Fréttablaðið - 20.01.2009, Qupperneq 4
4 20. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Einar Skúlason var ranglega sagður
framkvæmdastjóri Framsóknar-
flokksins í blaðinu í gær en hann er
skrifstofustjóri þingflokks Framsóknar-
flokksins. Framkvæmdastjóri er Sigfús
Ingi Sigfússon.
BRIDS
SKÓLINN
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Byrjendur ... 26. janúar ... tíu mánudagar frá 20-23
Framhald ... 28. janúar ... átta miðvikudagar frá 20-23
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
• Bridsskólinn býður jafnaðarlega upp á námskeið fyrir
byrjendur og fjölbreytt framhaldsnámskeið fyrir þá
sem vilja auka kunnáttuna. Framhaldið er nú með nýju
sniði, þar sem höfuðáherslan er á spilamennsku.
• Námskeið skólans eru haldin í húsnæði Bridssambands
Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík.
• Hægt er að mæta stakur, í pari eða í hóp.
• Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna.
• Sjá ennfremur á Netinu undir bridge.is/fræðsla.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega.
Kynningarfundur um hönnunarsam-
keppni Kraums, Listasafns Reykjavíkur
og Hönnunarmiðstöðvar verður hald-
inn miðvikudaginn 21. janúar klukkan
12 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
LEIÐRÉTTINGAR
GETRAUN Dregið hefur verið úr
réttum lausnum í verðlauna-
myndagátu Fréttablaðsins sem
birt var í blaðinu á gamlárs-
dag. Verðlaunahafar eru þrír:
Lilja Sólveig Kristjánsdóttir,
Anna Sjöfn Sigurðardóttir og Sif
Bjarnadóttir og hljóta þær allar
gjafakort fyrir tvo í Þjóðleikhús-
ið. Mörg hundruð svör bárust og
þakkar Fréttablaðið öllum sem
sendu svar fyrir þátttökuna.
Rétt lausn gátunnar var eftir-
farandi:
Íbúar Reykjavíkur fengu að
kynnast hráskinnaleik stjórn-
málamanna í Ráðhúsinu (en)
norðanmenn sáu andarnefjur á
Pollinum og jörð(in) skalf á Suð-
urlandi. Margs er að minnast frá
þessu ári er kveður okkur.
Myndagáta Fréttablaðsins:
Vinningshafar
verðlaunagátu
ALÞINGI Alþingi kemur saman að
nýju í dag eftir jólaleyfi þing-
manna sem hófst þegar þingi var
frestað, 22. desember síðastlið-
inn.
Þingfundur hefst klukkan 13.30
með óundirbúnum fyrirspurna-
tíma sem forsætisráðherra,
menntamálaráðherra, fjármála-
ráðherra, umhverfisráðherra
og viðskiptaráðherra verða við-
staddir.
Önnur mál á dagskrá þings-
ins eru meðal annars frumvarp
félags- og tryggingamálaráð-
herra um greiðslur til líffæra-
gjafa og frumvarp um breytingu
ýmissa lagaákvæða sem varða
sölu áfengis og tóbaks. - ovd
Alþingi kemur saman í dag:
Þingfundir að
loknu jólaleyfi
ALÞINGI Fundum Alþingis var frestað
22. desember síðastliðinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SAGNFRÆÐI Hádegisfyrirlestra-
röð Sagnfræðingafélags Íslands
hefur aftur göngu sína í dag eftir
hlé yfir hátíðarnar. Yfirskrift
fyrirlestraraðarinnar eftir ára-
mót er „Hvað er andóf?“ Munu
fræðimenn á sviði sagnfræði, lög-
fræði og heimspeki velta þessari
spurningu fyrir sér fram á vor.
Kjartan Ólafsson, fyrrver-
andi ritstjóri Þjóðviljans, ríður
á vaðið í dag með fyrirlestri sem
nefnist „Hetjudáð eða hermdar-
verk?“
Fyrirlesturinn hefst klukk-
an 12.05 í fyrirlestrasal Þjóð-
minjasafns Íslands. Aðgangur er
ókeypis og öllum opinn. - bs
Fyrirlestraröð sagnfræðinga:
Hetjudáð eða
hermdarverk?
RÚSSLAND, AP Forsætisráðherrar
Rússlands og Úkraínu, þau Vla-
dimír Pútín og Júlía Tímosjenko,
fylgdust í gær með undirritun
samnings um lausn á gasdeilunni,
sem hefur orðið til þess að íbúar
víða í Evrópu hafa ekki fengið
gas til húshitunar.
Samninginn undirrituðu for-
stjórar gasfyrirtækjanna Gaz-
prom, frá Rússlandi, og Naftogaz,
frá Úkraínu. - gb
Gasdeilunni líklega lokið:
Samningurinn
undirritaður
FORSÆTISRÁÐHERRAR RÚSSLANDS OG
ÚKRAÍNU Júlía Tímosjenko og Vladimír
Pútín. NORDICPHOTO/AFP
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
14°
6°
1°
4°
4°
5°
3°
0°
3°
4°
19°
6°
-2°
12°
0°
6°
13°
3°
0
0
1
3
3
4
2
3
1
1
-4
10
8 5
6
8
13
6
5
5
8
7
Á MORGUN
5-13 m/s, hvassast vestast á
Vestfjörðum.
FIMMTUDAGUR
8-18 m/s, hvassast á
annesjum sunnan og
vestan til.
1
0
2
3
3
1 1
2
1 3
ÁFRAM RYSJÓTT
TÍÐARFAR
Þennan daginn
má víða búast við
einhverri úrkomu,
yfi rleitt rigningu eða
slyddu en úrkomulítið
verður lengst af suð-
vestan lands. Núna
með morgninum er
úrkomuloft yfi r norð-
austanverðu landinu
sem gengur til vesturs
og í kjölfar þess styttir
upp þar um slóðir. Það
gæti gerst mjög nálægt
hádegi. Á Vestfjörðum
verður slydda eða
snjórkoma.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
VIÐSKIPTI Húsgagnaverslanirnar
Saltfélagið og Habitat verða að
öllum líkindum sameinaðar. Versl-
anirnar eru báðar í eigu Pennans.
Öllu starfsfólki beggja félaga
hefur verið sagt upp á undanförn-
um þremur mánuðum. Starfsfólk
er enn að vinna sinn uppsagnar-
frest. Verður hluti þess endurráð-
inn þegar ákvörðun verður tekin
um framtíð fyrirtækjanna.
Ýmsar útfærslur munu vera til
skoðunar á sameiningu Saltfélags-
ins og Habitat, samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðins. Meðal annars
að bæði félög verði í Holtagörðum,
þar sem Habitat er til húsa, eða að
flytja Habitat í húsnæði Saltfélags-
ins á Grandagarði. Meðal annars
eiga sér nú stað samningaviðræð-
ur við leigusala. Málið á að skýrast
á næstu vikum, eftir að útsölum
lýkur. Velta í húsgagnaverslun
hefur minnkað verulega á und-
anförnum mánuðum. Í desember
minnkaði velta í húsgagnaverslun
um 51,3 prósent á föstu verðlagi,
samkvæmt Rannsóknarsetri versl-
unarinnar.
Auk Saltfélagsins og Habitat á
Penninn meðal annars bókabúðir
Máls og menningar og Eymunds-
son, hlut í Te og kaffi og Stubba-
smiðjuna.
Þá á Penninn húsgagnafyrirtæk-
ið Coppa í Lettlandi, rekstrarvöru-
keðjuna Office Day, í Finnlandi,
Eistlandi, Lettlandi og Litháen,
og kaffihúsakeðjuna Insomnia á
Írlandi. - hhs
Öllu starfsfólki Habitat og Saltfélagsins hefur verið sagt upp störfum:
Báðar búðir undir sama þak
SALTFÉLAGIÐ Að öllum líkindum verða
húsgagnaverslanirnar Habitat og Salt-
félagið sameinaðar.
HEILBRIGÐISMÁL „Við lítum þetta
mjög alvarlegum augum og telj-
um þetta skerðingu á grunnþjón-
ustu sem ekki má minnka frá því
sem fyrir er,“ segir Siggeir Stef-
ánsson, oddviti sveitarstjórn-
ar Langanesbyggðar, um skerta
þjónustu á svæði heilsugæslunn-
ar á Þórshöfn.
Hreppsnefnd Langanesbyggð-
ar lýsir í bókun sinni áhyggjum af
stefnu í rekstri Heilbrigðisstofn-
unar Þingeyinga en heilbrigðis-
þjónusta í Langanesbyggð heyr-
ir undir þá stofnun. Í bókuninni
segir hreppsnefndin niðurfellingu
bakvaktar sjúkraflutningamanna,
frá og með síðustu áramótum,
nýlegt dæmi um skerta þjónustu á
svæði heilsugæslunnar. Þá skorar
hreppsnefndin á yfirstjórn Heil-
brigðisstofn-
unar Þingey-
inga að taka þá
ákvörðun þegar
til endurskoð-
unar.
Íbúar í Langa-
nesbyggð voru
511 talsins 1.
desember síð-
ast l iðinn og
hafði þeim þá
fjölgað um 32 á
einu ári. Siggeir segir tvo menn
hafa séð um sjúkraflutninga enda
þurfi tvo menn á hvern sjúkrabíl.
„Okkur finnst þetta náttúru-
lega algerlega fáránlegt því þessi
bíll er búinn að bjarga mörgum
mannslífum,“ segir Siggeir.
Á Þórshöfn er heilsugæslustöð
og þar starfa einn læknir og einn
hjúkrunarfræðingur. Þurfi sjúk-
lingar á frekari læknisþjónustu að
halda þurfa þeir að fara um 200
kílómetra leið til Húsavíkur eða
um 300 kílómetra til Akureyrar.
Sig geir segir því ljóst að um lang-
an veg sé að fara, ekki síst í ljósi
þess að oft liggi líf við.
Hreppsnefndin fundaði með
stjórn Heilbrigðisstofnunar Þing-
eyinga í síðustu viku þar sem
sjónarmiðum hreppsnefndar-
manna var komið á framfæri.
Siggeir segir enga sérstaka niður-
stöðu af fundinum, aðra en þá að
menn ætli sér að skoða málið.
Í dag er því aðeins einn sjúkra-
flutningamaður á vakt í Langanes-
byggð og þarf hann að treysta á að
einhver geti komist með honum í
útköll. „Það er þá happa og glappa
hvort einhver hæfur getur komist
með honum í útköll,“ segir Siggeir
og bætir við að svo geti farið að
allir hæfir menn séu í burtu þegar
á þarf að halda.
Hann segir alla þjónustu nú
þegar í lágmarki. „Hér er einn
læknir og einn hjúkrunarfræðing-
ur og það er ekki hægt að spara
meira. Við viljum bara hafa þessa
hluti í lagi því þetta eru ekki réttu
störfin til að skera niður,“ segir
Siggeir. olav@frettabladid.is
Fáránlegt að skera
niður sjúkraflutninga
Frá áramótum er aðeins einn sjúkraflutningamaður á vakt í Langanesbyggð
þótt tvo menn þurfi á hvern sjúkrabíl. Oddviti sveitarfélagsins segir fáránlegt
að þurfa að treysta á að einhver hæfur geti komist með í útköll.
FRÁ BAKKAFIRÐI Byggðalögin á Þórshöfn og Bakkafirði tilheyra sveitarfélaginu
Langanesbyggð sem nær yfir 1.332 ferkílómetra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SIGGEIR
STEFÁNSSON
GENGIÐ 19.01.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
206,9797
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,78 127,38
186,16 187,06
168,19 169,13
22,571 22,703
18,466 18,574
15,667 15,759
1,3981 1,4063
191,55 192,69
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR