Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdaatjórl: Glali SigurSason. Auglýslngastjórl: Stelngrlmur Glslason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrelðslustjórl: SlgurSur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsaon, Ellas Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Krlstinn Hallgrlmsson. UmsJónarmaSur Helgar-Tlmans: Atll Magnússon. BlaBamenn: Agnes Bragadóttlr, BJarghlldur Stefánsdóttir, Eirlkur St. Elrlksson, Frlðrlk IndriSason, Holður Helgadóttlr, Slgurður Helgason (Iþróttir), Jónas GuSmundsson, Kriatin Lelfadóttlr, Skaftl Jónason. Útlltsteiknun: Gunnar Trauatl ' GuSbJömsson. LJósmyndir: GuSJón Elnarsson, GuSJón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosi Krlstjánsson, Kristln Þorbjamardóttir, Marla Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánu&l: kr. 130.00. Setnlng: Tœknldelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Fjölskylduvernd og húsnæðismál ■ Fjölskylduvernd er nýtt hugtak og þeir sem taka það upp á sinn eyk munu vinna að því eftir orðsins hljóðan að vernda fjölskylduna. Að sjálfsögðu felur þetta í sér að menn þykjast sjá að fjölskyldunni sem slíkri sé hætta búin. Það er viðurkennd staðreynd að fjölskyldan er frumeining þjóðfélagsgerðarinnar og ef hún brestur er hætt við að fleira fylgi á eftir. Fjölskylduvernd hlýtur að felast í því, að svo verði búið um hnútana í þjóðfélaginu að eðlilegt fjölskyldulíf fái staðist og að fjárhagslegar drápsklyfjar séu ekki lagðar á herðar henni. Sitthvað er gert til að létta fjölskyldunni lífsbaráttuna. Stofnanir taka að sér uppeldi barna í æ ríkara mæli og fyrirvinnum einstakra fjölskyldna fjölgar að sama skapi, enda er það réttlætismál að sem flestir hafi launaða atvinnu og góðar tekjur. Samt sem áður kreppir skóinn víða að og oft þarf fólk að sýna þrautseigju og sjálfsafneitun til þess eins að halda fjölskyldunni saman. Það eru einkum húsnæðismálin sem orðið geta fjölskyldum þung í skauti, og það er ekki glæsilegt útlit um þessar mundir fyrir ungt fólk og efnalítið að stofna til heimilis. Ef heldur sem horfir í þessum efnum hlýtur að koma að því að ungt fólk og framsýnt sér að það er ekkert vit í að tengjast fjölskylduböndum. Eins og nú háttar er það veigamesta fjölskylduverndin að koma húsnæðismálunum í það horf, að hverri fjölskyldu verði tryggt húsnæði sem stenst lágmarkskröf- ur. Það eru sjálfsögð mannréttindi að allir þegnar þjóðfélagsins hafi tryggt húsaskjól. Á það hefur verið bent hér í blaðinu að gjá sé að myndast á milli þeirra sem komu sér upp húsnæði fyrir verðtryggingu lána og hinna sem greiða þurfa fullar verðbætur á sín lán. Ungt fólk og eignalaust hefur mjög takmarkaða möguleika á að eignast eigin íbúð eins og málum er háttað, og að standa skil á afborgunum sem fara síhækkandi samkvæmt verðbólgu- lögmálinu. Þeir einir komast í tryggt húsaskjól sem verða þess aðnjótandi að fá úthlutun í verkamannabústöðum. Þeir eru því miður of fáir miðað við þörf. Leigumarkaðurinn er stopull og ótryggur og sumir leigusalar bókstaflega notfæra sér neyðarástandið til að mata krókinn, þótt skylt sé að geta þess að sanngirni gætir meðal margra þeirra sem aðstæður hafa til að leigja út íbúðir. Stefnuleysi í húsnæðismálum og ævarandi fjárskortur hefur staðið allri skynsamlegri lausn þessara mála fyrir þrifum. Verðbólguhugsunarháttur og sjálfseignarstefna ollu því að of mikið var byggt af of stórum íbúðum. Hvergi á landinu munu húsnæðisvandræðin vera meiri en í Reykjavík. Þar er íbúðaverð hæst og leiguskilmálar hvað óhagstæðastir leigutökum. í mörg undanfarin ár hefur íbúum ekki fjölgað í borginni á sama tíma og byggðar hafa verið fremur þúsundir íbúða en hundruð. Samt er húsnæðisekla mikil og hefur ekki farið minnkandi. Hún bitnar nær eingöngu á þeim eignalausu, sem fyrst og fremst er ungt fólk sem komð hefur sér saman um fjöískyldustofnun. Hvað veldur þessari undraþróun? Það er spurning sem þeim opinberu aðilum er með þessi mál fara er skylt að svara’. Það má gjarnan kalla til sérfræðinga og starfshópa- og er gert af minna tilefni, en það hlýtur að vera hægt að komast að einhverri vitrænni niðurstöðu um hvers vegna allur fjárausturinn og framkvæmdirnar leysa ekki þann vanda em efni standa til. Það er tómt mál að tala um fjölskylduvernd, ef ekki er hægt að búa svo um hnúta að fjölskyldan fái yfirleitt þrifist, og eitt fyrsta skilyrði til að svo megi verða er að hver fjölskylda geti átt eigið heimili og tryggan samastað. Að þessum réttlætismálum verður að vinna og finna leiðir til lausnar og búa öllum þau skilyrði til fjölskyldulífs sem boðlegar eru í siðuðu þjóðfélagi. OÓ menningarmáí leikritið vantar. eru ráð dýr ÞJÓÐLEIKUHÚSIÐ GARÐVEISLA, eftir GUÐMUND STEINSSON Frumsýning Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikstjórí: María Kristjánsdóttir Að ráða höfund tíl að skrifa leikrit er tvíeggjað ■ Segja má að ef rétt er á öllu haldið, þá verði leikhúsið að vera í stöðugri mótun. Ekki er unnt að stofna til leikhúsa og setja því ákveðna reglu, sem fylgt er upp frá þvf. Á það ekki síst við um opinber leikhús, er bera þyngri listræna ábyrgð en leikflokkar eða áhugamannahópar. Það var af af hinu góða, þegar frá því var greint, að Þjóðleikhúsið hefði fengið heimild til þess að ráða rithöfunda tii að skrifa verk handa húsinu. Ekki veit sá er þetta ritar þó hvemig að því er staðið, þegar höfundur er valinn til að skrifa fyrir Þjóðleikhúsið, en ég hygg að það hafí ekki á sfnum tíma þótt neitt athugavert við það, þegar Guðmundur Steinsson var ráðinn í þetta. Guðmundur hefur samið mörg leikrit og hafði hlotið ýmsan frama sem leikritahöfundur, þótt ekki hafi nú allt heppnast jafn vel hjá honum. Á hinn bóginn er það staðreynd, að menn kaupa ekki góð leikrit í sjálfsala. Auðna ræður hverju sinni, hvernig höfundi tekst, eða hlýtur að gjöra það. Og það er einmitt þama, sem komið er að kjama málsins. Leikhúsinu ber að líta á það sem sérstakt happ, þegar vel tekst til, eða þolanlega. En ef verk rithöfundarins misheppnast, þá á bara að taka því og leggjaverkið. til hliðar og afskrifa það. Og þótt því fylgi ef til vill sársauki, er það nú betra en þegar farið er að sviðsetja leikrit, aðeins af því að það hefur verið skrifað. En það er einmitt þetta, sem skeði með Garðveislu Guðmundar Steins- sonar: Það tókst ekki að semja leikrit að þessu sinni. Hugmyndin að Garðveislu er þó um margt áhugaverð, en það er því miður svo með leikrit, að skáldið veit það oft ekki fremur en verktakinn, hvort leikrit verður til úr hugmynd, eða ekki fyrr en upp er staðið. Guðmundur Steinsson er því ekki einn um þetta. í bókmenntasögunni má nefna ótal dæmi um það, að færustu höfundum hefur mistekist að semja bók, eða leikrit. Og þess em einnig dæmi að höfundar ná aðeins að skrifa eitt 'einasta verk; allt annað misheppnast. Alveg sama hversu mikið þeir skrifa. En nóg um það, nema að við hér teljum uppfærsluna á Garðveislu beri ekki að skrifa á reikning höfundar. Misjökin verða þegar Þjóðleikhúsið ákveður að setja upp, þótt frambærilegt leikrit sé ekki fyrir hendi. Garðveisla Garðveisla er líklega hugsuð sem moralskt leikrit, þar sem siðmat er lagt á manninn, og hvernig hann fjarlægist veruleikann. Efnið virðist fengið úr tveim heimsfrægum bókum til jafns. Heilagri ritningu og Litlu gulu hænunni. Og segja má sem svo, að sú síðarnefnda komist nú fremur vel frá þessu verki, en ritningin miður. Við lifum á tímum frjálslyndis, og höfum t.d. ekki dæmt menn fyrir guðlast svo ég viti, í nokkra áratugi. Umræða er frjáls á íslandi, jafnvel um það, sem öðrum er heilagt. Við erum líka sammála því, að það séinnanhússmál.sf einhver leikari neitar að leika í svona verki, eða öðru. Á hinn bóginn er leiksýningin sem slík ekki einkamál Þjóðleikhússins, eða ríkisfjár- hirslunnar, ef leikrit fer á svið. Því verða menn nú að taka. Sagan, ef svo má orða það, hefst í aldingarðinum Eden, þar sem Adam og Eva hittast og afklæðast. Síðan kemur spillingin til sögunnar, Kristur er kona, kvöldmáltíðin er endurtekin, og vatns- þró táknar líklega skírnina, en Þjóð- leikhúsið er alltaf með vatn, þegar alverstu verkin eru sett á svið. Ekkert er til sparað, þótt leikrit vanti, ef svo má orða það. Færir leikarar koma fram, góður leikstjóri og leikmynda- teiknari. En allt kemur fyrir ekki. Það eina sem skeður, er að ríkisstjóður er svona 150 milljónum, gömlum, fátæk- ari, og leikhúsgestir fara særðir og vonsviknir heim eftir sýningu, að .ekki sé nú talað um örðugleika þeirra er skrifa í blöðin. Þetta þykir nú kannski ekki mikið fé fyrir þjáninguna, en um það munar |)ó samt í peningalausu leikhúsi. Þessi sýning var mikið rædd manna á meðal, áður en hún endanlega komst á sviðið, þannig að flestum virðist hafa verið ljóst, í hvað stefndi, nema þeim er gæta ríkisfjárhirslunnar og eiga að gæta hagsmuna menningarinnar og leikhús- gesta. Jónas Guðmundsson ujjM skrifar w 5 vettvangi dagsins ■ Frá ráðstefnu Liberal Intemational. Við hægrí hönd Steingrúns Hermanns- sonar situr Urí Schottle framkvæmda- stjóri Alþjóðasambands frjálslyndra. ■ Liberal International, sem eru al- þjóðasamband frjálslyndra flokka hélt ráðstefnu í Reykjavík 23.-26. sept. s.l. í samvinnu við Framsóknarflokkinn. Aðdragandi að ráðstefnuhaldinu hér, er að fyrir tveim árum síðan var haldin ráðstefna í Róm á vegum samtakanna og hana sótti Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins og var þess farið á leit við hann að Framsóknar- flokkurinn mundi hafa samvinnu um slíka ráðstefnu hér á landi. í Liberal Intemational eru stjórn- I málaflokkar sem teljast til miðjunnar í hverju landi um sig. Þeir eru að ýmsu leyti frábragðnir hver öðrum eftir llöndum, og fer eftir því hver staða flokkanna er og við hvaða stjómmála- hefðir þeir styðjast. Sem dæmi um þá flokka sem eru í samtökunum má nefna Frjáls demókrata í Vestur-Þýskalandi, Frjálslynda flokkinn í Bretlandi, Folke- partiet í Svíþjóð, 'Radikale Venstre í Danmörku og Venstre reyndar einnig í samtökunum og Frjálslynda flokkinn í Kanada. Til ráðstefnunnar í Reykjavík komu um 30 útlendingar, þar á meðal nokkrir fyrirlesarar, sem fremur tóku þátt í ráðstefnunni sem sérfræðingar en stjóm- imálamenn. Þess má geta að frá jBandaríkjunum komu fulltrúar bæði frá jflokki demókrata og repúblikana. Af jhálfu þeirra flokka er það stefnuatriði að bindast ekki formlega samtökum sem þessum og vom Bandaríkjamennimir því eins konar áheymarfulltrúar. Frá Framsóknarflokknum sátu 24 fulltrúar ráðstefnuna. Það var ákveðið að viðfangsefni þessarar ráðstefnu tengdust Norður- Atlantshafinu og þeim þjóðum sem jbyggja lönd er að því liggja. Heiti ráðstefnunnar var Staða Norður-Atants- hafsins í heimi nútímans, og voru erindi í samræmi við það. Var erindunum skípt ■ Ame Olafsson ráðuneytisstjóri land- stjórnarínnar í Færeyjum leggur orð í belg um efnahagsgrundvöll fiskyeiði- þjóða. Tímamyndir Ella.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.