Frnm-
sýning
nm
helgina
H Nú um helgina frumsýnir íslenska
óperan leikóperu handa börnum sem
nefnist Búum til óperu. Tónlist hefur
Benjamin Britten samið, og texta gerði
Eric Crozier. Þýðingu annaðist Tómas
Guðmundsson skáld.
Eins og áður hefur komið fram í
Tímanum fjallar leikópera þessi um
lítinn strák sem veikur og örsnauður
faðir hefur neyðst til að selja tveimur
sóturum. Þeir láta strákinn vinna alls
kyns erfiðisstörf fyrir sig, m.a. láta þeir
hann príla í reykháfum og hreinsa þar
sót. Það verður strák til happs að eitt
sinn festist hann í slíkum strompi og
hópur krakka bjargar honum og forðar
að lokum undan sóturunum.
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir
óperunni, en henni til aðstoðar er
Guðný Helgadóttir. Sviðsmynd gerði
Jón Þórisson og nafni hans Jón
Stefánsson æfði tónlist og stjórnar
flutningi hennar.
■ Ásrún Davíðsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Hrafnhildur Bjömsdóttir í h lutverkum sínum í óperanni sem frumsýnd
verður nú um helgina. Tímamynd: Ella
Sofendadans,
ný ljóðabók
Hjartar Páls-
sonar
■ Innan skamms sendir Almenna
bókafélagið frá sér nýja ljóðabók eftir
Hjört Pálsson, dagskrárstjóra hjá útvarp
inu. Þetta er þriðja ijóðabók hans og
hefur hlotið nafnið Sofendadans.
„Sama nafn ber eitt Ijóðið í bókinni“,
sagði Hjörtur í samtali við Helgar-
Tífflann, „og þar er ma. verið að víkja
að því hversu maðurinn geti verið
sofandi fýrir örlögum sínum, dauðanum
og ýmsum hættum í veröldinni. Þarna er
verið að segja að við höldum áfram að
dansa hvað sem hlutunum líður í
kringum okkur. Hitt er líka að mér
fannst nafnið lýrískt.“
Hjörtur kvað ljóðin á þessari nýju bók
vera ort á mislöngum tíma. Sumt væri
nokkuð gamalt, en annað frá því í fyrra.
„Ljóðin eru af ýmsu tagi, mjög mislöng
og bæði í hefðbundnu bragformi og
frjálsu", sagði hann. „Ég skipti þessari
bók ekki niður í kafla eins og hinum
bókunum tveimur, heldur raða ég
efninu þannig upp að þetta sé eins og
hver og önnur ljóðasyrpa: fjölbreytt að
formi, lengd og viðfangsefni.“
Fyrri ljóðabækur Hjartar voru Dyn-
faravísur (1972) og Fimmstrengjaljóð
(1977).
Nú um mánaðamótin fer Hjörtur
Pálsson í vetrarleyfi frá útvarpinu og
hyggst sinna ritstörfum erlendis, einkum
í Danmörku. Eins og kunnugt er fékk
hann þriggja mánaða starfslaun lista-
manna í vor.
„Ég vil ekki fullyrða mikið um þessi
ritstörf mín í vetur“, sagði Hjörtur. „Ég
hef fleira en eitt í takinu, Ijóðagerð og
annað, og það verður bara að koma á
daginn hver uppskeran verður." _GM
Sex krakkar fara með hlutverk í Buam til óperu
OPERA MEIRA SPENN-
ANDI EN SKÓLAKÓR
■ „Jú mér finnst hlutverkið svolítið
væmið“ sagði Steinunn Þorsteinsdóttir,
13 ára, en hún leikur góðu stúlkuna
Önnu í leikóperunni Búum til óperu,
sem verið er að frumsýna í Gamla bíó
nú uln helgina.
Helgar-Tíminn hitti krakkana sex,
sem ásamt fimm lærðum söngvurum,
fara með hlutverk í óperunni, að máli á
æfingu í miðri vikunni. Það var svolítill
fiðringur í þeim, enda frumsýning að
nálgast, en svo sviðsvön virtust þau öll
að það var sem þarna væru æfðir leikarar
á ferð.
Steinunn ér þeirra elst og er í áttunda
bekk í Hvassaleitisskóla. Hún sagðist
ekki hafa átt í neinum erfiðleikum með
að læra textann, og þótti mikið gaman
að syngja í óperu. Ekki vildi hún þó
meina að söngur yrði endilega hennar
framtíðarstarf. Það væri allt of snemmt
að ákveða svoleiðis hluti.
Þorbjörn Rúnarsson, ellefu ára
gamall nemandi í Rataskóla í Garðabæ,
var aftur á móti staðráðinn í að leggja
fyrir sig óperusöng í framtíðinni. Hann
hefur sungið í kór frá 7 ára aldri og er
að læra á fiðlu. „Það er dálítið öðruvísi
að syngja í svona óperu heldur en
skólakórnum" sagði hann, en fannst
óperan meira spennandi. Þorbjörn
sagðist mest hafa gaman af sígildri
tónlist og þá cinkum hljómsveitartónlist.
„Ég hef haft áhuga á söng frá því ég
man eftir mér“ sagði Halldór Örn
Ólafsson, tíu ára gamall nemandi í
Flataskóla. Hann leikur tvíburann Hörð
í óperunni. Halldór er að læra á píanó
og byrjaði að syngja í skólakórnum í
fyrra. Éins og Þorbjöm hefur hann mest
gaman af sígildri tónlist. í framtíðinni
hefur hann hugsað sér að verða leikari.
Gtsli Guðmundsson, tíu ára gamall
strákur í Hólabrekkuskóla, fer með
hlutverk litla sótarans í óperunni. Hann
sagðist hafa mikla samúð með honum,
og var feginn að leikurinn endaði vel.
Gísli sagði að það gæti stundum verið
erfitt að muna textann, og æfingar gætu
verið þreytandi, en hann hlakkaði til
sýninga, og af því sem við sáum til hans
á æfingu erum við vissir um að hann á
eftir að standa sig með prýði. Gísli hefur
lært á orgel og langar til að halda því
áfram síðar meir.
Hrafnhildur Björnsdóttir er tíu ára
gömul og nemandi í Flataskóla eins og
Halldór Örn og Þorbjörn. Hún hefur
sungið í skólakórnum frá því að hún var
sjö ára og líka verið að læra á fiðlu frá
sama aldri. „Ég ætla að verða leikari eða
söngkona í framtíðinni" sagði hún. Hún
sagðist hafa gaman af hljómsveitartón-
list, en hlustaði líka á margs konar
popp-tónlist.
Var hún nokkuð farin að kvíða
frumsýningu? „Svolítið" sagði hún, „en
ég hlakka líka til.“
Yngst í hópi krakkanna er Sólveig
Arnardóttir, níu ára gömul dóttir
Þórhildar leikstjóra. Hún er í Austurbæjar.
skóla og ætlar að fara í kórinn þar
þegar tími vinnst til, enda af öllum
hlutum mest gaman að syngja. Sólveig
leikur tvíburann Tinnu og þótti
hlutverkið skemmtilegt, og sagði það
lítinn vanda að muna textann. Þegar ég
verð stór ætla ég að verða ieikari eða
bóndi“, sagði hún, áréttaði „ekki
bóndakona."
■ Þorbjöra Rúnarsson.
■ Gísli Guðmundsson.
i
■ Halldór Örn Ólafsson.
■ Hrafnhildur Bjömsdóttir.
■ Sólveig Arnarsdóttir.
■ Steinunn Þorsteinsdóttir.
Tímamyndir: Ella