Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 4
— harmljoðin
Leirskáldið lék á Goethe, Schiller, Byron, Napóleon og Jónas Hallgrímsson
■ Það var árið 1759 að breski sagnfræðincurinn og skáidið John Home kom í heimsókn ti) vinar sins
Lynedoch lávarðar i MofTat i Skotlandi. Heimilinu fannst mikill vegsanki að návist svo Qölgáfaðs manns
og margt var rxtt um skáldskap og háleit efni. Það hefur því ekki þótt spílla að hjá lávarðinum dvaldi um
þessarmundir ungurog skáldmæltur hcimiliskcnnari, sem skjótt dróst inn í umræðurnar. Kennari þessi hafði
nokkuð birt af Ijóðum eftir sjálfan sig í tímaritum, en varla hefur John Home spurt mjög eftir þeim, eftir
að á daginn kom að unga skáldið kunni margt brota úr gömlum Ijóðum, sem hann sagðist hafa numið af
vörum gamalla manna i skosku hálöndunum, Þetta var heldur ekki neinn hversdags kveðskapur. John
Home var dolfallinn og hlustaði á kennarann unga, sem hét James Macpherson, hafa yfir langar þulur
eftir hið gamia skáld Ossían, son hetjunnar Fingal. í Ijóðunum var brugðið upp stórfenglegri mynd Ossíans,
þar sem hann sat uppi undir bergbrún við úrgan sæ með spjót i annarri hendi en hörpu í hinni og hafði
yfir volduga harmsöngva meðan vindurinn feykti til hvítu skegginu:
„Þið synir hins fjarlæga Morven, mælti Fingal. Gætið yðar á konunginum ái Lochlin! Hann hefur afl á
við hinar þúsund öldur við strönd hans. Hönd hans er kunn hernaði. Ætt hans er afar forn. Hlýð á orð
mín, Gaul, hinn elsti striðsmanna minna og Ossían, konungur söngvanna. Hann er vinur Agandecasar.
Rísið í fögnuði upp yfir sorg hans. En: Óscar, Fillan og Rino! Hrekið Lochlin yfir Lenu. Ekkert skip skal
upp frá þessum degi renna fram yfir hið kolmyrka haf Inistores...“
John Home hlýddi andaktugur á,
meðan kennarinn lét dæluna ganga.
Ljóðin voru á hinni fornu tungu Skota,
gelisku, og Home linnti ekki látum fyrr
en hantj hafði fengið kennarann til þess
að snúa einu ljóðanna yfir á ensku. Það
hét „Dauði Óskars." Home hreifst
stórlega og fyrir orðastað hans bætti
Macpherson nú um betur og snaraði á
ensku sextán smærri ljóðum, sem hann
sagði hluta úr afar löngum bálki, sem
hann hefði undir höndum.
Home tók þessi þýddu brot með sér
til Edinborgar og loks til London, þar
sem þetta vakti strax ódæma athygli í
hópi menntamanna, svo sem Hugh
nokkurs Blair. Að undirlagi hans og
Home voru Ijóðin geftn út í Edinborg
árið eftir undir nafninu „Brot úr fornum
kvæðum, sem safnað hefur verið í
hálöndunum." Blair ritaði formálann og
lýsti skáldskap þessum sem dýrgripum,
- fornum skoskum bókmenntaperlum,
sem að líkindum væru frá þvf á þriðju
öld eftir Krist. Þetta var upphafið á
einhverri dæmalausustu bókmenntaföls-
un sem sögur greina frá, - Ossían
söguljóðum, sem bárust land úr landi og
voru þýdd af mestu stórmennum andans
sem þá voru uppi:
Byron hneigði "sig í duftið af aðdáun
og orti óð í Ossíansstíl þessu forna skáldi
til heiðurs. Göethe þýddi langa parta úr
„Fingal“ og sömuleiðis Schiller. Klopf-
stock orti einnig hyliingaróð og Napó-
leon mikli var gagntekinn og þaullas
frönsku þýðingarnar. Ungur námsmað-
ur í Kaupmannahöfn á fyrri hluta
nítjándu alda lét einnig hrífast og þýddi
upphafið að einu OssíanS-ljoða „Carric-
Thura“, á íslensku:
„Hvort ertu hniginn
af himinstöðvum,
gullhærði röðull
og götum blám?
Nú heftir vestur
votum hjörum
svefngrindum snúið
og sæng þér gjörva.“
Skáldið sem svo þýddi var Jónas
Hallgrímsson. Aldrei hefur jafn lítið
skáld og Macpherson var hlotið aðrar
eins viðtökur fremstu andans manna.
James Macpherson var fæddur í
Ruthven í Inverness-skíri í Skotlandi
þann 27. október 1736. Faðir hans og
móðir voru bæði ættuð af sama „klan“
en móðirin þó af öllu göfugri grein.
Hann menntaðist í heimahúsum og í
héraðsskólanum í Badenoch, en þar
komu fram hæfileikar sem sýndu að rétt
mundi að láta drenginn ganga mennta-
veginn. Var hann því sendur til
Aberdeen árið 1753 og setist hann þar í
Kings menntaskólann. Árið 1755 var
skólatíminn hins vegar lengdur um tvo
mánuði og varð það til þess að
Macpherson fluttist til Edinborgar,
ásamt öðrum fátækum stúdentum og
■ Jafnvel Goethe lét blekkjast.
settist í háskólann þar. Hann mun bæði
hafa lagt stund á lög og guðfræði, en
lauk þó engu prófi frá Edinborg, fremur
en frá Aberdeen. Hann las þó heil feikn
og vann fyrir sér með því að afrita bækur
fyrir ýmsa bóksala. í fríum og einnig
eftir að hann sagði skilið við háskóla-
námið mun hann hins vegar hafa
stundað kennslustörf.
Skáldskapariðkanir
Frá því er hann var sautján ára og þar
til hann varð 22ja ára er sagt að hann
hafi samið meira en fjögur þúsund ljóð út
af ýmsu efni. Voru þar á meðal
Ijóðabálkar, eins og mjög tíðkuðust
meðal góðskálda þessa tíma, og mun
Macþherson bæði hafa lagt út af
„Dauðanum" og samið hetjuljóðabálk
sem nefndist „Veiðimaðurinn'*. Ýmis
ljóð eftir hann birtust í „Scots Maga-
zine“ og árið 1758 gaf hann út bálk eftir
sig sem nefndist „The Highlander", sem
varð höfundinum ekki til mikils hróðrar-
auka. Vildi hann síðar helst ekki við
þann skáldskap kannast.
Það var einmitt um þetta leyti sem
hann hitti John Home á heimili
Lynedoch lávarðar.
Viðtökur
Eins og fyrr segir vaknaði áhugi hinna
mætu manna skjótt, þegar Macpherson
■ Jónas Hallgrímsson hreifst aftorð-
kynngi Ossíans, þótt skoskur heimilis-
kennari hefði talað fyrir munn hans.
fór með hin gelísku Ijóð fyrir þá og
sýndist þeim öllum að þau mundu hafa
orðið til á annarri eða þriðju öld, sem
fyrr segir. Blair var ekki í vafa um að
þarna væri um ósvikið efni að ræða og
margir mætir ménn tóku í sama streng,
þótt sumir væru dálítið efafullir. Heim-
spekingurinn mikli, David Hume, las
Ijóðin þegar og kvaðst telja þau ekta og
fór lofsorðum um Macperson sem
skynugan, ungan mann. Hið mikla,
enska skáld, Thomas Gray, fór einnig
lofsorðum um þessi „fornu“ Ijóð, en lét
samt í Ijós efaemdir og kvað þau geta
verið eftir nútímamann. Harðast voru
ljóðin dæmd af Samuel Johnson, sem
taldi Ossían-kviðurnar fals fra því fyrsta
og talaði um „þennan samsetning" (such
stuff). Hinn mikli vinur miðaldamenn-
ingarinnar, Horace Walpole, lét hrífast
í fyrstu, en dró sig þó skjótt út úr
aðdáendakórnum. En Skotar vildu
ómögulega missa þennan nýfundna
„Hómer“ þjóðar sinnar úr höndum sér
og Blair ritaði um Ijóðin lærðar ritgerðir,
til þess að sýna fram á að þau væru
ósvikin.
í formálsorðunum að útgáfu fyrstu
ljóðanna lét Blair að því liggja að til
mundi vera miklu lengra ljóð, sem ef til
vill mætti safna saman úr brotum í eina
heild, ef menn gerðu gangskör að því.
Sagði hann þau fjalla um herfarir
hetjunnar Fingal og hafði Macpherson
fyrir sögunni. Hvöttu Blair og aðrir
aðdáendur ljóðanna Macpherson nú til
þess að ráðast í að safna saman langa
ljóðinu og var hann lengi tregur til en
lét þó um síðir til lciðast. Home gekkst
fyrir fjársöfnun til styrktar verkinu og
gat fengið hinum unga fræðimanni 2000
pund til ferðar og enn var ráðist í að
safna áskrifendum að hinu væntanlega
Ijóði sem m.a. skoska lögmannafélagið
aðstoðaði við.
•werfatte af iet Sttgelflfí
ttli ■'
Sfnt>reð§ Cfjtifíímt Slífírup*
$0rfte ÍDeeU
55ít töcrðéflentieit tatnfoíitt*,, CJftlútt, íutþ hid>!
®ld) fjubíit fie fiereor, unb bu (tcfjel) nun ba!
Öfeíd)e(l b(d) bem Öricd)eit! troseft ítjm!
Unb frAðft, »b mif bil (V etUfhmime-ben GefaHg 1
i&topjtorf*
4e-
t7$o.
Stijtt b»< @«baffUtt í)60P>
V
■■
■ Dönsk þýðing Ossíansljóða gefin út 1790. Á þessu titilblaði má sjá brot úr
hyllingaróði eftir sjálfan Klopfstock.