Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 6
Ifiiiíili FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 stuttar fréttir fréttir — meinleg bilun í midbæjarstöð Pósts og síma Sendiráð Bandaríkjanna og Ingólfs- apótek, en starfsfólk þar hafði lítið annað að gera í gær en að ansa í símann fyrir fyrrgreind fyrirtæki og stofnanir. Hjá bilanadeild Pósts og síma fengust þær upplýsingar að erfiðlega hefði gengið að finna bilunina, en sú leit stóð mestan part dagsins í gær. Var þó búist við því að símalínur yrðu komnar í samt lag í dag. -ESE ■ Meinleg bilun varð í miðbæjarstöð Pósts og síma í gærdag. Olli bilunin því að nær símasambandslaust var við öli númer frá 29000 til 29999. Lentu mörg stórfyrirtæki og stofnanir í miklum erfiðleikum vegna þess arna, en bilunin lýsti sér þannig að ef hringt var í ákveðið númer, þá hringdi á allt öðrum stað. Verst kom þetta ástand sér fyrir Landspítalann sem hefur símanúmer 29000, en á skiptiborði Landssímans fengust þær upplýsingar, loksins þegar samband náðist, að þessi bilun hefði komið sér ákaflega illa. Fólk hefði beðið langtímum saman eftir sambandi og loksins þegar það hefði fengist hefði það verið frekar skapstirt og margir hefðu hellt úr skálum reiði sinnar yfir fólkið á skiptiborðinu. Meðal annarra fyrirtækja sem lentu í þessu „símaævintýri" voru Radíóbúðin, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Nýr yffir- læknir lyff lækninga- deildar Borgar- spítalans ■ Gunnar Sigurðsson, læknir hefur verið ráðinn yfirlæknir lyflækningadeild- ar Borgarspítalans frá og með 1. október sl. Gunnar Sigurðsson er fæddur í Hafnarfirði 1942. Hann tók stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962 og lauk kandidatsprófi við lækna- deild Háskóla íslands 1968. Að aflokn- um aðstoðarlæknisstörfum á sjúkrahús- um í Reykjavík og Sauðárkróki stund- aði hann framhaldsnám í London 1970-1975, að mestu leyti við Hammer- smith sjúkrahúsið í London. Hann lauk doktorsprófi við Lundúnaháskóla 1975. Næstu tvö ár stundaði hann rannsóknar- störf við Californiaháskóla í San Francisco. Viðurkenndur sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum 1976. Síðan 1977 hefur Gunnar starfað í Reykjavík, fyrst við Rannsóknastöð Hjartaverndar og síðan 1978 hefur hann starfað við Lyflækningadeild Borgar- spítalans og Landspítalans. Gunnar er jafnframt dósent við læknadeild Há- skóla íslands og hefur skrifað fjölmargar greinar í innlend og erlend tímarit. Hann er kvæntur Sigríði Einarsdóttur píanókennara og eiga þau þrjú börn. Sjö umsækjendur voru um stöðu þessa. Gunnar tekur við af Þórði Harðarsyni, sem skipaður hefur verið prófessor við Háskóla íslands. ■ Gunnar Sigurðsson Hringt í Landspítalann... „INGÓLFSAPÓTEK GÓÐAN DAGINN” ■ Einn, tveir og þrír... Fyrsti, annar og þriðji gír. Hitað upp fyrir „spymu“ á brautinni í Kapelluhrauni. Úrslitaspyrnan í kvartmílukeppninni síðasta kvartmilukeppni sumars- ins sem gefur stig til Islands- meistaratitils fer fram á laugardag Hagkvæmni sykurverk- smiðju eykst með hækkuðu sykurverði HVERAGERÐI: „Þar sem sykur- verð til neytenda hefur stórhækkað að undanförnu hafa jákvæðar for- sendur fyrir byggingu sykurverk- smiðju í Hveragerði enn aukist", segir í nýrri samþykkt Atvinnu- málanefndar Hveragerðis. En á fundi nefndarinnar var samþykkt að; skora á alþingismenn að samþykkja' framkomið frumvarp um sykurverk- smiðju í Hveragerði. Nefndin telur Ijóst að starfræksla verksmiðjunnar verði þjóðhagslega hagkvæm bæði vegna gjaldeyris- sparnaðar og nýtingar þeirrar orku, sem í áratugi hefur farið út í loftið í Ölfusdal. Auk þess mundi verk- smiðjan skapa stóraukin atvinnu- tækifæri á Suðurlandi, sem talin er full þörf á. -HEI Áhersla lögð á sundlaugar- byggingu á Vonarlandi AUSTURLAND: „í skýrslu for- manns kom fram að málefni þroska- heftra á Austurlandi hafa notið sérstakrar fórnfýsi og velvilja al- mennings. Gjafir sem borist hafa bera þess gleggst vitni“, segir í frétt af aðalfundi Styrktarfélags van- gefinna á Austurlandi, sem haldinn var. í Egilsbúð á Neskaupsstað s.l. sunnudag. Gjafir þær er minnst var á eru 25.000 kr. frá Samtökum austfirskra kvenna í Reykjavík, sem renna eiga til sundlaugarbyggingar við Vonar- land og 5 þús. kr. frá Fáskrúðs- firðingafélaginu í Reykjavík. Á fundinum var samþykkt að leggja áherslu á áframhald sund- laugarbyggingarinnar við Vonar- land. Kvað Bryndís Símonardóttir forstöðumaður sundlaugina verða heimilisfólki Vonarlands - sem nú eru 10 manns - mjög kærkomna. En að undanförnu hafi heimilisfólk notið þess velvilja sveitarstjórnar Egilsstaða að fá sundlaug staðarins til afnota eftir því sem aðstæður hafi leyft. Þá kom fram að fjárhagur S.V.A. sé góður. Aðalbjörg Magnúsdóttir, sem gegnt hefur formannsstarfi í 6 ár og Guðmundur Magnússon, fræðslu- stjóri gengu nú úr stjórn S.V.A. í þeirra stað voru kjörin: Sr. Davíð Baldursson á Eskifirði og Sigríður Halldórsdóttir kennari á Egilsstöð- um. Aðrir í stjórn eru: Hulda Bjarnadóttir á Neskaupstað, Krist- ján Gissurarson á Eiðum og Björg Blöndal á Eyðisfirði. -HEI Mótmæla lækkun verslunar- álagningar VESTFIRÐIR: Kaupmannafélag Vestfjarða hefur samþykkt ein- dregin mótmæli við þeirri skerðingu verslunarálagningar sem ákveðin var í nýgerðum efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Benda þeir á að smásöluverslun á landsbyggðinni hafi verið rekin með umtalsverðum halla á undanförnum árum, sem viðurkennt hafi verið af stjórn- skipuðum nefndum. Framangreind lækkun álagningar komi því fyrst og fremst niður á þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar. Jafnframt er bent á að verðlags- ákvæði torveldi beinan innflutning á vörum og önnur stórinnkaup, sem ávallt leiði til lægra vöruverðs til neytenda. Kaupmannafélagið beinir m.a. þeim tilmælum til stjórnvalda að ákvæði skattalaga um reiknaðar tekjur vegna verðbreytinga verði felld niður. Ákvæði þessi komi þyngra niður á landsbyggðaverslun en öðrum vegna mikils birgðahalds. Jafnframt er minnat á fyrri sam- þykktir félagsins: Um afnám sérstaks fasteignaskatts á verslunarhúsnæði og um að kostnaður vegna innheimtu söluskatts verði greiddur. -HEI ■ Fimmta og síðasta kvartmílukeppni sumarsins sem gefur stig til íslands- meistaratitils, verður haldin á Kvart- mílubrautinni í Kapelluhrauni við Straumsvík laugardaginn 9. október og hefst keppnin klukkan tvö eftir hádegið. í síðustu kvartmílukeppninni sem haldin var 25. september var óvenju góð þátttaka og var keppnin hin fjörugasta. Búist er við að keppnin nú verði ekki síðri enda er von á mörgum keppendum ■ Þessa dagana er verið að senda út og innheimta spurningalista vegna rannsóknar á afkastahvetjandi launak- erfum og tengslum þeirra við stöðu kvenna á vinnumarkaðinum. Er rannsóknin gerð fyrir tilhlutan Jafnrétt- isnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar, en rannsóknin er jafnframt styrkt af félagsmálaráðuneytinu. Sambærileg rannsókn er einnig gerð í Danmörku á sama tíma. Rannsóknin tekur til verkafólks í fiskiðnaði, fataiðnaði og vefjaiðnaði og er spurningalistinn sem sendur hefur verið út gerður af Vinnuverndarhópn- um. Verða listamir sendir til viðtakenda og eru þar í hópi sumir þeirra sem síðast urðu að hætta keppni vegna bilana og ýmissa annarra óhappa. Ef svo fer sem horfir má búast við þrælspennandi og hörkufjörugri keppni þar sem barist verður af hörku um hvert sekúndubrot og um sigursætin í öllum flokkum. Verðlaunaafliending fyrir tvær síð- ustu keppnimar í íslandsmótinu verður haldin um kvöldið, laugardaginn þann 9. október og hefst hún klukkan 21.00 í Hollywood. í pósti og innheimtir á sama hátt, en það skal tekið fram að listarnir eru ekki auðkenndir á nokkum hátt og er það m.a. gert til að tryggja nafnleynd. Innviðir spurningalistans beinast einkum að því að fá fram mismun á vinnutíma og launum kynjanna, tengsl launakerfis og heilsufars, ólík tengsl kynjanna við vinnumarkaðinn og heimilið, auk þess sem reynt er að varpa ljósi á aðra þætti er kunna að hafa áhrif á heilsufar og vinnutíma. Vinnsla niðurstaðna fer fram í vetur, en niðurstöður munu að einhverju leyti liggja fyrir næsta vor, en niðurstöðumar verða svo kynntar á almennum vinnustaðafundum. -ESE -ESE Rannsókn á afkastahvetj- andi launakerfum: SPURNINGALISTAR SENDIR TIL 20% KVENNA r ÞREM GREINUM IÐNAÐAR ■ Sumarfrí stóðu yfir og því engin böm í leikskólanum þeirra St. Fransiskussystra í Stykkishólmi er Tímamaður leit þar við í sumar. Systurnar hef ja rekstur dagheimilis í Stykkishólmi STYKKISHÓLMUR: St. Frans- iskussystur í Stykkishólmi hófu hinn 15. september s.l. rekstur dagheimil- is, auk leikskólans sem systurnar hafa rekið um árabil. „Með starf- rækslu dagheimilis og leikskóla er stefnt að því að eftirspurnin eftir dagvistun barna í Stykkishólmi verði að jafnaði fullnægt," segir Sturla' Böðvarsson, sveitarstjóri í Stykkis-1 hólmi. St. Fransiskussystur hafa nú rekið barnaheimili í Stykkishólmi í 25 ár. í fyrstu var starfsemin aðeins hluta úr degi yfir veturinn, en hefur síðan aukist með árunum. Árið 1960 hófu systurnar rekstur sumardvalarheim- ilis fyrir böm víðs vegar að af landinu og hefur svo verið á hverju sumri til þessa. En sá þáttur verður nú lagður niður. Nýtt hús fyrir barnaheimilis- reksturinn var byggt í Stykkishólmi árið 1970. Með tilkomu þess húss hófu systurnar rekstur leikskóla yfir allan vetur. Með breytingunni nú í september hafa systurnar og hrepp- urinn sameinast um rekstur dag- heimilis og leikskóla sem verður opinn allt árið að undanskyldum einum sumarleyfismánuði. Hefur húsnæði barnaheimilisins nú verið endurskipulagt með hliðsjón af þeim breytingum. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.