Tíminn - 03.10.1982, Page 14

Tíminn - 03.10.1982, Page 14
14 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982 við erum aðeins enn einn steinn í veggnum...” ■ Ein umdeildasta kvikmynd þessa árs er án efa mvnd Alan Parkers „Pink Floyd - The Wall“, eða „Pink Floyd - Veggurinn". Þegar hún var sýnd í Cann- es í vor áttu margir erfitt med að sitja í salnum til enda, og síðan hefur myndin mætt tvenns konar viðbrögðum: aðdáun eða fordæmingu. Hugmyndin að kvikmyndinni er fengin úr hljómplötu Pink Floyd - hljómsveitarinnar sem bar nafnið „The Wall“ eða „Veggurinn", og fjallar um einangrun einstaklingsins og firringu. „...all in all, were just another brick in the wall“,er sungið þar: „...þegar allt kemur til alls, erum við aðeins enn einn steinn í veggnum“, og er þá jjtt við stöðu einstaklingsins í þjóðfélagi nútímans. Alan Parker hefur ásamt Roger Waters, sem samdi handritið, gert á þessum grunni svakalega kvikmynd um útjaskaða rokkstjörnu, sem einangrast ekki aðeins frá þjóðfélaginu heldur brátt einnig frá sjálfum sér og missir allt veruleikaskyn. Petta er Pink, sem leikinn er, að sögn mjög vel, af Bob Geldof, sem annars mun þekktari sem forystusauður í Boomtown Rats, en svo heitir bresk hljómsveit. Pink er staddur í hótelherbergi í Los Angeles og starir þar á sjónvarpið. Fram í huga hans koma margvíslegar endurminningar frá æskuárunum; um föðurinn sem lést í heimsstyrjöldinni síðari, um móðurina sem ofverndaði hann, um skólann, sem honum fannst einkennast af harðstjórn og andstöðu við sjálfstæði einstaklings- ins, og þá uppreisn, sem nemendurnir gerðu. Jafnframt fáum við að sjá ýmis atvik úr lífi hans á fullorðinsárum; hjónabandið sem fór út um þúfur þegar eiginkonan tók saman við annan mann, poppferðalögin og skyndikonurnar. For- tíð og nútíð, raunveruleiki og ímyndun, blandast brátt saman í huga Pinks þar til hann gerir sér enga grein fyrir hvað eræu veruleiki. í slíku hugarástandi er hann rekinn af umboðsmanni sínum til ■ Á skólabekk: Qöldaframleiðsla og harðstjóm. o Kvikmyndir Alan Parkers: Bugsy Malone Miðnæturhrað- lestin 1978 Fame 1980 Shoot the Moon 1982 ° ' Pink Floyd - The Wall 1982 o að.mæia á fasista hljómleika,sem enda í ofbeldi og villimeqnsku. Eftir réttar- höld, þar sem persónur sem hann hefur kynnst með einum eða öðrum hætti á lífsleiðinni (sá kafli myndarinnar er teiknaður) vitna gegn honum, brýtur Pink niður vegginn sem hann hafði reist umhverfis sig. Það, sem öðru fremur hefur valdið deilum í myndinni, eru ýmsar ofbeldis- senur, sem sumar hverjar eru mjög sjúklegar og aðrar bera fasistískt yfirbragð. Fleiri en einn gagnrýnandi hefur þannig játað það í skrifum um myndina, að á sumum augnablikum hafi þeir fundið sig knúða til að loka augunum um stund; atriðin hafi reynst •of óhugnanleg. — ESJ. ■ Skólabömin gera uppreisn gegn kerfmu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.