Tíminn - 03.10.1982, Síða 6
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982
innlendir leigupennar
• •
I ®
é L , yaMl
Islenskar alþýðuhetjur
■ íslenskar alþýðuhetjur? Er átt við
Gunnar Hámundarson sem atti kinn-
hestum, Illuga Tagldarbana eða öxina
Rimmugýgi? Ellegar þá Árna skinnið
Magnússon, Jón biskup Arason eða
Þórð Steindórsson á Ingjaldshóli sem lét
gesti sína þvo sér upp úr víni heldur en
vatni af tómum flottræfilshætti og dó
öreigi? Hvað þá um Jón Sigurðsson,
forseta alþingis, Skugga-Svein eða
Fjölnismenn hina fyrri? Ólafur Thors;
kemur hann til mála, eða Jónas frá
Hriflu? Kannski Halldór Kiljan Lax-
ness? Því miður, herrar mínir, reynið
aftur næst. Hin íslenska alþýðuhetja
númer eitt, tvö og þrjú (eins og þeir
segja um vinsældalista dægurlaga) er
Ómar Ragnarsson. í næstum sætum þar
fyrir neðan er mislitur söfnuður.
Margt er sér
til gamans gert
Ég hef hreint ekkert á móti Ómari
Ragnarssyni, skal ég taka fram undireins
svo alþýðan rísi nú ekki upp gegn mér.
Þegar ég var ungur og áhyggjulaus úti á
Nesi hlustaði ég á plöturnar hans mér
næstum til óbóta, og þegar við systir mín
fórum að gefa út barnablaðið Margt er
sér til gamans gert og fengum þrjátíu
áskrifendur (fyrst var það vélritað með
kalkipappír, þá fjölritað í Letri og loks
Ijósritað í álverinu í Straumsvík), þá lá
beint við að eiga viðtal við Ómar
Ragnarsson og hafa innan um gátur,
leiki og þrautir, fréttir af útlenskum
leikurum (oftast upplognar að sið barna)
og framhaldssöguna um Jim Jarvis.
Ómar kom og var hinn alþýðlegasti, eins
og gefur að skilja, og það var með
naumindum að tókst að hindra mig í að
setja plötu með honum á grammófóninn
meðan hann stóð við og ansaði
fábjánalegum spurningum systur minn-
ar (því sjálfur var ég feimið barn og
húkti úti í horni). Hins vegar er kyndug
sú aðferð sem íslenska þjóðin notar til
að velja sér alþýðuhetjur að tala um og
dást að á dimmum vetrarkvöldum eða
lokkandi björtum sumarnóttum. Við
grobbum okkur af því við útlenska menn
hvað við erum sprenglærð og vel að
okkur, stórkostlega greind og afbragð
annarra þjóða í andlegum efnum, en
einn maður varð íslensk alþýðuhetja út
á það að ipismæla sig í útvarpinu! Hann
var meira að segja fenginn til þess að
stýra spurningaþætti í sjónvarpi og hafði
sér við hlið aðra íslenska alþýðuhetju;
snaggaralegan veðurfræðing sem var
orðinn svo vinsæll að sló út hinn
sadistíska leik músarinnar að kettinum,
sem sjónvarpið sýnir handa börnum og
kemur í stað ævintýra úr því búið er að
sensúrera Rauðhettu og leggja niður
mannát í krakkasögum.
Einu sinni átti ég býsna yfirborðs-
kenndar samræður við mann um hinn
þriðja. Sá síðastnefndi bjó nokkuð
afskekkt og ástæða þótti til að ætla að
hann hefði ekki fylgst ýkja vel með
fréttum síðustu áratugina. í könnunar-
skyni var prófuð þekking hans á
íslenskum alþýðuhetjum. „Hann þekkti
ekki einu sinni Ómar Ragnarsson!"
hrópaði viðmælandi minn svo undir tók
og rak upp stór augu. Úr því sem komið
var, var aðeins eitt til ráða; gera þennan
afskekkta sveitamann sjálfan að alþýðu-
hetju og einhver maður norður á
Akureyri teiknaði myndir af honum upp
úr sjónvarpinu og seldi víða um land á
hundrað krónur stykkið minnir mig.
Sem betur fer mun þessi nauðuga
alþýðuhetja varla fást til að syngja inn
á plötu eða stjórna bingó-leikjum
lífsþreyttra húsmæðra, en þetta tvennt
er talið hæfilegt fyrir alþýðuhetjur.
Heimspckifyrirlestrar
á laugardögum
Eitthvað virðist hafa dregið úr því hin
síðustu misseri en um tíma virtist vera
að myndast undarlegur hringur í
andlegu lífi íslendinga og var ekki síst
borinn uppi af alþýðuhetjum. Þorgeir
Ástvaldsson var eins lags æðsti prestur í
þessari reglu, einnig Ólafur Laufdal og
tískusýningarfólk, pylsusali kom við
sögu og knattspyrnufélagið Valur og
átöppunarfyrirtækið Kók og þar fram
eftir götunum. Þarna stigu margar af
hinum íslensku alþýðuhetjum sín fyrstu
skref á framabrautinni og er skemmst að
minnast Hermanns Gunnarssonar, fyrr-
verandi boltamanns. Hann segir þakk-
látum landsmönnum ekki aðeins hverjir
hlaupa hraðast, stökkva hæst eða setja
flest mörkin; hann er líka orðinn einn
áhrifamesti heimspekingur þjóðarinnar
og syngur inn á plötur. Heimspekifyrir-
lestra sína heldur Hermann þessi í
útvarpið skömmu eftir hádegi á laugar-
dögum og kryddar heilræði sín og
athugasemdir um lífsins ólgusjó með
danslögum og gamansögum, enda hefur
heimspekin tekið stakkaskiptum með
þjóðfélaginu og aðferðir Kants duga
ekki lengur, enda annars staðar. Nú er
til lítils að eida rófnastöppu, nema helst
það væri gert á hringferð um landið með
Sumargleðinni. Heimspeki Hermanns
er í takt við tímann og hnitmiðun
orðskviða hans (og skeyta) er blátt
áfram aðdáunarverð. Má þar ei'nkum og
sér í lagi nefna þennan hér: „Ekkert
stress - veriði hress!“ en þannig endar
hann jafnan erindi sín og hefði sjálfur
Schopenhauer ekki getað orðað þetta
betur. Leið heldur ekki á löngu þar til
önnur íslensk alþýðuhetja fékk heim-
speking þennan til að raula boðskap inn
á plötu, og tvær heldur en eina, og vera
sögumaður í ævintýrum. Svo ástsæll er
hann orðinn með þjóð sinni að hann er
tæpast nefndur á nafn núorðið, en þess
í stað kallaður gælunafni sínu, sem ég
veigra mér - af augljósum orsökum - við
að tilfæra hér. Hitt er skaði að gælunafn
(gælunafn?) Þorgeirs Ástvaldssonar er
skammarlega lítið útbreitt og þyrfti að
verða þar breyting á hið bráðasta.
í Helgarpóstinum var fyrir ekki nema
viku síðan svokölluð yfirheyrsla yfir
einni nýjustu alþýðuhetju okkar íslend-
inga, sem er kaupsýslumaður og selur
hakkaða kjötbita innan í brauði. Eins
og venja er þegar splunkunýjar íslenskar
alþýðuhetjur stökkva fullskapaðar úr
höfði þjóðarinnar hafa öll blöðin fyrir
löngu tekið opinská og persónuleg viðtöl
við þennan mann (Tíminn er þó líklega
undanskilinn), en aldrei er góð vísa of
oft kveðin eins og skáldið sagði og kvað
vísu sína, hlustendum til leiðinda. Þessi
alþýðuhetja hefur reyndar stigið skrefi
lengra en aðrar viðlíka því hakkabuffið
í brauðinu er heitið eftir hetjunni sjálfri
og man ég ekki í fljótu bragði eftir öðru
fordæmi en Jesú Kristi. Nú fer stór hluti
þjóðarinnar réglulega til altarisgöngu
hjá Tómasi Tómassyni og étur hold af
hans holdi, en kirkjur standa auðar.
Drykkjarföng við þessar athafnir bera
aftur á móti nafn guðsins Pefsí-Kóla. í
stað eldvagns spámannanna er kominn
Mercedes Benz, líkt og alþjóð veit, en
um tengsl þeirrar bílategundar við
guðdóminn vísa ég til söngkonunnar
góðkunnu, Janis Joplin.
Illugi Jökulsson
skrifar
Munu blóm springa
út á haustin...
En það sem ég vildi sagt hafa - Tómas
þessi hefur mjög greinilega mun ríkari
skilning á eðli alþýðuhetjunnar íslensku
en títt er, og má ráða það af áformum
hans um hótelbyggingar í Vatnsmýrinni,
sem hann skýrði frá í tilvísaðri
yfirheyrslu í Helgarpóstinum. Tómas
vill skíra hótel sitt eftir Einari skáldi
Benediktssyni sem var þjóðhetja, en
aðeins er stigsmunur milli þess að vera
þjóðhetja og alþýðuhetja. Af því
Vatnsmýrin er talin næsta blaut geta
höfuðborgarbúar innan skamms fylgst
með Einari Benediktssyni sökkva, rétt
einu sinni enn. Tómas alþýðuhetja vill
aukinheldur reisa annað hótel og kalla
Hótel Bjarna frá Vogi og er það vel,
enda er Bjarni vanmetin þjóðhetja, ekki
síður en Illugi Tagldarbani, þó svo hann
hafi af stórmennsku sinni látið vefja
íslendingum vindla og merkt þá sér.
íslenskar alþýðuhetjur eiga góða tíð og
brakandi þurrk í vændum, þótt vetur fari
að á veðurstofunni. Vil ég af því tilefni
beina því til blaðanna að þau verði ekki
eftirbátar þjóðarinnar og taki upp fasta
dálka þar sem skýrt verði frá sérhverri
athöfn frægs fólks innanlands. Má hugsa
sér ljósmyndara sem liggja í leynum fyrir
utan skemmtistaði og smelli af vélum
sínum þegar alþýðuhetjurnar velta út,
mismunandi á sig komnar, og blaða-
menn sem beita nefinu til að komast að
því hver heldur fram hjá hverjum með
hverjum og af hverju, hvaða konur eru
óléttar og eftir hverja og hver lítur hvern
hýru auga hvenær. Er löngu tímabært
að við eignumst okkar eigin Heddu
Hopper og þó fyrr hefði verið, enda er
það fyrir neðan virðingu bókmennta-
þjóðarinnar að þurfa, út úr neyð, að
fylgjast sýknt og heilagt með raunum
furstafjölskyldu í Mónakó en hafa fáar
áreiðanlegar fréttir af eigin höfðingjum
og einkamálum þeirra. Þegar þetta
verður munu blóm springa út á haustin
og margir syngja inn á plötur.