Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 4
■ Hér eru tuttugu og tvær þeirra tuttugu og sjö kvenna sem undirritað hafa friðarávarpið. Friöarhópur kvenna sendir frá sér ávarp: „VID VIUUM FRIД ■ lsumaroghausthefurhópurkvenna á höfuðborgarsvæðinu komið saman í allmörg skipti og rætt samstarf íslenskra kvenna að friðar- og afvopnunarmálum. I hópnum eru konur sem starfa í Bandalagi kvenna í Reykjavík, Kven- félagasambandi íslands, Kvennafram- boðinu, Kvenréttindafélagi íslands, Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, Prestafélagi íslands, samvinnuhreyfingunni, skátahreyfing- unni, stjórnmálaflokkunum fjórum og verkalýðshreyfingunni. Konumar hafa þó tekið þátt í starfinu sem einstaklingar en ekki fulltrúar félaga eða flokka. Hópurinn hefur komið sér saman um ávarp sem hér fylgir á eftir og er undirritað af 27 konum. Hefur það verið sent stjórnum kvenfélaga og kvenna- samtaka um land allt ásamt bréfi þar sem leitað er liðsinnis félaganna við starf á þeim grundvelli sem í ávarpinu felst. Óskað er eftir því að félögin haldi fund um friðarmál og ræði hvemig konur geti beitt samtakamætti sínum til að vinna að þessu brýnasta hagsmunamáli mann- kynsins. Verði undirtektir góðar er áformað að boða til ráðstefnu á fyrri hluta næsta árs með fulltrúum sem flestra félagasamtaka og einstaklinga. yrði tekin ákvörðun um stofnun friðar- hreyfingar íslenskra kvenna og þau verkefni sem slík hreyfing skuli vinna að. Þar yrði tekin ákvörðun um stofnun friðarhreyfingar íslenskra kvenna og þau verkefni sem slík hreyfing skuli vinna að. Utanáskrift hópsins er: Friðarhópur kvenna, Hallveigarstöðum viðTúngötu, Reykjavík. Einnig er hægt að hafa samband við konurnar sem undirrita ávarpið. Friðarávarpið sem konurnar hafa komið sér saman um er á þessa leið: „Við viljum frið.“ Við viljum að framleiðsla kjarnorku- vopna verði stöðvuð og bann verði lagt á framleiðslu efnavopna og sýklahernað. Við viljum að öll kjarnorkuvopn verði eyðilögð. Við viljum afvopnun. Við viljum að konur beiti samtaka- mætti sínum til að vinna að friði og stuðli að samstarfi allra þeirra hópa og einstaklinga sem vilja taka upp baráttu fyrir friði og afvopnun. Öll erum við ábyrg fyrir því hvort þjóðfélagið sem við tökum þátt í að móta stefnir að stríði eða friði. Við lýsum eindregnum stuðningi við ályktun Prestastefnu íslands 1982 um friðarmál og hvetjum landsmenn til að taka þátt í þeim aðgerðum sem þar eru boðaðar. Við tökum undir þau sjónarmið evrópskra og bandarískra friðarhreyf- inga að þjóðir heimsins marki sér stefnu i óháð hagsmunum risaveldanna. Við óskum samstarfs við alla sem vilja vinna, að friði og tryggja að mannréttindi séu í heiðri höfð. Gífurlegum fjármunum er varið til vígbúnaðar meðan stór hluti mannkyns sveltur. Bilið milli ríkra og fátækra þjóða eykst stöðugt. Vígbúnaðarkapp- hlaupið magnast þó að þau vopn sem þegar eru til nægi margfaldlega til að útrýma mannkyninu. Þúsundir vísinda- manna nota hugvit sitt og krafta til að fullkomna vopn sem geta eytt öllu lífi á þessari jörð. Þetta er mesta ógnun sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið andspænis og hún er verk okkar mannanna sjálfra. Við verðum því sjálf að snúa þessari þróun við. Við verðum að taka höndum saman, konur sem karlar, og vinna markvisst að því að ókomnar kynslóðir fái að byggja þessa jörð. Okkur er Ijós sá styrkur sem felst í samtökum kvenna og því skorum við á allar konur á íslandi að þær hugleiði þessi mál og taki þau til umræðu og umfjöllunar hvar sem því verður við komið.“ Undir ávarpið rita: Sigríður Thorlacius Unnur S.Águstsdóttir María Pétursdóttir Elín Pálmadóttir Esther Guðmundsdóttir Guðný Gísladóttir Guðlaug Pétursdóttir Margrét Sigrún Björnsdóttir Helga Jóhannsdóttir Margrét Einarsdóttir Kristín Ástgeirsdóttir Valborg Bentsdóttir Gerður Steinþórsdóttir Guðrún Helgadóttir Guðríður Þorsteinsdóttir Björg Einarsdóttir Bessí Jóhannsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Auður Eir Vilhjálmsdóttir Hrefna Arnalds Ólöf P. Hraunfjörð María Jphanna Lárusdóttir Ragna Bergmann Helga Kristín Möller Sigrún Sturludóttir Álfheiður Ingadóttir Svanlaug A.Árnadóttir Haugsugurnarfrá þekkja allir bændur Eigum fáeinar haugsugur fyrirliggjandi á sérstöku afsláttarverði og á sérstökum greiðslukjörum. Guðbjörn Guðjónsson Heildverslun Kornagarði 5 stmi 85677 Sjómannafélag Reykjavlkur: Um sextíu hafa greitt atkvæði — í atkvæðagreiðslu undir- manna um nýjan kjarasamning ■ Rúmlega 60 manns hafa greitt atkvæði í atkvæðagreiðslu Sjómanna- TTSkökk og skrumskæld mynd af ísl. bókmeruntum” ■ Stjórn Félags íslenskra rithöfunda lýsir furðu sinni á því, að menntamála- ráðuneytið skuli styrkja og leggja nafn sitt við útgáfu á svo gloppóttri greinar- gerð og kynningu íslenskra nútímabók- mennta sem raun ber vitni í nýútkomnu riti, „Icelandic Writing Today“, og gefið er út í tilefni „Scandinavia Today“. Furðumargir kunnustu rithöfundar þjóðarinnar komast þar ekki á blað, og á margan hátt dregin upp skökk og skrumskæld mynd af íslenskum bók- menntum. Menntamálaráðuneytið getur ekki átölulaust stuðlað að flaustursverki þessu og notað til kynningar á íslensk- um bókmenntum á erlendum vettvangi. Stjóm Félags íslenskra rithöfunda félags Reykjavíkur um nýjan kjara- samning. Um 200 undirmenn á farskip- um hafa atkvæðisrétt og sagðist Guð- mundur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélagsins reikna með að rúmlega 75% myndu greiða atkvæði. -Atkvæðagreiðslan stendur út næstu viku og það eru nokkur skip sem ná ekki inn fyrir þann tírna, sagði Guðmundur, en kosið er á skrifstofu Sjómannafélags- ins. Einfaldan meirihluta þarf til að samþykkja eða fella samninginn og sagðist Guðmundur reikna með að atkvæði yrðu talin um þar næstu helgi. Guðmundur sagði að nú væri lokið við að semja fyrir hönd undirmanna á sanddæluskipunum og hefði verið geng- ið frá því samkomulagi á svipuðum grundvelli og í samningum annarra undirmanna. Verkfalli væri því frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lægi fyrir. Aðeins á nú eftir að ganga frá samkomulagi fyrir hönd undirmanna á hafrannsóknarskipunum. - ESE ■ Tveir bflar skemmdust mikið í allhörðum árekstri sem varð á gatnamótum Sogavegar og Tunguvegar snemma á laugardagskvöldið. Við áreksturinn hentist annar bfllinn yfir gangstétt og hafnaði á girðingu. Talsverðar skemmdir urðu á girðingunni. Islenska hljómsveitin: >TSala áskriftarkorta gengur vonum framar” — segir einn undirbúnings- stjórnarmanna, dr. Þorsteinn Hannesson ■ „Við erum búin að selja rúman helming allra áskriftarkorta, alls um 250 kort, sem þýðir að það hefur að meðtaltali selst eitt á hverjum sex mínútum sem skrifstofan hefur verið opin. Það er framar öllum vonum,“ sagði dr. Þorsteinn Hanncsson, undir- búningsstjómarmaður íslensku hljóm- sveitarinnar, sem nú er nýstofnuð eins og kunnugt er. „Það er erfitt að segja hverju er að þakka. En það er ljóst, að fólk er mjög ' hrifið af því að við ætlum okkur að ! standa á eigin fótum, án styrkja frá hinu opinbera,” sagði Þorsteinn. -Koma þessar góðu undirtektir til með að standa undir rekstrinum? „Nei, því miður duga ekki hrós og góðar undirtektir. Við þurfum beinan stuðning frá tónlistarunnendum. Hann ætlum við að reyna að fá, með sölu styrktaráskriftar, sem er 50% dýrari en venjuleg áskrift. Venjuleg áskrift kostar 600 krónur fyrir hálft starfsár en styrktaráskriftin 900 krónur.‘2 engin með efnisskrá eins og íslenska hljóm- sveitin.“ -Efnisskrá íslensku hljómsveit- arinnar mun verða nokkuð sérstök. „Á hverjum tónleikum verður rauður þráður, sem tengir efniskrána saman. Það verða hljómsveitarverk, kammer- verk, Ijóðalestur, listdans, brúðuleikur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.