Tíminn - 03.10.1982, Qupperneq 10

Tíminn - 03.10.1982, Qupperneq 10
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982 ,v..og höfðingjar þínir setj- ast að áti að morgni dags” ■ Á fyrri árum var í Reykjavík all þekktur borgari einn, sem af allslags kúnstugu kaupsýslubralli hafði hlotið auknefnið „fíni“. Af honum eru til ýmsar sögur eins og gengur með marga mæta menn og þar á meðal er sú að eitt sinn er hann hafði óvenju mikið fé í höndum og var að telja seðlana, þá rakst hann á fimmkrónaseðil á meðal þeirra. Þá á sá „fíni“ að hafa sagt dolfallinn: „Nei, hvað er nú fimmkallinn að gera með peningunum?" Þessi skemmtilega saga rifjaðist upp fyrir kunningja mínum einum, þegar minnst var á „Ikarus-málið “ svonefnda, sem - hamingjunni sé lof - er nú búið og horfið af vettvangi umræðunnar. Þar var mál til komið, svo mikil skömm sem var að því fyrir íslenska stjómmálaum- ræðu og mál það allt kvikindislegt í smæð sinni. Þessum pistli er heldur ekki ætlað að verða að innleggi í þetta þjark um kúbikhestöfl og gírkassa, sem náði að verða að mikilsháttar kosningamáli. Hins vegar er ætlunin að hafa það að tilefni til einskonar „eftiráhugleiðingar" um það hvernig stjórnmálamenn geta notað sér vanalegan gikkshátt, sem margir hafa ekki verið vandir af í heimahúsum, til þess að spila með fólk og eru tilbúnir að kaupa sér atfylgi út á svo hvimleiðan brest í skaphöfn ein- staklinga. Það var brosað að hinum „fína“ í gamla daga og mest vegna þess að sjálfsagt var hann ekki ríkur maður í rauninni. Menn hefðu heldur aldrei farið að kaupa ódýra strætisvagna, ef borgarfélagið hefði verið ríkt í rauninni og þess vegna var það broslegt, þegar þeim var hent. { framhaldi af þessu vakna svo spurningar um það hvort pólitíkusum sé stundum lagið að halda svo á lýðræðisapparatinu að þeir geri bæði það og sig sjálfa hlægilega? Vondur siður * Það þótti vondur siður hjá börnum hér áður fyrr að leifa mat. Þess voru meira að segja dæmi á heimilum að þeim var ekki frjálst að standa upp frá borðinu nema þau lykju við það sem fyrir þau var borið. Fyrir kom að gikkir voru verðlaunaðir með hýðingu. Þessi strang- leiki var ekki endilega til kominn af mannvonsku, heldur stundum af því að foreldrarnir höfðu sjálfir þekkt kröpp kjör og höfðu í heiðri þann vísdóm að þeim farnast best sem vinnur hörðum höndum og hatar óhóf. Það var óhóf að henda boðlegum mat og er enn. Þannig eru enn til heimili þar sem börnum er ekki liðin matvendni, þótt jafn víða a.m.k. mundi víst barn bjóða föður eða móður í eina bröndótta, ætti að upphefja svoleiðis nokkuð nudd og afgreiða málið þar með. Virðing fyrir hófsemi og verðmætum hefur þeim börnum aldrei verið innrætt, heldur sú heimspeki að allt fáist með frekjunni. Frekjan verður líka eyrnamark þeirra þegar út í lífið er komið. Því verr virðast þeir hafa hlotið uppeldi sitt upp á síðarnefnda móðinn, sem völdu að gera „Ikarus-málið“ að kosningaatriði. Margt er til marks um það. Óbrigðull fylgifiskur gikksháttarins er t.d. dónaskapurinn. I öllum þeim orðabelg sem út var blásinn um þetta mál á hærri og lægri stöðum var aldrei skirrst við að láta fylgja með lágkúrulegar og niðurlægjandi athugasemdir og skrýtlur á kostnað bílasmiðanna í Ungverja- landi. Það hefur líka frést að Ungverjar hafi styggst við, enda létu þeir einmitt það í té sem þeir voru um beðnir. Hér er komið að atriði sem á alveg óskylt við það hverslags ríki á í hlut. Það skiptir semsé engu hvort seljandinn situr í Búdapest eða Jóhannesarborg. Á sviði verslunarviðskipta milli landa gilda einfaldar kurteisisreglur sem þeir sem um þessi mál fjölluðu áttu að kunna. Þá hefðu þeir ekki þurft að falla í þá gryfju að „láta kjaftinn verða sér að broð- hlaupi," eins og gamla fólkið sagði. Að vera forráðamaður annarra Þótt hér hafi verið farið fáeinum orðum um þá slæmu uppeldisaðferð að líða strigakjaft uppalinga sem forsmá það sem er meira en fullgott handa þeim, þá er ekki þar með sagt að mælt sé með því að kúga einn eða annan til þess að éta það sem hann alls ekki vill éta. Sérhvert gott foreldri kann að finna meðalveg hér í milli, því það þarf vit til þess að vera forráðamaður annarra. Bágt er þegar slíkt vit er ekki lagt í brjóst þeim mönnum sem láta kjósa sig til opinberra embætta og á hverslags fulltrúasamkundur í nafni almennings. Af því hlýst skæling á þeirri mynd sem stjórnendumir þurfa að hafa í augum þjóðarinnar og lýðræðishugmyndin verður að leiksoppi í kjánalátum. Sá nteðalvegur sem aldrei tókst að rata við eldhúsborðið, finnst ekki heldur þegar menn eiga að heita orðnir „stórir“. „Vei, þér land, sem hefur dreng fyrir konung og höfðingjar þínir setjast að áti að morgni dags,“ segir Gamla testamentið viturlega um það þegar skammsýni og óhófseyðsla sitja að ríkjum. Hér áður var stjórnvaldið einþykkt og staffírugt og vissi fuli vel eitt og sjálft hvað þegnunum var fyrir bestu. Óskir þeirra voru hafðar til góðlátlegrar hliðsjónar og ekki meira og gikkir réttlætis þess voru hýddir eða hengdir eftir atvikum. Yfirvaldið var semsé strangt foreldri og um hafragraut þess liðust ekki deilur. Kóngurinn var faðir þegnanna og um kærleikshug hans þorði enginn að efast. „Góðvild vor sem til forna,“ voru ávarpsorðin í tilskip- unum dönsku einvaldskónganna. En nú er enginn einvaldskóngur meir og forsvarsmenn þjóðarinnar þykjast vilja haga athöfnum sínum sem allra mest að vilja fólksins. Auðvitað er það stjórnarfar betur þokkað en það gamla og sá heitir mestur og bestur stjórnvitr- ingur sem getur sýnt fram á sem lýðræðislegastar aðferðir við embættis- færsluna. Ekkert veit neinn stjómmála- maður voðalegra en ef honum er bmgðið um að hann sé ekki nógu „lýðræðislegur". Hann verður þá jafn skelfingu lostinn og það ætti að kveikja í honum lifandi. Það var einmitt ótti þessarar tegundar; sem kom „Ikarus- málinu" af stað, ótti stjómmálamanna við að baka sér óvild einhverra smá- hópa. Stjómmálamennimir vissu að hér var ekki annað á ferð en smáskitlegur kritur, sem hvergi átti erindi „upp á dekk“ opinberrar umræðu og hefði átt að leysast meðal annarra mála í kyrrþey. Þeim var því rétt og skylt að láta vit ráða framyfir að taka þann óyndislega kost að siga málsaðilum út á almannafæri, til þess að láta þá gera sig þar að athlægi. Vel má vera að það hafi fengist atkvæði einhverra ruglukolla út á þetta en enginn sæmilegur maður mundi öfunda neinn af því fylltingi. Yfir alla þessa fásinnu átti svo að breiða með því að masa um lýðræði og lýðræðisleg vinnubrögð. Þannig varð þetta mál að dæmi um það hvernig hægt er að gera lýðræðis- apparatið hlægilegt, eins og sagði hér í byrjun. Þeir sem svona vinna geta ekki haft neinar raunvemlegar mætur á lýðræði. Lýðræðinu er misboðið með því að leika einhverjar kaldrifjaðar brellur og strákapör í nafni þess, nota sér óvitaskap annarra og láta almanna- fjárhirslu borga brúsann af vitleysunni. í Vestur-Evrópu eða í Bandaríkjunum er ósennilegt að slíkt sem þetta hefði liðist af kjósendum, - kannske af því að þau lönd eru í alvöru rík, en þurfa ekki að sýnast vera það, hvað sem það kostar, - eins og sá „fíni“. Þegar eldar ágreinings kvikna þá velur góður stjórnmálamaður sér nefnilega meðölin til þess að slökkva þá eftir því hvers eðlis eldurinn er, rétt eins og þeir mundu líka gera hjá slökkviliðinu. Þar hafa þeir sitt lagið á eftir því hvort ætlunin er að bjarga manni út úr brennandi risíbúð eða kæfa sjálfsíkvikn- um í óhreinum þvotti. En með því að skrúfa sífellt frá einhverjum háþrýsti- krana að kröfu frekjugikkja og kalla velluna úr honum „lýðræði“ er boðið heim þeirri hættu að slökkvistarfið fari í handaskolum, að það missist stjórn á bununni. Hún kann þá að hefja sjálfan bunustjórann á loft og allt „lýðræðið" gusast hingað og þangað sem ekki skyldi. Slík tilvik hljóta óhjákvæmilega að verða afskaplega hlægileg og verri vegna þess að þau em skaðleg og ástæðulaus. Þá hafa stjórnmálamenn- irnir lent í sömu súpunni og þeir foreldrar sem eru. komnir undir skóhæl hortugra bama. Þeim hefur mistekist að vera forráðamenn annarra, eins og þeir þó voru kjörnir til að vera. Atli Magnússon, blaðamaður, skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.