Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 4 Nýir bílar Leitiö upplýsinga æ — Notaðir bílar ÞÚ KEMUR - OG SEMUR BÍLASALAN BLIK s/f S(ÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SÍMI: 86477 Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkis- ráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavík, fyrir 15. október 1982. Utanríkisráðuneytið. VÖRUGÆÐUNUM MÁ ÆTÍÐ TREYSTA Hverfisteinar Rafdrifnir hverfisteinar 220 volt. Steinninn snýst 120 snúninga á mfnútu í báðar áttir. Verð kr. 1.728.- m/söluskatti. Sendum hvert á land sem er. Ármúli 8, 105 Reykjavík. S: 8-5840 fréttir „Körmun Neytendasam- takanna ekki marktæk” segir Haukur Hjaltason ■ Könnun sú er Neyt- endasamtökin gerðu ný- lega á 9 veitingastöðum í Reykjavík - sem sagt var frá í Tímanum í síðustu viku - er harðlega gagn- rýnd í tilskrifum sem Tímanum hefur borist frá Hauki Hjaltasyni, naut- griparæktarbónda, í Aust- urkoti, sem birtast hér fyrir neðan. Þar sem um harðorða gagnrýni er að ræða á gæðaprófun ham- borgaranna gaf Tíminn Jóni Óttari Ragnarssyni tækifæri tií andsvara, fyrir hönd Neytendasam- takanna. Sú könnun sem Neytendasamtökin gerðu nýlega á kjötkökum frá 9 veitingastöðum í Reykjavík á ekkert skylt við gæðaprófun á hamborgurum né verðsamanburði. Þessi könnun er í raun ekki marktæk nema að einu leyti og því miður kom það ekki fram nema að litlu leyti, þ.e. með tilliti til næringargildis. Athugasemdir voru gerðar við þessa prófun áður en hún hófst og var þá bent á að notkun geislaofns við endurhitun kjötköku væri vægt sagt vafasöm en upplýst var af fulltrúa Neytendasamtak- anna að kanna ætti bragðgæði kökunnar og næningargildi fyrst og fremst til upplýsinga, leiðbeiningar og aðhalds fyrir veitingamenn. Þar sem nú hefir verið birt opinberleg niðurstaða þessarar könnunar er i nauðsynlegt að almenningur fái uþplýst j eftirfarandi: 1. Könnunin er ekki marktæk með tilliti til gæða vegna endurhitunar í geislaofni en áður en það gerist hefir brauðið drukkið í sig mikinn safa úr kjötinu. 2. Könnunin er ekki marktæk með tilliti til kjötgæða þar sem ekki kemur fram hvers konar kjöt er um að ræða, en staðreynd er að a.m.k. nokkrir staðanna nota í hamborgara ein- göngu besta fáanlegt nautakjöt 3. Fitumæling er ekki marktæk þar sem kökurnar eru mismunandi steiktar og því nauðsynlegt að fitumæla kjötið hrátt. 4. Upphitun í geislaofni veldur seigju í því efni sem hitað er og stórskaðar upphafleg gæði. 5. Könnunin er ekki marktæk með tilliti til kryddunar þar sem eingöngu er bragðprófuð kjötkakan en sem kunnugt er samsetja veitingahúsin hamborgara úr mörgum efnum; brauð, sósa, laukur, tómatsneið, gúrkusneið, salatblöð og e.t. v. fleira. 6. Kjötgæði í hamborgara njóta sín fyrst og fremst nýsteikt. Neytendasamtökin þjóna ekki al- menningi með því að varpa fram könnunum sem þessum án þess að gera fulla grein fyrir vanköntum sem á þeim kunna að vera. Nær væri að könnunamefnd settist inná veitingastaðina fyrirvaralaust og fengi afgreidda þá vöm sem prófa á nákvæmlega eins og viðkomandi Tomma borgarar og Braul- argrill fengu hæstu einkunuimar í tkyndi- könnun er Neytendasam- lökin í Reykjavík gerðu á gseðum hamborgara 9 á skyndibitastöðum i Reykjavík nýlega, þar sem tekið var mið af ncringar- gildi, verði og geriafjölda. En einnig var lagt mat á bragðgxði, sem reyndust mjög , misjöfn, svo og saltinnihald. Alll upp I 90% raunui icyndin *cn i hwi oj Izpu *ciði i hamboigunim ’ •’ 1 við kjAtið f ■ Haukur Hjaltason veitingamenn vilja framreiða. Það er eflaust áhugi hjá veitingamönn- um fyrir því að fá aðhald og nauðsynlegt að vita að ekki er hægt að bjóða hvað sem er á hvaða verði sem er. Þetta vita veitingamenn og það er lítill greiði við matsöluhúsin að varpa fram handahófs- kenndum könnunum sem ekki standast sjálfar gagnrýni. Þess konar vinnubrögð auka aðeins á vanda viðkvæms atvinnureksturs á erfiðum tímum. Haukur Hjaltason. Neytendasamtök _ _____________ hamborgara: “ SVARTA PANNAN MEÐ BESTU HAMBORGARANA — Allt upp f 90% munur á verði (mcðalvcrö á 100 jrOmmum »(kjon því kvnöann t þ«ö hv»ö ncylcndur fi lym ýnuura luxðura oj þ» ckki cmjónju 61 kióna). Meðalsaimclninj icyndiu pcmnjana. Hnia vcrð vai 86 ki. lynt vcjnaþcuaðhiicfnmcnmnmurundi vera 55% vain. 28% hvila. U%fiuoj 100 jr. t( k|óti cn Irgita vcrðtS kr. (yrir Salunnihaldiðvarheldurekkirciknað þerm jcfm „Ánægjulegar niðurstöður” — segir Þórður Slgurdsson, einn aðaleigandi Svörtu pönnunnar Rannsókn á gæðum hamborgara á 9 skyndibitastöðum Staður: Summa 1-3 1. nxr- ingarg. 2: geriafj. 3. verðkjöts 4. bragð-l S.aall- gieði | innihald Svaria pannan 7-8 1-2 2 2 2 Tomma borgarar 8-10 1-2 1 6-7 8 9 Brautargrill 10 5 4 1 3 1 7 ai. J’að vcrður okkur - mCr oj mínu uarfiliðr - hvau nl þeu að lcjjja okkui (ram um að þöknau okktr nðtkipu- vrnum cini oj nð höfum reynl að jeia ,,Þessi mísmunur ákaf- lega einkennilecur” „Engín rannsókn get- ur talist fullkomin” — segir Jón Ottar Ragnarsson ■ Ég vil fyrst þakka Hauki Hjaltasyni fyrir þann áhuga og þá auglýsingu sem hann hefur kosið að gefa Neytenda- samtökunum fyrir það framtak þeirra að framkvæma skyndikönnun á hamborg- urum. Það er mikið í húfi fyrir íslenska neytendur að þeir fái sem bestar upplýsingar um þær vörur sem þeir þurfa að kaupa. Kannanir af þessu tagi eru eitt tæki til þess. Því miður er ljóst að ekki líkar öllum útkoman úr rannsókn af þessu tagi. Á vissan hátt má gera ráð fyrir að því markvissari sem hún er þeim mun meiri verði óánægjan. Því miður kemur ekkert fram í iöngu bréfi bréfritara er hægt er að flokka undir annmarka á þessari rannsókn. Er þó ljóst að engin rannsókn getur talist fullkomin. Til þess að lesendur geti áttað sig á því um hvað málið snýst hef ég kosið að svara hverju einstöku atriði í bréfi Hauks og þá í sömu röð og hann raðar þeim. 1) Aðeins við bragðprófun var fæðan snögghituð áður í örbylgjuofni. Að þetta geri það að verkum að könnun sé ómarktæk er rangt vegna þess að ! hér er verið að meta innbyrðis I bragðgæði og allir hamborgarar hlutu sömu meðferð. Auk þess ofmetur bréfritari eyðingarmátt örbylgju- : hitunar. Loks skal tekið fram að þessi þáttur var ekki metinn með í heildareinkunn. 2) Að könnunin sé ómarktæk vegna þess að ekki kom fram hvaða hráefni voru • notuð er rangt. Ástæðan er einfald- lega su að tilgangur mælingar á næringargildi var einmitt að meta þennan þátt. Virðist könnun staðfesta það því a.m.k. sumir þeirra staða sem nota lélegust hráefni fá lélegasta útkomu í næringargildi. 3) Að fitumæling sé ómarktæk vegna þess að hamborgaramir eru mismun- andi steiktir er rangt og sýnir ennþá betur hve lftið bréfritari botnar í því sem um er að vera. Það er einmitt tilgangurinn með svona könnun að meta hve mikla fitu neytandinn fær í kaupunum. 4) Að upphitun í geislaofni valdi seigju í því efni sem hitað er og stórskaði gæðin er algerlega óviðkomandi þessu máli, sbr. 1. lið. 5) Að það sé galli á könnuninni að aðeins voru prófuð gæði hamborg- arans sjálfs er rangt. Kjötið er dýrasti hlutinn og auðvelt um vik að kæfa bragðgæðin í sósum, brauði o.fl. Auk þess var skýrt tekið fram að aðeins vora í niðurstöðum metin bragðgæði kjötsins. 6) Að kjötgæði hamborgara njóti sín best nýsteikt er óviðkomandi þessari könnun. Hugmyndir bréfritara um „betri“ B Jón Óttar Ragnarsson könnun sýnir enn betur hve lítið hann áttar sig á starfsemi rannsóknafólks. Til þess að könnun af þessu tagi geti tekist þarf hún að hitta í mark, en ekki vera sniðin eftir hagsmunum framleiðenda eða seljenda. Það má benda á það lesendum til fróðleiks að kannanir af þessu tagi hafa alltaf einhverja annmarka. Svo ein- kennilega vill þó til að bréfritara tókst ekki að finna neina þá veilu á þessari könnun sem máli skiptir. Jón Óttar Ragnarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.