Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 2
■ \ giftingardaginn - MariKn og iþrotta hetjan Joe I)iinaj»jíio ■ í 20 ár hefur Joe Dimaggio fyrrum baseball-kappi sent rauðar rósir aó gröf fyrrv. eiginkonu sinnar, leikkonunnar Marilyn Vlonroe.en nu hefur hann látiö staöar numiö meö rósasendingarnar. Boh Alhanati, blóinasali i Hollywood. sagðist hafa seó um það i 20 ár að senda 6 rauöar rósir að hinu bleika grafhýsi Marilyns Monroe þrisvar í viku, en á síðasta ari var breytt til með timann, og rosirnar sendar tvisvar í viku. Nu nýlega hringdi til min maður, sem er vinur Joes og lika kunningi minn, sagði hinn 67 ára blomasali. V inurinn bað um að rósasendingunum yrði hætt, en hann gaf engar skvringar. Kinungis felldi pöntunina úr gildi. Joe Dimaggio var annar eiginmaður Marilyns. Þau giftu sig 1954 og voru i hjónabandi í þrju ár. Þá skildu þau, en voru þo vinir, svo sem sjá má a tryggö Dimaggios. Nú hefur heyrst, að Robert Slat/er. sem er 56 ára kvikmyndaframleiðandi sem segist hafa veriö giftur Marilyn i tvo daga (!) - hali tekiö að sér að sjá um að rauöar rosir - þrjár langstilkaöar rosir - væru sendar vikulega að gröf leikkonunnar. Robert Slatzer staðhæfir, að Marilyn hafi verið myrt. en ekki framið sjalfsmorö eins og gefið var i skyn eftir lat hennar. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 Manna- skipti á „rósavakt inni” við gröf Marilyns Monroe Umsjón: B.St. og K.L. ■ Sobotta-fjölskyldan bjó í Jeowa í Slesíu fyrir stríð. Þar á bæ voru tveir uppkomnir bræður, sem voru kallaðir í herínn. Þeir hétu Franz og Victor Sobotta. Faðir þeirra fór líka í stríðið og féll á vígstöðvunum, en móðirin ■ Það eru hamingjusamir bræður sem hittust þama eftir 42 ár Franz er t.h. en Victor t.v. Victor segir: Skál bróðir og velkominn - ég hélt þú værir dáinn og grafinn! Skál — ég hélt þú værir dauður! flýði með fleira fólki úr þorpinu, þegar átök herjanna nálguðust þær slóðir. Bræðurnir urðu viðskila og Franz, sá yngri, lenti í rúss- neskum fangabúðum og var í þrjú löng erfið ár í vinnubúð- um í Wologda. Nú var heima- hérað hans orðið pólskt, og hann hafði ekki tök á að fara þangað, og gat ekki haft upp á neinum úr fjölskyldunni. Eftir stríðið búsetti hann sig í Fúrstenberg og þar giftist hann. Þau hjónin Franz og Klara komuit á flótta til Vestur- Þýskalands rétt áður en Ber- línarmúrinn var byggður, og einu sinni enn byrjaði Franz með tvær hcndur tómar. Hinn bróðirinn Victor bú- setti sig eftir stríð í Wupperthal í Vestur-Þýskalandi. Fjarlægð- in milli bræðranna var ekki nema 300 km, en hvorugur vissi af hinum. Victor segir svo frá, að þegar hann hafði komið heim í orlof í stríðinu hafi amma þeirra tekið grátandi á móti honum og beðið hann að koma með sér í kirkju og biðja fyrir Franz bróður hans, því að hún hefði verið að frétta lát hans. „Mér datt því ekki í hug að reyna að hafa upp á honum eftir stríðið", sagði Victor. Endurfundir En hvernig hittust svo bræð- urnir aftur? Þannig var, að Victor heyrði á vinnustað, að vinnufélagar hans voru að tala saman og einn þeirra nefndi heimabæ hans. Þá fór Victor til hans og spurði hvort hann þekkti fólk þar. Þeir voru þá náfrændur, og höfðu unnið saman í fjögur ár án þess að hafa hugmynd um það. Nú náði Victor sambandi við frændfólk sitt og komst að því hvar Franz bróðir hans átti heima. Franz hafði ekki síma, svo Victor bróðir hans skrífaði honum strax bréf því hann hafði heimilisfangið. „Eg trúði ekki mínum eigin augum, þegar ég fékk bréfið og sá hver var sendandinn“, sagði Franz. „Bókstafirnir dönsuðu fyrir augum mér, og ég hrópaði: Bróðir minn lifir! Síðan þaut ég til nágrannans og fékk að hríngja og náði strax í Victor og bað hann að koma fljótt og heimsækja mig“. Þegar þeir bræður hittust í Traben-Trarbach í Moseldal, þar sem Franz hafði búsett sig, varð mikil gleði á ferðum. Bræðurnir féllust í faðma og vinir og nágrannar héldu end- urfundina hátíðlega með gleð- skap á veitingahúsi og svo á að hittast fljótlega aftur í Wupp- erthal. „Við þurfum að vinna upp svo langan tíma,“ sögðu bræð- urnir, „það eru jú 42 ár, sem við vorum hvor öðrum týndir". CHERVL A AÐ LEIKA GRACE ■ Það var ekki langt liðið frá jarðarför furstafrúarinnar í Mónakó, Grace Kelly Rainier, að fjármálamenn í Hollywood fóru að gera því skóna, að ævisaga furstafrúarinnar værí gott efni í kvikmynd; ævintýra- mynd, þar sem ævintýrið hefði orðið að raunveruleika. „Sag- an af amerísku prinsessunni“, kallaði einn skriffinnur kvik- myndafyrírtækis nokkurs fyrir- hugaða kvikmynd. Margoft hafði Grace sjálf verið beðin að gefa leyfi sitt til þess að hægt væri að gera mynd eftir æviferli hennar, en hún hafði ekki gefið samþykki sitt til þess. En nú eftir dauða hennar heldur talsmaður eins kvikmyndafyrirtækis í Holly- wood því fram, að það fyrir- tæki hafi haft vilyrði hennar fyrir þessu framtaki, ef þess væri gætt að taka ekki fjöl- skyldulíf hennar með í mynd- inni, en hún yrði nokkurs konar heimildarmynd um leik- konuferil hennar og fram að hjónabandi. Hvort sem samningar hafa tekist um þetta eða ekki, þá er það staðreynd, að farið er að ■ Cheryl Ladd er sögð eiga að leika Grace KeUy í væntan- legrí kvikmynd um atriði úr ævi hennar taia um væntanlcga kvikmynd, Amerísku prinsessuna, og er. fyrirsætan og leikkonan Cheryl Ladd (sem þekkt er úr CharUes Angels", vinsælum sjónvarps- þáttum í Bandaríkjunum) er tflnefnd sem leikkonan, sem á að taka að sér að ieika hina fögru Grace KeUy. Cheryl þykir með fegurstu konum heims, svo að þess vegna ætti hún að geta gert hlutverkinu skU, hvemig sem til tekst að öðra leyti. ■ Ein af síðustu myndunum, sem tekin var af Grace furstafrú. Þó hún væri komin yfir fimmtugt var hún með fegurstu konum, hvaða aldur sem miðað var við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.