Tíminn - 03.10.1982, Side 22
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982
á bókamarkaði
The Wealth of Nations.
Höfundur: Adam Smith.
Útgefandi: Penguin Books.
■ Auölegð þjóöanna -eins og
bókin hér að ofan hefur verið nefnd
á íslensku - er eitt af öndvegisritum
Vesturlanda. Með þessari bók lagði
höfundurinn grundvöll að hagfræði
sem vísindagrein.
Bókin er rökræða um kosti
markaðsskipulags í efnahagsmálum
og menn þurfa ekki að vera sammála
Hannesi Hólmsteini eða aðhyllast
frjálshyggju af einu eða öðru tagi tii
að geta nctið hennar. Hún er rituð
af mikilli yfirvegun og rökyggju. Það
er athyglisvert, fyrir þá sem til þess
hafa tækifæri, að bera hin vönduðu
og íhugandi skrif Smith saman við
sumt af því sem nútíma hagfræðingar
senda frá sér, sem er því miður oft og
tíðum léttmeti eða hreinlega vaðall.
Auðvitað hefði att að vera búið að
snúa þessari bók á íslensku fyrir
langa löngu. Hvenær skyldi það
verða?
Nim: A Chimpanzee Who Lcarned
Sign Language.
Höfundur: Herbert Terrace.
Útgefandi: Washington Square
Press.
■ Þetta er einhver athyglisverðasta
bókin sem rituð hefur verið um
tilraunir til að kenna öpum - einkum
sjimpönsum - táknmál manna og
þannig brúa það bil sem löngum
hefur verið talið óbrúanlegt milli
heims dýra og manna. Þegar hún
kom fyrst út árið 1979 vakti hún
heimsathygli og hefur átt þátt í að
gerbreyta viðhorfum manna til kenn-
inga um málgetu apa,
Terrace var í upphafi sannfærður
um að unnt væri að kenna sjimpöns-
um mannlegt táknmál og sjim-
pansanum Nim, sem bókin fjallar
um, var gefið nafnið Nim Chimpsky
til háðungar Noam Chomsky, mál-
vísindamanninum fræga, sem að-
hyllist aðrar skoðanir um mál en þeir
sem að táknmálskennslunni hafa
staðið. Það kom hins vegar á daginn
að Nim staðfesti sjónarmið Cþom-
skys; og þá sögu rekur Terrace á
einkar læsilegan og spennandi hátt í
þessari bók.
‘J4 s r»:<
DICKFRANGS
. .. "WtÉXENIHftAUS’'
Reflex.Höfundur: Dick Francis.
Útgefandi: Fawcett Crest.
Bandaríska stórblaðið New York
Times birtir oft og reglulega lista
söluhæstu bóka þar í landi. Reflex
hefur fallið kaupendum sakamála-
sagna vel í geð og ílentist í heila fjóra
mánuði á þessum metsölulista, sem
þykir afrek. Enda efniviður Dick
Francis afar spennandi: Hetjan í
sögunni knapinn Philip Nore telur
sig hafa ástæðu til að halda að dauði
Ijósmyndara, sem talinn var slys,
hafi verið morð. Hann ákveður að
leita sanninda málsins og hafa
hendur í hári morðingjans.
Smátt og smátt rekur Nore slóðina
og á þeirri leið verður hann var við
hvers kyns spillingu, fjárkúgun og
frekari morð. Og það sem meira er:
morðinginn ætlar að launa honum
lambið gráa og hyggst gera hann að
næsta fórnarlambi sínu...
Your 1983 Horoscope,
Höfundur: Roger Elliot.
Útgefandi: Granada.
Bókabúð Eymundssonar býður
þessa dagana upp á ágætt úrval af
stjörnuspákverum. Hér er komin
stjörnuspá fyrir árið 1983 fyrir þá
sem eru í hrútsmerkinu, en samskon-
ar bækur eru til fyrir öll önnur
stjörnume'rki.
Þetta virðist einkar heppilegt kver
til síns brúks - ef menn á annað borð
leggja trú á stjörnuspeki. Til að
mynda er greint frá miki.lvægum
dögum , vikum og mánuðum á næsta
ári; við hvers konar stjörnumerkja-
fólk heppilegast er að leggja lag sitt
og þannig mætti áfram telja.
Bókin er skrifuð á einföldu og
auðskiljanlegu máli, og jafnvel þeir
sem ekki státa af mikilli enskukunn-
áttu ættu að geta stautað sig fram úr
henni.
■ Ofannefndar bxkur fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið
skal fram að hér er aðeins um kynningu að ræða, enga ritdóma.
Hvenær bera menn
ábyrgð á eigin
óhæfuverkum?
— Á að sýkna heilaskemmda afbrotamenn?
H Charles J. Guiteau hefur verið
skráður á spjöld sögunnar sem maður-
inn sem myrti Garfield Bandaríkjafor-
seta með köldu blóði árið 1881. En ef
marka má nýja bók sem tveir banda-
rískir háskólamenn André Mayer og
Michael Wheeler hafa skrifað og nefnd
er KrókódQmaðurinn, mundi nútíma
réttur hafa sýknað Guiteau á þeim
grundvelli að hann væri ekki sjálfráður
gerða sinna, m.ö.o. geðveikur.
Það hafði komið fram í réttinum að
Guiteau taldi sig vera verkfæri Guðs er
hann myrti Garfield, og verjendur hans
reyndu að sannfæra kviðdóminn um að
hann væri ekki með réttu ráði. En
Guiteau hafði keypt sér byssu og elt uppi
fórnarlamb sitt, og því taldi rétturinn og
tilkvaddir læknar að bón verjenda hans
færi í bága við hefðbundinn skilning á
geðsýki afbrotamanna, sem fólst í því
að glæpur hefði verið framinn skyndilega
og óvænt, verknaðurinn hefði ekki verið
skipulagður fyrirfram heldur ráðist af
ómótstæðilegri hvöt stundarbrjálæðis.
Öld eftir að Charles J. Guiteau var
hengdur, varð John nokkur Hinckley sér
út um skotvopn og elti uppi tvo menn
sem hann vildi koma fyrir kattarnef,
fyrst Carter forseta og síðar Reagan
forseta, en sem kunnugt er munaði litlu
að honum tækist að bana þeim
síðarnefnda. Rétturinn komst að þeirri
niðurstöðu að Hinckley væri ckki sekur
vegna þess að hann hefði ekki verið
sjálfráður gerða sinna, og gæti þess
vegna hafa gengið laus eftir nokkurra
vikna athugun á geðsjúkrahúsi.
Þessi dæmi eru til marks um að sá
mælikvarði sem lagður er á það hvenær
afbrotamenn eru geðveikir og ekki
geðveikir hefur breyst verulega. Geð-
læknar eru nú iðulcga kvaddir fyrir rétt
og eftir því sem virðing geðlæknisfræði
hefur vaxið hefur meira mark verið tekið
á umsögnum þeirra.
Þó er líklegt að dæmi John W.
Hinckley sé fremur undantekning en
regla enn sem komið er. Arthur Bremer
sem reyndi að ráða George Wallace
fylkisstjóra af dögum, Mark David
Chapman sem myrti John Lennon, og
David Berkowitz, fjöldamorðinginn
sem frægur er undir nafninu Sonur
Sáms, lýstu sig geðveika, en rétturinn
komst að þeirri niðurstöðu að allir hefðu
þeir verið sjálfráðir gerða sinna, dæmdi
þá seka og sendi til fangavistar.
Það mál sem Mayer og Wheeler fara
í saumana á í bókinni og ræða til hlýtar
varðar ungan mann frá Massachusett
sem kvöld nokkurt árið 1974 tók tvær
táningsstelpur upp í bíl sinn, ók um með
þær og spjallaði við þær nokkra stund,
en veittist síðan allt í einu að þeim með
kylfu og slasaði. Nokkrum mínútum
síðar hleypti hann þeim þó út úr bílnum
á stað þar sem þær gátu orðið sér út um
læknishjálp; hann hringdi síðan í föður
sinn - virtan innkirtlafræðing - og sagði
honum hvað hann hefði gert af sér. Loks
gaf hann sig fram við lögregluna.
Starf föður piltsins er mikilvægt í
þessu sambandi; hann taldi sig vita hvað
hefði ráðið athöfnum sonar síns og
lögfræðingar óskuðu eftir því að piltur-
inn yrði sýknaður á þeim grundvelli að
hann hefði ekki verið sjálfráður gerða
sinna, ekki vegna geðveiki í hefðbundn-
um skilningi, heldur vegna afbrigðilegrar
heilastarfsemi sem við ákveðnar aðstæð-
ur svipti hann sjálfsstjórn og réði því að
hann gæti framið ofbeldisverk.
Titill bókarinar, KrókódQmaðurinn,
er dreginn af þessari málsvörn. Afbrigði-
leiki piltsins var í svokölluðu randkerfi
heilans, vefjakerfi í miðheila og kring-
um hann sem starfar sem heild og er
talið stýra ýmsu atferli sem tengt er
geðshræringum. í mannfólki stjórnar
heilabarkakerfið, sem talið er tengt
rökvísi og skynsemi, randkerfinu. í
krókódílum er þessu öfugt farið;
randkerfið stjórnar heilabarkakerfinu;
og skemmd í randkerfinu á piltinum var
talin ráða því að stundum hegðaði hann
sér eins og krókódíll að klófesta bráð
sína.
Höfundar telja að þessi nýstárlega
málsvörn muni hafa mikil áhrif í
framtíðinni, og mun meiri en dómurinn
í máli Hinckleys þess er reyndi að myrða
Reagan forseta, enda varðaði það mál
og önnur svipuð sálræna veikleika, en
ekki vefræna sjúkdóma í heila eins og í
máli Krókódílmannsins.
Bókin þykir fjalla á skýran og
skipulegan hátt um geðveikivamir fyrir
rétti fyrr og nú og vekur áleitnar
spurningar um siðferðilega ábyrgð
manna á eigin óhæfuverkum.
- GM
Hugmyndaheimur
Agöthu Christie
■ Agatha heitin Christie er einn
fremsti höfundur sakamálasagna á
þessari öld. Hún sendi frá sér á sjötta tug
bóka, næstum eina á hverju ári eftir að
rithöfundaferill hennar hófst, og þær
seldust allar í fjöldaupplagi. Enda þótt
fleiri bækur komu nú ekki frá hennar
hendi verða þær sem hún skildi eftir
áreiðanlega vinsælt lesefni um ókomin
ár, og fá men ekki nóg af þe'im og vilji
vita meira um höfundinn sjálfan og
hvernig sögupersónnur Christie urðu til,
þá ættu þeir að verða sér úti um The Life
and Crimes of Agatha Christie eftir
Charles Osbome, sem er nýkomin út í
Lundúnum.
Osbome reynir að grennslast fyrir um
það hvaða atburðir í einkalífi Christie
höfðu áhrif á söguefni hennar og þær
persónur sem hún skapaði. Hann
athugar líka hvers konar hugmyndir í
stjórnmálum og menningarmálum em
óafvitandi og vitandi vits látnar í ljós í
bókum Christie og kemur þar margt
fróðlegt í ljós. Christie var t.a.m. lítið
. um gyðinga gefið og andúð hennar á
þeim skín út úr mörgum bókum hennar,
m.a. lætur hún þá oft vera skúrka og
vesalmenni.
■ Agatha Christie við spegUinn.
„They Do It With Mirrors“ er ein af
frægari bókum hennar.
Sumsé: Bók sem tryggir aðdáendur
Christie verða að eignast.
Athyglisverð bök um
bandarískum rétti:
nýstárlega málsvörn fyrir