Fréttablaðið - 20.01.2009, Side 15

Fréttablaðið - 20.01.2009, Side 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 GRÆNA UMSLAGIÐ mun berast lífeyrisþegum í pósti á næst- unni en í því er áætlun fyrir árið 2009 sem sýnir lífeyrisgreiðslur sundurliðaðar eftir greiðslutegundum og mánuðum. Mánaðarlegir greiðsluseðlar verða því ekki lengur sendir út. „Hláturinn hefur hjálpað mér að losa um spennu, virkja sköpunargáfuna og leikgleðina og taka hlutunum ekkert alltof alvar- lega. Afleiðingarnar eru þær að maður fer smám saman að sjá hlutina í allt öðru samhengi og hugsa í lausnum í stað þess að ein- blína á vandamálin,“ segir Kristj- án Helgason um reynslu sína af hláturjóga sem hann hefur stundað í fjögur ár. Kristján segist þess fullviss að hægt sé öðlast aukna lífshamingju með ástundun jóga af þessu tagi og nefnir sem dæmi að hlátur geti losað um vöðvabólgu, liðaverki eða höfuðverk. Eins tilfinninga- lega spennu eins og kvíða, áhyggj- ur, óróleika eða óþolinmæði. Hlát- ur sé einhver besta aðferðin til að losa um streitu. Árangurinn skili sér í raun inn á flest svið daglegs lífs. Áhugi Kristjáns á þessari teg- und jóga varð til þess að hann fór að kenna öðrum aðferðina. Hann útskrifaðist síðan á síðasta ári af námskeiðinu Goodheart hlátur- markþjálfun, kennt við bandaríska sálfræðinginn Annette Goodheart, sem hefur undanfarin 38 ár notað hláturinn sem sitt aðaltæki til að aðstoða fólk við að greiða úr sínum málum. Í markþjálfun er athygl- inni beint að því sem viðkomandi er að upplifa á líðandi stundu og hvert hann vill stefna frá þeim stað. Kristján er eini Íslending- urinn sem hefur lokið þjálfun í aðferðinni og hefur réttindi til að kenna fyrsta áfanga hennar. „Hugmyndin að baki aðferð- inni er mjög sérstök því á meðan oft er rætt um jákvæðar og nei- kvæðar tilfinningar hafnar hún alfarið slíkri aðgreiningu. Til- finningar fá nefnilega alltof oft á sig einhvern neikvæðan stimpil, eins og reiði. En í raun á hún full- an rétt á sér. Reiðin er bara aðferð til að segja hingað og ekki lengra. Með henni erum við að sýna hvar mörkin liggja. Reiðina má líka nota sem stjórntæki, eins og sést hefur í mótmælunum. Hún er í eðli sínu hreyfiafl sem við getum nýtt þegar gengið er á okkar rétt. Við þurfum bara að gæta þess að ánetjast henni ekki.“ Kristján verður með fyrirlestur um hláturmarkþjálfun og kenning- arnar sem liggja til grundvallar henni í Manni lifandi í Borgar- túni á morgun frá klukkan 17.30 til 19.30. roald@frettabladid.is Reiðin á fullan rétt á sér Kristján Helgason notar hlátur sem hjálpartæki til að greiða úr sínum málum. Að hans mati má meðal annars nýta hláturinn til að virkja sköpunargáfuna, draga úr sársauka og auka almenna vellíðan í lífinu. Kristján Helgason telur mikilvægt að fólk fái reglulega útrás fyrir tilfinningar sínar í stað þess að byrgja þær inni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Útsala 25 - 70 % afsl. af öllum vörum Baðdeild Álfaborgar Skútuvogi 4 - sími: 525 0800 Sturtuklefar - Baðinnréttingar Hreinlætistæki - Blöndunartæki Baðker ofl. Næstu fyrirlestrar og námskeið 21. jan. Goodheart hlátur- markþjálfun Kristján Helgason hláturjógakennari 27. jan. Ég fitna sama hvað ég geri. Hvernig næ ég jafnvægi? Esther Helga Guðmundsdóttir ráðgjafi 03. feb. Hvað er heilun? Kristján Viðar Haraldsson ráðgjafi 07. feb. Hláturfundur Hláturkætiklúbbsins Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari. 10. feb. Mataræði fyrr og nú - Næring í víðari skilningi Haraldur Magnússon osteópatiwww.madurlifandi.is Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 80%afslætti valdar vörur með allt að

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.