Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 12
12 FIMMTUPAGUR 7. OKTÓBER 1982 heimilistfminn Umsjön: B.St. og K.Lv ■ Á mánudagsmorgni leit ég við í slátursölu SS við Háalejtisbraut. Þar voru þó nokkrar konur að kaupa slátur. Slátrið er selt þannig að minnst er hægt að kaupa 5 slátur og kosta þau kr. 328,50. Hausar og blóð er frosið, en innmatur ófrosinn. Slátursala mun verða í um 3 vikur í viðbót og er mikil sala í slátrinu. Ég hitti þarna tvær konur, sem voru að kaupa slátur og þær sögðust heita Helga Guðjónsdóttir og Sigríður Sæ- mundsdóttir. Þær ætluðu að búa til slátur saman, Ég hef ekki búið til slátur undanfarin ár, sagði Helga, ekki síðan wMáíx, ■ Þama er verið að koma með vambir í stóm keraldi. SLÁTU RSALA í FULLUM GANGI ég missti manninn minn. Þegar krakk- arnir voru lítil bjó ég alltaf til slátur. Ég tók nú slátur innan úr fimm dilkum og Helga ætlar að hjálpa mér. Ég lærði sláturgerðina hjá tengdamóður minni og mér fannst hún alltaf búa til gott slátur. Það hefur alltaf heppnast mjög vel. Hún hafði alltaf fyrir sið með lifrarpylsu að setja í hana eitt glas af hrísgrjónum, og ég hef alltaf gert þetta síðan. Þetta liefur alltaf þótt mjög gott hjá okkur. Krakkarnir mínir vöndust þessu strax og hefur líkað það vel. Ég hef líka haft það fyrir vana líka að setja rúsínur í einn eða tvo blóðmörske'ppi. Krökkunum fannst gott heitt rúsínuslátur. Sigríður Sæmundsdóttir sagðist hafa lært að búa til slátur af móður sinni. - Hún bjó til ákaflega gott slátur“, sagði Sigríður. „Ég mæli aldrei neitt sérstaklega efnin í slátrið. Hér áður, þegar maðurinn minn var á lífi tók ég alltaf svona 10 til 15 slátur á ári, og vandi drengina mína á að borða slátur, en svo síðan hann fór, þá hef ég ekki búið til slátur, þangað til núna. Nú frystum við allt slátrið, en áður setti maður þetta í súr, þegar ekki voru frystikisturnar. SS er eini staðurinn, sem selur innmatinn ófrosinn, en yfirleitt er nú slátrið selt alveg fryst, t.d. í Afurðasölu SÍS, en þar kosta þrjú slátur kr. 198,00 og 5 slátur kr. 330,00. Aukavambir kosta kr. 8,50 pr. stykki. Dagsþörf af A-vítamíni í 100 gr. af lifur Dilkur heitir blað, sem markaðsnefnd landbúnaðarins hefur gefið út og er dreift í verslunum. Þar eru greinar um sauðfjárrækt, lambakjöt og innmat og einnig uppskriftir. Einnig er grein um sláturgerð og segir þar m.a.: í innyflum og blóði er miklu meira af lífsnauðsyn- legum steinefnum og vítamínum en í kjöti, auk fullgildra eggjahvítusam- banda. Vel þekkt er jámið í blóðinu. Lifrin er líka járnrík, auk þess sem dagsþörf barna og fullorðinna af A-víta- mín og flestum B-vítamínum em í 100 g af henni. Lifrin er enn fremur mjög rík af kalsíum og fosfór. Enda þótt eitthvað af næringarefnunum tapist við langa suðu og mismunandi geymslu, er óhætt að segja að fáar fæðutegundir hafi jafn mikið næringargildi og slátur. Samkvæmt reglugerð um slátmn, mat og meðferð sláturafurða frá 21.desem- ber 1977 skal héilt nýtt slátur til neytenda vera sem hér segir: Blóð 3/4 1 án umbúða, haus hornstýfður, vel sviðinn og vegi ekki undir 1,1 kg, (eða méðalvigt), lifur, hjarta, riýru, vömb, keppur, hálsæðar, þind og 1 kg af mör. Vöhib og keppur skulu vera vel gortæmd ogskolað. Om sláturgerð segir: Algengast er að hreinsaðar vambir fylgi slátrum. Þær þarf þá aðeins að sköla vel úr köldu ■ Innmaturinn er settur í plastpoka 5 stk. í bvem. TímamyndirAnna : v ,w**,"*k $$¥ UUmWm- f mll vatni, skafa lauslega og snýrta eftir þörfum. Úr hverri vömb eru sniðnir 5-6 keppir, sem jafnastir að stærð. Þykkustu hlutar vambarinnar em skomir úr um leið. Saumið keppina með mjúku bómullargarni, hafið sporin gisin, en takið fremur fast í þráðinn. Skiljið eftir hæfilega stórt op til þess að þægilegt sá að setja í keppina. Geymið keppina f köldu vatni þar til sett er í þá. Mikilvægt er að slátrið sé soðið eða fryst strax að lögun lokinni, því gerjun hefst mjög fljótt, þegar búið er að blanda blóði og mjöli saman. Lifrar- pylsuna á að sjóða í 2-21/2 klst., en blóðmörinn í 3 klukkustundir. Ég hringdi í nokkrar verslanir til að spyrja um verð á slátri og ýmsu því er tilheyrir sláturgerð. í Stórmarkaðnum í Kópavogi kosta 5 slátur 340 kr., 2 kg. af rúgmjöli kosta 24,75, 950 gr. pakki af haframjöli kostar 22,90 kr., en einnig fást 6 kg. á kr. 83,65 og em það hagstæð kaup fyrir þá, sem búa til mikið slátur. Hveiti kostar kr. 29,25 (5 lbs.) og 58,25 (10 lbs.) og plastpokar kosta kr. 18,80. í Kjöti og Fiski í Breiðholti kosta 5 slátur kr. 330, 2 kg. af rúgmjöli kosta kr. 26,40, haframjöl (950 gr.) kostar kr. 24,40 hveiti ( 5 lbs.) kostar 26,40 og plastpokar kr. 16,40. í versluninni Vogum í Kópavogi kosta 5 slátur kr. 325, og er það alveg sama verð og verslunin kaupir það á, hveiti kostar 31,75 (5 lbs.) haframjöl (950 gr.) kostar 23,95 kr. og rúgmjöl 2 kg. kostar kr. 19,70. í Holtskjöri kosta 5 slátur kr. 330, rúgmjölið kostar kr. 26,40 2 kg. hveiti ( 5Ibs.) kr. 31,80 og 10 Ibs, kr. 61,80. Haframjöl 950 gr. kostar 20,40 og ca. 1900 gr, kosta kr. 47,00. Frystipokar stærri gerð kosta kr. 29,75 kr. Sláturverð virðist nokkuð mismun- andi í verslunum og vafalaust einhvers staðar lægra eða hærra en í þeim verslunum, sem ég hringdi í. ■ Kim ásamt dóttur sinni Klöra. Kóreanskar pönnukökur ■ Kim fluttist hingað til ís- lands fyrir sjö árum. Hann hefur nú hafið hér framleiðslu á kóreönskum pönnukökum, einnig kínverskum vorrúllum og megrunarsalati. Petta verð- ur á næstunni til sölu hér í verslunum og fylgir pönnu- kökunum og vorrúllunum sér- stök sósa, sem er úr soyasósu, sveppasósu og 13 tegundum af kryddi. Vorrúllurnar eru hitað- ar í ofni og þá tilbúnar á borðið en pönnukökurnar eru steiktar í olíu á pönnu. Kim segir að pönnukökurnar séu góðar sem forréttur, einnig með kaffi og ágætis „party“ matur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.