Tíminn - 03.10.1982, Síða 21
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982
hafíð gert, þó að við bætum nú ekki við
einum 25 eins og þið
Palme talaði annars talsvert um fortíð
verkalýðshreyfingar og kratanna, og
málaði það allt í rósrauðu og gylltu. Við
kratar höfum komið allri félagslegri
þjónustu á í þessu landi, -þið hafið alltaf
verið á móti. Svo reynið þið að eignast
heiðurinn eftirá. Og þannig verður það
líka með launþegasjóðina, sem þið
mótmælið í dag, sagði hann. Komst
Palme að þeirri niðurstöðu að Fálldin
væri eins konar eftirásósíalisti. - En ekki
er nú víst að launþegasjóðimir verði eins
farsælt mál og t.d. almannatryggingarn-
ar voru á sínum tíma. Enda alls ekki víst
að þeir komi nokkru sinni til fram-
kvæmda. En hins vegar er talið
hugsanlegt að vinstri armur Miðflokks-
ins gangi undir forystu Olof Johansson
til samstarfs við kíatana áður en langt
um líður, en Fálldin dragi sig í hlé.
Þrjú ár í senn
Nú eru kosningarnar um garð gengnar
og Fálldin hefur beðist lausnar. Niður-
stöðurnar urðú í skemmstu máli þær áð
Þjóðarflokkurinn tapaði mestu og fékk
21 þingsæti (áður 38), Miðflokkurinn
fékk 56 (áður 64), Hægriflokkurinn 86
(73), Sósíaldemókratar fengu 166 (154)
og Vinstrisósíalistamir-kommúnistamir
20 menn eins og á síðasta þingi. Kratar
hafa því meiri þingstyrk en borgara-
flokkarnir samanlagðir, en þó ekki
hreinan meirihluta. Miðflokkurinn tap-
aði dálitlu, en mestur sigurvegari má
segja að Hægriflokkurinn hafi verið. Nú
bera menn saman þróunina hér og í
Danmörku og Noregi. Hægrimenn eru
greinilega á uppleið og forystutíð
miðflokkanna í Skandinavíu virðist liðin
í bili. Um tíma var Þjóðarflokkurinn
aðalandstæðingur sósíaldemókrata, svo
tók Miðflokkurinn við; en nú hlýtur
Fálldin að víkja úr sæti fyrir Adelsson
rétt eins og Henning Christoffersen fyrir
Poul Schlyter í Danmörku og Per
Borten fyrir Káre Willoch í Noregi.
Sósíaldemókratar hljóta óneitanlega að
eiga mikinn heiður af því í Skandinavíu
að félagslegur stuðningur er mikill,
skólakerfið fullkomið o.s.frv. Þegar litið
er nokkra áratugi aftur í tímann fá
kratar góða einkunn ef gætt er að
svonefndum velferðarmálum almenn-
ings. En sú spurning sem brennur á
mönnum er með hvaða hætti kratarnir
bregðast við kreppunni nú, hvort lausnir
þeirra duga enn, hvemig þeim gengur
að finna annað ráð en sparnaðarstefn-
una o.s.frv. Afsögn Ankers í Kaup-
mannahöfn er lítil hvatning fyrir Palme.
Fjárhagur ríkisins er slæmur, en Palme
er væntanlega nauðbeygður til að standa
við loforð sitt um að veita fulla
sjúkratryggingu frá fyrsta veikindadegi
(afnema „karensinn") og að hindra
niðurskurð á leigustyrkjum, barna-
styrkjum o.fl. Annars var eitt helsta
kosningaloforð hans að engar félagsleg-
ar umbætur skyldu gerðar á kjörtímabil-
inu, - aðeins haldið í horfinu.
Kjörtímabilið er þrjú ár. Nú horfa
menn á Dallas aftur um skeið. Kosning-
arnar hljóta að hafa verið með
vinsælasta efni sjónvarpsins. Til dæmis
var kosningavakan send á báðum rásum
og leiðtogadeilan tveim dögum fyrir
kosningar var það líka og þýðing á
táknmáli fylgdi á annarri rásinni. Kosn-
ingavakan var mjög kostulega sett upp
frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Þetta leit
út nokkurn veginn eins og geimstöð.
Tölvunum var tryg'gður sigurinn fyrir-
fram og fyrstu tölvuspár reyndust sannar
(jafnvel sannari en úrslitin). Óteljandi
sjónvarpsskermar blikkuðu og trufluðu
á bak við þulinn, tveir afspyrnugáfulegir
og höfuðstórir tölfræðingar sátu honum
á hægri hönd ásamt tölvusérfræðingi;
hinum megin voru stjórnmálafræðingar
og einn Norðmaður til skemmtunar.
Tölurnar birtust hraðar en auga á festi í
öllum regnbogans litum, undirfurðuleg
kosningaplaköt (ólesanleg af hlutleysis-
ástæðum) í baksýn ásamt fomfálegu
skjaldarmerki ríkisins sem trúlega var
fengið að láni úr leikntunasafni Þjóðleik-
hússins. Auk alls þessa gat að iíta
nokkrar tómar sódavatnsflöskur fyrir
framan hvern mann, og settu þær
nokkuð bæjarbraginn. Ekki vil égsleppa
því að minnast á sjálft borðið sem
véfréttamennirnir sátu við, en það var
völundarsmíð úr hnot að mér sýndist,
panell í áþekkum stíl og finna má í
Menntaskólanum í Reykjavík (byggður
um 1850). Kveðjur, ÁS
21
(Verzlun & Þjónusta )
■ Körfubílaleigan,
háþrýstiþvottur,
og húsaviðgerðir
Leigjum út körfubíl, lyftigeta allt að 12
m. Tökum einnig að okkur glugga-
þvotta, sprunguviðgerðir, hreinsun á
rennum og fl.
Guðmundur Karlsson
símar 51925 og 33046
Er stíflað?
Fjarlægi stíflur.
Úr vöskum, WC rörum, baðkerum og niðurföllum.
Ný tæki. Vanir menn. Geymið auglýsinguna.
Valur Helgason,
sími16037
Ný traktorsgrafa
til leigu, vinnum líka á kvöldin og um helgar.
Getum útvegað vörubíl.
Magnús Andrésson. sfmi 83704.
23611 Húsaviðgerðir 23611
Tökum að okkur allar viðgerðir á húseignum, stórum sem
smáum, s.s. múrverk, trésmíðar, járnklæðningar, sprunguþétt-
ingar, málningarvinnu og glugga-og hurðaþéttingar. Nýsmíði-
innréttingar-háþrýstiþvottur
Hringið í síma 23611
Skjót viðbrögð
Það er hvimleitt að þurfa að bíða lengi með bilað rafkerfi, leiðslur
eða tæki.
Eða ný heimilistæki sem þarf að leggja fyrir
Þess vegna settum við upp neytendaþjónustuna - með
harðsnunu liði sem bregður skjótt við.
RAFAFL
Smiðshöfða 6
símanúmer: 85955
Er miðstöðin í ólagi?
Auk nýlagna tökum viö aö okkur kerfaskiptingar
og setjum Danfosskrana á ofna. Einnig meirihátt-
ar breytingar og viðgerðir á vatns- og miðstöðva-
kerfum.
Kristján Páimar
& Sveinn Frímann Jóhannssynir,
Löggiltir pípulagningameistarar
Uppl. í síma 43859 & 44204 á kvöldin.
SF 750 þurrljósritunarvél
mmmam m a
SF 750 Ijósritar á allan venjulegan pappír
og flestan óvenjulegan, þykkan sem þunnan.
Hámarks framköllunargæði
og sérstaklega einföld í notkun.
Innbyggö örtölva tryggir fullkomið eftirlit
með viðhaldi og aðgerð.
Sérstaklega ódýr í viðhaldi og rekstri.
SF750
STÆRÐ: 43X42 CM
HÆÐ: 28 CM
AÐEINS 32 KG.
STÆRÐIR PAPPlRS:
Frá A6 — B4
ÞYNGD PAPPÍRS:
Frá 60 160 Q
FJÖLDI EINTAKA:
10 st. á minútu.
HLJOM-HEIMILIS-SKRIFSTOFUTÆKI 10jT
HLJOMBÆR
HLJOMBÆR SHARPvtj __ __
_ ^^— - m
Kannið verð og
greiösluskilmála.